Nei við neyðarástandi en já við 2,5% markmiði

Doktor í umhverfis- og félagssálfræði skrifar um kröfur um loftslagsaðgerðir.

Auglýsing

Á föstu­dag­inn var síð­asti dagur alls­herj­ar­verk­falls fyrir lofts­lag­ið. Viku mót­mælum þar sem um 6,6 millj­ónir hafa tekið þátt á heims­vísu. Þetta eru því ein mestu alþjóð­legu mót­mæli sög­unn­ar. Á Íslandi lauk mót­mæla­vik­unni með því að aðstand­endur loft­lags­verk­fall­anna kynntu stjórn­völdum tvær meg­in­kröfur sín­ar: 1) Að lýst verði yfir neyð­ar­á­standi og 2) Að 2,5 pró­sent af lands­fram­leiðslu fari í loft­lags­að­gerð­ir.

Kröfur sem ráð­herrar sögð­ust myndu taka til­lit til en gátu ekki skrifað undir á staðn­um. Kröfur sem margir myndu telja að séu óraun­hæfir draum­ór­ar. Kröfur sem ég styð og styð ekki. 

Krafan um að 2,5% af þjóð­ar­fram­leiðslu fari í loft­lags­að­gerð­ir  

Sú krafa sem ráð­herrum var kynnt gengur lengra en krafan um að 2,5% af þjóð­ar­fram­leiðslu fari í loft­lags­að­gerð­ir. Ég mun hér halda mér við hana. Sú tala er byggð á mati IPCC skýrsl­unnar um hversu mikið það muni að jafn­aði kosta lönd á heims­vísu að ná mark­mið­inu að halda sér innan 1,5 gráðu hlýn­unar. Þess­ari tölu er hægt að and­mæla á þeim grund­velli að ekki er víst að alheims­með­al­tal eigi vel við íslenskar aðstæður þar sem nóg er af end­ur­nýj­an­legri orku og hreinu vatni. Á móti kemur að Íslend­ingar losa hvað mest á mann í heimi. Þess­ari tölu er líka hægt að and­mæla á þeim grund­velli að það er ólík­legt að við í einu stökki förum frá hlut­falli dags­ins í dag yfir í að eyða 2,5% af þjóð­ar­fram­leiðslu. 

Auglýsing
Samkvæmt sum­ar­spá hag­stof­unnar á verð­lagi árs­ins 2020 er gert ráð fyrir að þjóð­ar­fram­leiðsla verði 3.070 millj­arðar króna það árið. Ef þessu mark­miði væri fylgt eftir myndu þá 76,75 millj­arðar króna renna til loft­lags­að­gerða. Þetta er hægt að bera saman við núver­andi fjár­fram­lög, sem geta talist vera á bil­inu 4,5 – 7 millj­arðar króna eftir því hvaða aðgerðir eru taldar með í útreikn­ing­ana. Ef miðað er við efri mörkin myndi 2,5% af þjóð­ar­fram­leiðslu því þýða meiri en tíföldun á útgjöldum í mála­flokk­inn. Það jafn­gildir því að reka um þriðj­ung­inn af heil­brigð­is­kerf­inu, sem er sá mála­flokkur sem ríkið leggur mest til. Þeir sem and­mæla þessu mark­miði telja því að það eina sem geti talist raun­hæft er að búast við hlut­falls­legri aukn­ingu af fjár­magni til loft­lags­að­gerða. 

Vanda­málið er, eins og Greta Thun­berg benti á 20. sept­em­ber síð­ast­lið­inn í ræðu sinni fyrir amer­íska þing­inu, að óvinur okkar eru ekki póli­tískir and­stæð­ingar eða almenn­ings­á­lit­ið. Óvinur okkar er eðl­is­fræð­in. Nátt­úr­unni er alveg sama þó að fram­lög til loft­lags­að­gerða hafi hlut­falls­lega auk­ist mjög mikið í tíð núver­andi rík­is­stjórn­ar. Nátt­úr­unni er sama þó að við séum hlut­falls­lega að ná meiri árangri núna í orku­skiptum en við vorum í fyrra. Ef við byrjum á of lágum punkti, getur hlut­falls­leg aukn­ing aldrei orðið nóg. Það eitt skiptir nátt­úr­una máli að raun­veru­legur árangur náist. Og nátt­úran er ekki smár mála­flokkur í litlu ráðu­neyti heldur for­senda alls. Það er vegna þess að röskun á lofts­lag­inu er röskun á mögu­leikum okkar til þess að lifa heil­brigðu lífi, lifa á sjáv­ar­út­vegi og lifa í frið­i. 

Þess vegna tel ég að 2,5% mark­miðið sé mun betra mark­mið heldur en 1,5 gráðu mark­miði Par­ís­ar­sátt­mál­ans sem rík­is­stjórn Íslands hefur skrifað und­ir. Gráðu mark­miðið segir ekk­ert um aðgerð­ir, aðeins hvert við ætlum að stefna. 2,5% mark­miðið segir hvað við ætlum að verja miklum mannauði, hugs­un, kröft­um, og fjár­magni í loft­lags­að­gerð­ir. Þetta er eitt­hvað sem allar þjóðir heims­ins þurfa að sam­ein­ast um til að ná árangri. Ísland getur fyrst og fremst haft áhrif á lofts­lagið með því að vera fyr­ir­mynd ann­arra þjóða. Ef Íslend­ingum er alvara með að vera leið­andi í loft­lags­málum þá þurfum við að setja tón­inn. Og þó það sé langt frá núver­andi stöðu þá segi ég eins og Greta í sömu ræðu: Við verðum að gera hið ómögu­lega. 

Krafan um að lýst verði yfir neyð­ar­á­standi

Nú þegar ég hef opin­berað mig sem loft­lagsakti­vista og draum­óra­konu, kann ein­hver að undr­ast af hverju ég segi þá nei við því að lýsa yfir neyð­ar­á­standi. Var ekki nátt­úran for­senda alls? Erum við ekki þegar búin að raska lofts­lag­inu? Er ekki neyð­ar­á­stand? Svarið er auð­vitað jú, jú, og jú. Vanda­málið í mínum huga er hvað það þýðir að lýsa yfir póli­tísku neyð­ar­á­standi. Í mínum huga getur það þýtt þrennt. 

Auglýsing
Í fyrsta lagi getur slík yfir­lýs­ing fyrst og fremst verið tákn­ræn aðgerð sem hefur engar raun­veru­legan árangur í för með sér. Að því ég best veit hefur þetta í stórum dráttum verið nið­ur­staðan í þeim löndum sem hafa nú þegar lýst yfir neyð­ar­á­standi. Kannski veldur slík tákn­ræn aðgerð engum beinum skaða, en hættan væri kannski sú að hún ali á tor­tryggni og kald­hæðni þegar það kemur í ljós að stórum orðum fylgja engar afleið­ing­ar. Hvað sem því líður er nátt­úr­unni lík­leg­ast sama um slíkan sym­ból­isma. 

Í mínum huga gæti það í öðru lagi jafn­vel verið verra ef yfir­lýs­ing um neyð­ar­á­stand fylgdu afleið­ing­ar, á borð við þær sem eru fylgi­fiskar slíkra yfir­lýs­inga á stríðs­tím­um. Í þeim til­vikum fá almanna­varnir og póli­tíkusar auknar vald­heim­ildir til að fram­fylgja vilja sín­um. Viljum við virki­lega gefa íslenskum póli­tíkusum leyfi til þess að þvinga fram aðgerðir í óþökk þjóð­ar­inn­ar? Viljum við að lög­reglan fari að hand­taka þá sem nota jarð­efna­elds­neyti? Þó að ástandið sé svart þá vil ég ekki láta blekkj­ast af skamm­sýnum lausnum sem opna dyr fyrir ófyr­ir­sjá­an­legri vald­níðslu og ein­ræð­is­herr­um. 

Að lokum veit ég ekki hvaða til­gangi það þjónar að lýsa yfir neyð­ar­á­standi sem við sjáum ekki fyrir end­ann á. Hvenær verður hægt að aflýsa neyð­ar­á­stand­inu? Rösk­unin á lofts­lag­inu  er þegar orð­in, og mun halda áfram jafn­vel þótt allar mann­verur hyrfu af jörð­inni á morg­un. Að lýsa yfir neyð­ar­á­standi er eitt­hvað sem mann­eskjur gera á mann­legum tíma­skala. Mann­legt við­vör­un­ar­kerfi er ekki gert fyrir að búa við neyð­ar­á­stand í árhund­ruð. Það er kom­inn tími til þess að átta sig á því að bar­áttan við loft­lags­rösk­un­ina hefur engan enda­punkt á okkar tím­um. Hún mun fylgja okkur á einn eða annan hátt um ókomna fram­tíð. 

Við höfum aldrei staðið frammi fyrir annarri eins áskorun og loft­lags­rösk­un­inni. Það þýðir að við sem ein­stak­lingar og sam­fé­lag þurfum að vera betri heldur en nokkurn tím­ann áður. Kerfin okkar þurfa að vera sterk­ari en verið hef­ur. Við þurfum að treysta þeim og þau þurfa að vera trausts­ins verð. Við þurfum að kjósa grænt, póli­tíkusar þurfa að fram­kvæma grænt og við þurfum að sætta okkur við grænt. Við þurfum að vinna betur sam­an, með hvert öðru, með fyr­ir­tækj­um, og með þjóðum heims­ins. Og vegna þess að rík­ustu þjóð­irnar og ein­stak­ling­arnir menga lang mest, þá eru aðgerðir sem stuðla að jöfn­uði og rétt­læti með kröft­ug­ustu loft­lags­að­gerð­unum sem við getum ráð­ist í. Nátt­úran er í neyð, og átakið sem við þurfum að fara í má jafna við stríðs­rekst­ur, en það þýðir ekki að við eigum að fórna lýð­ræði og mann­rétt­indum á alt­ari lofts­lags­að­gerða.

Höf­undur er doktor í umhverf­is- og félags­sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar