Samherji og hvað svo?

Indriði H. Þorláksson skrifar um Samherjaskjölin og eftirmála birtingu þeirra.

Auglýsing

Nokkuð er um liðið síðan birt voru Sam­herj­a­skjölin þar sem upp­lýst var um ætl­aðar mútu­greiðslur félags­ins til að kom­ast á bil­legan hátt yfir fisk­veiði­kvóta í fátæku landi og hul­unni var svipt  af banka­reikn­ingum í skatta­skjólum og fjár­flutn­ingum milli þeirra. Við­brögð fyr­ir­tæk­is­ins voru ekki óvænt. Stað­reyndum var neitað í fyrstu en síðan komið fram með “annan sann­leika” og kenn­ing­una um falskar fréttir fjöl­miðla­sam­sær­is. Að lokum var því lofað að sann­leik­ur­inn yrði leiddur í ljós með rann­sókn inn­vígðra og geisla­baug­ur­inn fægð­ur. Til þess að auð­velda það steig fram­kvæmda­stjóri félags­ins til hliðar og sagði sig úr stjórn tuga félaga heima og erlend­is.

Við­brögð í umhverf­inu voru mis­jöfn en ekki síður áhuga­verð. Hneykslun og for­dæm­ing þessa fram­ferðis var algeng meðal almenn­ings nema í nærum­hverfi fyr­ir­tæk­is­ins þar sem við­ur­væri manna er undir því komið og molar hrjóta af borði þess. Tals­menn sjáv­ar­út­vegs og atvinnu­lífs stein­þögðu svo eftir var tek­ið. Á stjórn­mála­svið­inu skipti í tvö horn. For­dæm­ing ann­ars vegar en allt að því rétt­læt­ing hins veg­ar. Við­brögð stjórn­valda voru nokkuð óræð í byrj­un. For­sæt­ir­ráð­herra var afdrátt­ar­laus í afstöðu sinni en stjórn­völd við­skipta, fjár­mála og sjáv­ar­út­vegs voru hik­andi. Eftir viku kynnti rík­is­stjórnin aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnu­lífi, sem með nafni og að efni beina athygl­inni frá því sér­tæka, þ.e. starfs­háttum stór­út­gerð­ar, en að hinu almenna, þ.e. atvinnu­lífi í land­inu í heild, sem þó á von­andi ekki mikið sam­merkt með hátt­erni Sam­herja. Aðgerð­irnar eru í nokkrum lið­um.

Þegar í upp­hafi var því lýst yfir að meint laga­brot yrðu rann­sökuð af þar til bærum aðilum og í aðgerða­á­ætl­un­inni er þeim heitið fé til þess að vinna að þessum til­teknu mál­um. Það er sjálf­sagt mál að jafn vel upp­lýst meint laga­brot verði rann­sökuð án þess að til sér­stakrar ákvörð­unar rík­is­stjórnar komi. Hið athygl­is­verða er að auk­inn fjár­stuðn­ingur er tak­mark­aður við rann­sókn þess­ara saka­mála eða skatta­laga­brota tengdum þeim. Ekki einn eyrir og ekki eitt orð um við­brögð við því að svipt var hul­unni af vel­skipu­lagðri brota­starf­semi sem blómstrað hefur árum saman án þess að “þar til bær­ir” eft­ir­lits­að­ilar fengju rönd við reist hvort sem það nú var vegna ófull­kom­ins reglu­verks og sljórra tóla í höndum þeirra eða vegna þess að þeim hefur ekki verið gert það kleift af fjár­hags­á­stæð­um. Það er svo umhugs­un­ar­efni út af fyrir sig hvort ein­staka ákvarð­anir og athafnir eft­ir­lits­að­ila eigi að vera háðar sam­þykki stjórn­valda eða stýrt með því að fjár­veit­ingar séu merktar til­teknum verk­efn­um.

Auglýsing

Í öðru lagi lögðu stjórn­völd áherslu á orð­spor lands­ins og sjáv­ar­út­vegs­ins og vöktun þess á alþjóða­vett­vangi. Utan­rík­is­ráðu­neyt­inu var falið hlut­verk Heimdallar að hlera um heim allan hvort illa sé talað um okk­ur. Ekki er ljóst hvernig við illu umtali skuli brugð­ist, t.d. hvort farið yrði að for­dæmi hrun­stjórn­ar­innar í banka­mál­unum og efnt til ímynd­ar­her­ferð fyrir íslenska sjáv­ar­út­veg. Bless­un­ar­lega herma fréttir að illt umtal hafi verið lítið og því vænt­an­lega hægt að sleppa þeim áhyggjum og halda strik­inu.

Í þriðja lagi eru boð­aðar ráð­staf­anir til að auka gagn­sæi hjá óskráðum fyr­ir­tækj­um, einkum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Virð­ist þar um að ræða aðlögun að nýjum reglum ESB sem fela m.a. í sér að óskráð fyr­ir­tæki hlíti að ein­hverju marki þeim reglum sem gilda um skráð fyr­ir­tæki svo sem um birt­ingu árs­fjórð­ungs­yf­ir­lita. Erfitt er að sjá fyrir sér að þessar reglur hefði breytt ein­hverju um mál Sam­herja, mögu­leikum hans á svið­setn­ingu við­skipta eða lík­unum á því að eft­ir­lits­stofn­anir en ekki rann­sókna­blaða­menn hefðu flett ofan af ósóm­an­um. Það verður ekki fram hjá því horft að sú starf­semi sem þar birt­ist er mögu­leg vegna skorts á full­nægj­andi laga­reglum hér á landi m.a. um upp­lýs­inga­gjöf íslenskra aðila um starf­semi sína erlendis t.d með þeim hætti að hún sé skráð hér á landi eins og starf­semi á Íslandi. Þá verður ekki fram­hjá því litið að íslensk félaga­lögjöf, einkum lög um einka­hlutafélög og skatta­reglur um þau, bjóða upp á skatta­snið­göngu sem iðkuð er m.a með notkun tengdra erlendra félaga. Afleið­ingin er sú að ætla má að stór hluti eign­ar­halds á fyr­ir­tækj­um, hluta­bréfum og öðrum pen­inga­legum eignum sé fal­inn í eign­ar­halds­fé­lög­um, þar sem þær eru hultar fyrir upp­lýs­inga­miðlun og komið í veg fyrir að raun­veru­legir eig­endur þeirra sæti skatt­lagn­ingu í sam­ræmi við raun­veru­legar eignir og tekjur eins og aðrir borg­arar lands­ins. Því til stað­fest­ingar má benda á upp­lýs­ingar Stund­ar­innar fyrir nokkru um skatta og skatt­leysi auð­ug­ust lands­manna.

Að lokum má nefna að einnig var brugðið á það ráð að óska eftir úttekt FAO á við­skipta­háttum Sam­herja og áþekkra aðila. FAO er sam­kvæmt heima­síðu sinni: “a speci­alized agency of the United Nations that leads international efforts to defeat hun­ger. Our goal is to achi­eve food security for all and make sure that people have reg­ular access to enough hig­h-qu­ality food to lead act­i­ve, healthy lives.” Af þessu og öðrum upp­lýs­ingum um hlut­verk stofn­un­ar­innar má búast við því að það taki Sam­ein­uðu þjóð­irnar nokkurn tíma að breyta hlut­verki FAO í við­skipta­rann­sókn­ir. En vera kann að vegna áhrifa þessar við­skipta­hátta á lífs­kjör vannærðra Afr­íku­búa tak­ist það og að seta Íslands í mann­réttinda­ráði SÞ flýti fyrir því að svo verði.

Rýrt inni­hald aðgerða stjórn­valda skýrist etv. af því að talið hafi verið að bregð­ast þyrfti skjótt við eins og kom fram hjá for­sæt­is­ráð­herra þegar í upp­hafi en þegar til hafa átt að taka hafi ekk­ert bita­stæð­ara fund­ist hjá þeim fagráðu­neytum sem málið snertir og stjórn­völd ekki gefið sér tíma til að greina flókið mál­ið. Það sem afhjúpað var, að mút­unum frá­töld­um, svo sem eign­ar­halds­flétt­urnar hafa verið á flestra vit­orði árum saman og að minnsta kosti frá upp­ljóstr­unum Panama­skjal­anna. Röng verð­lagn­ing í við­skiptum tengdra aðila, en grunur um hana var und­ir­rót Sam­herj­a­máls Seðla­bank­ans, er vel þekkt leið til skatt­und­an­skota og ann­ars “rekstr­ar­hag­ræð­is” sbr. grein for­manns Sam­taka fisk­fram­leið­enda og útflytj­enda í Frétta­blað­inu 29. nóv. 2019.

Í skýrslu nefndar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra 2016 um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum er sá þátt­ur, m.a. í sjáv­ar­út­vegi, nefndur til skýr­inga á upp­söfnun aflandseigna og sagt var­færn­is­lega að ekki sé hægt að úti­loka að slíkt sé enn í gangi. Í skýrsl­unni er m.a. þetta orða­lag að finna: “Til skamms tíma áttu mörg sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki dótt­ur­fyr­ir­tæki á Kýpur sem nýtt­ust þeim í skatta­legu til­liti. Telja sumir að þessi dótt­ur­fé­lög íslensku sjáv­ar­fyr­ir­tækj­anna hafi einnig verið notuð við milli­verð­lagn­ingu afurð­anna.” Ekki er vitað til þess að þessi skýra ábend­ing nefnd­ar­innar hafi orðið stjórn­völdum til­efni til aðgerða eins og saga Sam­herja á Kýpur sann­ar. Það hefði einnig komið á óvart að stjórn­völd sem vissu eða máttu vita hvað í gangi var hefðu haft á tak­tein­unum við­brögð við því og gætu gripið til þeirra með skömmum fyr­ir­vara enda hefðu þau þá þurft að svara spurn­ing­unni: Hvers vegna ekki fyrr? Það ráða­leysi sem ein­kennir aðgerðir stjórn­valda kemur ekki á óvart. 

Aðgerðir stjórn­valda, sem bein­ast fyrst og fremst mútu­þætti máls­ins, mega ekki verða til þess að bægja athygl­inni frá öðrum þáttum þess. Mútu­greiðslur eru að sjálf­sögðu alvar­legur sið­ferði­brestur og laga­brot og eiga að sæta rann­sókn sem slíkar af til þess bærum aðilum án íhlut­unar og inn­gripa fram­kvæmda­valds­ins með fyr­ir­mælum eða fjár­stýr­ingu. Hlut­verk stjórn­valda hins vegar er að greina það laga­lega og skipu­lags­lega umhverfi sem gert hefur þessa starfs­hætti mögu­lega og leggja mat á hvað hefur brugð­ist og vinna á því bót. Sú grein­ing þarf að taka til félaga­rétt­ar, skatta­réttar og þeirra sér­stöku laga­reglna sem gilda um sjáv­ar­út­veg hér á landi.

Full­yrt hefur verið að engin tengsl séu á milli Sam­herj­a­máls­ins og kvóta­kerf­is­ins. En er það svo? Með kvóta­kerf­inu er byggð upp ein­okun eða fákeppni í sjáv­ar­út­vegi og sú auð­legð sem þjóðin á í fisk­veiði­rétt­indum er að mestu leyti seld í hendur fárra aðila. Ein af helstu rök­semdum fyrir því hefur verið að þannig verði til fé í höndum þess­ara aðila til fjár­fest­inga og upp­bygg­inga á “sam­keppn­is­hæf­um” sjáv­ar­út­vegi sem skapi svo vel­ferð fyrir alla. Þessi brauð­mola­kenn­ing lifir góðu lífi þótt fyrir liggi að æ minni hluti virð­is­auka í sjáv­ar­út­vegi renni til ann­arra en útgerð­ar­innar og eig­enda fjár­magns í henni. Við það bæt­ist að glöggt má sjá hvernig hagn­aður af fisk­veiðum­um, þ.m.t. auð­lind­arent­an, streymir beint eða í gegnum eign­ar­halds­fé­lög sægreifa inn í aðra atvinnu­starf­semi, fast­eigna­fé­lög, versl­un­ar­keðj­ur, ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki, fjöl­miðla­fyr­ir­tæki o.fl. með þeim árangri að þessi sameign þjóð­ar­innar er að færa fáeinum fjöl­skyldum eign­ar­hald á stórum hluta atvinnu­tengdra eigna í sam­fé­lag­inu. Þeirri þróun lýsir Jón Bald­vin Hanni­bals­son vel í grein á Kjarn­inn.is 16. nóv­em­ber sl.: Ætlar eng­inn (virki­lega) að gera neitt í þessu? Með Sam­herj­a­mál­inu bæt­ast nú við upp­lýs­ingar um að ein­hverjir þeirra sem trúað hefur verið fyrir fisk­veiði­auð­lind þjóð­ar­innar nota fjár­muni og aðstöðu sem þeir hafa þannig fengið til snið­ganga skatta­lög hér á landi og óhæfu­verka erlend­is. Það ætti að verða stjórn­völdum og stjórn­mála­öflum lands­ins til­efni til að íhuga sið­ferði­legan og laga­legan grund­völl þessa kerfis þar á meðal hvort ekki sé nauð­syn á stjórn­ar­skrá sem taki af tví­mæli um að þjóðin sé raun­veru­legur eig­anda nátt­úru­auð­linda lands­ins þmt. fisk­veiði­rétt­inda og að í eign­ar­haldi þjóð­ar­innar felist óskor­aður rétt­ur  hennar til allrar rentu af auð­lind­un­um.

Annað en skylt til­efni fyrir stjórn­völd til aðgerða er sú spurn­ing hvort hér sé um ein­stakt mál að ræða. Flest stærri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins hafa byggt upp fram­leiðslu- og sölu­kerfi á svip­uðum for­sendum og Sam­herji með seign­ar­haldi á fyr­ir­tækjum erlend­is. Þau eru öll útsett þeim freistni­vanda sem verð­lagn­ing milli skyldra aðila skapar og fært getur þeim skatta­hag­ræði og lækkun á kostn­aði vegna teng­ingar á launum sjó­manna við afla­verð. Með það í huga sem fram kemur í skýrslu nefndar um eignir Íslend­inga á aflands­svæðum má spyrja hvort lík­legt sé að aðeins sé eitt skemmt epli í körf­unni.

Hefði það ekki verið betur til­fundið að í stað þess að fá erlenda mat­væla­stofnun til þess að skoða hrossa­makríl­veiðar við vest­ur­strönd Afr­íku hefðu stjórn­völd sett á lagg­irnar rann­sókn á starf­semi íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja hér á landi og erlendis með til­liti til þeirra upp­lýs­inga sem fram hafa komið í Sam­herj­a­mál­inu og Panama­skjöl­un­um. Rann­sókn­inni yrði m.a. beint að  við­skipta­háttum og skatt­hlítni stórra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og rann­sak­and­inn fengi með lögum heim­ild til að krefj­ast allra nauð­syn­legra upp­lýs­inga um starf­semi þeirra og þeirra aðila sem tengj­ast þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar