Auglýsing

Það er alltaf leið­in­legt þegar fyr­ir­tæki segja upp starfs­fólki, en það er líka önnur hlið á því og jákvæð­ari. Í upp­sögn­inni - hvort sem það er starfs­fólkið sem á frum­kvæði að því eða fyr­ir­tækin - felst breyt­ing sem gefur til­efni til end­ur­mats. Í því fel­ast ný tæki­færi, ný sýn.

Und­an­farnir dagar hafa verið erf­iðir hjá mörgum fjöl­skyldum á Íslandi enda hafa Arion banki og Icelandair sam­tals gripið til þess að segja upp 199 starfs­mönnum og Íslands­banki sagði upp 20 til við­bótar auk þess sem fleiri hafa hætt sökum ald­urs, án þess að end­ur­ráðið sé í þess stað­inn.

Einnig hafa heyrst tíð­indi úr fleiri fyr­ir­tækjum sem hafa gripið til þess ráðs að hag­ræða í rekstri til að takast á við breyttan veru­leika, án þess að til hóp­upp­sagna hafi kom­ið. Atvinnu­leysi hefur farið hækk­andi og gæti átt eftir að stíga enn frekar, þó það sé enn lágt í alþjóð­legum sam­an­burði, eða 4,4 pró­sent.

Auglýsing

Breyttur veru­leiki

Það sagði sína sögu um hvernig þessi breytti veru­leiki birt­ist að ný útlán banka til fyr­ir­tækja hafa dreg­ist saman um 52 pró­sent miðað við sama tíma­bil fyrir ári síð­an, sam­kvæmt hag­tölum sem Seðla­banki Íslands birti í vik­unni. Þrátt fyrir lækk­andi vexti þá er fjár­fest­ing ekki mikið að örvast, en von­andi mun það breyt­ast - ekki síst ef vextir lækka meira.

Sú heild­ar­mynd sem blasir við á fjár­mála­mark­aði sýnir að bank­arnir munu vafa­lítið eiga í vand­ræðum með að finna sókn­ar­færi og skila góðri arð­semi á næst­unni, miðað við fastan und­ir­liggj­andi kostnað og sam­keppn­is­að­stæð­ur.

Erfitt er að draga aðra ályktun en þá en að það sé offram­boð af banka­þjón­ustu, og ekki ólík­legt að upp­sagnir haldi áfram sam­hliða frek­ari breyt­ingum og hag­ræð­ing með öðrum leiðum sömu­leið­is, t.d. sam­ein­ingum fyr­ir­tækja. 

Ofan í aðstæð­urnar eru svo að eiga sér stað tækni­breyt­ingar í fjár­mála­þjón­ustu, t.d. með galopnun á greiðslu­miðlun á alþjóða­mörk­uðum og ýmsum sér­hæfðum lausnum sem byggja á nýt­ingu gagna og raf­mynta, svo fátt eitt sé nefn­t. 

Flest bendir til þess að sókn­ar­færin liggi frekar hjá sveigj­an­legum minni fyr­ir­tækj­um, í þessum aðstæð­um, frekar en bönkum sem veita alhliða hefð­bundna banka­þjón­ustu. Skipu­lags­breyt­ing­arnar sem Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, kynnti í dag, eru í takt við það, að hann sjái sókn­ar­færi í sveigj­an­legum banka.

Íslenska ríkið þarf að móta sér skýra sýn fyrir fjár­mála­kerfið sem eig­andi um 80 pró­sent af því, í gegnum eign­ar­hald sitt á Íslands­banka, Lands­bank­anum og Íbúða­lána­sjóði. Bank­arnir eru ekki sér­stak­lega sölu­væn­leg­ir, nema þá helst að það sé búið að grípa til nægi­legrar hag­ræð­ing­ar. Þá hef ég trú á því, að það geti reynst erfitt á sviði stjórn­mál­anna, að mynda nægi­lega mikla sátt um hvernig staðið verður að sölu bank­anna. 

Ólík sýn stjórn­mála­flokk­anna, í hálf­gerðri við­var­andi stjórn­málakreppu, skiptir þar miklu máli. Sumir flokkar vilja selja bank­anna, en aðrir alls ekki. 

Tæki­færin víða

Óþarfi er þó að mála upp of dökka mynd af stöð­unni á fjár­mála­mark­aði - eða því sem blasir við fólki sem var að missa vinn­una. Breyt­ingar geta verið það besta sem kemur fyrir í lífi fólks, ef það tekst á við þær með jákvæðni og víð­sýni að vopni. Tæki­færin geta reynst víða og þegar upp er staðið þá skiptir meira máli að hugsa málin þannig, að breyt­ing­arnar gefi til­efni til að opna nýjar dyr. 

Munum einnig að í litlu landi eins og Íslandi - með aðeins rúm­lega 200 þús­und manns á vinnu­mark­aði - þá getur það verið mik­ill styrkur að tala um það sem tæki­færi, að skipta um starfs­vett­vang. Auð­velt er að tala máli sam­starfs­fé­laga og vina, og sér­fræð­inga, sem fólk hefur góða reynslu af, og eru nú allt í einu á lausu til að vinna að mik­il­vægum öðrum verk­efn­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Óverðtryggð lán aldrei verið eins stór hluti af heildarskuldum heimilanna
Óverðtryggð skuldsetning heimila hefur aldrei verið meiri hér á landi eða um 27 prósent af heildarskuldsetningu heimilanna. Verðtryggð skuldsetning er hins vegar oft eini raunhæfi valkosturinn fyrir lántakendur.
Kjarninn 15. október 2019
Kristbjörn Árnason
Almennt er staðhæft að íþróttir séu hollar fyrir börn og unglinga. En er það svo?
Leslistinn 15. október 2019
Ást og fótbolti
Auður Jónsdóttir rithöfundur gerðist íþróttafréttaritari og fór á landsleik með átta ára syni sínum og fótboltavinkonu. Henni fannst takturinn í HÚH-inu sem kyrjað var í stúkunni minna sig á stigvaxandi samfarir.
Kjarninn 15. október 2019
Kvikan
Kvikan
Ríkustu tíu prósentin, margföld mánaðarlaun hjá Kaupþingi og sókn Miðflokks
Kjarninn 15. október 2019
Magnús Harðarson skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar
Magnús Harðarsson tekur við af bróður sínum Páli sem forstjóri Nasdaq Iceland.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari