Hvað skiptir þig máli?

Börkur Smári Kristinsson segir oft velti lítil þúfa þungu hlassi og það sé akkúrat hugarfarið sem við þurfum að tileinka okkur núna á tímum loftslagsbreytinga.

Auglýsing

Árið er 1990. Berlín­ar­múr­inn er fall­inn, Nel­son Mand­ela lát­inn laus úr fang­elsi, George W. Bush eldri var for­seti Banda­ríkj­anna og ég fæð­ist. Margir muna eflaust eftir þessum atburðum og fleirum á þessum árum. Tölu­vert færri muna örugg­lega eftir því að um þetta leyti var milli­ríkja­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ingar (IPCC) stofn­uð. Hún fékk það hlut­verk að rann­saka og birta vís­inda­leg gögn um áhrif og orsakir lofts­lags­breyt­inga. Það hefur hún gert og birt 43 skýrslur um mál­efnið og fjórar til við­bótar vænt­an­leg­ar. Óháð, þver­fag­leg, alþjóð­leg nefnd sem fær til sín fær­ustu sér­fræð­inga í heim­inum til að segja okkur hinum hvað er eig­in­lega í gangi í litla loft­hjúpnum okk­ar.

Ef ein­hver skyldi nú velta fyrir sér hver árleg losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda í heim­inum er af manna­völdum þá er auð­velt að finna þær upp­lýs­ingar á net­inu. Hún er áætluð vera 35 millj­arðar tonna af CO2 ígildum á ári. Það jafn­gildir því að 640 Eyja­fjalla­jök­uls­gos væru í gangi á sama tíma. Allan dag­inn, allt árið. IPCC fær síðan það hlut­verk að segja okkur hvort það sé allt í lagi eða hvort það sé bara alls ekki í lagi.

Upp­runi þess­arar los­unar er að mestu leyti vegna bruna á jarð­efna­elds­neyti, kol­um, olíu og gasi. Til að mynda er olíu­fram­leiðsla í heim­inum að jafn­aði 100 milljón tunnur á dag. 100 milljón tunnur sem fara í dísel, bens­ín, plast, flug­véla­elds­neyti og svo mætti lengi telja. Án olíu væru sam­fé­lögin okkar allt öðru­vísi en þau líta út í dag, það er stað­reynd. En stað­reyndin sem ég vil koma á fram­færi er sú að 100 milljón tunnur á dag eru 1157 tunnur á sek­úndu sem jafn­gilda 180 rúmmetrum á sek­úndu. Kæri les­andi, það er um það bil einn Detti­foss af olíu.

Auglýsing

Lofts­lags­váin er mörgum ennþá fjar­læg. Á Íslandi finnum við varla fyrir áhrif­unum enn­þá, en það mun breyt­ast. Við erum að taka lán, allsvaka­legt lán á hrika­lega lélegum vöxt­um. Lánið felst í því að við erum að nýta auð­lindir jarðar á þann hátt að fyrir árið 2100 munum við ekki hafa aðgang að þeim leng­ur. Ég og þú verðum farin þá, en hver verður ennþá á lífi? Börnin okk­ar, barna­börn og barna­barna­börn. Börnin mín verða 83 og 84 ára, þeirra börn kannski milli fer­tugs og fimm­tugs og barna­börnin þeirra nýstúd­ent­ar. Mikið öfunda ég þau ekki að þurfa að borga til baka lánið sem við tókum í dag. En þau munu þurfa að borga. Spurn­ingin er hvern­ig? Það veit ég ekki en sjálf­sagt verður það engin óska­staða, langt í frá.

Þessi síð­asta máls­grein var svo­lítið þung og leið­in­leg, ég við­ur­kenni það. En að sama skapi þá er mál­efnið þungt og leið­in­legt og erfitt þegar við erum búin að gera okkur grein fyrir því hvernig staðan er í dag í raun og veru. Andri Snær hélt sýn­ingu í Borg­ar­leik­hús­inu um dag­inn, Um tím­ann og vatn­ið, þar sem hann útskýrði á manna­máli hvernig staðan er í dag og hvernig fram­tíð­ar­horf­urnar eru. Tit­il­inn á grein­inni Hvað skiptir þig máli? var mér einmitt ofar­lega í huga eftir umrædda kvöld­stund í Borg­ar­leik­hús­inu.

Eru það góð laun? Fal­leg­ur, kraft­mik­ill bíll? Dýr­indis kjöt­mál­tíð í hádeg­inu og á kvöld­in? Versl­un­ar­ferð til Glas­gow og Köben tvisvar á ári, Tene um pásk­ana og Flór­ida á sumr­in? Fylgj­endur á Instagram eða like á Face­book?

Eða er það til­finn­ingin að þú sért að gera allt sem í þínu valdi stendur til að tryggja börn­unum þínum og afkom­endum örugga og inni­halds­ríka fram­tíð? Að þau geti búið við mat­væla­ör­yggi, lifað í öruggu og heil­brigðu sam­fé­lagi og verið ótta­laus um sína eigin fram­tíð og fram­tíð barna sinna?

Kæri les­andi,

ætlar þú að leggja þitt af mörkum í að lág­marka skað­ann sem er yfir­vof­andi? Getur þú fækkað flug­ferðum til útlanda og fundið lífs­fyll­ingu og ham­ingju nær þér? Getur þú fækkað kjöt­mál­tíðum um helm­ing eða borðað bara eina gæða­steik á laug­ar­dög­um? Getur þú keyrt minna, hjólað meira, gengið meira, skipt út bens­ín/­dísel bíl fyrir metan eða raf­magns­bíl? Getur þú keypt minna dót og drasl, hugsað hvaðan það kem­ur, hvernig það er búið til og hvar það endar eftir að þú ert hætt/ur að nota það? Get­urðu reynt að nýta hlut­ina sem þú átt betur og leng­ur?

Ef svarið er já við spurn­ing­unum hér að ofan þá máttu vita að það hefur áhrif. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og það er akkúrat hug­ar­farið sem við þurfum að til­einka okk­ur! Nú ert þú til­bú­in/n að taka af skarið og breyta til hins betra. Byrj­aðu smátt og ekki hætta þar, haltu áfram að bæta þig, vertu gagn­rýn­in/n á sjálfa/n þig og aðra í kringum þig. Þegar þú missir damp­inn og þér finnst þetta erfitt og leið­in­legt, sem ger­ist alveg endrum og sinnum og er full­kom­lega eðli­legt, taktu þér þá hálfa mín­útu ... dragðu and­ann djúpt fimm sinnum ... og spyrðu þig sjálfa/n spurn­ing­ar­inn­ar:

„Hvað skiptir mig raun­veru­lega máli?”

Höf­undur er umhverf­is­verk­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar