Auglýsing

Það er alltaf leið­in­legt þegar fyr­ir­tæki segja upp starfs­fólki, en það er líka önnur hlið á því og jákvæð­ari. Í upp­sögn­inni - hvort sem það er starfs­fólkið sem á frum­kvæði að því eða fyr­ir­tækin - felst breyt­ing sem gefur til­efni til end­ur­mats. Í því fel­ast ný tæki­færi, ný sýn.

Und­an­farnir dagar hafa verið erf­iðir hjá mörgum fjöl­skyldum á Íslandi enda hafa Arion banki og Icelandair sam­tals gripið til þess að segja upp 199 starfs­mönnum og Íslands­banki sagði upp 20 til við­bótar auk þess sem fleiri hafa hætt sökum ald­urs, án þess að end­ur­ráðið sé í þess stað­inn.

Einnig hafa heyrst tíð­indi úr fleiri fyr­ir­tækjum sem hafa gripið til þess ráðs að hag­ræða í rekstri til að takast á við breyttan veru­leika, án þess að til hóp­upp­sagna hafi kom­ið. Atvinnu­leysi hefur farið hækk­andi og gæti átt eftir að stíga enn frekar, þó það sé enn lágt í alþjóð­legum sam­an­burði, eða 4,4 pró­sent.

Auglýsing

Breyttur veru­leiki

Það sagði sína sögu um hvernig þessi breytti veru­leiki birt­ist að ný útlán banka til fyr­ir­tækja hafa dreg­ist saman um 52 pró­sent miðað við sama tíma­bil fyrir ári síð­an, sam­kvæmt hag­tölum sem Seðla­banki Íslands birti í vik­unni. Þrátt fyrir lækk­andi vexti þá er fjár­fest­ing ekki mikið að örvast, en von­andi mun það breyt­ast - ekki síst ef vextir lækka meira.

Sú heild­ar­mynd sem blasir við á fjár­mála­mark­aði sýnir að bank­arnir munu vafa­lítið eiga í vand­ræðum með að finna sókn­ar­færi og skila góðri arð­semi á næst­unni, miðað við fastan und­ir­liggj­andi kostnað og sam­keppn­is­að­stæð­ur.

Erfitt er að draga aðra ályktun en þá en að það sé offram­boð af banka­þjón­ustu, og ekki ólík­legt að upp­sagnir haldi áfram sam­hliða frek­ari breyt­ingum og hag­ræð­ing með öðrum leiðum sömu­leið­is, t.d. sam­ein­ingum fyr­ir­tækja. 

Ofan í aðstæð­urnar eru svo að eiga sér stað tækni­breyt­ingar í fjár­mála­þjón­ustu, t.d. með galopnun á greiðslu­miðlun á alþjóða­mörk­uðum og ýmsum sér­hæfðum lausnum sem byggja á nýt­ingu gagna og raf­mynta, svo fátt eitt sé nefn­t. 

Flest bendir til þess að sókn­ar­færin liggi frekar hjá sveigj­an­legum minni fyr­ir­tækj­um, í þessum aðstæð­um, frekar en bönkum sem veita alhliða hefð­bundna banka­þjón­ustu. Skipu­lags­breyt­ing­arnar sem Bene­dikt Gísla­son, banka­stjóri Arion banka, kynnti í dag, eru í takt við það, að hann sjái sókn­ar­færi í sveigj­an­legum banka.

Íslenska ríkið þarf að móta sér skýra sýn fyrir fjár­mála­kerfið sem eig­andi um 80 pró­sent af því, í gegnum eign­ar­hald sitt á Íslands­banka, Lands­bank­anum og Íbúða­lána­sjóði. Bank­arnir eru ekki sér­stak­lega sölu­væn­leg­ir, nema þá helst að það sé búið að grípa til nægi­legrar hag­ræð­ing­ar. Þá hef ég trú á því, að það geti reynst erfitt á sviði stjórn­mál­anna, að mynda nægi­lega mikla sátt um hvernig staðið verður að sölu bank­anna. 

Ólík sýn stjórn­mála­flokk­anna, í hálf­gerðri við­var­andi stjórn­málakreppu, skiptir þar miklu máli. Sumir flokkar vilja selja bank­anna, en aðrir alls ekki. 

Tæki­færin víða

Óþarfi er þó að mála upp of dökka mynd af stöð­unni á fjár­mála­mark­aði - eða því sem blasir við fólki sem var að missa vinn­una. Breyt­ingar geta verið það besta sem kemur fyrir í lífi fólks, ef það tekst á við þær með jákvæðni og víð­sýni að vopni. Tæki­færin geta reynst víða og þegar upp er staðið þá skiptir meira máli að hugsa málin þannig, að breyt­ing­arnar gefi til­efni til að opna nýjar dyr. 

Munum einnig að í litlu landi eins og Íslandi - með aðeins rúm­lega 200 þús­und manns á vinnu­mark­aði - þá getur það verið mik­ill styrkur að tala um það sem tæki­færi, að skipta um starfs­vett­vang. Auð­velt er að tala máli sam­starfs­fé­laga og vina, og sér­fræð­inga, sem fólk hefur góða reynslu af, og eru nú allt í einu á lausu til að vinna að mik­il­vægum öðrum verk­efn­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari