Afmæliskveðja til Alþingis

Örn Bárður Jónsson skrifar um sjö ára afmæli þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs

Auglýsing

 

Í dag, 20. októ­ber 2019, eru liðin 7 ár frá því íslenska þjóðin sagði hug sinn til höf­uð­þátta nýrrar stjórn­ar­skrá sem samin hafði verið árið áður af þjóð­kjörnum full­trúum stjórn­laga­ráðs. Rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur hafði ýtt úr vör ferli sem bar þess greini­lega merki að rétt væri að málum staðið á allan hátt. Leiðin er þekkt og hefur verið farin áður af öðrum þjóðum t.d. Nor­egi, en fram­kvæmd­inni þar lýsti ég í grein í Kjarn­anum fyrr á þessu ári. 

Mögur ár

Í dag eru liðin 7 ár, mögur ár, sé horft til afstöðu fjög­urra rík­is­stjórna til til­lögu stjórn­laga­ráðs sem jafnan er kölluð af almenn­ingi „nýja stjórn­ar­skrá­in“. Þeirri fyrstu af þessum fjórum rík­is­stjórnum stýrði Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þá tók við Sig­urður Ingi Jóhanns­son, svo Bjarn­i Bene­dikts­son og loks Katrín Jak­obs­dótt­ir. Öll þessi mögru ár hefur lítið sem ekk­ert gerst af hálfu Alþingis í tengslum við stjórn­ar­skrána.

Auglýsing

Inn­byggður ómögu­leiki

Núver­andi for­sæt­is­ráð­herra hefur haldið því fram að Alþingi eigi að skrifa stjórn­ar­skrána. Hún á að vita að svo ein­falt er málið ekki. Í alvöru lýð­ræði er sér­stöku þingi falið að skrifa stjórn­ar­skrá, setið af fólki sem til þess er valið af þjóð sinn. Þess­ari aðferð hefur verið beitt víða um heim til þess að forða því að stjórn­mála­menn véli um sín mál og skrifi sína sér­sniðnu stjórn­ar­skrá. Sér­hvert þjóð­þing hefur í sér inn­byggðan ómögu­leika til að skrifa stjórn­ar­skrá vegna hags­muna­á­rekstra því þing­menn gæta allir þröngra hags­muna síns flokks og kjör­dæmis og hættir þar með til að tapa til­finn­ingu fyrir hags­munum heild­ar­inn­ar. 

Lið­hlaupar

Ferlið sem hleypt var af stokk­unum eftir hrun var lýð­ræð­is­legt og opið ferli sem vandað var til á allan hátt. Alþingi tók við afurð stjórn­laga­ráðs og bar að leiða það fram til afgreiðslu. Því miður sýndu sumir þing­menn stjórn­ar­flokk­anna sem mynd­uðu rík­is­stjórn undir for­sæti Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur af sér ódrengi­lega hegðun þegar komið var að Alþingi að fjalla um til­lögu ráðs­ins og komu þar með í veg fyrir að málið hlyti far­sæla lausn. 

Þar með hófust mögru árin sjö. 

Við­van­ings­leg stjórn­sýsla

Stjórn­mála­hefðin á Íslandi er því miður mjög los­ara­leg og stjórn­sýsla öll við­van­ings­leg í land­inu sé Ísland borið saman við mörg önnur lönd t.d. Noreg þar sem ég hef búið og starfað síð­ast liðin 5 ár. Sam­an­burð­ur­inn er slá­andi á flestum sviðum stjórn­sýslu. Dreng­skapur og heið­ar­leiki mættu að mínu mati vera ofar á baugi á Íslandi en raun ber vitni. Virð­ing fyrir hefðum Alþingis og hlut­verki þess sem lýð­ræð­is­stofn­unar þurfa þing­menn að sýna í verki. Ein­ungis lít­ill hluti almenn­ings ber nú traust til Alþingis (18% 1. mars 2019). Hver er hlutur alþing­is­manna sjálfra í þeirri hnignun sem átt hefur sér stað?

Lög sem Alþingi sam­þykkir eru lög og þeim ber að hlýða. Lögum má auð­vitað breyta og gera á þeim brag­ar­bæt­ur. Lög skulu standa. Flokkar mega ekki hegða sér þannig að þeir virði bara lög sem þeirra flokkur stóð að en ekki þau sem aðrir náðu fram með meiri­hluta. Lýð­ræð­inu er hætta búin af fólki sem þannig hugs­ar.

Valdið og sætin

Á alþingi eru 63 sæti. Sætin eru valda­stólar og valdi fylgir ábyrgð, mikil ábyrgð. Rík­is­stjórn er leidd af ein­stak­lingi, emb­ætt­is­manni, sem situr í for­sæti. Vert er að huga að merk­ingu orð­ins emb­ætti í þessu sam­bandi. Emb­ætti er af sömu rót og orðið amb­átt sem merkir þræll eða þjónn. Ein­stak­lingar taka við emb­ætti og yfir­gefa emb­ætti. Ein­stak­lingar koma og fara en emb­ættið var­ir. "Rík­ið, það er ég" sagði Loð­vík 14. Hann var barn síns tíma og fangi síns upp­eldis og for­rétt­inda. Hann skyldi ekki lýð­ræð­is­lega hugs­un. Alþing­is­menn koma og fara en Alþingi er til staðar þar sem sætin 63 standa sem tákn um vald sem þjóðin felur sama fjölda þing­manna á hverjum tíma. Valdið liggur í þing­inu í stjórn­skipan lýð­veld­is­ins. Lög sem t.d. voru sett fyrir ára­tugum af þing­mönn­um, sem nú gætu þess vegna allir verið komnir undir græna torfu, gilda áfram sem lög, hafi þeim ekki verið breytt. 

Þjóðin studdi nýju stjórn­ar­skrána

Lög voru sett af Alþingi um stjórn­laga­þing og þau sem til þess voru kosin skipuð í stjórn­laga­ráð sem vann verkið og skil­aði því til Alþingis eins og vera ber. Allar greinar frum­varps­ins voru sam­þykktar sam­hljóða. Þjóðin fékk svo að segja hug sinn til höf­uð­þátta í til­lögum ráðs­ins og sam­þykkti þá alla utan einn með yfir­gnæf­andi meiri­hluta. Þjóðin felldi til­lögu ráðs­ins um Þjóð­kirkju Íslands og vildi hana þar með áfram í stjórn­ar­skrá (54%). Mest fylgi hlaut til­lagan um auð­lindir í þjóð­ar­eign en 83% studdu hana. Mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar eða 67% sögð­ust vilja að til­lögur stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá.

Borð­leggj­andi er hvað þjóðin hefur sagt og því má gjarnan halda á lofti að verk stjórn­laga­ráðs hefur hlotið lof fræði­manna víða um heim og verið mært af unn­endum lýð­ræðis og mann­rétt­inda í mörgum lönd­um.

Í þjón­ustu hvers?

Tóm­lætið hér heima í röðum þeirra er stól­ana sitja nú og hafa setið frá því til­lög­urnar litu dags­ins ljós er nístandi kalt og ber að mínu mati vott um skertan emb­ætt­is­skiln­ing, óvirð­ingu gagn­vart lýð­ræði og valdi og skort á sam­stöðu með ákvörð­unum sem teknar hafa verið af þjóð­inni sjálfri, sem er upp­spretta valds­ins sem þing­mönnum er falið sem þjónum lýð­ræð­is­ins. 

Von­andi eigum við í vændum önnur 7 ár, betri og vænni en þau sem liðin eru með sínum horfnu tæki­fær­um. 

Á 7 ára afmæli þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar um til­lögu stjórn­laga­ráðs óska ég þjóð­inni til ham­ingju með að hafa hleypt af stokk­unum svo fögru og lýð­ræð­is­legu ferli sem raun ber vitni, en harma um leið með and­vörpum og tárum, tóm­læti alþing­is­manna sem mér þykir hafa brugð­ist grunn­gildum og heil­brigðum hefðum á margan hátt og standi þar með vart undir nafni sem þjónar lýð­ræð­is­ins í þágu heild­ar­inn­ar.

Höf­undur er sókn­ar­prestur og fv. full­trúi í stjórn­laga­ráði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar