Sundabraut, ó Sundabraut

Gauti Kristmannsson veltir fyrir sér hverjir hafi hag af því að Sundabraut verði lögð.

Auglýsing

Enn og aftur er farið að ræða Sunda­braut og nú hefur sam­göngu­ráð­herra mik­inn áhuga á mál­inu. Það er fram­för frá fyrri árum þegar lands­byggð­ar­ráð­herrar sáu fáa kosti við hana aðra en að fljót­legra væri í bæinn en áður og síðan voru grafin göng ann­ars staðar á land­inu. Það er gott og bless­að, Sunda­braut er ekki lífs­nauð­syn og nýj­ustu rann­sóknir benda ekki til að hún komi Reyk­vík­ingum að miklu gagni, nema kannski þeim sem búa á Kjal­ar­nesi. Sam­kvæmt nýj­ustu fréttum er ekki talið að hún létti á umferð­ar­þunga um Ártúns­höfða nema lít­il­lega og tvö­faldi raunar umferð­ar­þunga á Sæbraut, sem ekki er á bæt­andi á álags­tíma eins og öku­menn vita.

En sam­göngu­ráð­herra hefur sem sagt mik­inn áhuga, svo mik­inn að eftir er tek­ið. Hann fékk líka í sumar skýrslu frá hópi sér­fræð­inga um Sunda­braut þar sem farið var yfir alla mögu­leika. Þar voru nokkrir gamlir og úreltir kostir end­an­lega slegnir út af borð­inu, svokölluð innri leið innst inni í Klepps­vík­inni og botn­göng yfir vík­ina. Eftir stóðu svokölluð lág­brú yfir á Holta­veg og jarð­göng undir vík­ina sem kæmu upp við gatna­mót Sæbrautar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar. Göngin lægju að tölu­verðum hluta undir Sæbraut og léttu þannig í raun á umferð­ar­þunga hennar eins og fram kemur í skýrsl­unni. En veiga­mesta nið­ur­staða skýrsl­unnar er þessi:

Starfs­hóp­ur­inn telur að miðað við gild­andi skipu­lag, stefnu stjórn­valda og framtíð­ar­á­form Faxa­flóa­hafna og skipa­fé­lag­anna hvað varðar hafn­ar­svæðið sé í́ raun aðeins einn raun­hæfur mögu­leiki fyrir útfærslu Sunda­brautar þvert yfir Klepps­vík, jarð­göng. (26)

Auglýsing

Þrátt fyrir þessa afdrátt­ar­lausu nið­ur­stöðu sér­fræð­ing­anna kemur sam­göngu­ráð­herra fram og talar um lág­brú eins og ekk­ert sé sé sjálf­sagð­ara, lág­brú með 30 þús­und bíla á dag sem renna á inn á Holta­veg, þann sama Holta­veg og Lang­holts­skóli stendur við og vegna stíflna á Sæbraut færi stór hluti umferð­ar­innar áreið­an­lega í gegnum gróin íbúa­hverfi, Lang­holts­veg­inn, Laug­ar­ás­veg­inn, Álf­heima. Ráð­herra hefur alveg gleymt að ræða við íbúa þessa hverfis sem hafa að vísu bara hálft atkvæði á við suma aðra íbúa á land­inu, en við erum mörg og eigum okkar rétt líka. Enda var það svo að síð­ast þegar rætt var um Sunda­braut þá var ein­róma sam­þykkt af öllum flokkum að jarð­ganga­leiðin yrði far­in. 

Rök ráð­herra með lág­brú eru einkum tvenn: 1) brú er ódýr­ari fram­kvæmd 2) brú laðar að sér meiri umferð og fremur hjólandi og gang­andi umferð. Tökum þessi rök fyrir hvor um sig. 

  1. Vissu­lega er rétt að kostn­aður við brú yrði lægri en við jarð­göng. Þá er hins vegar eftir að reikna kostn­að­inn við að flytja starf­semi helm­ings Sunda­hafnar eitt­hvert ann­að, kannski til Þor­láks­hafnar eða Grund­ar­fjarð­ar, hver veit? Sá kostn­aður hleypur áreið­an­lega á millj­örðum ef ekki millj­arða­tugum og hver á að greiða hann? Þeir sem aka yfir brúna? Við það bæt­ist kostn­að­ur­inn við að flytja megnið af þeim vörum sem nú koma til Sunda­hafnar til Reykja­vík­ur, kolefn­is­sporið yrði enn stærra og vör­urnar dýr­ari. Eiga neyt­endur að greiða fyrir brú­ar­drauma ráð­herr­ans? 
  2. Brú tekur áreið­an­lega fremur að sér hjólandi og gang­andi umferð, en það á ekki alveg við um hrað­braut­ar­brú með 30 þús­und bíla umferð. Nú þegar er er göngu- og hjóla­brú yfir Elliða­árnar innst í vog­inum og fólk kýs þá leið áreið­an­lega miklu fremur en brú út á miðri vík­inni innan um þús­undir bíla og þá vinda sem þar blása. Hvort meiri umferð fari um brúna er háð fleiri þátt­um, eins og til dæmis hversu greið umferðin er eftir að á land er kom­ið. Það er lítið gagn að brú með fleiri bílum sem lenda í stíflu um leið og yfir er kom­ið.

Í skýrslu starfs­hóps­ins kemur fram kostn­að­ar­mat (með fyr­ir­vörum) þar sem kostn­aður við þverun Klepps­víkur með lág­brú er tal­inn vera 35 millj­arðar króna, en það er án alls kostn­aðar við að flytja hálfa Sunda­höfn eitt­hvert ann­að. Jarð­göngin eru talin kosta 52 millj­arða og það er vissu­lega tölu­verður mun­ur. Nú hafa verið gerð jarð­göng um allt land og flest án gjald­töku nema undir Hval­fjörð og gegnum Vaðla­heiði. Hval­fjarð­ar­göng greiddu sig upp á tveimur ára­tugum með umtals­vert minni umferð áætlað er að fari um Sunda­braut, í kringum 6000-7000 bíla á dag, gjaldið var um eða kringum þús­und krón­ur, muni ég rétt. Vaðla­heið­ar­göng hafa ekki reynst eins vel og eru komin í fangið á skatt­borg­ur­um, and­stætt lof­orðum þáver­andi þing­manna og ráð­herra kjör­dæm­is­ins. Þar fara innan við 2000 bílar um á dag og gjaldið er 15 hund­ruð krónur fyrir þá sem skrá sig fyrir fram og eru ekki með ein­hvers konar áskrift. Það tekur því langan tíma að fá þessi göng end­ur­greidd.

Skýrslu­höf­undar halda því einnig fram að Sunda­göng þyrftu ein­hvers konar með­gjöf vegna kostn­að­ar. Það er þó hægt að velta því fyrir sér. Sé gert ráð fyrir aðeins 20 þús­und bílum á dag og hver greiðir að með­al­tali 300 krónur fyrir ferð­ina fengjust 2,2 millj­arðar króna í brúttó­tekjur á ári, meira eftir því sem umferð er meiri eða gjald hærra. Afskrifta­tími gæti þannig verið í kringum þrjá ára­tugi og það þótt vaxta­kostn­aður og annar kostn­aður sé reikn­aður með. Það er ekk­ert til­töku­mál við svo stóra fram­kvæmd.

Sunda­göng hafa einnig þann kost að þau liggja að hluta til undir Sæbraut og létta þannig á umferð þar eins og áður greindi og síðan kæmu þau að tveimur meg­in­um­ferð­ar­æðum Reykja­vík­ur, Kringlu­mýr­ar­braut og Sæbraut, umferðin dreif­ist þannig betur á hrað­brautir sem hafa það hlut­verk að taka við henni, ekki íbúa­götur í Reykja­vík sem búa við næga umferð fyr­ir. 

En eftir stendur að ráð­herr­ann á eftir að tala við þá sem mestra hags­muna eiga að gæta í hverfum borg­ar­innar og hafa engan áhuga á að fá aukna bíla­um­ferð um hverfin sín. Það er líka und­ar­legt hve rík áhersla er lögð á brúna eftir afdrátt­ar­lausa nið­ur­stöðu starfs­hóps­ins, maður spyr sig, er það vegna þess að ein­hverjir fái þessa fínu höfn til sín með til­heyr­andi tekj­um? Og hverjir eiga atvinnu­lóð­irnar við Holta­garða, sem hækka vafa­laust mikið í verði við brú­ar­gerð­ina? En íbúar í kringum Laug­ar­dal­inn vilja alls ekki fá Sunda­braut inn í hverfin sín og hafa marg­ít­rekað það og eru til­búnir að berj­ast áfram gegn slíkri ósvinnu.

Höf­undur er stjórn­ar­maður í Íbúa­sam­tökum Laug­ar­dals og var full­trúi ÍL í sam­ráðs­hópi um Sunda­braut 2005-2006.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar