Allt nema morðin

Soffía Sigurðardóttir heldur áfram að fjalla um Guðmundar- og Geirfinnsmálið í aðsendri grein.

Auglýsing

Ákveð­inn sam­hljómur er í máli lög­mann­anna tveggja sem síð­ast hafa skrifað grein­ar­gerðir um Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál og teng­ist óhugn­an­lega þeirri heitu kart­öflu sem end­ur­upp­töku­nefnd vildi heldur ekki snerta á: Fals­vitn­is­burð­irnir í G&G mál­in­u. Guð­mund­ar- og Geir­finns­málin eru þrjú. Eitt er hvarf Guð­mundar og annað er hvarf Geir­finns, en hvor­ugt það mál hefur nokk­urn­tíma verið upp­lýst. Hið þriðja er það fræg­asta og hefur tekið alla athygli af skort­inum á að upp­lýsa hin fyrri – það er Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­ið.

Í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu (G&G) gerð­ist tvennt sem ég ætla að benda á hér. Annað er að hand­tekn­ir, grun­aðir og sak­felldir sam­þykktu allir á ein­hverjum tíma fjöl­margar verkn­að­ar­lýs­ingar sem sak­bentu aðra og hitt er að þeir sam­þykktu líka fjöl­margar verkn­að­ar­lýs­ingar sem sak­bentu þá sjálfa og játn­ingar á eigin sök.

Sýknuð af morðum en ekki af sak­ar­giftum

Í fyrsta kafla ákærunnar í G&G eru fjórir karl­menn ákærðir fyrir tvö morð og þar af tveir þeirra fyrir þau bæði og enn­fremur einn (AKS) fyrir að hindra að upp kom­ist í annarri morð­sök­inni. Í öðrum köflum ákærunnar eru nokkrir úr hópnum ákærðir fyrir ýmsar aðrar sakir sem ótengdar eru G&G og enn­fremur eru þeir sem ákærðir eru fyrir morðið á Geir­finni og ein kona (EB) í við­bót ákærð fyrir rangar sak­ar­giftir gegn fjórum mönnum sem lengi sátu í gæslu­varð­haldi vegna þess, oft köll­uðum Klúbb­mönnum (þótt aðeins tveir þeirra tengd­ust Klúbbn­um).

Auglýsing

End­ur­upp­töku­nefnd leggur til end­ur­upp­töku á I. kafla ákæranna, en ekki á neinum öðum köflum og þar með ekki á ákærum vegnan rangra sak­ar­gifta í G&G. Við dóm sinn í end­ur­upp­töku máls­ins kemst hæsti­réttur að þeirri nið­ur­stöðu að ekki sé hægt annað en að sýkna AKS líka af aðild sinni að því morð­máli sem áður dæmdir morð­ingjar eru nú sýkn­aðir af.

Eftir standa ennþá af G&G dóm­arnir yfir öllum þeim sem dæmdir voru fyrir rangar sak­ar­giftir gegn fjórum mönnum (Klúbb­mönn­um).

Sam­hengið í játn­ingum og öðrum frá­sögnum

Þegar hæsti­réttur sýknar dæmda loks­ins af morð­á­kærum í G&G er hann fáorður um for­sendur sín­ar, hann fellst bara á forms­at­riðin og sýknu­kröf­urn­ar. Slær hamr­inum í borð­ið: Púff! Vofa G&G er hins vegar ekki kveðin nið­ur. Af hverju urðu allar þessar sögur til í með­förum rétt­ar­kerf­is­ins? Af hverju allar þessar fölsku frá­sagn­ir, bæði af eigin verkn­aði og ann­arra? Af hverju er kom­inn hæsta­rétt­ar­dómur um sýknu á játn­ingum á eigin verkn­aði, en sekt stendur samt ennþá um ásak­an­irnar um verkn­aði ann­arra? Hver er mun­ur­inn á því hvernig þessar frá­sagnir urðu til?

Rétt­ar­kerfið ætlar að sleppa með það eitt að sýkna af morð­um, en sleppa því hvernig játn­ing­arn­ar, ásak­anir á aðra og fjöl­margar skraut­legar frá­sagnir urðu til í með­förum rétt­ar­kerf­is­ins. Hver var hlutur rétt­ar­kerf­is­ins í því hvernig G&G velt­ist og fór?

Þessa stöðu nota tveir lög­menn nýlega í skrif­legum grein­ar­gerðum sín­um. Annar er settur rík­is­lög­maður til að svara fyrir kröfur sýkn­aðra sak­born­inga um miska­bæt­ur, hinn er lög­maður sem skrifar for­sæt­is­ráð­herra til að mót­mæla því að greiddar verði miska­bætur fyrir mein­sær­is­dóm sem stendur enn­þá. Báðir vitna til þess að þeir sem óski eftir miska­bótum hafi komið sér sjálfir í þá stöðu sem þeir end­uðu í með því að ljúga upp enda­lausum sögum í allri með­ferð máls­ins, að ljúga bæði upp á sjálfa sig og aðra.

Það skiptir máli að taka á því hvernig hinar fölsku játn­ingar urðu til og það verður óhjá­kvæmi­lega ekki skilið frá því hvernig hinar fölsku ásak­anir urðu til.

Sam­særi um að bera af sér sak­leysi

Það er eðli­legt að menn sem bornir voru röngum sökum séu ekki sáttir við að mann­eskjan sem lék stórt hlut­verk í þeim sak­ar­giftum fái miska­bætur fyrir sinn hlut á meðan hún hefur ekki verið sýknuð af þeim röngu sak­ar­giftum sem hún var dæmd fyr­ir. Lög­maður þeirra lætur sér hins vegar ekki nægja að vísa í slíkar for­send­ur, heldur skrifar lang­loku þar sem hann rekur rangar sak­ar­giftir Erlu og lætur eins og þær komi nýjum sýknu­dómi hæsta­réttar í mál­inu ekk­ert við.

Í bréfi sínu rekur Val­týr Sig­urðs­son lög­maður (sá sami og stýrði upp­haf­legri rann­sókn á hvarfi Geir­finns) það hvernig Erla og félagar hennar fóru til Kefla­vík­ur, fóru í Hafn­ar­búð­ina, fóru í Slipp­inn – drápu ekki Geir­finn – fóru aftur til Reykja­víkur og héldu fund þar sem þau sam­mælt­ust um að ef þau yrðu ein­hvern­tíma hand­tekin fyrir að myrða Geir­finn þá ætl­uðu þau að kenna Klúbb­mönnum um og fóru svo og grófu líkið af Geir­finni. Hann lætur þess hins vegar ekki getið að atvika­lýs­ing á Kefla­vík­ur­för­inni er í veiga­miklum atriðum sam­hljóma frá­sögn manns sem áður spann upp sam­svar­andi sögu með tveimur Klúbb­mönnum í og gerð var lög­reglu­skýrsla um, þar sem atburða­rásinni var lýst en henni hafnað sem fyll­er­í­is­rausi. Sú saga var skráð nokkrum mán­uðum áður en Erla sagði sam­svar­andi sögu.

Með stöðu grun­aðs manns

Í einum af mörgum eft­ir­málum G&G var opin­ber rann­sókn á því hver bar sök á því að Magnús Leó­polds­son var dreg­inn inn í G&G. Í því máli átti m.a. að bera vitni nefndur Val­týr Sig­urðs­son lög­maður og fyrrum fógeta­full­trúi. Hann krafð­ist þess að fá stöðu grun­aðs manns í máls­með­ferð­inni og fékk það. Þar með þurfti hann ekki að bera vitni í rann­sókn sem hefði getað leitt til sak­fell­ingar hans sjálfs. Hann hefur því í raun ennþá stöðu grun­aðs manns um það hvernig sök var komið á Magnús Leó­polds­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar