Pepsi Max deild fyrir krakka!

Leifur Ottó er átta ára og æfir fótbolta með Val. Honum finnst leitt að ekki sé til deild fyrir krakka, eða Íslandsmeistaramót yfir allt sumarið. Auður Jónsdóttir móðir hans skrifar fyrir Kjarnann svo hann ákvað að skrifa grein og tala við fótboltamann.

Leifur Ottó Þórarinsson og Pétur Marteinsson
Leifur Ottó Þórarinsson og Pétur Marteinsson
Auglýsing

Mér finnst mjög gaman að horfa á fót­bolta í sjón­varp­inu og líka á vell­in­um. En mér finnst leið­in­legt að það sé ekki til alvöru deild fyrir krakka og eitt­hvað meira en bara tveir dag­ar. Það er leið­in­legt að geta aldrei séð fót­bolta­leiki krakka í sjón­varp­inu. Ég er viss um að krakkar sem hafa gaman af fót­bolta, og það eru MJÖG margir krakk­ar, hefðu gaman að því. Mig lang­aði að spyrja ein­hvern hvort það væri hægt að hafa alvöru deild fyrir krakka og sýna leik­ina í sjón­varp­inu. Ég vissi bara ekki hvern ég ætti að spyrja.

Svo fór ég á hótel sem ég má kannski ekki segja hvað hét, segir mamma sem kom með mér. En þar voru fót­bolta­menn að tala saman fyrir leik­inn við Frakk­land. Ég fann þar mann sem var að drekka kaffi. Hann heitir Pétur Mart­eins­son og ég hafði séð hann í sjón­varp­inu í HM-­stof­unni. Mjög oft. Að tala um fót­bolta og útskýra allt. Svo mér fannst snið­ugt að spyrja Pétur að þessu. Pétur var einu sinni í lands­lið­inu og Fram og KR. Hann spil­aði líka fót­bolta í Englandi, Sví­þjóð og Nor­egi. Meira að segja pabbi hans var einu sinni fyr­ir­liði lands­liðs­ins.

Auglýsing

Þegar ég kom var Pétur með sænskum mark­manns­þjálf­ara sem æfir Hann­es. Hannes er í Val eins og ég. Svo ég gat ekki talað við Pétur fyrr en hann var búinn að tala við sænska mann­inn. En þegar ég kom kynnti Pétur mig samt fyrir Emil Hall­freðs­syni. Hann er upp­á­halds leik­mað­ur­inn hans pabba míns því hann átti heima á Ítalíu og er sköll­óttur og kann að tala ítölsku alveg eins og pabbi. Ég sagði það við Emil og þá sagði Emil að pabbi væri upp­á­halds aðdá­and­inn sinn. Svo fengum við mamma okkur epla­djús og kaffi á meðan Pétur kláraði að tala. Áður en hann gat talað við mig kynnti hann mig samt fyrir Birki Má Sæv­ars­syni. Það var mjög gam­an.

Leifur Ottó með Birki Má og Emil Mynd: Aðsend

Svo tók ég við­tal við Pétur og spurði: Er hægt að búa til Pepsi Max deild handa krökkum og sjá þá alltaf spila fót­bolta í sjón­varp­inu?

Frá­bær hug­mynd! sagði Pét­ur. Ég held að það sé mik­ill áhugi á að fylgj­ast með ungu íslensku íþrótta­fólki keppa. Hvort sem það héti Pepsi Max deild eða eitt­hvað ann­að, þá væri það gam­an. Mögu­lega gætu verið fyr­ir­tæki sem myndu vilja styrkja svo­leið­is. Ég gæti trúað að mörgum krökkum gæti þótt mjög gaman að fylgj­ast með því og það gæti ýtt undir að fleiri krakkar tækju þátt í íþrótt­um.

Ég var glaður að heyra Pétur segja þetta.

Eru ein­hver fyr­ir­tæki sem myndu vilja hjálpa við að gera þetta? Og kannski líka eitt­hvað fót­bolta­fólk?

Næst ætla ég að tala um þegar Ísland mætir And­orra á mánu­dag­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar