Skvísubörnin

Auglýsing

Í ljósi frétta gær­dags­ins og umræðu í kjöl­farið um skvísu­börnin svoköll­uðu langar mig að leggja orð í belg þar sem ­stór hluti af mínu starfi sem tal­meina­fræð­ingur á Barna­spít­ala Hrings­ins snýst um að sinna börnum sem gengur illa að borða og/eða drekka – af ýmsum ástæð­um. Mér­ fannst nefni­lega alveg vanta hag­nýt ráð til for­eldra og umönn­un­ar­að­ila, bæði um eðli­leg við­brögð barna þegar þau fá fyrst að borða og leiðir til að hvetja til­ og ýta undir að börn borði fjöl­breyttan mat.

Eft­ir­far­andi ráð­legg­ingar miða við börn sem eru í „eðli­legu“ þroska­ferli  en ekki með þekkt und­ir­liggj­andi vanda­mál og erf­ið­leika í tengslum við fæðu­inn­töku eða kyng­ing­u. ­Stundum þarf að laga fæð­una að börnum sem glíma við ein­hver vanda­mál, ­tíma­bundið eða í lengri tíma. Sum þurfa meira svig­rúm en  önnur til að æfa sig og ná upp færni á hverju ­tíma­bili.

Auglýsing
  • Fyrsti punkt­ur­inn er þessi: Það að læra að borða mat er lær­dóms­ferli. Alveg eins og barn þarf að æfa sig til að læra að ganga eða skríða, þarf barn að æfa sig til að læra að borða allan mat.
  • Helstu tíma­bilin þar sem upp kom­a erf­ið­leikar hjá börnum í fæðu­inn­tök­unni er ann­ars vegar þegar þau fær­ast af vökva (brjóst­i/pela) yfir í mauk og svo af mauki yfir í gróf­ara mauk eða bita.
  • Þegar börn borða skiptir miklu ­máli að þau hafi góðan stuðn­ing við lík­amann. Ef þau upp­lifa að þau séu ekki al­veg stöðug eða örugg í sæt­inu eiga þau oft erf­ið­ara með að ein­beita sér að mat­ar­tím­anum og það getur því gengið erf­iðar að borða.
  • Áður en börn eru farin að sitja alveg sjálf án ­stuðn­ings er best að gefa þeim að borða í ömmustól eða öðrum stól með góð­u­m ­stuðn­ingi við bak, háls og höf­uð. Til dæmis eru svo­kall­aðir bumbo stólar ekki endi­lega góðir fyrir þennan hóp því þar er ekki stuðn­ingur við efra bak, háls og höf­uð. Orka barna fer þá oft að miklu leyti í að halda þeim upp­rétt­um.
  • Þegar börn  eru farin að halda höfð­inu vel og sitja nokkurn veg­inn sjálf er samt mik­il­vægt að horfa á stöðu þeirra í stólnum og passa að styðja við þau ef þarf. Til dæmis með því að hafa pall eða ein­hvern ­stuðn­ing undir fótum þeirra.
  • Einnig þarf að ítreka mik­il­væg­i þess að kenna börnum að nota áhöld. Það er mik­il­væg færni fólgin í því að kunna að taka við mat úr skeið eða af gaffli, bæði með því að borða sjálf en líka með­ því að láta mata sig. Að sjúga mauk úr skvísu er ekki full­nægj­andi færni til að ­byggja ofan á með það að mark­miði að geta borðað allan mat. Ef börn hafa nánast ein­göngu sogið mauk úr skvísu er ekki hægt að ætl­ast til að þau geti allt í einu einn dag­inn borðað bita, það vantar mörg færniskref þarna á milli.
  • Þegar börn fá mauk í fyrsta skipt­i er eðli­legt að það gangi ekki alveg vand­ræða­laust. Í fyrstu ulla börnin mauk­in­u/grautnum út úr sér af því þau kunna ekki ennþá að gera það sem þarf – færnin er ekki kom­in. Svo með æfing­unni þá læra þau að opna munn­inn, taka við skeið­inni með matnum og kyngja.
  • Um leið og börn geta haldið höfð­i og setið sjálf í stól er tíma­bært að leyfa þeim að taka þátt í mál­tíð­inni. Já, það MÁ og Á að leika sér með mat­inn. Þ.e.a.s. leyfið börn­unum að snerta, sulla, klína, skvetta. Finna lykt­ina, finna á­ferð­ina. Það eru til rann­sóknir sem sýna að þegar börn fá tæki­færi til að snerta mat­inn og upp­lifa hann á annan hátt en beint í munn­inn lík­legra að þau ­fá­ist til að borða hann.
  • Það gildir eins með erf­ið­ar­i á­ferð. Í fyrstu vantar þau færni til að takast á við bita eða gróf­ara mauk. En þau þurfa æfingu og með því að gefa þeim tæki­færi til að æfa sig og leyfa þeim að prófa sjálf, hræra, sleikja, pota og kremja verða þau viljugri að taka við matnum í munn­inn og setja upp í sig sjálf.
  • Þó börn kúg­ist eða setji upp­ grettu þegar þau fá ein­hvern mat í fyrsta skipti þýðir það ekki að þeim finnist sá matur vondur og það þýði ekk­ert að gefa þann mat. Prófið aftur dag­inn eft­ir eða þarnæsta dag. Börn þurfa að smakka mat 10-15 sinnum að minnsta kosti til að vita hvað þeim raun­veru­lega finnst (og það á ekki bara við um að smakka 10 bita í sama mat­máls­tíma, heldur í 10 mis­mun­andi skipt­i).
  • Hafið fæð­una alltaf fjöl­breytta. Frá fyrsta grautnum og fram eftir öllu. Það þarf í fyrstu að passa upp á að á­ferð og bitar séu við hæfi ald­urs barn­anna en hafið fjöl­breytni í bragði, lykt og lit. Notið heima­gert mauk og keypt mauk í bland. Þannig fæst mun ­fjöl­breytt­ari bragð, áferð og lykt en ef ein­göngu er notað búð­ar­keypt mauk.
  • Ekki plata börn­in. Ekki blanda græn­met­inu saman við annað og segja þeim að það sé ekki græn­meti í matn­um. Kynnið þau fyrir öllu mögu­legu frá upp­hafi.
  • Leyfið börn­unum alltaf að fá allt á diskinn sinn (ef það passar fyrir þeirra ald­ur). Ekki ákveða fyr­ir­fram að þeim f­inn­ist eitt­hvað ekki gott. Hafið fjöl­breytni alltaf í fyr­ir­rúmi.
  • Ef það er eitt­hvað í mat­inn sem ­þið eruð óviss um að börnin borði, hafið þá alltaf eitt­hvað með sem þið vit­ið að þeim líkar við.
  • Bjóðið allar sort­ir. Talið um eig­in­leika mat­ar­ins, lykt­ina, lit­inn, hvað heyr­ist þegar við bítum í þenn­an mat, heyr­ist eins þegar við bítum í hinn mat­inn? Talið um hvað ykkur finnst um mat­inn og hvers vegna.
  • Ekki pressa. Ekki tala um hversu marga bita á að borða. Reynið eins og þið getið að halda mat­máls­tím­um stress­laus­um. Eigið jákvæð sam­skipti og ræðið um allt milli him­ins og jarð­ar.
  • Treystið því að börnin finni sín eigin svengd­ar- og seddu­mörk. Lærið á merki barn­anna og takið mark á þeim. ­Stoppið þegar börn sýna merki um að þau séu södd, ekki suða um „einn bita í við­bót fyrir þennan eða hinn“ – börn eiga ekki að borða af því ein­hver ann­ar vill það heldur af því þau eru svöng.
  • Síð­ast en ekki síst. Haldið öllum skjá­tækjum og öðru sem dreg­ur ­at­hygl­ina frá matnum utan við mat­máls­tíma.

Það gildir það sama í þessu og öllu öðru. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Ef þið bjóðið upp á fjöl­breytta fæðu frá­ ­upp­hafi, hafið jákvæðni, gleði, traust og jafn­vel smá ævin­týra­mennsku að ­leið­ar­ljósi í tengslum við mat­máls­tíma eru allar líkur á að börnin borði fjöl­breytta ­fæðu og nái góðum tökum á þeirri færni sem til þarf – án nokk­urra inn­gripa.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None