Kynjagleraugu fyrir fjármálamarkaði

Gemmaq kynjakvarðinn hefur verið birtur á Keldan.is. Hann veitir fjárfestum og almenningi upplýsingar um stöðu kynjajafnréttis í leiðtogastöðum skráðra félaga.

Auglýsing

Fjárfestar og þátttakendur á markaði gera í vaxandi mæli kröfu um að fjárfest sé með samfélagslega ábyrgum hætti og hafa ábyrgar fjárfestingar vaxið um 40% á alþjóðavísu á hverju ári frá árinu 2016. Í dag eru rúmlega þrjátíu þúsund milljarðar Bandaríkjadala í samfélagslega ábyrgri eignastýringu (e. Socially Responsible Investing), þar á meðal fjárfestingum sem taka mið af umhverfisþáttum, samfélagsþáttum og stjórnarháttum fyrirtækja (svonefndar UFS fjárfestingar eða ESG investing á ensku sem stendur fyrir Environmental, Social og Governance). 

Stór hluti stofnanafjárfesta, þar á meðal stærstu lífeyrissjóðir heims sem eru í Japan, Noregi og Bandaríkjunum, fjárfesta markvisst með ábyrgum hætti með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna (e. Sustainable Development Goals), þannig að fjármunir sjóðsfélaga njóti í senn góðrar ávöxtunar og hafi jákvæð samfélagsleg áhrif. Lífeyrissjóður japanska ríkisins, sem er stærsti lífeyrissjóður heims með um 1.500 milljarða Bandaríkjadala (e. $1,48 trillion) í stýringu, hefur til að mynda verið virkur þátttakandi í útboðum á samfélagslegum- og grænum skuldabréfum, sem m.a. eru útgefin af alþjóðastofnunum á borð við Alþjóðabankann.

Þá hafa stærstu lífeyrissjóðir Bandaríkjanna sett sér fjárfestingarstefnu um samfélagslega ábyrgar fjárfestingar, þ.m.t. lífeyrissjóður kennara í Kaliforníu  ríki (CalSTRS) og lífeyrissjóður opinberra starfsmanna í Kaliforníu ríki (CalPERS), með samtals um 550 milljarða Bandaríkjadala í stýringu, og verið virkir þátttakendur í umræðum um jafnréttismál og hvatt til lagabreytinga á borð við kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja sem nýlega voru innleidd í Kaliforníu ríki (Senate Bill No. 826). Hafa sjóðirnir hiklaust kosið gegn tilnefningu einstaklinga (karla) í stjórnir fyrirtækja þar sem sem kynjahlutföll eru skökk (hallar á hlut kvenna). 

Auglýsing

Fjárfestahegðun er almennt að breytast á alþjóðamörkuðum, ekki aðeins vegna innleiðinga á nýjum lögum víðs vegar um heiminn um svokallaða kynjakvóta í stjórnum og reglum sem gera stofnanafjárfestum skylt að horfa til ófjárhagslegra þátta á borð við jafnrétti, mannréttindi og umhverfismál - heldur jafnframt vegna nýrra kynslóða fjárfesta sem vilja í meira mæli fjárfesta með ábyrgum hætti. Samkvæmt skoðanakönnun eignastýringar Fidelity hafa 77% þeirra sem fæddir eru á árunum 1981 til 1996 og tilheyra hinni s.k. aldamótakynslóð (e. Millennials) og 72% einstaklinga sem eru fæddir á árunum 1965 til 1980 og teljast til X-kynslóðar (e. Generation X), fjárfest með ábyrgum hætti og í jafnrétti. 

Fjárfestingar og viðskipti við jafnréttissinnuð fyrirtæki

Markaðurinn er að átta sig á því að það er ekki aðeins mikilvægt að horfa til kynjahlutfalla meðal stjórnenda út frá réttlætis- og mannréttinda sjónarmiðum, heldur jafnframt út frá fjárhags- og efnahagslegu mikilvægi þess að hafa kynjajafnvægi í æðsta lagi fyrirtækja, bæði í stjórn og framkvæmdastjórn. Þá hafa rannsóknir sýnt að fyrirtæki með jafnari kynjahlutföll meðal stjórnenda skila almennt meiri hagnaði heldur en fyrirtæki þar sem ekki er gætt að kynjajafnvægi. Þá er talið að aukin þátttaka kvenna á alþjóðlegum vinnumarkaði, m.a. í ábyrgðarstöðum, geti aukið hagvöxt heimsins um 26%, eða sem nemur 28.000 milljarða Bandaríkjadala fyrir árið 2025.

Það ætti því ekki að koma á óvart að meðal samfélagslegra ábyrgra fjárfestinga hafa fjárfestingar með svokölluðum kynjagleraugum (e. Gender-lens investing) vaxið hvað mest. Hér er átt við fjárfestingar þar sem fjárfest er beint eða óbeint í gegnum fjárfestingarsjóði, í jafnréttissinnuðum fyrirtækjum, fyrirtækjum með jöfn kynjahlutföll í stjórnum og framkvæmdastjórnum eða félögum í eigu kvenna. Fjárfestar eru að láta þessi mál sig varða. Þessi tegund fjárfestinga hefur aukist úr því að vera hundrað þúsund Bandaríkjadalir á árinu 2014 í rúmlega tvo milljarða Bandaríkjadala á árinu 2018, samkvæmt rannsókn Wharton háskóla í Pennsylvaníu ríki um samfélagsáhrif.

Vöxtur fjárfestinga með kynjagleraugum.

Níutíu kauphallir á alþjóðamörkuðum, þar með talin Kauphöll Íslands, hafa skuldbundið sig í gegnum samstarfsvettvang um sjálfbærar kauphallir (Sustainable Stock Exchange Initiative, SSE), til að ýta undir ábyrgar fjárfestingar og kynjajafnrétti með því að varpa ljósi á tækifærin sem felast í því að fjárfesta í konum og efla þátttöku þeirra á vinnumörkuðum. Hefur samstarfsvettvangurinn m.a. gefið út leiðbeiningar um það hvernig kauphallir geta stuðlað að auknu kynjajafnrétti á mörkuðum með því að fá markaðaðila í lið mér sér í þeim tilgangi að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um kynjajafnrétti fyrir 2030.  

Jafnréttistengdar fjármálaafurðir

Aukin vitundarvakning um mikilvægi kynjajafnréttis og aukin eftirspurn eftir samfélagslegum fjármálaafurðum, ábyrgum lausnum og upplýsingum um ófjárhagslega þætti, felur í sér mikil tækifæri fyrir Ísland. Við eigum að grípa þetta einstaka tækifæri og markaðssetja okkar ágætu jafnréttis stöðu (þótt ávallt megi gera betur), fjármagna ríkissjóð og fyrirtæki okkar á grundvelli jafnréttis, með útgáfu á sérstökum jafnréttis-skuldabréfum, jafnvel á betri kjörum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Það eru ekki aðeins alþjóðastofnanir eða sveitarfélög erlendis sem byrjuð eru að fjármagna sig á þennan nýstárlega hátt, heldur jafnframt stórfyrirtæki. 

Í einhverjum tilfellum samtvinnað umhverfismarkmiðum í formi grænna eða sjálfbærra skuldabréfa. Landsbanki Ástralíu (e. National Australian Bank, NAB) var fyrst meðal fyrirtækja til að standa að jafnréttis-skuldabréfaútgáfu á árinu 2017 sem nemur 500 milljónum áströlskum dölum, og á að stuðla að auknu kynjajafnrétti í atvinnulífi Ástralíu. Þá eru tækifæri í því fyrir fjárfestinga- og framtakssjóði að nálgast erlent fjármagn og alþjóðamarkaði með sérstökum jafnréttissjóðum sem fjárfesta einungis í jafnréttissinnuðum fyrirtækjum eða jafnréttis vísitölum. Til að mynda tilkynnti lífeyrissjóður japanska ríkisins (e. Japan's Government Pension Investment Fund) í byrjun september sl. að sjóðurinn myndi fjárfesta markvisst í vísitölum sem tengdar eru þáttum á borð við jafnrétti og framgangi kvenna í atvinnulífinu.

Hagsmunamál að fylgjast með mannauðsþróun

Það á að vera hagsmunamál fyrir atvinnulífið og stjórnvöld að geta fylgst betur með því hvert mannauðurinn er að leita. Það er ekki nóg að horfa aðeins á tölur Hagstofunnar um fjölda starfa, vinnustunda eða starfandi einstaklinga eftir atvinnugeirum. Við þurfum að gera meiri kröfur um dýpt, og það ætti að gefa Hagstofunni, Seðlabankanum og stjórnvöldum betri tæki til þess að fylgjast með því hvar kraftarnir í hagsveiflunni eru að myndast, og hvernig hún er að virka. 

Myndum við ekki vilja vita hvernig kraftar samfélagsins eru að nýtast hverju sinni og hvernig mannauðurinn er að þróast, og geta nálgast þær upplýsingar á auðveldan hátt? Myndi það ekki vera liður í góðri hagstjórn og efnahagsstjórnun, að vita hvaða áhrif mannauðsbreytingar í atvinnulífinu eru að hafa í rekstrarlegu, efnahagslegu og samfélagslegu tilliti, til lengri og skemmri tíma? Og geta með góðu móti sagt að mannauðsbreytingar á markaðnum séu að jafna áhrif kynjanna til áhrifa á ákvörðunartöku á markaðnum og séu í samræmi við jafnréttisstefnu Íslands? 

Eitt af því sem væri hægt að gera er að skylda fyrirtæki til að skila inn nákvæmari upplýsingum um mannauð sinn og starfsemi, t.d. samhliða skilum á ársreikningi, gögnum um það hvernig störf eru að verða til, ásamt upplýsingum um menntun, aldursamsetningu og kynjahlutföll starfsmanna - sem væru ekki persónurekjanlegar - og æðstu stjórnenda þess. 

Kynjakvarði fyrir alþjóðamarkaði

GEMMAQ kynjakvarðinn kemur til móts við þennan vaxandi markað og gefur fjárfestum, fyrirtækjum og öðrum markaðsaðilum, kost á að meta og bera saman fyrirtæki út frá kynjahlutföllum og öðrum jafnréttisþáttum, sem liður við mat á ákvörðun um fjárfestingu eða viðskipti við fyrirtæki, sem hluti af eftirlitshlutverki stjórnvalda og stofnanna eða almennum áhuga á markaðnum og mannauðsmálum. 

GEMMAQ kynjakvarðinn er samsettur úr neðanverðum fjórum breytum, sem taldar eru skilgreina best efnahagsleg áhrif og þátttöku í ákvörðunartöku fyrirtækja á kauphallar markaði. Þetta eru forstjórar (e. CEO), framkvæmdastjórar (e. Executives), stjórnarformenn (e. Chair) og stjórnarmenn (e. Board).

Gemmaq, litasamsetning kvarðans.Breyturnar fá sinn stað í fjórskiptri mælistiku og eru litamerktar eftir því hvernig kynjahlutföllin skiptast. Því til viðbótar eru breyturnar vegnar og gefin einkunn á skalanum 0-10 (10 er besta einkunnin) þar sem jafnari kynjahlutföll gefa hærri einkunn. 

Gemmaq kvarðinn.

GEMMAQ er nýsköpunarfyrirtæki, sem fékk nýlega sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði, og vinnur að þróun vísitalna (e. indexes) og matskerfis (e. rating system) fyrir fjárfestingar með kynjagleraugum (e. gender-lens investing). Hugbúnaðinum er ætlað að hjálpa fjárfestum, meðal annars eignastýringum og stofnanafjárfestum, að fjárfesta með samfélagslega ábyrgum hætti, og fyrirtækjum að ná markmiðum sínum þegar kemur að jafnrétti og jöfnum kynjahlutföllum meðal stjórnenda og helstu leiðtoga fyrirtækisins, starfsmanna og viðskiptaaðila þess. 

GEMMAQ stendur fyrir Gender Equality Measure Monthly Automated Quotation, og eins og nafnið gefur til kynna, er jafnréttismælikvarði sem uppfærist mánaðarlega. GEMMAQ hefur komið á samstarfi um birtingu kvarðans á markaðsveitunni Keldan.is, þar sem má sjá einkunnir, samkvæmt GEMMAQ skalanum, undir öllum fyrirtækjum sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað, í Kauphöll Íslands. Kvarðinn var gerður opinber á Keldunni í dag, miðvikudaginn 16. október. Hægt er að skrá sig fyrir uppfærslum á mannauðsbreytingum á æðsta lagi íslenska markaðarins. 

Meðaleinkunn markaðarins lækkar - Færri konur í framkvæmdastjórnum

Meðaleinkunn íslenska markaðarins (GEMMAQ ICE) er 6.5 og hefur markaðurinn smám saman verið að bæta kynjahlutföllin á síðustu árum, eða frá því að vera aðeins 3.0 á GEMMAQ skalanum á árinu 2007. Hins vegar hefur hallað örlítið á hlut kvenna í framkvæmdastjórnum hjá skráðum félögum á íslenskum markaði á síðustu tveimur árum, og GEMMAQ meðaleinkunn markaðarins þar með lækkað örlítið.  Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í jafnréttismálum meðal vestrænna ríkja - þá er lítið hlutfall kvenna í áhrifastöðum á einkamarkaði. Það er til dæmis engin kona forstjóri í skráðu félagi á Íslandi. Þá eru aðeins um 20% konur í starfi framkvæmdastjóra á íslenskum kauphallar markaði og það sama er uppi á teningnum í Bandaríkjunum.

Þróun Gemmaq kvarðans.

Ólík markaðssvæði eftir Gemmaq kvarðanum.

Til samanburðar er meðaleinkunn Fortune 500 fyrirtækja í Bandaríkjunum (GEMMAQ Composite USA) rúmlega 4.0, þar sem einstök markaðssvæði Bandaríkjanna, sbr. ofanverð mynd, eru með einkunn á GEMMAQ skalanum á bilinu 4-5. Til að mynda fær Microsoft einkunnina 5.0, Facebook 4.0, Tesla 2.5 og Costco 2.0. Þá koma skráð fyrirtæki á Íslandi og Noregi að meðaltali betur út samkvæmt GEMMAQ kvarðanum heldur en fyrirtæki á öðrum Norðurlöndunum; Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.

Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri GEMMAQ.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar