Stóraukin áhersla á náttúruvernd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, skrifar um náttúruvernd. Hann segir að hún muni skipta skipta miklu fyrir fram­tíð­ina, bæði þegar litið er til nátt­úr­unnar sjálfrar og til efna­hags­legra tæki­færa.

Auglýsing

Nátt­úru­vernd er eitt af mínum hjart­ans málum sem ég hef brunnið fyrir í mörg ár. Nátt­úru­verndin mun skipta miklu fyrir fram­tíð­ina, bæði þegar litið er til nátt­úr­unnar sjálfrar og til efna­hags­legra tæki­færa sem fylgja frið­lýs­ingu svæða. 

Ein­stakur þjóð­garður á mið­há­lend­inu

Eitt af nátt­úru­vernd­ar­verk­efn­unum er mið­há­lend­is­þjóð­garður – með honum ræt­ist draumur okkar margra. Und­ir­bún­ingur fyrir stofnun þjóð­garðs­ins er í fullum gangi hjá þverpóli­tískri nefnd sem full­trúar allra flokka á Alþingi eiga sæti í og vinn­unni miðar vel. 

Á mið­há­lendi Íslands er að finna miklar and­stæður – svarta sanda, fágætar gróð­ur­vinjar og fjölda sér­stæðra jarð­myndana ­sem finn­ast hvergi í heim­inum á einu og sama svæð­inu. Lands­lag er þar afar fjöl­breytt og öræfa­kyrrðin lætur engan ósnort­inn. Vegna þess hve svæðið er ein­stakt hafa margir bent á að mið­há­lendið eigi að verða þjóð­garður allra lands­manna. 

Auglýsing

Hug­myndin er ekki ný af nál­inni en var fyrst lyft form­lega árið 2015 undir for­ystu nátt­úru­vernd­ar­sam­taka og í lið með þeim skip­uðu sér mörg útvist­ar­sam­tök, sem og Sam­tök fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu. Síð­ustu tvær rík­is­stjórnir unnu að viða­mik­illi skýrslu um for­sendur fyrir stofnun þjóð­garðs á mið­há­lendi Íslands. Þau tíma­mót urðu síðan að stofnun þjóð­garðs­ins var skrifuð inn í sátt­mála núver­andi rík­is­stjórn­ar.

Mið­há­lend­is­þjóð­garður mun marka straum­hvörf í nátt­úru­vernd á Íslandi, vekja verð­skuld­aða athygli út fyrir land­stein­ana og skapa fjöl­mörg tæki­færi fyrir byggð­irnar í jaðri hans. Umræddur þjóð­garður verður sá stærsti í Evr­ópu – nátt­úru- og úti­vistar­para­dís sem er ein­stök á heims­vís­u. 

Við und­ir­bún­ing­inn að stofnun þjóð­garðs­ins hef ég lagt mikla áherslu á víð­tækt sam­ráð og þverpóli­tíska vinnu. Áður­nefnd þing­manna­nefnd mun skila af sér í nóv­em­ber og á vor­þingi stefni ég á að leggja fram laga­frum­varp vegna mið­há­lend­is­þjóð­garðs.  

Átak í frið­lýs­ingum

Auk þess að koma á fót þessum ein­staka þjóð­garði settu stjórn­völd í upp­hafi yfir­stand­andi kjör­tíma­bils af stað sér­stakt átak í frið­lýs­ing­um, í sam­ræmi við áherslur í sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. 

Að átak­inu vinnur teymi sér­fræð­inga Umhverf­is­stofn­unar og umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins og er hópnum meðal ann­ars ætlað að vinna að verndun svæða sem Alþingi hefur þegar sam­þykkt að frið­lýsa. Hann á líka að taka til skoð­unar önnur svæði sem fyrir liggja til­lögur um að frið­lýsa, svo sem vegna álags af völdum ferða­manna eða vegna áhuga land­eig­enda eða sveit­ar­fé­laga. Frið­lýs­ingu fjög­urra svæða er nú lokið og frið­lýs­ing 17 ann­arra svæða hefur verið kynnt opin­ber­lega. Fleiri verk­efni eru að auki í und­ir­bún­ing­i. 

Frið­lýs­inga­flokkar eru fjöl­margir og fara eftir því hvað um ræðir – til dæmis getur svæði orðið að friðlandi, nátt­úru­vætti eða þjóð­garði, svo nokkrir flokkar séu upp­tald­ir. Einnig er hægt að frið­lýsa ákveðnar fugla­teg­undir og plöntu­teg­und­ir. 

Einn frið­lýs­inga­flokk­ur­inn er sér­stök frið­lýs­ing svæða gegn orku­vinnslu. Slík frið­lýs­ing tekur ein­ungis til orku­vinnslu og engar aðrar reglur eru sett­ar, t.d. varð­andi umsjón, umferð eða veið­ar. Sam­kvæmt lögum eiga stjórn­völd að hefja und­ir­bún­ing að þess konar frið­lýs­ingu hafi svæði verið flokkað í vernd­ar­flokk ramma­á­ætl­un­ar. Þrátt fyrir að ramma­á­ætlun hafi verið sam­þykkt á Alþingi fyrir sex árum hafði þetta þó ekki verið gert – fyrr en nú.

Þau tíma­mót urðu í sumar að fyrsta frið­lýs­ing svæðis í vernd­ar­flokki ramma­á­ætl­unar var und­ir­rit­uð. Með frið­lýs­ing­unni var Jök­ulsá á Fjöllum vernduð gegn orku­vinnslu sem til­lögur voru um með Arn­ar­dals­virkjun og Helm­ings­virkj­un.

Í núgild­andi ramma­á­ætlun eru 20 virkj­ana­kostir í vernd­ar­flokki á 12 svæðum sem ber að frið­lýsa. Þar af er frið­lýs­ingu tveggja kosta á einu svæði lokið – sem sé Jök­ulsá á Fjöllum – og und­ir­bún­ingi ann­arra kosta ýmist lokið eða þeir í vinnslu. Þetta markar vatna­skil.

Tæki­færi um allt land

Yfir­skrift ofan­greinds átaks er ný sýn, ný nálg­un. Stjórn­völd nálg­ast þannig nátt­úru­vernd­ina á nýjan hátt, með áherslu á þau tæki­færi sem í henni fel­ast. 

Marg­vís­leg verk­efni hafa verið sett af stað tengt þess­ari áherslu – til að mynda liggur nú fyrir viða­mikil úttekt Hag­fræði­stofn­unar Háskóla Íslands sem sýnir að frið­lýst svæði hafa ótví­rætt jákvæð efna­hags­leg áhrif. Úttektin sýnir að fyrir hverja krónu sem hið opin­bera leggur til frið­lýstra svæða skila sér 23 krónur til baka í þjóð­ar­bú­ið.

Einnig er nú unnið að grein­ingu tæki­færa og áhrifa frið­lýstra svæða á nær­svæði þeirra í sam­vinnu við lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga og hafa Sam­band sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi og Sam­tök sunn­lenskra sveit­ar­fé­laga nú þegar riðið á vað­ið.

Stór­aukið fjár­magn til nátt­úru­verndar

Auk­inni póli­tískri áherslu á nátt­úru­vernd fylgir stór­aukið fjár­magn. Þannig verður ríf­lega þremur millj­örðum króna varið á næstu þremur árum til að vernda nátt­úr­una okkar og menn­ing­ar­sögu­legar minjar í gegnum svo­kall­aða Lands­á­ætlun um upp­bygg­ingu inn­viða. Um er að ræða stór­fellt átak í upp­bygg­ingu göngu­stíga, útsýnis­palla, sal­ern­is­húsa og ann­arra mik­il­vægra inn­viða til að vernda nátt­úr­una á nær 100 stöðum vítt og breitt um land­ið. 

Auk þess er áætlað að verja 1,3 millj­örðum króna sér­stak­lega til land­vörslu á næstu þremur árum en það er lyk­il­at­riði við að gæta nátt­úr­unnar okk­ar. Aldrei hefur við­líka fjár­magni verið varið til land­vörslu og upp­bygg­ingar inn­viða til að verja nátt­úr­una og nú. 

Nátt­úran hefur aldrei haft jafn­mikið vægi hjá stjórn­völdum og nú.

Höf­undur er umhverf­is­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar