Loftslagsbreytingar mesta ógnin við mannréttindi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir telur að við eigum að hlustum á, styðja við en ekki síst, bregðast við kröfum ungs baráttufólks um allan heim fyrir róttækari aðgerðum til að hindra enn frekari loftslagsbreytingar.

Auglýsing

„Heim­ur­inn hefur aldrei orðið vitni að við­líka ógn við mann­rétt­ind­i,“ sagði Michelle Bachel­et, mann­rétt­inda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna og yfir­maður Mann­réttinda­ráðs SÞ í opn­un­ar­er­indi sínu við upp­haf 42. fundar Mann­réttinda­ráðs­ins í sept­em­ber­byrj­un.

Ógnin sem Bachelet vísar í eru lofts­lags­breyt­ing­ar. Þau eru orðin ein aðal upp­spretta borg­ara­stríða og átaka. Rétt­indi frum­byggja til lífs og við­ur­væris er ógnað hvort sem er með skóg­ar­eldum í Amazon-­skóg­unum eða bráðnun íss við Norð­ur­skaut­ið. Umhverf­is­vernd­ar­sinnar búa við stöðugt meiri ógn­anir og jafn­vel árás­ir, sér­stak­lega í Suð­ur­-Am­er­íku og opin­ber umræða sem nið­ur­lægir ungt fólk sem hefur áhyggjur af lofts­lag­inu, fram­tíð sinni og kom­andi kyn­slóða er orðin algeng­ari. Fleiri felli­byljir og fjölgun aftaka­veðra á borð við það sem gerð­ist nýlega á Baham­a-eyj­um, eyjum sem liggja lágt yfir sjáv­ar­yf­ir­borði, drepur ekki bara íbúa heldur neyðir fólk til að flýja heim­kynni sín.

Fólk er líka að flýja vegna veðra­breyt­inga í kringum hið víð­áttu­mikla Sahel steppu­svæði Afr­íku við suð­ur­jaðar Sahara-eyði­merk­ur­inn­ar, þar sem sífelld harðn­andi lífs­bar­átta vegna vax­andi þurrka hefur meiri áhrif á stjórn­mála­ó­vissu og flótta íbúa frá svæð­inu en áður. Fjöldi flótta­fólks sem flýr í leit að betra lífi með oft von­lausum og ömur­legum árangri yfir sjálft Mið­jarð­ar­haf­ið, hefur þá þegar flúið yfir sjálfa Sahara-eyði­mörk­ina. Þetta eru ekki auð­veldar hindr­anir á vegi fólks sem er að flýja óbæri­legt líf vegna lofts­lags­breyt­inga en sýnir neyð­ina sem fólk býr við. Reyndar hafa millj­ónir manna í heim­inum nú þegar þurft að flýja heim­kynni sín vegna afleið­inga lofts­lags­breyt­inga hvort sem það eru alvar­legri þurrkar en áður, sífellt fleiri og kraft­meiri aftaka­veð­ur, flóð, fleiri og umfangs­meiri felli­byljir en áður eða skóg­ar­eldar sem geisa bæði vegna þurrka og hita en líka af manna­völd­um. Ef það er ekki neyð­ar­á­stand, hvað í ósköp­unum er þá neyð­ar­á­stand?

Auglýsing

Nýlega veittu mann­rétt­inda­sam­tökin Amnesty International loft­lags­að­gerða­sinn­anum Gretu Thun­berg og loft­lags­bar­áttu­hreyf­ing­unni „Fri­days for fut­ure“ verð­laun fyrir að vekja athygli á og krefj­ast þess að rót­tæk­ari opin­berar aðgerðir þarf til að koma í veg fyrir enn meiri hlýnum loft­lags­ins. Og hér á Íslandi, veitti Íslands­deild Amnesty fjórum sam­tökum ungs fólks verð­laun fyrir bar­áttu sína fyrir rót­tæk­ari aðgerðum gegn ham­fara­hlýn­um. Þessi verð­laun virtra alþjóð­legra mann­rétt­inda­sam­taka stað­festa enn frekar hin nánu tengsl lofts­lags­breyt­inga og mann­rétt­inda­bar­áttu. Og á vett­vangi Evr­ópu­ráðs­þings­ins, einnar öfl­ug­ustu alþjóða­stofn­unar á sviði mann­rétt­inda sem Ísland á aðili að, eru mann­rétt­indi út frá lofts­lags­breyt­ingum stöðugt fyr­ir­ferð­ar­meiri í álykt­unum og þing­mál­um.

Stríðs­á­tök vegna lofts­lags­breyt­inga

Lofts­lags­breyt­ingar eru líka að verða nátengd­ari stríðs­á­tökum og afleið­ingum þeirra. Fólk flýr heim­kynni sín vegna lofts­lags­breyt­inga og mik­illa breyt­inga á veð­ur­fari en líka átak­anna í kjöl­farið á veð­ur­fars­breyt­ing­um. Rekja má 40 pró­sent af öllum vopn­uðum átökum und­an­farin ár og ára­tuga í heim­inum til lofts­lags­breyt­inga og afleið­inga þeirra sam­kvæmt nýj­ustu tölum Sam­ein­uðu þjóð­anna. Og því miður er það langoft­ast fátæk­ustu og við­kvæm­ustu íbúar heims, konur og börn, sem eru helstu fórn­ar­lömb átaka sem orsakast af enn grimmi­legri bar­áttu um þverr­andi auð­lindir og hrað­ari lofts­lags­breyt­inga. Ríkar þjóðir hafa því miður brotið á þeim fátæk­ari með því að ýta meng­andi starf­semi til þró­un­ar­ríkja og stuðlað þar með að víta­hring meng­unar og ójöfn­uðar sem ýtir íbúum þessa ríkja á flótta og ver­gang. Stríðs­rekstur er því bæði afleið­ing bar­áttu um þverr­andi auð­lindir en veldur því líka að stríðs­hrjáðar þjóðir og sam­fé­lög eru engan vegin í stakk búin til að takast á við afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga, eins og sjá má t.d. í stríðs­hrjáðu Afganistan, Sýr­landi og mörgum þró­un­ar­ríkj­um.

Styðjum og bregð­umst við kröfum ungs bar­áttu­fólks

„Sú póli­tík sem við þurfum á að halda til að taka á þessu hættu­á­standi er ekki til staðar í dag,“ segir Greta Thun­berg. „Það er ástæða þess að hvert og eitt okkar verður að þrýsta á þá sem bera ábyrgð­ina frá öllum mögu­legum stöðum og fá fólk til að bregð­ast við.“

Tökum þessi orð til okkar allra. Hlustum á, styðjum við en ekki síst, bregð­umst við kröfum ungs bar­áttu­fólks um allan heim fyrir rót­tæk­ari aðgerðum á hvar­eina í sam­fé­lagi okk­ar, bæði hér heima og í alþjóða­starfi, til að hindra enn frek­ari lofts­lags­breyt­ing­ar. Það er ekk­ert um annað að velja.

Höf­undur er þing­maður og vara­for­seti Evr­ópu­ráðs­þings­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar