Pepsi Max deild fyrir krakka!

Leifur Ottó er átta ára og æfir fótbolta með Val. Honum finnst leitt að ekki sé til deild fyrir krakka, eða Íslandsmeistaramót yfir allt sumarið. Auður Jónsdóttir móðir hans skrifar fyrir Kjarnann svo hann ákvað að skrifa grein og tala við fótboltamann.

Leifur Ottó Þórarinsson og Pétur Marteinsson
Leifur Ottó Þórarinsson og Pétur Marteinsson
Auglýsing

Mér finnst mjög gaman að horfa á fót­bolta í sjón­varp­inu og líka á vell­in­um. En mér finnst leið­in­legt að það sé ekki til alvöru deild fyrir krakka og eitt­hvað meira en bara tveir dag­ar. Það er leið­in­legt að geta aldrei séð fót­bolta­leiki krakka í sjón­varp­inu. Ég er viss um að krakkar sem hafa gaman af fót­bolta, og það eru MJÖG margir krakk­ar, hefðu gaman að því. Mig lang­aði að spyrja ein­hvern hvort það væri hægt að hafa alvöru deild fyrir krakka og sýna leik­ina í sjón­varp­inu. Ég vissi bara ekki hvern ég ætti að spyrja.

Svo fór ég á hótel sem ég má kannski ekki segja hvað hét, segir mamma sem kom með mér. En þar voru fót­bolta­menn að tala saman fyrir leik­inn við Frakk­land. Ég fann þar mann sem var að drekka kaffi. Hann heitir Pétur Mart­eins­son og ég hafði séð hann í sjón­varp­inu í HM-­stof­unni. Mjög oft. Að tala um fót­bolta og útskýra allt. Svo mér fannst snið­ugt að spyrja Pétur að þessu. Pétur var einu sinni í lands­lið­inu og Fram og KR. Hann spil­aði líka fót­bolta í Englandi, Sví­þjóð og Nor­egi. Meira að segja pabbi hans var einu sinni fyr­ir­liði lands­liðs­ins.

Auglýsing

Þegar ég kom var Pétur með sænskum mark­manns­þjálf­ara sem æfir Hann­es. Hannes er í Val eins og ég. Svo ég gat ekki talað við Pétur fyrr en hann var búinn að tala við sænska mann­inn. En þegar ég kom kynnti Pétur mig samt fyrir Emil Hall­freðs­syni. Hann er upp­á­halds leik­mað­ur­inn hans pabba míns því hann átti heima á Ítalíu og er sköll­óttur og kann að tala ítölsku alveg eins og pabbi. Ég sagði það við Emil og þá sagði Emil að pabbi væri upp­á­halds aðdá­and­inn sinn. Svo fengum við mamma okkur epla­djús og kaffi á meðan Pétur kláraði að tala. Áður en hann gat talað við mig kynnti hann mig samt fyrir Birki Má Sæv­ars­syni. Það var mjög gam­an.

Leifur Ottó með Birki Má og Emil Mynd: Aðsend

Svo tók ég við­tal við Pétur og spurði: Er hægt að búa til Pepsi Max deild handa krökkum og sjá þá alltaf spila fót­bolta í sjón­varp­inu?

Frá­bær hug­mynd! sagði Pét­ur. Ég held að það sé mik­ill áhugi á að fylgj­ast með ungu íslensku íþrótta­fólki keppa. Hvort sem það héti Pepsi Max deild eða eitt­hvað ann­að, þá væri það gam­an. Mögu­lega gætu verið fyr­ir­tæki sem myndu vilja styrkja svo­leið­is. Ég gæti trúað að mörgum krökkum gæti þótt mjög gaman að fylgj­ast með því og það gæti ýtt undir að fleiri krakkar tækju þátt í íþrótt­um.

Ég var glaður að heyra Pétur segja þetta.

Eru ein­hver fyr­ir­tæki sem myndu vilja hjálpa við að gera þetta? Og kannski líka eitt­hvað fót­bolta­fólk?

Næst ætla ég að tala um þegar Ísland mætir And­orra á mánu­dag­inn.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar