Nútímavæðing nýfrjálshyggjunnar

Auglýsing

Nýfrjáls­hyggjan stýrir nútím­an­um, hvort sem við viljum það eða skiljum það – eða ekki. Hin nýklass­ísku lög­mál kap­ít­al­ism­ans eru sam­gróin til­veru okkar og við­halda sér í und­ir­vit­und hinnar alþjóða­væddu þjóð­arsál­ar. Nýfrjáls­hyggjan stýrir okkur en stjórnar ekki enda felst stýr­ingin í frels­inu sjálfu, eða öllu rétt­ara sagt, í hug­mynd­inni um frelsið; í val­frels­inu. Frá degi til dags upp­lifa þegnar sam­fé­lags­ins sig frjálsa þar sem þeir telja sig lifa líf­inu á eigin for­send­um; þeir velja sér starfs­vett­vang, maka, hús­næði, áhuga­mál, stjórn­mála­flokk og sína upp­á­halds bjór­teg­und en þeir geta ekki (svo auð­veld­lega) valið að velja ekki. Neyslu­hyggjan er lík­lega það sem nýfrjáls­hyggjan kemst næst því að kalla sjálf­geng­is­sam­fé­lag þar sem neyslu­hringrásin við­heldur sjálfri sér í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu sem eng­inn á mögu­leika á að vinna. Fram­boðið rétt­lætir fram­leiðsl­una með vísun í eft­ir­spurn­ina sem myndast vegna auk­ins fram­boðs: Fram­boðið stýrir þannig eft­ir­spurn­inni sem einnig stýrir fram­boð­inu. En hver stýrir stýr­ing­unni? Út frá hug­myndum nýfrjáls­hyggj­unnar þá erum það við sjálf.

Hér verður athygl­inni beint að þeim áhrifa­þáttum sem helst til­greina nútíma­væð­ingu nýfrjáls­hyggj­unnar og virka þannig sem eins­konar stýr­ing­ar­tæki á þróun sam­fé­lags­ins; við­horf okkar og gild­is­mat. Það eru einkum hinir ytri þættir hug­mynda­stefn­unnar sem stýra innri þáttum henn­ar. Þótt ekki séu alltaf skýr mörk er gagn­legt að hafa í huga að hægt er að aðgreina áhrifa­þætt­ina með beinni og óbeinni stýr­ingu. Þar er átt við mun­inn á aug­ljósum áhrifa­þáttum eins og aug­lýs­ingum (mark­aðs­hyggju) og síðan þeim sem eru okkur duldir eins og sið­ir, venj­ur, lífsmáti eða aðrir sam­fé­lags­legir þætt­ir. Með nútíma­væð­ingu er í fyrsta lagi átt við þá mynd nýfrjáls­hyggj­unnar sem birt­ist í breyttum lifn­að­ar­háttum okkar sem ein­stak­linga; áhrif tækn­inn­ar, mark­aðs­hyggju, breyttri sam­fé­lags­gerð og alþjóða­væð­ing­u/hnatt­væð­ingu svo eitt­hvað sé nefnt. Í öðru lagi bein­ist nútíma­væð­ing nýfrjáls­hyggj­unnar að við­skiptum; m.a. að fyr­ir­tækja­væð­ingu, pen­inga­stefnu, einka­væð­ingu og alþjóða­við­skipt­um; og í þriðja lagi er vert að beina athygl­inni að breyttu lands­lagi stjórn­mál­anna og hvaða áhrif það hefur á hlut­verk og vægi lýð­ræð­is­ins.

(1) Ein­stak­ling­ar: Ein af grunn­stoðum kap­ít­al­ískrar hug­mynda­fræði er ein­stak­lings­hyggja sem fer fram á frelsi ein­stak­lings­ins til að skapa og stjórna eigin lífi. En ein­stak­lings­hyggjan til­heyrir einnig þeirri hugsun og stefnu að hver ein­stak­lingur eigi fyrst og fremst að sjá um sjálfan sig (og kannski sína nánustu) frekar en að ein­stak­lingar og sam­fé­lag hafi gagn­kvæmum og sam­eig­in­legum skyldum að gegna eins og félags­hyggja segir til um. Sú rót­tæka ein­stak­ling­svæð­ing sem átt hefur sér stað með áherslum nýfrjáls­hyggj­unnar síð­ustu ára­tugi er talin hafa leitt af sér­um­tals­verða breyt­ingu á stöðu, hlut­verk (ábyrgð) og sjálfs­mynd ein­stak­lings­ins í sam­fé­lagi síð­n­ú­tím­ans. Þessar flóknu hug­myndir um líf­vald mark­aðs­hyggj­unnar og kap­ít­al­isma sjálfs­ins eru þær sem telja að ein­stak­lings­hyggja leiði að öllu jöfnu af sér ákveðið félags­legt rof sem elur af sér ótta, óör­yggi og jafn­vel van­mátt gagn­vart til­ver­unni. Það er því ekki ólík­legt að ein­stak­lings­hyggjan hrein­lega ýti undir tóm­hyggju á borð við níhil­isma og sæld­ar­hyggju, sem tak­markar öll sam­eig­in­leg gildi frekar en að upp­hefja ein­stak­ling­inn og veita honum frelsi og styrk til að móta hið góða líf.

Auglýsing

Stýr­ing­ar­sam­fé­lag nýfrjáls­hyggj­unnar ein­kenn­ist af upp­lausn sam­fé­lags­legra ein­inga þar sem hefð­bundið hlut­verk þegn­anna; ein­stak­ling­anna, sjálf­ver­unnar tekur breyt­ing­um. Hinir hefð­bundnu ein­stak­lingar ögun­ar­sam­fé­lags­ins eru ekki lengur mæð­ur, hús­verðir eða borg­arar heldur fyrst og fremst neyt­end­ur; töl­fræði­leg stærð og/eða númer (banka­reikn­ingur / kennitala), og stýr­ingin ein­kenn­ist af því: Mark­aðs­hyggjan stýrir lífs­mynstri „stak­ling­anna“ þar sem aug­lýs­ing­ar, áhrifa­valdar (In­stagram-snapp­ar­ar), vin­sældir og tíska tekur sífellt meira pláss í til­ver­unni með aðkomu snjall­síma og sam­fé­lags­miðla. Stýr­ingin er yfir­þyrm­andi og þver­stæðu­kennd þar sem ein­stak­lings­frels­inu fylgir sú (stýrða) krafa að falla inn í hóp­inn. Neyslan felur í sér frelsi án ábyrgð­ar; skyndi­á­nægju sem mark­að­sett er sem ham­ingja en er skamm­líf og því tekur við næsta neyslu­hringrás fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Kúgun hinnar kap­ít­al­ísku stýr­ingar felst ekki í úti­lokun frá vel­meg­un­inni heldur í hlut­deild okkar í henni. Ein­stak­lings­hyggja er hug­mynda­fræði og/eða við­horf sem aug­ljós­lega ýtir undir sam­keppniá kostnað sam­vinnu. Þannig erum við ekki bara neyt­endur heldur einnig kepp­endur í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu. Mark­aðs­setn­ing einka­lífs­ins; ímynd ein­stak­lings­ins er aug­ljós á sam­fé­lags­miðlum eins og Face­book og Instagram. Þau gildi sem til­heyra við­skipta­líf­inu; eins og hagn­að­ur, sam­keppni, auður og vald per­sónu­ger­ast og stýra við­horfum og gild­is­mati nútíma­manns­ins. Nýfrjáls­hyggjan er því eins konar efna­hags­leg lög­hyggja þar sem lög­mál og tengsl mark­að­ar­ins stýra innri form­gerð sam­fé­lags­ins og eðli sam­skipta okkar og lífs­við­horfa innan þess. Slík krafa þykir sterk þar sem hún dregur fram skil­yrð­is­laust orsaka­sam­band milli efna­hags­legra þátta í okkar hvers­dags­lega lífi; eins og t.d. fram­leiðslu­hátta, neyslu og lífs­við­ur­væris og óefna­hags­legra þátta; eins og t.d. félagslífs, stjórn­mála­skoð­ana, mennt­unar og jafn­vel trú­ar­skoð­ana. Jafn­vel þótt flest vest­ræn sam­fé­lög búi við blandað hag­kerfi og til­einki sér þ.a.l. bæði stefnu ein­stak­lings­hyggj­unnar og félags­hyggj­unnar er ljóst að í ákveðnum skiln­ingi hefur kap­ít­al­ism­inn og ein­stak­lings­hyggjan sigr­að. Ástæðan þarf ekki að vera sú að mað­ur­inn sé í eðli sínu gráð­ugur og valda­sjúkur heldur miklu fremur er hann trú­gjarn og fylg­inn; hann er hjarð­dýr sem auð­velt er að stjórna og stýra. 

(2) Við­skipta­líf­ið: Alþjóða­við­skipti nútíma­væð­ing­ar­innar er flók­inn heimur hug­taka, aðferða, og kenn­inga sem ómögu­legt er að skýra hér á skil­virkan hátt. Það sem skiptir máli og ein­kennir einkum við­skipta­heim nýfrjáls­hyggj­unnar er sú ein­falda en skil­yrð­is­lausa krafa sem hlut­hafar og eig­endur fyr­ir­tækja setja stjórn­endum sín­um; hagn­að­ur. Slík krafa er í sjálfu sér ekki óeðli­leg, enda und­ar­legt mark­mið með við­skiptum að tapa pen­ing­um, en þegar krafan snýst nán­ast alfarið og und­an­tekn­inga­laust um að hámarka alltaf hagn­að­inn frá ári til árs setur það ekki bara mark sitt á við­skipta­lífið heldur einnig á þróun sam­fé­lags­ins almennt.

Þessi mikla áhersla á hagnað leiðir til þess að hagn­að­ar­hvat­inn (m.ö.o. græðgin) verður alls­ráð­andi; ann­ars vegar hefur hann afger­andi áhrif á starf innan fyr­ir­tækj­anna; alla ákvarð­ana­töku, stefnu­mót­un, umb­un­ar­kerfi og mark­miða­setn­ingu og hins vegar er hann not­aður til að rétt­læta aðgerðir og ákvarð­anir í nafni hagn­að­ar: Hann er í senn mark­miðið sjálft, leið­irnar að því og rétt­læt­ingin fyrir hvoru tveggja. Sem einn af aðal drif­kröftum hag­kerf­is­ins birt­ist hagn­að­ar­hvat­inn einkum í mark­aðs­hyggj­unni (að auka alla neyslu og stækka mark­aðs­lega hlut­deild), hag­ræð­ingu í fram­leiðslu (draga úr kostn­aði; lækka laun, tækni­væðast, flytja fram­leiðsl­una til fátæk­ari landa, fjölda­fram­leiðsla, draga úr gæð­um, ganga á nátt­úru­auð­lind­ir) og í hag­rænni örvun (bónusa­greiðsl­ur, fjórð­ungs­upp­gjör og alls kyns árang­urs­drifnu mat­i). Birt­inga­mynd hagn­að­ar­hvata nýfrjáls­hyggj­unnar ein­kenn­ist einkum af skamm­tíma­sjón­ar­mið­um, áhættu­sækni og/eða rekstri án ábyrgð­ar, for­ræð­is­hyggju (ákvarð­anir eru teknar út frá hags­munum þeirra sem stjórna) og útþenslu­hneigð.

Afleið­ing nýfrjáls­hyggj­unnar birt­ist okkur einkum í yfir­gengi­legum efna­hags­legum ójöfn­uði þar sem fram­ganga við­skipta­lífs­ins er rétt­læt með brauð­mola­kenn­ing­unni; þ.e. að ójöfn­uð­ur­inn skili sam­fé­lag­inu öllu betri lífs­af­komu en ella. Önnur rétt­læt­ing ofur­fram­leiðslu og ofur­hagn­aðar bein­ist að sam­keppni og þeirri stað­hæf­ingu að mark­að­ur­inn end­ur­spegli ákveðna eft­ir­spurn; „þetta er það sem fólkið vill“ segja tals­menn stór­fyr­ir­tækja og varpa þannig ábyrgð­inni á neyt­endur sem neyð­ast öllu jafnan að velja ódýr­ari kost­inn þótt hann sé e.t.v. óhollur og/eða óum­hverf­is­vænn. Þannig ráða fyr­ir­tæki ferð­inni. Þeirra hags­munir yfir­gnæfa hags­muni þegn­anna því þeir eru taldir mik­il­væg­ari fyrir hag­vöxt­inn og þ.a.l. vel­ferð sam­fé­lags­ins. Þannig öðl­ast fyr­ir­tæki frelsi og rétt­indi sem áður til­heyrðu ein­ungis borg­urum sam­fé­lags­ins. Per­sónu­gerv­ing fyr­ir­tækja í laga­legum skiln­ingi er gott dæmi um þetta þar sem t.d. málf­relsi og skoð­ana­frelsi (og jafn­vel trú­frelsi) tryggir fyr­ir­tækjum ákveð­inn rétt innan lag­anna og styrkir þannig stöðu þeirra innan kerf­is­ins.

Hug­mynda­stefna nýfrjáls­hyggj­unnar felur í sér óbeina og óop­in­bera hags­muna­gæslu fyrir rík­ustu stétt­irnar sem gera allt sem í þeirra valdi stendur (og það er mikið vald) til að standa vörð um hags­muni sína og að halda ástand­inu óbreyttu. Áherslur hægri stjórn­mála­afla á frelsi mark­aðs­ins eru aug­ljós­lega slíkum for­rétt­inda­stéttum í hag þar sem slíkt efna­hags­legt frelsi eru ákjós­an­legar fyrir stjórn­endur stór­fyr­ir­tækja til að auka hagnað fyrir hlut­hafa sína. Það er því ekki und­ar­legt að fylg­is­menn nýfrjáls­hyggj­unnar beiti sér á hinum póli­tíska vett­vangi hvort sem það er hrein­lega með beinni efna­hags­ráð­gjöf eða óform­legum áhrifa­þáttum á borð við lobby­isma. Þannig eru við­skipti og stjórn­mál sam­ofin hags­muna­blanda þar sem reglu­verk rík­is­valds­ins beygir sig og hneigir fyrir kröf­um/á­hrifa­mætti við­skipta­lífs­ins, sem stuðlar að auknum hag­vexti og leiðir þannig sam­fé­lögin (og hina kjörnu full­trúa þeirra) í átt að auk­inni hag­sæld. Slíkur darraða­dans er frekar und­ar­legur í ljósi kröfu nýfrjáls­hyggj­unnar um lítil sem engin afskipti af hendi rík­is­valds­ins. Þvert á móti virð­ist hug­mynda­stefnan bera með sér ákveðna póli­tíska íhlutun þar sem beinum áhrifum er beitt til að ná fram stefnu­þáttum hug­mynda­stefn­unn­ar, t.d. einka­væð­ingu sam­fé­lags­legra stofn­ana, skatta­lækk­unum (einkum á fyr­ir­tæki) og frí­versl­un­ar­samn­ing­um. Vegna þess­ara auknu ítaka við­skipta­lífs­ins í stjórn­málum er staðan orðin þannig að sumar af stærstu alþjóð­legu fyr­ir­tækja­sam­steypum ver­aldar eru (löngu) orðnar valda­meiri en flest ríki heims.

(3) Vett­vangur stjórn­málana: Eins og kom fram hér að ofan felur stefna nýfrjáls­hyggj­unnar í sér póli­tíska virkni með það mark­mið að fram­kalla nýja félags­lega og póli­tíska sam­fé­lags­gerð. Í bók­inni The Birth of Biopolit­ics und­ir­strikar Michel Foucault, einn þekkt­asti heim­spek­ingur nútím­ans, þessa áherslu á hina póli­tísku stýr­ingu nýfrjáls­hyggj­unnar umfram hina efna­hags­legu hug­mynda­stefnu: Hvernig hinar ríkj­andi póli­tísku stéttir geta tryggt sér völd með því að útfæra póli­tískar aðgerðir sínar eftir grund­vall­ar­reglum mark­aðs­hag­kerf­is­ins. Þannig er ekki hægt að lýsa nýfrjáls­hyggj­unni sem laus­hala­stefnu (la­is­sez-faire: afskipta­leysi stjórn­valda) heldur fremur sem fyr­ir­hyggju­samri stefnu athafna og íhlut­un­ar. En vald­inu er ekki ein­ungis stýrt með aðferðum mark­aðs­hyggj­unnar heldur geta ríkj­andi öfl einnig skapað þegna sína eftir eigin póli­tískum stefn­um. Slíkt hug­stjórn­ar­far (e. govern­menta­lity) er flókin gerð vald­astýringar sem bein­ist að fólks­fjöld­anum og beitir póli­tískri efna­hags­legri þekk­ingu og öryggi sem stjórn­un­ar­tækj­um. Hér er vissu­lega verið að nálg­ast ákveðna túlkun á hug­mynda­stefnu nýfrjáls­hyggj­unnar út frá mjög fræði­legri grein­ingu en umræðan um breytt lands­lag stjórn­mál­anna er almenn og áber­andi í nútíma sam­fé­lög­um. Fólk er að átta sig á því að kosn­ingar snú­ast ekki lengur um lýð­ræði; að lýð­ur­inn velji sér full­trúa sem berst fyrir og stendur vörð um hags­muni hans. Völdum er náð með gíf­ur­legu magni af pen­ing­um, spill­ingu og fals­fréttum sem auð­veld­lega skiptir fólki í ólíkar fylk­ingar og ýtir þannig undir sam­fé­lags­lega sundr­ungu. Fjöl­miðlar eru flestir í einka­eigu og taka þátt í múgæs­ing­unni því fals­frétt­irnar vekja athygli og athygli selur aug­lýs­ing­ar; allt eftir leiðum mark­aðs­hyggj­unn­ar. Hinn almenni kjós­andi, sem jafnan er ringlað­ur, illa upp­lýstur og upp­fullur af reiði og/eða van­mátt­ar­kennd, er búinn að missa trúna á atkvæði sitt; á sína lýð­ræð­is­legu ákvörð­un­ar­töku. Hann veit að hann hefur ekki lengur neitt vald því valdið er hjá þeim sem valdið hafa. Hann hættir því bara að velta þessu fyrir sér, opnar einn kaldan og kveikir á Net­fl­ix.

Ofan­greindur pist­ill er kafli úr MA rit­gerð höf­undar „Fíll­inn í stof­unni – getur sjálf­bærni þró­ast í kap­ít­al­ísku sam­fé­lagi?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None