Kynjagleraugu fyrir fjármálamarkaði

Gemmaq kynjakvarðinn hefur verið birtur á Keldan.is. Hann veitir fjárfestum og almenningi upplýsingar um stöðu kynjajafnréttis í leiðtogastöðum skráðra félaga.

Auglýsing

Fjár­festar og þátt­tak­endur á mark­aði gera í vax­andi mæli kröfu um að fjár­fest sé með sam­fé­lags­lega ábyrgum hætti og hafa ábyrgar fjár­fest­ingar vaxið um 40% á alþjóða­vísu á hverju ári frá árinu 2016. Í dag eru rúm­lega þrjá­tíu þús­und millj­arðar Banda­ríkja­dala í sam­fé­lags­lega ábyrgri eigna­stýr­ingu (e. Soci­ally Responsi­ble Invest­ing), þar á meðal fjár­fest­ingum sem taka mið af umhverf­is­þátt­um, sam­fé­lags­þáttum og stjórn­ar­háttum fyr­ir­tækja (svo­nefndar UFS fjár­fest­ingar eða ESG invest­ing á ensku sem stendur fyrir Environ­mental, Social og Govern­ance). 

Stór hluti stofn­ana­fjár­festa, þar á meðal stærstu líf­eyr­is­sjóðir heims sem eru í Jap­an, Nor­egi og Banda­ríkj­un­um, fjár­festa mark­visst með ábyrgum hætti með hlið­sjón af heims­mark­miðum Sam­ein­uðu Þjóð­anna (e. Susta­ina­ble Develop­ment Goals), þannig að fjár­munir sjóðs­fé­laga njóti í senn góðrar ávöxt­unar og hafi jákvæð sam­fé­lags­leg áhrif. Líf­eyr­is­sjóður jap­anska rík­is­ins, sem er stærsti líf­eyr­is­sjóður heims með um 1.500 millj­arða Banda­ríkja­dala (e. $1,48 trillion) í stýr­ingu, hefur til að mynda verið virkur þátt­tak­andi í útboðum á sam­fé­lags­leg­um- og grænum skulda­bréf­um, sem m.a. eru útgefin af alþjóða­stofn­unum á borð við Alþjóða­bank­ann.

Þá hafa stærstu líf­eyr­is­sjóðir Banda­ríkj­anna sett sér fjár­fest­ing­ar­stefnu um sam­fé­lags­lega ábyrgar fjár­fest­ing­ar, þ.m.t. líf­eyr­is­sjóður kenn­ara í Kali­forn­íu  ríki (Cal­STRS) og líf­eyr­is­sjóður opin­berra starfs­manna í Kali­forníu ríki (CalPERS), með sam­tals um 550 millj­arða Banda­ríkja­dala í stýr­ingu, og verið virkir þátt­tak­endur í umræðum um jafn­rétt­is­mál og hvatt til laga­breyt­inga á borð við kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja sem nýlega voru inn­leidd í Kali­forníu ríki (Senate Bill No. 826). Hafa sjóð­irnir hik­laust kosið gegn til­nefn­ingu ein­stak­linga (karla) í stjórnir fyr­ir­tækja þar sem sem kynja­hlut­föll eru skökk (hallar á hlut kvenna). 

Auglýsing

Fjár­festa­hegðun er almennt að breyt­ast á alþjóða­mörk­uð­um, ekki aðeins vegna inn­leið­inga á nýjum lögum víðs vegar um heim­inn um svo­kall­aða kynja­kvóta í stjórnum og reglum sem gera stofn­ana­fjár­festum skylt að horfa til ófjár­hags­legra þátta á borð við jafn­rétti, mann­rétt­indi og umhverf­is­mál - heldur jafn­framt vegna nýrra kyn­slóða fjár­festa sem vilja í meira mæli fjár­festa með ábyrgum hætti. Sam­kvæmt skoð­ana­könnun eigna­stýr­ingar Fidelity hafa 77% þeirra sem fæddir eru á árunum 1981 til 1996 og til­heyra hinni s.k. alda­mó­ta­kyn­slóð (e. Millenni­als) og 72% ein­stak­linga sem eru fæddir á árunum 1965 til 1980 og telj­ast til X-kyn­slóðar (e. Gener­ation X), fjár­fest með ábyrgum hætti og í jafn­rétt­i. 

Fjár­fest­ingar og við­skipti við jafn­rétt­is­sinnuð fyr­ir­tæki

Mark­að­ur­inn er að átta sig á því að það er ekki aðeins mik­il­vægt að horfa til kynja­hlut­falla meðal stjórn­enda út frá rétt­læt­is- og mann­rétt­inda sjón­ar­mið­um, heldur jafn­framt út frá fjár­hags- og efna­hags­legu mik­il­vægi þess að hafa kynja­jafn­vægi í æðsta lagi fyr­ir­tækja, bæði í stjórn og fram­kvæmda­stjórn. Þá hafa rann­sóknir sýnt að fyr­ir­tæki með jafn­ari kynja­hlut­föll meðal stjórn­enda skila almennt meiri hagn­aði heldur en fyr­ir­tæki þar sem ekki er gætt að kynja­jafn­vægi. Þá er talið að aukin þátt­taka kvenna á alþjóð­legum vinnu­mark­aði, m.a. í ábyrgð­ar­stöð­um, geti aukið hag­vöxt heims­ins um 26%, eða sem nemur 28.000 millj­arða Banda­ríkja­dala fyrir árið 2025.

Það ætti því ekki að koma á óvart að meðal sam­fé­lags­legra ábyrgra fjár­fest­inga hafa fjár­fest­ingar með svoköll­uðum kynja­gler­augum (e. Gend­er-­lens invest­ing) vaxið hvað mest. Hér er átt við fjár­fest­ingar þar sem fjár­fest er beint eða óbeint í gegnum fjár­fest­ing­ar­sjóði, í jafn­rétt­is­sinn­uðum fyr­ir­tækj­um, fyr­ir­tækjum með jöfn kynja­hlut­föll í stjórnum og fram­kvæmda­stjórnum eða félögum í eigu kvenna. Fjár­festar eru að láta þessi mál sig varða. Þessi teg­und fjár­fest­inga hefur auk­ist úr því að vera hund­rað þús­und Banda­ríkja­dalir á árinu 2014 í rúm­lega tvo millj­arða Banda­ríkja­dala á árinu 2018, sam­kvæmt rann­sókn Wharton háskóla í Penn­syl­vaníu ríki um sam­fé­lags­á­hrif.

Vöxtur fjárfestinga með kynjagleraugum.

Níu­tíu kaup­hallir á alþjóða­mörk­uð­um, þar með talin Kaup­höll Íslands, hafa skuld­bundið sig í gegnum sam­starfs­vett­vang um sjálf­bærar kaup­hallir (Susta­ina­ble Stock Exchange Ini­ti­ati­ve, SSE), til að ýta undir ábyrgar fjár­fest­ingar og kynja­jafn­rétti með því að varpa ljósi á tæki­færin sem fel­ast í því að fjár­festa í konum og efla þátt­töku þeirra á vinnu­mörk­uð­um. Hefur sam­starfs­vett­vang­ur­inn m.a. gefið út leið­bein­ingar um það hvernig kaup­hallir geta stuðlað að auknu kynja­jafn­rétti á mörk­uðum með því að fá mark­að­að­ila í lið mér sér í þeim til­gangi að ná heims­mark­miðum Sam­ein­uðu Þjóð­anna um kynja­jafn­rétti fyrir 2030.  

Jafn­réttistengdar fjár­mála­af­urðir

Aukin vit­und­ar­vakn­ing um mik­il­vægi kynja­jafn­réttis og aukin eft­ir­spurn eftir sam­fé­lags­legum fjár­mála­af­urð­um, ábyrgum lausnum og upp­lýs­ingum um ófjár­hags­lega þætti, felur í sér mikil tæki­færi fyrir Ísland. Við eigum að grípa þetta ein­staka tæki­færi og mark­aðs­setja okkar ágætu jafn­réttis stöðu (þótt ávallt megi gera bet­ur), fjár­magna rík­is­sjóð og fyr­ir­tæki okkar á grund­velli jafn­rétt­is, með útgáfu á sér­stökum jafn­rétt­is-skulda­bréf­um, jafn­vel á betri kjörum á alþjóð­legum fjár­mála­mörk­uð­um. Það eru ekki aðeins alþjóða­stofn­anir eða sveit­ar­fé­lög erlendis sem byrjuð eru að fjár­magna sig á þennan nýstár­lega hátt, heldur jafn­framt stór­fyr­ir­tæki. 

Í ein­hverjum til­fellum sam­tvinnað umhverf­is­mark­miðum í formi grænna eða sjálf­bærra skulda­bréfa. Lands­banki Ástr­alíu (e. National Australian Bank, NAB) var fyrst meðal fyr­ir­tækja til að standa að jafn­rétt­is-skulda­bréfa­út­gáfu á árinu 2017 sem nemur 500 millj­ónum áströlskum döl­um, og á að stuðla að auknu kynja­jafn­rétti í atvinnu­lífi Ástr­al­íu. Þá eru tæki­færi í því fyrir fjár­fest­inga- og fram­taks­sjóði að nálg­ast erlent fjár­magn og alþjóða­mark­aði með sér­stökum jafn­rétt­is­sjóðum sem fjár­festa ein­ungis í jafn­rétt­is­sinn­uðum fyr­ir­tækjum eða jafn­réttis vísi­töl­um. Til að mynda til­kynnti líf­eyr­is­sjóður jap­anska rík­is­ins (e. Japan's Govern­ment Pension Invest­ment Fund) í byrjun sept­em­ber sl. að sjóð­ur­inn myndi fjár­festa mark­visst í vísi­tölum sem tengdar eru þáttum á borð við jafn­rétti og fram­gangi kvenna í atvinnu­líf­inu.

Hags­muna­mál að fylgj­ast með mannauðs­þróun

Það á að vera hags­muna­mál fyrir atvinnu­lífið og stjórn­völd að geta fylgst betur með því hvert mannauð­ur­inn er að leita. Það er ekki nóg að horfa aðeins á tölur Hag­stof­unnar um fjölda starfa, vinnu­stunda eða starf­andi ein­stak­linga eftir atvinnu­geir­um. Við þurfum að gera meiri kröfur um dýpt, og það ætti að gefa Hag­stof­unni, Seðla­bank­anum og stjórn­völdum betri tæki til þess að fylgj­ast með því hvar kraft­arnir í hag­sveifl­unni eru að myndast, og hvernig hún er að virka. 

Myndum við ekki vilja vita hvernig kraftar sam­fé­lags­ins eru að nýt­ast hverju sinni og hvernig mannauð­ur­inn er að þróast, og geta nálg­ast þær upp­lýs­ingar á auð­veldan hátt? Myndi það ekki vera liður í góðri hag­stjórn og efna­hags­stjórn­un, að vita hvaða áhrif mannauðs­breyt­ingar í atvinnu­líf­inu eru að hafa í rekstr­ar­legu, efna­hags­legu og sam­fé­lags­legu til­liti, til lengri og skemmri tíma? Og geta með góðu móti sagt að mannauðs­breyt­ingar á mark­aðnum séu að jafna áhrif kynj­anna til áhrifa á ákvörð­un­ar­töku á mark­aðnum og séu í sam­ræmi við jafn­rétt­is­stefnu Íslands? 

Eitt af því sem væri hægt að gera er að skylda fyr­ir­tæki til að skila inn nákvæm­ari upp­lýs­ingum um mannauð sinn og starf­semi, t.d. sam­hliða skilum á árs­reikn­ingi, gögnum um það hvernig störf eru að verða til, ásamt upp­lýs­ingum um mennt­un, ald­ur­sam­setn­ingu og kynja­hlut­föll starfs­manna - sem væru ekki per­sónu­rekj­an­legar - og æðstu stjórn­enda þess. 

Kynja­kvarði fyrir alþjóða­mark­aði

GEMMAQ kynja­kvarð­inn kemur til móts við þennan vax­andi markað og gefur fjár­fest­um, fyr­ir­tækjum og öðrum mark­aðs­að­il­um, kost á að meta og bera saman fyr­ir­tæki út frá kynja­hlut­föllum og öðrum jafn­rétt­is­þátt­um, sem liður við mat á ákvörðun um fjár­fest­ingu eða við­skipti við fyr­ir­tæki, sem hluti af eft­ir­lits­hlut­verki stjórn­valda og stofn­anna eða almennum áhuga á mark­aðnum og mannauðs­mál­u­m. 

GEMMAQ kynja­kvarð­inn er sam­settur úr neð­an­verðum fjórum breyt­um, sem taldar eru skil­greina best efna­hags­leg áhrif og þátt­töku í ákvörð­un­ar­töku fyr­ir­tækja á kaup­hallar mark­aði. Þetta eru for­stjórar (e. CEO), fram­kvæmda­stjórar (e. Executi­ves), stjórn­ar­for­menn (e. Chair) og stjórn­ar­menn (e. Boar­d).

Gemmaq, litasamsetning kvarðans.Breyt­urnar fá sinn stað í fjór­skiptri mælistiku og eru lita­merktar eftir því hvernig kynja­hlut­föllin skipt­ast. Því til við­bótar eru breyt­urnar vegnar og gefin ein­kunn á skal­anum 0-10 (10 er besta ein­kunn­in) þar sem jafn­ari kynja­hlut­föll gefa hærri ein­kunn. 

Gemmaq kvarðinn.

GEMMAQ er nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki, sem fékk nýlega sprota­styrk frá Tækni­þró­un­ar­sjóði, og vinnur að þróun vísi­talna (e. index­es) og mats­kerfis (e. rat­ing system) fyrir fjár­fest­ingar með kynja­gler­augum (e. gend­er-­lens invest­ing). Hug­bún­að­inum er ætlað að hjálpa fjár­fest­um, meðal ann­ars eigna­stýr­ingum og stofn­ana­fjár­fest­um, að fjár­festa með sam­fé­lags­lega ábyrgum hætti, og fyr­ir­tækjum að ná mark­miðum sínum þegar kemur að jafn­rétti og jöfnum kynja­hlut­föllum meðal stjórn­enda og helstu leið­toga fyr­ir­tæk­is­ins, starfs­manna og við­skipta­að­ila þess. 

GEMMAQ stendur fyrir Gender Equ­ality Mea­sure Mont­hly Automated Quota­tion, og eins og nafnið gefur til kynna, er jafn­rétt­is­mæli­kvarði sem upp­fær­ist mán­að­ar­lega. GEMMAQ hefur komið á sam­starfi um birt­ingu kvarð­ans á mark­aðsveit­unni Keld­an.is, þar sem má sjá ein­kunn­ir, sam­kvæmt GEMMAQ skal­an­um, undir öllum fyr­ir­tækjum sem skráð eru á íslenskan hluta­bréfa­mark­að, í Kaup­höll Íslands. Kvarð­inn var gerður opin­ber á Keld­unni í dag, mið­viku­dag­inn 16. októ­ber. Hægt er að skrá sig fyrir upp­færslum á mannauðs­breyt­ingum á æðsta lagi íslenska mark­að­ar­ins. 

Með­al­ein­kunn mark­að­ar­ins lækkar - Færri konur í fram­kvæmda­stjórnum

Með­al­ein­kunn íslenska mark­að­ar­ins (GEMMAQ ICE) er 6.5 og hefur mark­að­ur­inn smám saman verið að bæta kynja­hlut­föllin á síð­ustu árum, eða frá því að vera aðeins 3.0 á GEMMAQ skal­anum á árinu 2007. Hins vegar hefur hallað örlítið á hlut kvenna í fram­kvæmda­stjórnum hjá skráðum félögum á íslenskum mark­aði á síð­ustu tveimur árum, og GEMMAQ með­al­ein­kunn mark­að­ar­ins þar með lækkað örlít­ið.  Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í jafn­rétt­is­málum meðal vest­rænna ríkja - þá er lítið hlut­fall kvenna í áhrifa­stöðum á einka­mark­aði. Það er til dæmis engin kona for­stjóri í skráðu félagi á Íslandi. Þá eru aðeins um 20% konur í starfi fram­kvæmda­stjóra á íslenskum kaup­hallar mark­aði og það sama er uppi á ten­ingnum í Banda­ríkj­un­um.

Þróun Gemmaq kvarðans.

Ólík markaðssvæði eftir Gemmaq kvarðanum.

Til sam­an­burðar er með­al­ein­kunn Fortune 500 fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­unum (GEMMAQ Composite USA) rúm­lega 4.0, þar sem ein­stök mark­aðs­svæði Banda­ríkj­anna, sbr. ofan­verð mynd, eru með ein­kunn á GEMMAQ skal­anum á bil­inu 4-5. Til að mynda fær Microsoft ein­kunn­ina 5.0, Face­book 4.0, Tesla 2.5 og Costco 2.0. Þá koma skráð fyr­ir­tæki á Íslandi og Nor­egi að með­al­tali betur út sam­kvæmt GEMMAQ kvarð­anum heldur en fyr­ir­tæki á öðrum Norð­ur­lönd­un­um; Sví­þjóð, Finn­landi og Dan­mörku.

Höf­undur er stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri GEMMAQ.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar