Að skilja okkur sjálf: Annar hluti

Á hvaða vegferð eru formenn og stjórnmálaflokkar í lýðræðisríki sem ganga gegn vilja umbjóðenda sinna, þjóðar? Árni Már Jensson skrifar fyrstu aðra af þremur í greinarflokki um stjórnarskrármál.

Auglýsing

George Orwell var gjarnan umhugað um vald­skipt­ingu mann­legs sam­fé­lags. Í bók­inni Animal Farm skrif­aði hann: „All animals are equ­al, but some animals are more equal than other­s.“

Skoð­ana­könn­unin

Nú eru sjö ár liðin frá þeirri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sem mark­aði vatna­skil í sögu lýð­veld­is­ins. Skil milli gamla Íslands og hins nýja. Breyt­ing stjórn­ar­skrár­innar með stað­fest­ingu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 20.10.2012 var sú lang­þráða sið­bót sem þjóðin krafð­ist eftir hrun. Stjórn­laga­ráð með stuðn­ingi meiri­hluta Alþingis og skipað af rík­is­stjórn, skil­aði breyt­ingum stjórn­ar­skrár­innar með stuðn­ingi 2/3 kjós­enda í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í stað þess að Alþingi virði lýð­ræðið og lög­leiði þennan merka áfanga lýð­ræð­isum­bóta er nú sett af stað skoð­ana­könnun for­manna flokk­anna með hand­völdu sam­ráðsúr­taki. 

Þessi skoð­ana­könnun væri fagn­að­ar­efni við aðrar aðstæður en marka til­urð henn­ar, sem er hrun­ið, bús­á­halda­bylt­ing­in, Þjóð­fund­ur­inn, Stjórn­laga­þing, Stjórn­laga­ráð og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­an. En hvergi er minnst á til­lögur Stjórn­laga­ráðs sem val­kost við hlið til­lögu for­manna flokk­anna. Hvergi er minnst á úrslit og nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unn­ar. Hvergi er minnst á þá sögu­legu stað­reynd að þjóðin hefur samið og kosið sér nýja stjórn­ar­skrá. Hefði ekki verið heið­ar­legra af hálfu full­trúa almenn­ings að efna til opins sam­ráðs­vett­vangs og skoð­ana­könn­unar út frá þeim til­lögum sem þjóðin kaus sér? Þar sem gagn­sæi er við­haft, er heið­ar­legur ásetn­ingur í fyr­ir­rúmi en hið önd­verða þar sem leynd hvíl­ir. Þessi fram­setn­ing skoð­an­ana­könn­un­ar­innar nú, end­ur­speglar ann­ar­lega hags­muni fárra í fyr­ir­rúmi fjöld­ans. Hún birt­ist sem lýð­ræð­is­bjögun og fyr­ir­litn­ing full­trú­ar­valds­ins gagn­vart umbjóð­endum sín­um, almenn­ingi. Til­urð þess­arar skoð­ana­könn­unar brýtur gegn rétt­læt­is­vit­und hins almenna borg­ara og gegn trausti á Alþingi og rík­is­stjórn sem vart mátti við frek­ari álits­hnekki.

Mann­legt eðli og stjórn­mál

Hinn almenni borg­ari sæk­ist ekki til valda, og enn síður í fé ann­arra, en lítur frekar til stjórn­mála með vænt­ingu um sann­girni, vel­ferð og rétt­læti; að hans eigin sjóðum og ann­arra sé varið af heið­ar­leika og kost­gæfni sam­fé­lag­inu til heilla.

Auglýsing
Stjórnmálamaðurinn sæk­ist hins vegar í völd og fé ann­arra til þess að hafa jákvæð áhrif á sam­fé­lag­ið, að hans mati. Það er því mik­il­vægt að almenn­ingur og stjórn­mála­fólk brúi sam­skipti sín á milli og til­einki sér það tungu­tak sem elur af sér gagn­kvæman skiln­ing og lausn­ar­mið­aða þjóð­fé­lags­heild í stað sundr­ung­ar. Ger­ist það, mun skiln­ingur fólks á mis­mun­andi þörfum allra og þjóð­fé­lags­ins í heild batna. Í stjórn­málum er sam­hengi hlut­anna ekki ýkja flókin jafna: Þar sem gagn­sæi er við­haft, er heið­ar­legur ásetn­ingur í fyr­ir­rúmi en hið önd­verða þar sem leynd hvíl­ir. Gagn­sæi og hrein­skipt sam­skipti fólks í millum er upp­skrift að heið­ar­leika, og eru stjórn­mála­menn þar engin und­an­tekn­ing. 

Stjórn­mál eiga að vera vett­vangur gagn­virkra sam­skipta hugs­andi fólks um hag­rænar lausnir sam­fé­lag­inu og líf­rík­inu til góðs. Og þá skiptir höf­uð­máli hvaða hug­myndir menn aðhyllast; hvort þeir líta á sam­fé­lagið sem hags­muna­banda­lag sér­hags­muna, eða sem sam­fé­lag hugs­andi fólks? Ríki fyrra við­horf­ið, þá gildir fyrst og fremst að hafa sterkan for­ingja og við­hlæj­andi flokks­heild, sem stendur vörð um sér­hags­mun­ina og skipt­ingu þeirrar köku. Ráði síð­ari við­horf­ið, gildir fyrst og fremst að leyfa ólíkum sjón­ar­miðum að takast á, innan flokka sem utan, í þeirri von að það leiði til far­sællar nið­ur­stöðu fyrir sam­fé­lagið í heild.

And­leg, sið­ferði­leg og efna­hags­leg sköpun sam­fé­lags­ins á að vera á ábyrgð heið­ar­legs fólks sem leggur sig stöðugt eftir að hugsa og ræða um sam­eig­in­leg mál­efni með almanna­heill að leið­ar­ljósi. Far­sæl nið­ur­staða fæð­ist stundum í sam­hljómi skoð­ana en einnig oft í aðstæðum þar sem heggur nærri skoð­unum and­stæðra fylk­inga sem oft á tíðum og óhjá­kvæmi­lega reynist, til ásætt­an­legra lausna. Það er jú eig­in­legt mark­mið lýð­ræð­is, að sem flestir njóti sann­mælis skoð­anna sinna. Lýð­ræðið hvílir þannig á stjórn­ar­skrá sem á að ýta undir gagn­virk sam­skipti hinna mis­mun­andi kerfa sam­fé­lags­ins sem myndar þjóð­fé­lagið sem við þrá­um. Póli­tísk hug­mynda­fræði, hægri, vinstri, eða miðja, eiga í engu að gilda um þau sam­eig­in­legu mark­mið stjórn­mál­anna, að skapa betra líf og sam­fé­lag þorra almenn­ings í hag.

Aðdrag­andi nýju stjórn­ar­skrár­innar

Brot­lend­ing Íslenska lýð­veld­is­ins raun­gerð­ist í októ­ber 2008 en var ljóst hvert stefndi löngu áður. Hrunið var drop­inn sem fyllti mæl­inn og stjórn­mála­fólki og almenn­ingi var ljóst að lýð­ræð­is­bjög­unin var orð­inn hættu­leg og stjórn­ar­skránni varð að breyta.

Þetta sagði Mr Paul M Thomp­sen frá Alþjóða Gjald­eyr­is­sjóðnum er hann kom til

Reykja­víkur 2008:


„When I tra­veled to Reykja­vik in Oct­o­ber 2008 to offer the IMF’s assistance, the situ­ation there was c­rit­ical. The country’s three main banks—which made up almost the entire fin­ancial system—had just collap­sed wit­hin a week of each other. The sense of fear and shock were palpa­ble—­few, if any, countries had ever experienced such a cata­strophic economic cras­h. 

....The ser­ious­ness of the situ­ation was such, the IMF Mission Chief Iceland, Paul Thom­sen, descri­bed the Iceland crash as unprecedented and near death experience.“Afleið­ing póli­tískt-tengdrar einka­væð­ingar rík­is­bank­anna átti sér enga for­sögu meðal vest­rænna þjóða en gjald­þrot Lands­banka, Kaup­þings og Glitnis trón­uðu meðal tíu stærstu gjald­þrotum ver­ald­ar­sög­unn­ar.Þjóð­fund­ur­inn

Eftir að rykið sett­ist fóru Íslend­ingar að öðl­ast trú á end­ur­reisn­ina. Fæð­ing nýja Íslands varð ein­hvern veg­inn sam­eig­in­legur draumur okkar allra.

Þjóð­fund­inn sóttu 950 manns af land­inu öllu, 18 ára til 91 árs, karlar og konur í því sem næst ­jöfnum hlut­föll­um. Sjö manna stjórn­laga­nefnd, skipuð af Alþingi, lagði grunn að skipu­lag­i ­þjóð­fund­ar­ins undir for­ystu Guð­rúnar Pét­urs­dóttir líf­fræð­ings og for­manns nefnd­ar­innar og birt­i helstu nið­ur­stöður hans. Breið sam­staða náð­ist meðal allra flokka á Alþingi um skip­un ­stjórn­laga­nefndar og var engin flokkur und­an­tekn­ing í því efni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var þar á þessum tíma­mótum virkur og vilj­ugur stuðn­ings­að­ili. Þverpóli­tísk sam­staða og ein­ing um end­ur­reisn nýja Íslands ein­kenndi hið póli­tíska and­rúms­loft og brú sam­stöðu mynd­að­ist milli þings og þjóð­ar. 950 þátt­tak­endur voru valin af handa­hófi úr þjóð­skrá sem tryggði að nið­ur­stöður þjóð­fund­ar­ins end­ur­spegl­aði vilja þjóðar í töl­fræði­lega mark­tækum skiln­ingi. Til­urð, skipu­lag og við­ur­kennd aðferða­fræði þjóð­fund­ar­ins end­ur­spegl­aði því lýð­ræðið í hnot­skurn. Um þetta voru allir flokk­ar, Alþingi og almenn­ingur sam­mála. Íslend­ingar 18 ára og eldri áttu jafna mögu­leika til setu á þjóð­fund­inum og lögðu þar með grunn­inn að nýrri stjórn­ar­skrá. Hlut­verk Stjórn­laga­þings, seinna Stjórn­laga­ráðs, var í reynd ekki annað en að færa nið­ur­stöður þjóð­fund­ar­ins í not­hæfan frum­varps­bún­ing. Stjórn­laga­ráð taldi það skyldu sína að virða nið­ur­stöður þjóð­fund­ar­ins að meg­in­inntaki. Það tókst með smá­vægi­legum frá­vik­um.Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan 20.10.2012 er því nið­ur­staða þjóð­fund­ar­ins 2010, útfærð af

stjórn­laga­ráði:


Fræða­sam­fé­lag vest­ur­landa er sam­róma um að aðdrag­andi og til­urð þjóð­fund­ar­ins og nýju ­stjórn­ar­skrár­innar sé ein af merk­ari lýð­ræð­is­hreyf­ingum síð­ari tíma en aðdrag­andi hans var hvorki sárs­auka­laus né án til­efn­is. Íslenska fjár­mála­kerfið hrundi með afleið­ingum sem áttu sér enga hlið­stæðu meðal vest­rænna þjóða á frið­ar­tím­um. Án stuðn­ings Alþjóða Gjald­eyr­is­sjóðs­ins, sem skipu­lagði neyð­ar­björgun og lagði línur að end­ur­reisn hag­kerf­is­ins, hefði Íslensk þjóð glímt við fátækt um ókomna tíð og liðið fyrir skort á trú­verð­ug­leika gagn­vart umheim­in­um.

Auglýsing
Árið 2010 var kosið til Stjórn­laga­þings. Hæsti­réttur Íslands ógilti kosn­ing­una án þess að sýnt væri fram á að fram­kvæmd kosn­ing­anna hefði haft ein­hver áhrif á nið­ur­stöð­una. ­Stjórn­laga­þing varð þannig Stjórn­laga­ráð og umboðið frá þjóð­inni var þar af leið­and­i ó­hagg­að. Andi sátt­ar, vonar og upp­bygg­ingar sveif yfir vötnum og 28. júlí 2011 sam­þykkti

stjórn­laga­ráð eft­ir­far­andi:„Við sem byggjum Ísland viljum skapa rétt­látt sam­fé­lag þar sem allir sitja við sama borð.

 Ólíkur upp­runi okkar auðgar heild­ina og saman berum við ábyrgð á arfi kyn­slóð­anna, landi og sögu, nátt­úru, tungu og menn­ingu.

Ísland er frjálst og full­valda ríki með frelsi jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­indi að horn­stein­um.

Stjórn­völd skulu vinna að vel­ferð íbúa lands­ins, efla menn­ingu þeirra og virða marg­breyti­leika mann­lífs, lands og líf­rík­is.

Við viljum efla frið­sæld, öryggi, heill og ham­ingju á meðal okkar og kom­andi kyn­slóða. 

Við ein­setjum okkur að vinna með öðrum þjóðum að friði og virð­ingu fyrir jörð­inni og öllu mann­kyni. Í þessu ljósi setjum við okkur nýja stjórn­ar­skrá, æðstu lög lands­ins sem öllum ber að virða.“

Stjórn­laga­ráðÞjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um til­lögur stjórn­laga­ráðs

Eft­ir­far­andi eru nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um til­lögur Stjórn­laga­ráðs sem Alþing­i hefur umliðin sjö ár dregið að leiða í lög gegn vilja þjóð­ar.

Um þetta kusu Íslend­ingar 20.10.2012

Bæk­lingur til sam­an­burðar stjórn­laga­ráðs og núgild­andi stjórn­ar­skrár.

Kúvend­ing hluta full­trú­ar­valds­ins

Það er vand­fundin ánægja í því að rifja upp nei­kvæðar afleið­ingar mis­taka og enn síður fróun í umvöndun í garð stjórn­mála­manna. Of lítið hefur hins vegar verið fjallað um og farið eftir álykt­unum og lær­dómum merkasta þjóð­ar­speg­ils sem Íslend­ingar hafa staðið að, Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is.

 

Auð­mýkt og skömm ein­kenndi stjórn­mála­stétt­ina í kjöl­far hruns, sem virt­ist ætla að horfast augu við mis­gjörðir sínar í fyrstu, án þess þó að biðja almenn­ing nokkurn tíma afsök­un­ar, eins und­ar­legt og það mátti virð­ast eftir útgáfu skýrslu RNA. Lúpu­legir þing­menn hrun­flokk­anna sem enn tókst að hanga á þing­sætum sín­um, létu lítið fyrir sér fara og lædd­ust með veggjum þings­ins. Skýrsla RNA vakti sér­staka athygli á sam­hengi efna­hags­hruns­ins við stjórn­málin og komst m.a. að þeirri nið­ur­stöðu að hrun­ið, eins skelfi­legt og það var þjóð­inni, var að mestu afleið­ing mann­gerðra mis­taka Íslenskra stjórn­mála­manna og flokka. Þeirra sömu flokka og fylkt­ust síðan um end­ur­reisn­ina og breyt­ingu stjórn­ar­skrár­innar í sept­em­ber 2010, og einnig þeirra sömu, sem seinna, þann 24. mars 2011 studdu til­lögu rík­is­stjórn­ar­innar um skipun stjórn­laga­ráðs, að und­an­skildum einum flokki, Sjálf­stæð­is­flokki. Ein­hverra hluta vegna, ventu sjálf­stæð­is­menn þarna kvæði sínu í kross og ákváðu að lúta ekki vilja nið­ur­stöðu þjóð­fundar og brýns ákalls Alþingis og þjóðar um end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar frá 1944 grund­vall­aða á alvar­legum nið­ur­stöðum skýrslu RNA sem setti hrunið í beint sam­hengi við stjórn­ar­skrána og van­þroskað lýð­ræði. Þrátt fyrir meiri­hluta stuðn­ing allra flokka Alþingis við skipun stjórn­laga­ráðs eftir ógild­ing­ar­á­kvörðun Hæsta­réttar á kosn­ingum Stjórn­laga­þings vegna form­galla, ákvað Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þarna að standa gegn lýð­ræð­isum­bótum stjórn­ar­skrár­innar og hefur gert æ síð­an. 

Af hverju? Í hrun­inu mátti þjóðin þola þungar búsifjar sem höfðu djúp­stæð áhrif á alla, fyr­ir­tæki, almenn­ing, stjórn­mála­menn, flokka og þjóð­fé­lagið í heild. Vegna hruns­ins má þjóðin nú búa við skert heil­brigð­is­kerfi, mennta­kerfi, vega­kerfi, vel­ferða­kerfi og orðið eft­ir­bátur vest­rænna þjóða í marg­vís­legu til­liti. Þjóð blæðir enn afleið­ingum hruns­ins 2008 og mun gera svo til ára­tuga, efna­hags­lega, heilsu­fars­lega og ekki síst sið­ferð­is­lega. 

Alþingi ályktaði einum rómi 28. sept­em­ber 2010, með öllum 63 atkvæðum greidd­um, um nauð­syn end­ur­skoð­unar stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins frá 1944. Hvað breytt­ist á tveimur árum sem gerði það að verkum að Alþingi, nán­ast eins og það lagði sig, kúvend­ist í afstöðu sinni? Hafði Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn þessi miklu áhrif á aðra flokka eða náðu póli­tískt tengd sér­hags­muna­sam­tök svo djúpt inn í flokk­ana að þeir ákváðu að snú­ast gegn lýð­ræð­isum­bótum eigin þjóð­ar?

Hvers vegna studdi Alþingi Þjóð­fund­inn, Stjórn­laga­þing, Stjórn­laga­ráð, breyt­ingu stjórn­ar­skrár­innar og lýð­ræð­isum­bætur í hendur fólks­ins í land­inu en lutu síðan ekki vilja þess þegar hann lá ljós fyrir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni 20.10.2012? Það eru liðin sjö ár! Orða­lag ein­stakra greina nýju stjórn­ar­skrár­innar hafa lítið með þetta að gera þar sem Alþingi var í lófa lagið að aðlaga þær í anda sáttar við menn og þjóð. Ákall þjóðar um lýð­ræð­isum­bætur snérist ekki um forms­at­riði heldur aðal­at­riði.

Hug­leið­ing

Fyrsta skýr­ingin lýtur að fjár­magns­valdi sjáv­ar­út­vegs­ins og tengsl hans við stjórn­mála­menn og flokka sem er áleitin spurn­ing í meira lagi. Hvar er lýð­ræðið statt, sé það raunin að stjórn­málin séu til sölu þeim sem hæst bjóða hverju sinni? Sé þessi til­gáta rétt, virð­ist sem stjórn­mála­menn hafi tak­mark­að, eða ekk­ert lært af eigin mis­tökum þar sem mis­farið var með eigur almenn­ings í greiða­gjörn­ingum milli stjórn­mála og óreiðu­manna við einka­væð­ingu banka­kerf­is­ins.  

Önnur skýr­ingin á kúvend­ingu Alþingis til nýju stjórn­ar­skrár­innar er for­dæm­is­gildi í ákvörðun Hæsta­réttar 27.11.2010 að ógilda kosn­ingu til stjórn­laga­þings. Að sú ákvörð­un, sem n.b. ekki er dóm­ur, hafi í raun ógilt umboð Alþingis frá 28.09.2010 og að skipun rík­i­s­tjórn­ar­innar til stjórn­laga­ráðs hafi því ekki lotið ein­róma óbreyttu umboði, þrátt fyrir þing­meiri­hluta, og að þar með hafi nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar 20.10.2012 breyst í skoð­ana­könnun í stað ráð­gef­andi stjórn­ar­skrár­breyt­inga sem Alþingi bæri að lúta?

Þriðja skýr­ingin er sú að flokkum hafi mis­líkað svo við verk­lag og nið­ur­stöður stjórn­laga­ráðs að þeir töldu sem svo, að Alþingi bæri að standa að til­lögum um breyt­ingu stjórn­ar­skrár­innar hér eftir sem síðan yrði lagt í dóm þjóðar gegn um tvö þing stað­fest í kosn­ing­um?

Auglýsing
Hverjar svo sem ástæður kunna að vera, fram­an­greindar þrjár, engin þeirra, eða allt aðr­ar, rétt­lætir engin þeirra þá sjö ára töf sem beitt hefur verið af hálfu full­trú­ar­valds­ins í ljósi þess að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan var lög­leg með þátt­töku tæp­lega 115 þús­und kjós­enda. Að frá­dreg­inni fyrstu skýr­ingu sem hefði auð­vitað verið glæp­sam­leg, þó senni­leg­ust sé, hefði full­trú­ar­vald­inu verið í lófa lagið að vinna með sam­þykktar til­lög­ur, lag­færa og aðlaga að vilja allra flokka og þjóð­ar, og leggja fyrir tvö þing með stað­festum vilja kjós­enda í kosn­ingum milli þinga. 

Einu gildir hvaða rétt­læt­ingar full­trú­ar­valdið kann að hafa eða bera fyrir sig í dag, vilji þjóðar hefur í engu verið virt­ur. Full­trúa­valdið mis­fer með vald umbjóð­enda sinna. Það að hundsa vilja almenn­ings í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu víkur til hliðar lýð­ræð­inu á grund­velli ann­ara hags­muna og skoð­ana, hverjar sem þær kunna að vera. Alþingi hefur lög­leið­ing­ar­valdið sín megin en mis­beitir því gagn­vart umbjóð­endum sín­um, þjóð­inni, sem hefur upp­runa valds­ins sín meg­in. 

Grein í Vísi þ. 02.10.2019 Katrín Odds­dóttir

„Ís­lenska ríkið er full­valda, en íslenska þjóðin er það ekki. Sjálf­stæði íslensku þjóð­ar­innar hefur ein­fald­lega ekki enn verið náð. Við fögn­uðum á sínum tíma sjálf­stæði frá Dön­um, en hvers virði er sjálf­stæði frá nýlendu­herrum ef inn­lend elíta tekur við sem herra­þjóð almenn­ings?Í nýju stjórn­ar­skránni eru reglur sem minnka vald þeirra sem berj­ast gegn því að þjóðin nýti rétt sinn sem stjórn­ar­skrár­gjafi. Þetta eru reglur á borð við:

  • Nátt­úru­auð­lindir í þjóð­ar­eign
  • Jafn atkvæð­is­réttur
  • Sterk nátt­úru­vernd
  • Beint lýð­ræði
  • Gegn­sæi í stjórn­sýslu
  • Per­sónu­kjör
  • Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla sem skil­yrði fyrir fram­sali rík­is­valds til alþjóð­legra stofn­anna.Það sem þessar reglur eiga sam­eig­in­legt er að þær færa vald frá elítum til almenn­ings. Vald sem aldrei átti að vera ann­ars staðar en hjá þjóð­inni sjálfri.“

En aðeins um umdeilda ákvörðun Hæsta­réttar að ógilda kosn­ingu til stjórn­laga­þings.

Frétt á Rúv, 25.01.2011

Eiríkur Tóm­as­son laga­pró­fessor

„Ei­ríkur Tóm­as­son laga­pró­fessor segir að deila megi um nið­ur­stöðu Hæsta­réttar á ógild­ingu kosn­inga til stjórn­laga­þings - þar sem ekki sé ljóst að ann­markar hafi haft áhrif á úrslit kosn­ing­anna. Hæsti­réttur komst að þeirra nið­ur­stöðu í dag að kosn­ingar til stjórn­laga­þings hefðu verið ógild­ar. Fjöl­skip­aður dómur fann alvar­lega ann­marka á fram­kvæmd kosn­ing­anna. Eiríkur segir nið­ur­stöðu Hæsta­réttar skýra og að for­dæm­is­gildi hennar sé ríkt.“ - „Það má deila um þessa nið­ur­stöðu. Hvort þessir ann­markar sem vissu­lega voru fyrir hendi – og voru meiri en ég hafði gert mér í hug­ar­lund – hafi átt að leiða til þess­arar nið­ur­stöðu, vegna þess að í lög­unum til kosn­ingar til Alþingis er talað um að ekki skuli ógilda kosn­ingu nema ætla megi að gall­arnir á kosn­ing­unni hafi haft úrslit á nið­ur­stöðu henn­ar. Það er ekki vikið að því í úrskurði Hæsta­réttar eða leiddar líkur að svo hafi ver­ið.“

Aðeins um til­urð Stjórn­laga­ráðs

Íslenskt sam­fé­lag lék á reiði­skjálfi eftir ákvörðun Hæsta­réttar og svika­brigsl gengu fylk­inga á milli. 

Alþingi skip­aði í kjöl­farið sam­ráðs­hóp með full­trúum allra þing­flokka til þess að fara yfir úrskurð Hæsta­rétt­ar. Meiri­hluti sam­ráðs­hóps­ins komst að þeirri nið­ur­stöðu að leggja fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um skipun Stjórn­laga­ráðs og fella úr gildi lögin um Stjórn­laga­þing sam­hliða. Sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni skyldi Alþingi skipa þá 25 aðila sem hlotið höfðu kosn­ingu í Stjórn­laga­ráð. Stjórn­laga­ráð skyldi vera Alþingi ráð­gef­andi um setn­ingu nýrrar stjórn­ar­skrár líkt og gert hafði verið ráð fyrir í lögum um Stjórn­laga­þing. Athygl­is­vert er að allir flokkar voru áfram sam­mála um lýð­ræð­isum­bæt­ur, nema Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Þarna varð sem sagt kúvend­ing á afstöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins til stjórn­ar­skrár­breyt­inga og lýð­ræð­isum­bóta yfir höfuð þrátt fyrir fyrri stuðn­ing þeirra þann 28.09.2010 ásamt öllum öðrum þing­mönn­unum allra flokka til aðkallandi breyt­inga á stjórn­ar­skránni frá 1944 grund­vall­aða á nið­ur­stöðum Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is.

Hvað sem öðru líður var til­laga end­ur­skoð­un­ar­hóps­ins sam­þykkt á Alþingi þann 24. mars 2011 og tók Stjórn­laga­ráð til starfa þ. 6. apríl sama ár. 24 af þeim 25 full­trúum sem hlutu kosn­ingu þáðu sæti í Stjórn­laga­ráð­inu og var vara­maður skip­aður í stað þess sem ekki þekkt­ist boð­ið. Skýrsla Stjórn­laga­nefnd­ar­innar til Stjórn­laga­ráðs var mjög ítar­leg. Þar voru öll ákvæði Stjórn­ar­skrá­ar­innar skoðuð og krufin til mergj­ar. Nefndin setti fram til­lögur að breyt­ingu á þeim ákvæðum sem henni þótti ástæða til. Nefndin lagði samt sem áður áherslu á að Stjórn­ar­skráin héldi sér að mestu leyti og að ekki yrði hróflað um of við Stjórn­skip­un­ar­legum ákvæðum hennar þó svo að sum þeirra yrðu skýrð nán­ar. Lagði nefndin m.a. til að skýrar yrði gerð grein fyrir þing­ræði í Stjórn­ar­skránni frá því sem nú er. Stjórn­laga­ráð átti upp­haf­lega að starfa í 3 mán­uði en starfs­tími þess var fram­lengdur um mánuð. Heim­ild var fyrir fram­leng­ing­unni sam­kvæmt þings­á­lykt­un­inni um skipun þess. Stjórn­laga­ráð afhenti síðan For­seta Alþing­is, Ástu Ragn­heiði Jóhann­es­dótt­ur, frum­varp að nýrri Stjórn­ar­skrá fyrir lýð­veldið Ísland þann 29. júlí 2011.

Stjórn­laga­ráð, vinna þess, til­lögur og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla voru fag­lega unn­in, yfir allan vafa haf­in, og lög­leg í alla staði. Alþingi getur ekki virt nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu að vettugi vegna þess að ákveðnum póli­tískt vensl­uðum sér­hags­muna­öflum mis­líkar ákvörðun þjóð­ar­inn­ar. Á hvaða for­sendum og með hvaða hald­bæru rökum getur Alþingi hafnað vilja þjóð­ar­inn­ar? Það hlýtur að vera eðli­leg krafa almenn­ings að full­trúa­valdið geri ýtar­lega og form­lega grein fyrir afstöðu sinni, nokkuð sem ekki hefur verið gert.

Í þessu sam­hengi er ekki hægt að horfa fram hjá sögu­legum aðdrag­anda nýju stjórn­ar­skrár­inn­ar, hrun­inu og þess sið­rofs sem varð milli stjórn­mála­stéttar og þjóð­ar, en sið­bót Íslenskra stjórn­mála gagn­vart þjóð fólst í ítar­legri sann­leiks­skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar Alþingis og nýrri stjórn­ar­skrá Íslend­inga.

Álykt­anir og lær­dóm­ar:

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis (2010, 8. bindi, bls. 184)


„Ís­lensk stjórn­mála­menn­ing er van­þroskuð og ein­kenn­ist af miklu valdi ráð­herra og odd­vita

stjórn­ar­flokk­anna. Þingið rækir illa umræðu­hlut­verk sitt vegna ofurá­herslu á kapp­ræðu þar sem

þekk­ing og rök­ræður víkja fyrir hern­að­ar­list og valda­klækj­um. Þingið er líka illa í stakk búið til

þess að rækja eft­ir­lits­hlut­verk sitt, meðal ann­ars vegna ofríkis meiri­hlut­ans og fram­kvæmd­ar­valds­ins, sem og skorts á fag­legu bak­landi fyrir þing­ið. Skortur á fag­mennsku og

van­trú á fræði­legum rök­semdum er mein í íslenskum stjórn­mál­um. And­vara­leysi hefur verið

ríkj­andi gagn­vart því hvernig vald í krafti auðs hefur safn­ast á fárra hendur og ógnað lýð­ræð­is­legum

stjórn­ar­hátt­u­m.“

Aðeins um heið­ar­leik­ann

Svo virð­ist sem full­trúar almenn­ings hafi lítið til­einkað sér breytta hugsun né starfs­hætti þrátt fyrir alvar­lega gagn­rýni í skýrslu RNA. Heið­ar­leiki er gjarnan hátt skrifuð dyggð í mann­legu sam­fé­lagi. Allir vilja vera kenndir við heið­ar­leika, jafn­vel þeir sem vita ekki hvað orð­heldni er. Heið­ar­leiki er sumum með­fæddur en öðrum nauð­syn að læra og iðka í þágu þeirrar dyggðar að vaxa til manns. Heið­ar­leiki er sam­hljómur milli orðs og æðis sem elur af sér traust. Heið­ar­leiki raun­ger­ist þar sem véla­brögð eru ekki við­höfð né aðrar gryfjur eða blekk­ingar mann­legra sam­skipta.

Lýð­ræð­isum­ræðan á Íslandi, t.a.m. um stjórn­ar­skrá, auð­lindir og nátt­úru, þarf ekki á vél­ráðum að halda, né skamm­tíma­hags­munum þröngs hóps fyr­ir­tækja, stjórn­mála, eða við­skipta­manna. Umræðan þarf ekki að lit­ast kænsku­brögð­um, heldur krefst heið­ar­leika, gagn­sæis og gagn­rýnnar hugs­un­ar. Ástæðan er skýr; nið­ur­staðan er oft óaft­ur­kræf og varðar kom­andi kyn­slóð­ir.

Hug­leið­ingar um raun­veru­legan ásetn­ing rík­is­stjórn­ar­innar

Frum­varps­drög for­sæt­is­ráð­herra að til­lögu for­mann­anna um að rík­is­stjórnin semji

stjórn­ar­skrár­breyt­ingar í and­stöðu við áður stað­festan meiri­hluta þjóðar hljóta að telj­ast and­vana fædd. Sam­ráðið virð­ist vera vís­vit­andi ásetn­ingur til að tefja og drepa á dreif lög­leið­ingu nýju stjórn­ar­skrár Stjórn­laga­ráðs og hafa að engu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Stjórn­sýsla sem þessi markar aft­ur­för lýð­ræðis og hnign­unar sið­ferðis og má í því sam­hengi nefna að traust þjóðar á Alþingi er nú í sögu­legu lág­marki eða 18% sam­kv., nýlegri könnun Gallup og hnign­aði milli áranna 2018 og 2019 um 34%. Er það ekki alvar­legt umhugs­un­ar­efni fyrir for­sæt­is­ráð­herra og stjórn­mála­stétt­ina í heild hvernig komið er fyrir Alþingi þegar 10 ár eru liðin frá hruni? Er það ekki áleitin spurn­ing í huga for­sæt­is­ráð­herra og for­manna flokk­anna á þessum tíma­mót­um, að því sið­rofi og þeirri gjá sem opin­ber­að­ist í hrun­inu fyrir 10 árum skuli vera við­haldið og breikka?

Auglýsing
Þessi frum­varpstil­raun for­mann­anna og skoð­ana­könnun gengur í ber­högg við eðli lýð­ræð­is­ins og er þjóð­inni bein­línis skað­leg enda hags­munir þjóðar í besta falli skertir í nýjum til­lögum for­mann­anna sam­an­borið við sam­þykktar til­lögur Stjórn­laga­ráðs. Alvar­legur blekk­ing­ar­þáttur þess­arar skoð­ana­könn­unar fellst í því að ekki er val­kostur sam­þykktra til­lagna Stjórn­laga­ráðs til hliðar við til­lögur for­mann­anna. Vilji þjóð­ar­innar í lýð­ræð­is­legri þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu er virtur að vettugi.

Að reyna að skilja okkur sjálf

„The creat­ures outside looked from pig to man, and from man to pig, and from pig to man aga­in; but alr­eady it was impossi­ble to say which was which.“ Animal Farm, George Orwell.

All flest fólk kærir sig koll­ótt um völd og gnægð fjár, heldur velur lífi sínu far­veg í umhverfi fjöl­skyldu, nán­ustu vina og þess atvinnu­um­hverfis sem það hefur valið sér.  Fé, og vald­girnd munu seint telj­ast til höfuð dyggða, né vera hluti þeirra gilda sem and­legan þroska næra.  Þorri almenn­ings gengur þó til kosn­inga til að neyta réttar síns til að hafa áhrif á mótun hins stóra sam­fé­lags sem það til­heyrir þrátt fyrir nægju­semi heima fyr­ir.  Kosn­inga­þátt­taka almenn­ings byggir því á trausti í garð stjórn­mála­flokka og fólks, sem ber að virða atkvæði umbjóð­enda sinna og skoð­un.  Hér bregð­ast stjórn­málin fólk­inu, og það svo að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla er virt að vettugi með fram­an­greindri skoð­ana­könn­un.  Í trausti fólks­ins til full­trúa sinna, mis­nota full­trú­arnir auð­sýnt traust. Hvernig rétt­lætir stjórn­mála­fólk, sem eru ein­ungis tíma­bundið kjörnir full­trú­ar, þennan gjörn­ing gagn­vart eigin samvisku? Hvernig eiga kjós­endur að rétt­læta fyrir sér þátt­töku í kosn­ingum sem eru að engu hafð­ar?

Í 7 ár hefur Alþingi ekki fært hand­bær rök fyrir því að lög­leiða ekki nýju stjórn­ar­skrána. Af hverju?

Fari svo, að frum­varps­drög for­sæt­is­ráð­herra að til­lögu for­manna flokk­anna með breyttu og lak­ari orða­lagi frá sam­þykktum til­lögum Stjórn­laga­ráðs, verði að frum­varpi og lögum á Alþingi, myndi þurfa að rjúfa þing, boða til kosn­inga og leggja frum­varpið aftur til sam­þykktar fyrir nýtt Alþingi. Auk þess að leggja frum­varpið fyrir tvö þing, þyrfti að gæta jafn­ræðis gagn­vart þjóð og efna til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um frum­vörpin tvo sam­hliða, þ.e. frum­varp Stjórn­laga­ráðs og nýtt frum­varp rík­is­stjórn­ar. Það er hægt að álykta sem svo, að slíkt yrði ekki raun­hæft enda næsta úti­lokað að núver­andi rík­is­stjórn, sem gengi með þessum hætti í ber­högg við fyrri vilja þjóð­ar, myndi ná end­ur­kjöri.

Á hvaða veg­ferð eru for­menn og stjórn­mála­flokkar í lýð­ræð­is­ríki sem ganga gegn vilja um­bjóð­enda sinna, þjóð­ar? 

Engin stjórn­völd í þrosk­uðu lýð­ræð­is­ríki fer fram með þessum hætti sem ber snefil af virð­ingu fyrir sjálfri sér, og umbjóð­endum sín­um, þjóð­inni. Því má álykta að ásetn­ingur rík­is­stjórn­ar­innar með þessum frum­varps­drögum nú, sé póli­tísk umræðu­töf gegn brýnu ákalli þjóðar um hið gagn­stæða. Sé sú raun­in, að töf og blekk­ing­ar­leikur sé raun­veru­legur ásetn­ingur full­trúa­valds­ins, grund­vall­ast slíkt ekki á til­raunum til lýð­ræð­isum­bóta með skoð­ana­könn­un, heldur hygl­ing þröngs hóps sér­hags­muna­að­ila á kostnað heild­ar­inn­ar, nokkuð sem hlýtur að telj­ast skað­legt lýð­ræð­is­þróun og hags­munum þjóð­ar. Engin lýð­ræð­is­þjóð ætti að sætta sig við slíkt.

Til ánægju fyrir les­end­ur, læt ég hér fylgja með tvo tengla af Animal Farm eftir George Orwell. Fyrri hlekk­ur­inn er inn á hljóð­bók á ensku en seinni inn á vel gerða teikni­mynd frá 1954.

Frh. lll verður af grein­inni, Að skilja okkur sjálf.

Árni Már Jens­son

Áhuga­maður um betra líf.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar