Auglýsing

Það er alltaf leið­in­legt þegar fyr­ir­tæki segja upp starfs­fólki, en það er líka önnur hlið á því og jákvæð­ari. Í upp­sögn­inni - hvort sem það er starfs­fólkið sem á frum­kvæði að því eða fyr­ir­tækin - felst breyt­ing sem gefur til­efni til end­ur­mats. Í því fel­ast ný tæki­færi, ný sýn.

Und­an­farnir dagar hafa verið erf­iðir hjá mörgum fjöl­skyldum á Íslandi enda hafa Arion banki og Icelandair sam­tals gripið til þess að segja upp 199 starfs­mönnum og Íslands­banki sagði upp 20 til við­bótar auk þess sem fleiri hafa hætt sökum ald­urs, án þess að end­ur­ráðið sé í þess stað­inn.

Einnig hafa heyrst tíð­indi úr fleiri fyr­ir­tækjum sem hafa gripið til þess ráðs að hag­ræða í rekstri til að takast á við breyttan veru­leika, án þess að til hóp­upp­sagna hafi kom­ið. Atvinnu­leysi hefur farið hækk­andi og gæti átt eftir að stíga enn frekar, þó það sé enn lágt í alþjóð­legum sam­an­burði, eða 4,4 pró­sent.

Auglýsing

Breyttur veru­leiki

Það sagði sína sögu um hvernig þessi breytti veru­leiki birt­ist að ný útlán banka til fyr­ir­tækja hafa dreg­ist saman um 52 pró­sent miðað við sama tíma­bil fyrir ári síð­an, sam­kvæmt hag­tölum sem Seðla­banki Íslands birti í vik­unni. Þrátt fyrir lækk­andi vexti þá er fjár­fest­ing ekki mikið að örvast, en von­andi mun það breyt­ast - ekki síst ef vextir lækka meira.

Sú heild­ar­mynd sem blasir við á fjár­mála­mark­aði sýnir að bank­arnir munu vafa­lítið eiga í vand­ræðum með að finna sókn­ar­færi og skila góðri arð­semi á næst­unni, miðað við fastan und­ir­liggj­andi kostnað og sam­keppn­is­að­stæð­ur.

Erfitt er að draga aðra ályktun en þá en að það sé offram­boð af banka­þjón­ustu, og ekki ólík­legt að upp­sagnir haldi áfram sam­hliða frek­ari breyt­ingum og hag­ræð­ing með öðrum leiðum sömu­leið­is, t.d. sam­ein­ingum fyr­ir­tækja. 

Ofan í aðstæð­urnar eru svo að eiga sér stað tækni­breyt­ingar í fjár­mála­þjón­ustu, t.d. með galopnun á greiðslu­miðlun á alþjóða­mörk­uðum og ýmsum sér­hæfðum lausnum sem byggja á nýt­ingu gagna og raf­mynta, svo fátt eitt sé nefn­t. 

Flest bendir til þess að sókn­ar­færin liggi frekar hjá sveigj­an­legum minni fyr­ir­tækj­um, í þessum aðstæð­um, frekar en bönkum sem veita alhliða hefð­bundna banka­þjón­ustu. Skipu­lags­breyt­ing­arnar sem Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, kynnti í dag, eru í takt við það, að hann sjái sókn­ar­færi í sveigj­an­legum banka.

Íslenska ríkið þarf að móta sér skýra sýn fyrir fjár­mála­kerfið sem eig­andi um 80 pró­sent af því, í gegnum eign­ar­hald sitt á Íslands­banka, Lands­bank­anum og Íbúða­lána­sjóði. Bank­arnir eru ekki sér­stak­lega sölu­væn­leg­ir, nema þá helst að það sé búið að grípa til nægi­legrar hag­ræð­ing­ar. Þá hef ég trú á því, að það geti reynst erfitt á sviði stjórn­mál­anna, að mynda nægi­lega mikla sátt um hvernig staðið verður að sölu bank­anna. 

Ólík sýn stjórn­mála­flokk­anna, í hálf­gerðri við­var­andi stjórn­málakreppu, skiptir þar miklu máli. Sumir flokkar vilja selja bank­anna, en aðrir alls ekki. 

Tæki­færin víða

Óþarfi er þó að mála upp of dökka mynd af stöð­unni á fjár­mála­mark­aði - eða því sem blasir við fólki sem var að missa vinn­una. Breyt­ingar geta verið það besta sem kemur fyrir í lífi fólks, ef það tekst á við þær með jákvæðni og víð­sýni að vopni. Tæki­færin geta reynst víða og þegar upp er staðið þá skiptir meira máli að hugsa málin þannig, að breyt­ing­arnar gefi til­efni til að opna nýjar dyr. 

Munum einnig að í litlu landi eins og Íslandi - með aðeins rúm­lega 200 þús­und manns á vinnu­mark­aði - þá getur það verið mik­ill styrkur að tala um það sem tæki­færi, að skipta um starfs­vett­vang. Auð­velt er að tala máli sam­starfs­fé­laga og vina, og sér­fræð­inga, sem fólk hefur góða reynslu af, og eru nú allt í einu á lausu til að vinna að mik­il­vægum öðrum verk­efn­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfélagsins sem á Fréttblaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari