Lögbrot og Klausturmálið

Dr. Haukur Arnþórsson ritar grein í tilefni Klausturgate – ári síðar.

Auglýsing

Konur hér á landi njóta skil­yrð­is­lauss réttar til verndar gegn kyn­bundnu ofbeldi með nýlegum alþjóð­legum skuld­bind­ingum rík­is­ins (Ist­an­búl­samn­ingi Evr­ópu­ráðs­ins) og öðrum lögum og regl­um, bæði til rétt­ar­verndar og verndar af ýmsu öðru tagi. Þennan rétt þarf að virkja í ofbeld­is­málum og hann hefði átt að virkja í Klaust­ur­mál­inu – en það var ekki gert. Engum stendur það þó nær en Alþingi sem er í lif­andi sam­bandi við fram­kvæmd samn­ings­ins og Evr­ópu­ráðið – og svo lög­reglu og ákæru­valdi. Enn er það ekki of seint.

Ist­an­búl­samn­ing­ur­inn

Samn­ingur Evr­ópu­ráðs­ins um for­varnir og bar­áttu gegn ofbeldi á konum og heim­il­is­of­beldi, frá 2011, sem kenndur er við Ist­an­búl, ber með sér ein­hvern glæsi­leg­asta árangur 3. og 4. bylgju femín­ism­ans. Samn­ing­ur­inn var stað­festur hér á landi vorið 2018 og ákvæði hans færð í hegn­ing­ar­lög 2016. Hann hefur því fullt gildi hér á landi. Samn­ing­ur­inn er að því leyti sér­stakur að hann hefur femíníska sýn á kyn­ferð­is­legt ofbeldi, þ.e. að ofbeldi sé hluti af mis­munun milli kynj­anna, einkum vegna sögu­legs ójafn­vægis í valda­hlut­föllum sem meðal ann­ars „kemur í veg fyrir fullan fram­gang [kvenna] … og er eitt helsta félags­lega tækið til að neyða konur til að skipa lægri sess í sam­fé­lag­inu en karl­ar“ (Inn­gangur og 1. gr.).

Ist­an­búl­samn­ing­ur­inn inni­ber ákvæði sem skil­greina hvaða ofbeldi er refsi­vert og við­ur­laga­skylt í greinum 33.-40. Það er ástæðan fyrir því að ákvæði hans voru inn­leidd í hegn­ing­ar­lög. Þau eru að finna í 23. tölul. 6. gr. lag­anna. En leiða má að því sterk rök að samn­ing­ur­inn hafi ekki komið til fram­kvæmda hér á landi enn sem komið er.

Auglýsing

Samn­ing­ur­inn er ekki eins þekktur hér á landi og vert væri og hann virð­ist ekki vopn í dag­legri femínískri bar­áttu og kom lítið til umræðu í tengslum við brot Klaust­ur­dólganna. Við end­ur­lit höf­undar þess­ara orða á þennan samn­ing og með hug­ann við Klaust­ur­málið nú ári síðar virð­ist hins vegar ljóst að hann hefði getað orðið mið­lægur í umræðu um rétt­ar­fars­lega stöðu þolenda í því máli – og vil ég vekja máls á því þótt seint sé. Kæru­frestur fyrir einka­rétt­ar­lega ákæru er runn­inn út, en hið opin­bera ákæru­vald hefur alla mögu­leika á að ákæra ger­end­urna enn um sinn (í tvö ár frá atburði) – og veit ég ekki af hverju það hefur ekki gerst. Eftir hverju bíður lög­regla og sak­sókn­ari?

Brot á Ist­an­búl-­samn­ingnum er hegn­ing­ar­laga­brot

Í 3. gr. samn­ings­ins er skil­greint hvað kyn­bundið ofbeldi er. Þar segir m.a. að „kyn­bundið ofbeldi gegn konum merkir ofbeldi sem er beint að konu vegna þess að hún er kona eða ofbeldi sem konur verða hlut­falls­lega meira fyr­ir“. Eng­inn vafi er á því að þessi skil­grein­ing á við í Klaust­ur­mál­inu.

Tökum eftir því að í 50. gr. samn­ings­ins segir að við­brögð eiga að vera taf­ar­laus. Á því hefur orðið nokkur mis­brest­ur.

Fjöl­mörg orð Klaust­ur­dólganna brjóta í bága við 40. gr. samn­ings­ins sem hljóðar svo: „Samn­ings­að­ilar skulu … gera refsi­vert eða beita við­ur­lögum gegn kyn­ferð­is­legri áreitni, hvort sem hún er orð­bund­in, tákn­ræn eða lík­am­leg sem við­höfð er í óþökk þess sem fyrir henni verður og er til þess gerð að brjóta eða leiðir til þess að brotið er gegn mann­legri reisn ein­stak­lings, einkum þegar áreitnin skapar kúg­andi, fjand­sam­leg­ar, lít­il­lækk­andi, nið­ur­lægj­andi eða móðg­andi aðstæð­ur.“

Skyldur íslenska rík­is­ins í þessu efni eru meðal ann­ars skil­greindar í 23. tölul. 6. gr. hegn­ing­ar­lag­anna eins og fyrr segir og kemur þar eft­ir­far­andi fram: „Enn fremur skal refsað eftir íslenskum hegn­ing­ar­lögum fyrir brot…“ gegn ákvæðum „sem [frá] greinir í samn­ingi Evr­ópu­ráðs­ins um for­varnir og bar­áttu gegn ofbeldi gegn konum og heim­il­is­of­beldi frá 11. maí 2011.“ Það er mik­il­vægt að þetta sé bundið í hegn­ing­ar­lög þannig að ofbeldi af þessu tagi sé skil­greint sem refsi­verður glæp­ur. Refsi­þyng­ing­ar­á­stæður eru síðan fyrir hendi í 46. gr. hegn­ing­ar­lag­anna og eru til staðar ef fleiri en einn maður er í sam­ein­ingu sekur um kyn­bundið ofbeldi.

Og tekið skal fram að ákvæði 49. gr. stjórn­ar­skrár um þing­helgi hindrar ekki fram­lagn­ingu ákæru gegn þing­manni ef hún er um refsi­verða hátt­semi, þá gildir þing­helgin ein­fald­lega ekki leng­ur.

Við­brögð við ofbeldi

Klaust­ur­dólgarnir töl­uðu um nokkrar nafn­greindar kon­ur. Þær eiga allar rétt á vernd sam­kvæmt ákvæðum Ist­an­búl­samn­ings­ins og minnt skal á að: „Samn­ings­að­ilar skulu gera nauð­syn­legar ráð­staf­anir … til að veita eða sjá til þess að fyrir hendi sé full­nægj­andi stuðn­ings­þjón­usta sér­fræð­inga sem sér­hver þol­andi hefur taf­ar­lausan aðgang að, hvort sem er til skamms eða langs tíma, sem orðið hefur fyrir nokkru ofbeld­is­broti er fellur undir gild­is­svið samn­ings þessa.“ (22. gr.).

Spyrja má hvaða stuðn­ings­þjón­ustu þolendur ofbeld­is­ins fengu og frá hvaða aðila. Það hefur ekki komið fram og er hér gengið út frá því að hún hafi verið lítil eða eng­in, nema hvað sam­kennd þjóð­ar­innar var ein­læg eftir sjón­varps­við­tal við Lilju Alfreðs­dótt­ur.

Senni­lega hefði það staðið Alþingi næst að takast á við það mál, tryggja að þolendum væri gert auð­veld að ákæra eða að und­ir­búa ákæru stjórn­valda, úrskurða hratt og vel í siða­nefnd þings­ins og sjá til þess að þær þyrftu ekki að umgang­ast ofbeld­is­menn­ina, t.d. að þeir sætu ekki í sömu nefndum og þær. Stuðn­ings­þjón­usta snýst m.a. um laga­vernd og rétt­ar­fars­lega vernd. Lög­reglu­yf­ir­völd og sak­sókn­ari höfðu þannig einnig skyldur í mál­inu og ekki bara rann­sókn­ar­skyldu – en í raun og veru er eðli­leg­ast að sak­sókn­ari ákæri í þessu máli.

Meira um hlut Alþingis

Skyldur Alþingis sem vinnu­staðar og þess sam­starfs­vett­vangs sem leiðir ger­endur og þolendur sam­an, eru vissu­lega ýmsar í þessu máli. Í fyrsta lagi er þjóð­þingum boðið af hálfu Evr­ópu­ráðs­ins að taka þátt í eft­ir­liti með þeim aðgerðum sem gripið er til vegna fram­kvæmdar samn­ings­ins (70. gr.), þannig að Alþingi á að ger­þekkja rétt kvenna sam­kvæmt samn­ingnum og jafn­vel standa í fram­kvæmd hans á alþjóða­vett­vangi – og þá ekki síður hér heima. Má spyrja hvort Alþingi sinni slíku alþjóð­legu eft­ir­liti og tali þannig tungum tveim. Þá hefur þingið sið­ferð­is­legar skyldur til að fram­kvæma vilja samn­ings­ins. Það er vegna þess að Alþingi er æðsta stofnun lýð­veld­is­ins og á að vera leið­andi fyr­ir­mynd í sam­fé­lag­inu – og ekki síst í lög­hlýðni.

Hér skal því bætt við að í Reglu­gerð um aðgerðir gegn ein­elti, kyn­ferð­is­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni og ofbeldi á vinnu­stöðum nr. 1009/2015 seg­ir: „At­vinnu­rek­andi skal bregð­ast við eins fljótt og kostur er þegar honum berst kvörtun eða ábend­ing um ein­elti, kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bundna áreitni eða ofbeldi á vinnu­stað sem og verði hann var við slíka hegðun eða aðstæður á vinnu­staðn­um.“

Hér er eins og í Ist­an­búl-­samn­ingnum bæði talað um skyldur til við­bragða og að þau eigi að koma fram án taf­ar. Í þessu ljósi verður að telja að for­dæm­ing þing­for­seta á verkn­að­inum í ræðu­stól Alþing­is, sem kom skjótt fram – hafi verið við­eig­andi. En svo kom ekk­ert meira, það var eins og botn­inn dytti úr for­sætis­nefnd þings­ins; málið lenti í enda­lausum form­göll­um, engin ákæra, lítil eða engin rann­sókn – og kon­urnar þurftu að verja sig sjálfar í sjón­varpi. Og siða­reglur þings­ins reynd­ust gagns­laus­ar.

Hvað kom fyrir þing­for­seta?

Hér er spurt:

(i) Af hverju var málið ekki kært taf­ar­laust til lög­reglu af for­sætis­nefnd þings­ins og einnig til siða­nefndar Alþing­is?

(ii) Af hverju var ekki hafin taf­ar­laus lög­reglu­rann­sókn á mál­inu?

(iii) Til hvaða stuðn­ings­að­gerða var gripið gagn­vart þolend­un­um, var þeim veitt ein­hver þjón­usta, voru ger­end­urnir ein­angr­aðir frá þeim eða aðrar ráð­staf­anir gerð­ar, t.d. stuðn­ingur lög­fræði­deildar þings­ins við und­ir­bún­ing ákæru.

(iv) Var sam­ráð haft við sak­sókn­ara um mála­til­bún­að.

(v) Voru dólgarnir sviptir þing­helgi í fram­haldi af ákæru gegn þeim?

(vi) Var hafin inn­an­hús­rann­sókn á stöðu þing­kvenna gagn­vart kyn­bundnu ofbeldi?

(vii) Var í fram­haldi af slíkri rann­sókn gripið til ráð­staf­ana og nýrra verk­ferla til að styrkja konur á Alþingi?

Auglýsing

Svo virð­ist sem æðsta stjórn þings­ins hafi snú­ist hugur í stuðn­ingi við þolendur eftir sam­tal við lög­mann ger­and­anna eða af öðru til­efni. Til að kór­óna enn frekar það yfir­klór sem fram fór skal nefnt að ráð­gef­andi siða­nefnd hafði ekki nútíma­lega félags­fræði­lega þekk­ingu til þess að taka á mál­inu eins og sjá má af úrskurði henn­ar. Hún mat það svo að ger­endur hafi verið þeir einir sem töl­uðu ber­leg­ast; þeir einir hafi brotið siða­reglur og er það ára­tuga gömul nálg­un. Í nútíma ein­elt­is­fræðum (sem ég er kunn­ungur vegna starfa minna á alþjóða­vett­vangi gegn net-ein­elti) eru áhorf­endur eða áheyr­endur líka söku­dólgar í per­sónu­legum árásum og ein­elti. Þeir eru það sem heitir á ensku ena­blers – þeir gera ofbeldið í raun mögu­legt. Ofbeldi er jafnan í boði áhorf­and­ans. Þá skal aftur minnst á það ákvæði hegn­ing­ar­laga að ef margir eiga í hlut leiðir það til hærri refs­ing­ar. Siða­nefnd átti ekki aðeins að bregð­ast hratt við heldur átti hún að til­greina brot allrar Klaust­ur­dólganna, þótt aðkoma þeirra að ofbeld­inu hafi verið ólík.

Þar sem stuðn­ingur við þolendur var ekki veitt­ur, hand­ar­bak­a­vinnu­brögð við­höfð og und­an­sláttur og snið­ganga á lögum og reglum ein­kenndu við­brögð stjórn­valda í mál­inu – auk þess sem Per­sónu­vernd felldi rangan úrskurð um lög­mæti upp­tak­anna sem gekk gegn grund­vall­ar­sjón­ar­miðum um upp­lýs­inga­gjöf og per­sónu­vernd – má spyrja sig hvernig opin­ber yfir­völd bregð­ist yfir­leitt við kyn­bundnu ofbeldi gagn­vart konum sem eru lægra í þjóð­fé­lags­stig­anum en alþing­is­kon­ur.

Að öllu sam­an­lögðu skýrist að þegar til kast­anna kom brást Alþingi þolendum í mál­inu. Enn getur það bætt úr því með því að óska eftir að ákæra verði lögð fram. Og það þarf að end­ur­meta hvort þöggun og yfir­gangur sé besta leiðin til að vernda mann­orð þings­ins – og betri en að virða lög og reglur sem settar hafa verið til að takast á við ofbeldi.

Rangur úrskurður Per­sónu­verndar

Það hefur verið ljóst frá um 1970 að upp­lýs­inga­tæknin beindi ljósi sínu einkum niður á við sam­fé­lags­lega - einkum að ein­stak­lingum - en ekki upp á við og að vald­inu. Með vald­inu á ég við rík­is­stofn­an­ir, stjórn­ar­ráð og stjórn­völd sveit­ar­fé­laga eða alla þá sem hafa yfir almenn­ingi að segja í nafni okkar sam­eig­in­lega valds – og þá m.a. við þing­menn.

Upp­runi reglu­setn­ing­ar­innar

Í upp­haf­s­landi tölvu­bylt­ing­ar­inn­ar, Banda­ríkj­un­um, hófst eftir miðja síð­ustu öld bar­átta, m.a. með mála­ferlum, sem sner­ist um aðgang að opin­berum gögn­um: Ann­ars vegar að almenn­ingur ætti rétt á að sjá hvað um hann væri skráð í opin­berar skýrslur og hins vegar til að beina ljósi upp­lýs­inga­tækn­innar upp á við sam­fé­lags­lega, að vald­inu. Að beina ljósi upp­lýs­inga­tækn­innar að vald­inu – var rök­stutt þannig að almenn­ingur ætti rétt á að ganga nær hinu opin­bera en áður, þar sem það gengi sífellt nær og nær almenn­ingi.

Sjón­ar­mið upp­lýs­inga­frelsis urðu ofan á og upp­lýs­inga­lög voru leidd í banda­rísk lög undir stjórn Lyndon B. John­son 1966. Þau hétu Lög um frelsi upp­lýs­inga (e. The Freedom of Information Act) og sögðu fyrir um opnun og dreif­ingu opin­berra gagna, bæði sem vörð­uðu almenn­ing og stjórn­völd. Níu und­an­tekn­ingar voru leyfðar frá meg­in­reglum lag­anna. Margar við­bætur hafa verið sam­þykktar við þessi lög síð­an, margir úrskurðir felldir og almenn­ingur unnið marga sigra gegn hinu opin­bera valdi.

Árið 1973 sam­þykktu síðan heilsu­m­ála-, mennta­mála- og vel­ferð­ar­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna reglur um Sann­gjarna með­ferð upp­lýs­inga (e. Fair Information Pract­ice Princip­les), sem urðu grunn­ur­inn að per­sónu­vernd­ar­lögum sem sett hafa verið um allan heim, en Banda­ríkin hafa þó ekki fært regl­urn­ar, eða aðrar sem hafa þró­ast út frá þeim, í lög.

Í þessum hálfrar aldar gömlu átökum komu fram sjón­ar­mið sem end­ur­spegla afstöðu Vest­ur­landa­búa til upp­lýs­inga­frelsis á upp­lýs­inga­öld: (i) Almenn­ingur á rétt á aðgangi að upp­lýs­ingum um hið opin­bera, um opin­bera starf­semi, um ákvarð­anir og um full­trúa sína, (ii) hann á rétt á að vita hvað um hann er skráð og (iii) hann á rétt á per­sónu­vernd og einka­lífi hvað þeim skrán­ingum við­kem­ur. ESB hefur á síð­ustu árum bætt við fjórða sjón­ar­mið­inu: (iv) Að almenn­ingur hafi ákveðna stjórn og yfir­ráð yfir skrán­ingum um sig.

Myndin sýnir að bæði upplýsingalög og persónuverndarlög eiga að takast á við þá tilhneigingu að ljós upplýsingatækninnar vísar einkum niður á við samfélagslega.

Upp­lýs­inga­lög og per­sónu­vernd á Íslandi

Þessi bar­átta og reglu­setn­ing barst til Evr­ópu og við fengum til­tölu­lega þró­aða útgáfu af henni með EES-­samn­ingn­um: Fyrst upp­lýs­inga­lögin 1995, sem varð­aði lið (i) og síðan per­sónu­vernd­ar­lög á árinu 2000, sem varða liði (ii) og (ii­i). Upp­lýs­inga­lögin voru end­ur­nýjuð með nýjum lögum nr. 140/2012 og per­sónu­vernd­ar­lögin voru end­ur­nýjuð með lögum nr. 90/2018, sem inni­báru einnig lið (iv).

Íslensk stjórn­völd hafa átt erfitt með að sætta sig við upp­lýs­inga­lögin og til­heyr­andi grund­vall­ar­reglur laga um upp­lýs­inga­rétt almenn­ings í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi. Um það má m.a. lesa í Skýrslu umboðs­manns Alþingis fyrir árið 2018, sem út kom 15. ág. 2019. Þessi tregða hefur margar birt­ing­ar­mynd­ir, t.d. (i) virð­ast stjórn­völd hafna beiðnum reglu­lega og neyða frétta­menn til þess að fara með mál til úrskurð­ar­nefnd­ar, (ii) þannig hrann­ast mál upp hjá henni og ríkið sveltir nefnd­ina fjár­hags­lega til að veikja hana, (iii) úrskurð­ar­nefndin hef­ur, sam­kvæmt Umboðs­manni Alþing­is, lengri máls­með­ferð­ar­frest en tíðkast í nágranna­ríkj­un­um; (iv) raunar segir Umboðs­maður Alþingis að hún þurfi að standa hærra í skipu­riti Stjórn­ar­ráðs­ins en er til­fellið og (v) einnig eru upp­lýs­inga­full­trúar hjá opin­berum stofn­unum not­aðir til þess að snúa út úr upp­lýs­inga­beiðnum eða leita leiða til þess að gefa ógreini­leg og ófull­nægj­andi svör.

Nýjasta til­hneig­ingin er að nota per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­mið, sem hafa einmitt fengið sterk­ari stöðu í Evr­ópu og víðar en áður, til þess að skapa órétt­mæta leynd. Umboðs­maður Alþingis tal­aði um þessa til­hneig­ingu á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar Alþingis 9. októ­ber 2019. Það var reynt í Glitn­is-­mál­inu gegn Stund­inni og það var reynt í Klaust­ur­s-­mál­inu. Í fyrra dæm­inu gekk það ekki, en Per­sónu­vernd brást almenn­ingi og úrskurð­aði Klaust­ur­upp­tök­urnar ólög­legar með afgreiðslu máls nr. 2018/1741, og að þeim skyldi eyða. Úrskurður Per­sónu­verndar gengur gegn meg­in­til­gangi per­sónu­verndar og upp­lýs­inga­frelsis eins og hann hefur verið bor­inn fram og í þeim málum dæmt á Vest­ur­lönd­um.

Úrskurður Per­sónu­verndar

Úrskurður Per­sónu­verndar vekur upp spurn­ingar um hvort úrskurð­ar­vald skuli liggja hjá stofnun sem hefur aðeins með ein lög að gera því þarna eiga fleiri sjón­ar­mið við – og þá er spurn­ing hvort eitt­hvað sé að marka úrskurði Per­sónu­verndar ef þeir byggj­ast á þröngri sýn á einum laga­bálk. Þannig gætu per­sónu­vernd­ar­mál fram­vegis þurft að fara fyrir dóm­stóla til að fá rétt­mætan úrskurð yfir­leitt. Sá sem þetta ritar telur mjög mik­il­vægt að rétt­mæt nið­ur­staða fáist í málum og per­sónu­vernd sé ekki mis­notuð af yfir­völd­um.

Í ESB-­reglu­gerð­inni, ESB 216/679, sem liggur til grund­vallar íslensku per­sónu­vernd­ar­lög­unum segir í 4. gr.: „Vinnsla per­sónu­upp­lýs­inga ætti að hafa það að mark­miði að þjóna mann­kyn­inu. Rétt­ur­inn til verndar per­sónu­upp­lýs­ingum er ekki ófrá­víkj­an­leg­ur, hann þarf að ígrunda í tengslum við hlut­verk hans í sam­fé­lag­inu og vega hann og meta gagn­vart öðrum grund­vall­ar­rétt­indum í sam­ræmi við með­al­hófs­regl­una.“ Þessa reglu ber Per­sónu­vernd að virða því í 3. mgr. 5. gr. íslensku per­sónu­vernd­ar­lag­anna nr. 90/2018 seg­ir: „Ákvæði reglu­gerð­ar­innar [ESB 216/679] ganga framar ákvæðum laga þess­ara.“

Upp­ljóstrun í almanna­þágu

Þá er það ósagt að upp­takan á Klaustr­inu var dæmi­gerð upp­ljóstrun í almanna­þágu. Upp­ljóstr­anir brjóta gjarnan í bága við ein­hver lög – og er skemmst að minn­ast upp­ljóstrana Panama­skjal­anna og upp­ljóstrana í Namib­íu­máli Sam­herja – en hlut­verk þeirra í upp­lýstum lýð­ræð­is­þjóð­fé­lögum er gjarnan að koma upp um ósið­legt, ólög­legt og/eða sak­næmt athæfi yfir­valda – og yfir­stæðar grund­vall­ar­reglur laga og skiln­ingur á upp­lýs­inga­rétti leiðir til þess að upp­ljóstr­anir eru ávallt dæmdar lög­leg­ar. Þessu til stað­fest­ingar keypti Skatt­rann­sókn­ar­stjóri illa fengin gögn um pen­inga­eignir í skatt­skjól­um, sem þýðir að íslenskt rík­is­vald virðir lög­mæti gagn­anna þrátt fyrir upp­runa þeirra. Nú er auk þess unnið að laga­setn­ingu um vernd upp­ljóstr­ara.

Per­sónu­vernd veikir réttar­ör­yggi þolenda kyn­bund­ins ofbeld­is Það eru raunar ekki bara yfir­stæðar grund­vall­ar­reglur laga sem Per­sónu­vernd gekk gegn. Hún gekk einnig gegn 23. tl. 6. gr. hegn­ing­ar­laga, þar sem – eins og fyrr greinir – lög­tekin eru refsi­á­kvæði samn­ings Evr­ópu­ráðs­ins um for­varnir og bar­áttu gegn ofbeldi gegn konum og heim­il­is­of­beldi (Ist­an­búl-­samn­ing­ur­inn) hér á landi. Þá varðar ofbeldið á Klaustr­inu 70. gr. hegn­ing­ar­lag­anna sem fjallar um hvaða áhrif það hefur á refsi­hæð­ina ef margir koma að mál­inu.

Í þessu ljósi sést að úrskurður Per­sónu­verndar spillti rétt­ar­stöðu þolenda máls­ins og gekk þannig gegn réttar­ör­yggi og kröf­unni um eyð­ingu gagna var jafn­vel ætlað að hindra notkun upp­tak­anna fyrir rétti.

Auglýsing

Ólög­leg sönn­un­ar­gögn

En nú kemur upp spurn­ing­in: Er hægt að ákæra í máli þar sem sönn­un­ar­gögnin hafa verið úrskurðuð ólög­leg og gefin skipun um að þeim sé eytt? Svarið er tví­mæla­laust: Já, enda eru ólög­leg gögn oftar en ekki notuð í upp­ljóstr­unum gagn­vart æðsta valdi og raunar í ofbeld­is­málum yfir­leitt. Það getur rétt­ar­kerfið gert og þótt Bára Hall­dórs­dóttir hafi eytt sinni útgáfu eru upp­tök­urnar til um allt Inter­netið og upp­skriftir til víða og þeim þurfti ekki að eyða. T.d. voru upp­tök­urnar skrif­aðar upp fyrir siða­nefnd Alþingis – og þær eru vænt­an­lega til í fórum lög­reglu.

Enda þótt upp­tök­urnar hafi verið úrskurð­aðar ólög­mætar um sinn geta þær engu að síð­ur, ásamt með öðrum gögn­um, orðið grund­völlur ákæru. Í því efni þarf að hafa í huga eft­ir­far­andi:

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu (MDE) miðar við að rétt­ar­gögn sem aflað er með ólög­mætum hætti (sem vissu­lega eru algeng, einkum í mála­flokkum sem erfitt er að sanna, svo sem í ofbeld­is­málum og fjár­kúg­un­ar­mál­um) geti legið til grund­vallar ákæru og dóms ef máls­með­ferðin er rétt­lát að öðru leyti og sönn­un­ar­gögnin hafa mikið sönn­un­ar­gildi. Má í þessu sam­bandi minna á eft­ir­far­andi efn­is­at­riði:

(i) Að fram­lagn­ing sönn­un­ar­gagna má ekki hindra mögu­leika sak­born­inga til þess að halda uppi vörn­um.

(ii) Sak­born­ingar þekki til efnis sönn­un­ar­gagn­anna og hafa gert allan tím­ann og hafi haft tæki­færi til þess að hafna því að þau væru ósvik­in. Þeir hefðu líka getað hafnað því að þau hafi gildi gagn­vart þeim. Í þessu til­tekna máli hafa sak­born­ingar í raun geng­ist við orðum sínum með þegj­andi þögn­inni og sumir þeirra hafa einnig játað rétt­mæti sönn­un­ar­gagn­anna með því að biðj­ast afsök­un­ar.

Þá verður einnig að hafa í huga að sak­born­ing­ar:

(i) voru ekki vélaðir til þess að fella sök á sjálfa sig;

(ii) þeir voru ekki þving­aðir til þess að beita ofbeldi og

(iii) þeir voru ekki hvattir til þess að fremja afbrot, enda ekki um tál­beitu að ræða. Þannig eru skil­yrði MDE um að ólög­legum gögnum sé vísað frá ekki fyrir hendi. Það skal tekið fram að íslensk, dönsk og norsk rétt­ar­fram­kvæmd er enn opn­ari fyrir notkun ólög­mætra sönn­un­ar­gagna en MDE.

Rétt­ar­kerfið hefur í svona málum ýmsar skyld­ur, einkum regl­una um sann­leiks­leit, sem þýðir að dóm­ur­inn þarf að meta hvort sönn­un­ar­gögn séu áreið­an­leg – og hefur þessi regla meira vægi en spurn­ingin um hvort gagn­anna hefur verið aflað með lög­mætum hætti.

Þessar máls­greinar byggj­ast á bók Stef­áns Más Stef­áns­son­ar, Um sönnun í saka­málum (2014) og grein Dav­íðs Þór Björg­vins­son­ar, Þýð­ing sönn­un­ar­gagna í saka­málum sem aflað hefur verið með ólög­mætum hætti: Um dóma­fram­kvæmd Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu (2008).

Loka­orð

Höf­undur þess­ara orða gerir sér grein fyrir að stjórn­völd eru ekki kunnug því hvaða skyldur þau hafa tek­ist á herðar með Ist­an­búl­samn­ingn­um. Engum stendur þó nær að fram­kvæma þær en Alþingi, lög­reglu og sak­sókn­ara. Mik­il­vægt er að lyfta samn­ingnum að ljósi hinnar opin­beru umræðu þannig að stjórn­völd og vinnu­staðir beiti réttum úrræðum og til þess að þolendur viti betur rétt sinn. Rétt­ar­fars­leg staða íslenskra kvenna er nefni­lega eins góð og unnt er í heim­inum í dag með því að samn­ing­ur­inn hefur verið full­giltur af Íslands hálfu og ákvæði hans tekin inn í íslensk lög.

Eng­inn vafi er á því að lög og réttur var brot­inn á þolend­unum í Klaust­ur­mál­inu og getur lög­regla og sak­sókn­ari enn bætt úr því og hafið mála­til­búnað vegna refsi­verðrar hátt­semi Klaust­ur­s-dólganna. Það myndi skapa mik­il­vægt for­dæmi fyrir fram­kvæmd Ist­an­búl­samn­ings­ins – og hreinsað and­rúms­loftið í stjórn­mál­un­um.

Þá er alveg ljóst að Per­sónu­vernd felldi rangan úrskurð þegar hún taldi að upp­tök­urnar væru ólög­leg­ar. Mik­il­vægt að taka á því af festu að íslenskir ráða­menn og stjórn­völd geti ekki notað per­sónu­vernd­ar­lög til þess að skýla sér. Það stríðir gegn til­gangi lag­anna.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.

Úrskurður Per­sónu­verndar um ólög­mæti Klaust­ur­upp­tök­unnar og eyð­ingu gagn­anna var rangur og veru­lega spill­andi fyrir rétt­ar­far­ið. Hann snið­gekk meg­in­hug­myndir Vest­ur­landa­búa að baki upp­lýs­inga­rétti og per­sónu­vernd; ekki var virtur réttur til upp­ljóstr­unar um sak­næmt athæfi æðstu ráða­manna og upp­lýs­inga­réttur almenn­ings gagn­vart opin­beru valdi í slíkum mál­um. Þannig var per­sónu­vernd mis­not­uð, að því er virð­ist í þágu æðstu valds­manna, meðan hlut­verk hennar er að vernda hinn almenna borg­ara gagn­vart gagna­söfnun stjórn­valda og ann­arra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar