Neyðarástand: Lýðræðinu aflýst eða eina björgin?

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Eyþór Máni Steinarsson fjalla um gildi þess að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum í aðsendri grein.

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Eyþór Máni Steinarsson
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Eyþór Máni Steinarsson
Auglýsing

Nýlega fóru for­svars­menn lofts­lags­verk­falls­ins á fund með full­trúum rík­is­stjórn­ar­innar þar sem lagðar voru fram tvær kröf­ur, að rík­is­stjórn lýsi yfir neyð­ar­á­standi með við­eig­andi aðgerðum og að rík­is­stjórn láti 3,5% af vergri lands­fram­leiðslu í lofts­lags­mál eins og milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu Þjóð­ana, IPCC segir að þurfi til að takast á við lofts­lags­mál. 

Rík­is­stjórn skrif­aði ekki undir þessar kröfur okkar og voru það mikil von­brigði fyrir ungt fólk. Í kjöl­far þess­arar nið­ur­stöðu skrif­aði Gró Ein­ars­dótt­ir, doktor í umhverf­is- og félags­­sál­fræð­i, grein í Kjarn­ann þar sem hún seg­ist vera sam­mála 2,5% (ekki talan sem við nefnd­um) en mót­fallin yfir­lýs­ingu um neyð­ar­á­stand. Því verður hér farið yfir hvað neyð­ar­á­stand gæti gert og hvað það myndi þýða fyrir sam­fé­lag­ið.

Mark­miðið með yfir­lýs­ing­unni er að und­ir­strika hversu aðkallandi lofts­lags­váin er. En til þess að sjá hvað neyð­ar­á­stand þýðir þarf ekki að leita lengra en í grein­ar­gerð for­svars­manna lofts­lags­verk­falls­ins þar sem það er skil­greint. Neyð­ar­á­standið er ekki leið fyrir Alþingi til þess að taka upp á ólýð­ræð­is­legum hlutum eins og höf­undur nefnir í grein sinni þar sem hún ótt­ast það að „lög­reglan fari að hand­taka þá sem nota jarð­efna­elds­neyt­i.”

Auglýsing

Neyð­ar­á­standið eru tveir hlut­ir, bæði við­ur­kenn­ing á alvar­leika vanda­máls­ins og til­lögur að aðgerðum sem yrði gripið til strax. Í til­lögu for­svars­manna lofts­lags­verk­falls­ins er meðal ann­ars vísað í los­un­ar­tak­mörk á fyr­ir­tæki, tak­mörkun á inn­flutn­ing jarða­efna­elds­neyti, bann á olíu­leit, bann á fjár­fest­ingum í olíu­tengdum verk­efnum og við­skipta­þving­anir á meng­andi ríki. Aðgerð­irnar sem þessar virð­ast kannski rót­tækar, en þær eru fremur lít­il­fjör­legar í sam­an­burði við þær aðgerðir sem við munum þurfa að ráð­ast í, ef ekki verður gripið í taumana núna.

Mynd­lík­ing af brenn­andi húsi er oft notuð til þess að lýsa lofts­lags­vánni, en það er ekki að ástæðu­lausu, því að húsið okkar er vissu­lega að brenna. En vegna þess að við breyt­ing­arnar eru ekki af jafn aug­ljósum toga og bók­staf­legt brenn­andi hús er auð­velt að hundsa vand­ann þar til það er um sein­an. Ef jörðin okk­ar, húsið okk­ar, væri bók­staf­lega að brenna væri ekk­ert sjálf­sagð­ara en að lýsa yfir neyð­ar­á­standi. Við þurfum leið til þess að taka þetta hug­læga, óáþreif­an­lega vanda­mál sem virð­ist eins og hægt lest­ar­slys fyrir augum okkar og færa aðgerðir gegn því í eitt­hvað taf­ar­laust, eitt­hvað sem við getum strax séð og mælt árangur af. Eitt­hvað sem gerir öllum ljóst hver staðan er. Til þess er neyð­ar­á­stand­ið.

Með neyð­ar­á­stand­inu, er lýð­ræð­inu svo sann­ar­lega ekki aflýst, en því verður hins vegar aflýst ef það verður eng­inn lýður eftir til þess að ráða.

Höf­undar eru lofts­lagsaktí­vist­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Í þingsályktunartillögu þingflokks Viðreisnar er lagt til að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur verði aðgengilegar öllum án endurgjalds.
Þörfin eftir upplýsingum um landbúnaðarstyrki „óljós“ að mati Bændasamtakanna
Nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þess efnis að upplýsingar um opinbera styrki og greiðslur til landbúnaðar verði gerðar opinberar. Í umsögn frá Bændasamtökunum segir að ekki hafi verið sýnt fram á raunverulega þörf á því.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar