Neyðarástand: Lýðræðinu aflýst eða eina björgin?

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Eyþór Máni Steinarsson fjalla um gildi þess að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum í aðsendri grein.

Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Eyþór Máni Steinarsson
Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Eyþór Máni Steinarsson
Auglýsing

Nýlega fóru for­svars­menn lofts­lags­verk­falls­ins á fund með full­trúum rík­is­stjórn­ar­innar þar sem lagðar voru fram tvær kröf­ur, að rík­is­stjórn lýsi yfir neyð­ar­á­standi með við­eig­andi aðgerðum og að rík­is­stjórn láti 3,5% af vergri lands­fram­leiðslu í lofts­lags­mál eins og milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu Þjóð­ana, IPCC segir að þurfi til að takast á við lofts­lags­mál. 

Rík­is­stjórn skrif­aði ekki undir þessar kröfur okkar og voru það mikil von­brigði fyrir ungt fólk. Í kjöl­far þess­arar nið­ur­stöðu skrif­aði Gró Ein­ars­dótt­ir, doktor í umhverf­is- og félags­­sál­fræð­i, grein í Kjarn­ann þar sem hún seg­ist vera sam­mála 2,5% (ekki talan sem við nefnd­um) en mót­fallin yfir­lýs­ingu um neyð­ar­á­stand. Því verður hér farið yfir hvað neyð­ar­á­stand gæti gert og hvað það myndi þýða fyrir sam­fé­lag­ið.

Mark­miðið með yfir­lýs­ing­unni er að und­ir­strika hversu aðkallandi lofts­lags­váin er. En til þess að sjá hvað neyð­ar­á­stand þýðir þarf ekki að leita lengra en í grein­ar­gerð for­svars­manna lofts­lags­verk­falls­ins þar sem það er skil­greint. Neyð­ar­á­standið er ekki leið fyrir Alþingi til þess að taka upp á ólýð­ræð­is­legum hlutum eins og höf­undur nefnir í grein sinni þar sem hún ótt­ast það að „lög­reglan fari að hand­taka þá sem nota jarð­efna­elds­neyt­i.”

Auglýsing

Neyð­ar­á­standið eru tveir hlut­ir, bæði við­ur­kenn­ing á alvar­leika vanda­máls­ins og til­lögur að aðgerðum sem yrði gripið til strax. Í til­lögu for­svars­manna lofts­lags­verk­falls­ins er meðal ann­ars vísað í los­un­ar­tak­mörk á fyr­ir­tæki, tak­mörkun á inn­flutn­ing jarða­efna­elds­neyti, bann á olíu­leit, bann á fjár­fest­ingum í olíu­tengdum verk­efnum og við­skipta­þving­anir á meng­andi ríki. Aðgerð­irnar sem þessar virð­ast kannski rót­tækar, en þær eru fremur lít­il­fjör­legar í sam­an­burði við þær aðgerðir sem við munum þurfa að ráð­ast í, ef ekki verður gripið í taumana núna.

Mynd­lík­ing af brenn­andi húsi er oft notuð til þess að lýsa lofts­lags­vánni, en það er ekki að ástæðu­lausu, því að húsið okkar er vissu­lega að brenna. En vegna þess að við breyt­ing­arnar eru ekki af jafn aug­ljósum toga og bók­staf­legt brenn­andi hús er auð­velt að hundsa vand­ann þar til það er um sein­an. Ef jörðin okk­ar, húsið okk­ar, væri bók­staf­lega að brenna væri ekk­ert sjálf­sagð­ara en að lýsa yfir neyð­ar­á­standi. Við þurfum leið til þess að taka þetta hug­læga, óáþreif­an­lega vanda­mál sem virð­ist eins og hægt lest­ar­slys fyrir augum okkar og færa aðgerðir gegn því í eitt­hvað taf­ar­laust, eitt­hvað sem við getum strax séð og mælt árangur af. Eitt­hvað sem gerir öllum ljóst hver staðan er. Til þess er neyð­ar­á­stand­ið.

Með neyð­ar­á­stand­inu, er lýð­ræð­inu svo sann­ar­lega ekki aflýst, en því verður hins vegar aflýst ef það verður eng­inn lýður eftir til þess að ráða.

Höf­undar eru lofts­lagsaktí­vist­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar