Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til ...

Árni Már Jensson fjallar um Samherjamálið í aðsendri grein en hann telur að tími sé kominn til að „hreinsa upp“ í hinum ýmsu kerfum á Íslandi.

Auglýsing

Í gegnum fal­legu jóla­lögin á aðvent­unni mega hugs­anir lands­manna nú glíma við að skilja eða reyna að skilja mann­lega hegðun út frá nýjum mæli­kvörð­um. Sam­kvæmt frétta­skýr­inga­þætt­inum Kveik, Al Jazeera og fyrir til­stilli Wiki­leaks, hefur sam­steypa í eigu stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis lands­ins orðið upp­víst að alvar­legri mis­beit­ingu fjár­magns.

Á milli þess sem fjöl­skyld­ur, börn, frændur og vinir eru að huga að, hvernig gleðja megi ást­vini með hlýjum hugs­un­um, veislum og gjöfum í anda jól­anna, þurfa hin sömu að brjóta heilan um hvernig börnin og fjöl­skyld­urnar í Namibíu hafi það, landi sem lifir við mikla fátækt og skort.

Við erum jú vön að styrkja kristi­legt Hjálp­ar­starf kirkj­unnar og Barna­hjálpar SOS sem ann­ast líkn­ar- og hjálp­ar­störf meðal fátæk­ari ríkja Afr­íku. Okkur er ekki sama og höfum sýnt það í verki.

Auglýsing

Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun Ísland stóð fyrir inn­leið­ingu fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfis og kennslu í Namibíu til að hjálpa blá­fá­tækri þjóð að nýta gjöf­ula sjáv­ar­auð­lind undan ströndum lands­ins. Hjart­næmur stuðn­ingur okkar við Namibíu hefur komið úr vösum okkar beint og gegnum skattfé til þró­un­ar­starfs­ins og myndað traust milli þjóð­anna, nokkuð sem hand­völdum íslenskum kvóta­höfum var afhent til mis­notk­unar og eyði­legg­ing­ar.

Nú hafa upp­lýs­ingar um mútu­greiðslur úr hendi sam­steypu stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis Íslands verið afhjúpað­ar. Fyr­ir­tækis sem hefur hagn­ast gríð­ar­lega í skjóli póli­tískt tengdra sér­hags­muna á Íslandi gegnum kvóta­kerfi sem inni­heldur sér­hönnuð göt og gloppur fyrir skipu­lagða fjár­plógs­starf­semi.

Umliðna ára­tugi eða allt frá því ljóst var hvert stefndi í kvóta­kerf­inu bentu almenn­ingur og sér­fræð­ingar á þá stað­reynd að ekki væri hægt að leigja frá sér eign til þriðja aðila sem þú ættir ekki, hvað þá heldur að selja til þriðja aðila eitt­hvað sem hvorki var þín eign, né að þú hafir greitt fyrir hana, hvað þá heldur að stinga and­virð­inu í vas­ann. Um þver­bak keyrði síðan þegar hand­hafa kvóta var leyft að veð­setja óveiddan fisk­inn í sjónum sem hann upp­haf­lega átti aldrei, en þessi sjálfs skömmtun fárra er inn­byggð í fisk­veiði­kerfi Íslend­inga.

Eitt það fyrsta sem við lærðum í æsku af for­eldrum okkar var sú dyggð heið­ar­leik­ans, að ef þú færð eitt­hvað að láni þarf að passa það vel og skila síðan til rétt­mæts eig­anda að notkun lok­inni. Þetta er einnig eitt það fyrsta sem við leið­beinum börnum okkar um, enda inni­heldur grunn­gildi sið­ferði­legrar hugs­un­ar.

Í fisk­veiði­kerfi Íslend­inga eru allar grund­vall­ar­reglur um eigna­rétt, sið­ferði, heið­ar­leika og góða við­skipta­hætti þver­brotn­ar. Regl­urnar eru ekki þver­brotnar óvart, heldur vegna þess að stjórn­mála­fólk og flokkar hafa hag af því að setja völdum útgerð­ar­fé­lögum reglu­gerðir og lög til fjár­plógs en á sama tíma hlunn­fara eig­and­ann, þjóð­ina, af sama fjár­magni. Hvers vegna er sið­ferðið svona veikt hér á Íslandi þegar kemur að sam­skiptum stjórn­mála og stór­út­gerð­ar?

Aðferða­fræðin hefur nú verið opin­beruð af Kveik, Al Jazeera og Wiki­leaks í Sam­herj­a­mál­inu.

Namib­íu­mál Sam­herja opin­berar aðferð­ar­fræði sem er ekki ný af nál­inni. Hags­muna­tengsl stjórn­mála­flokka og stór­út­gerðar á Íslandi bjaga lýð­ræðið og skekkja stöðu heil­brigð­is- og vel­ferða­mála.

Sven Har­ald Oygard fyrrum seðla­banka­stjóri sagði nýlega í við­tali í Silfr­inu: „Það er eitt­hvað und­ar­legt í gangi á Íslandi og kom­inn tími til að hreinsa upp.“

Ég er honum sam­mála.

Á Íslandi, umliðna þrjá ára­tugi, hefur ómann­úð­legt rányrkju­kerfi verið þróað sem svift hefur almenn­ing sann­gjörnum arði auð­linda sinna. Hug­mynda­fræði þessa kerfis er nú orðin útflutn­ings­vara til van­þró­aðri landa. Þolendur eru fátækar fjöl­skyldur og börn sem líða fyrir skort á góðri mennt­un, hús­næði og heilsu­sam­legs fæð­is. Börn og fjöl­skyldur sem veikj­ast og deyja vegna skorts á fjár­magni til heil­brigð­is­mála svo fátt eitt sé nefnt.

Ennþá situr íslenskur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra í emb­ætti þrátt fyrir að vera per­sónu­legur vinur meints höf­uð­paurs í þessu máli og fyrrum stjórn­ar­for­maður umrædds fyr­ir­tæk­is.

Kæru vin­ir, njótið kristi­legs kær­leika og fal­legrar aðventu en ekki gleyma þeim sem minna mega sín í Namibíu og líða skort, því ástand þeirra er m.a. á ábyrgð okkar aðgerða­leys­is.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnlaugur K. Jónsson er formaður rekstrarstjórnar Heilsustofnunarinnar í Hveragerði.
Sjúkratryggingar Íslands í úttekt á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði
Heilsustofnunin í Hveragerði fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi hennar hækkuðu stjórnarlaun um 43,3 prósent á árinu 2018. Sjúkrastofnun Íslands hefur hafið úttekt á starfseminni.
Kjarninn 24. janúar 2020
Átta milljarða niðurfærsla á eignum Arion banka þurrkar upp hagnaðinn
Arion banki niðurfærir eignir, sem hefur mikil áhrif á rekstrarniðurstöðu ársins í fyrra.
Kjarninn 24. janúar 2020
Útilokar ekki að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja
Samherji einbeitir sér nú að því kanna ásakanir um mútugreiðslur í Namibíu en fyrirtækið telur sig hafa útilokað að ásakanir um peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Enn er þó verið að rannsaka þær ásakanir.
Kjarninn 23. janúar 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til aftaka án dóms og laga
Þingmaður VG hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þar sem hún spyr hver afstaða íslenskra stjórnvalda sé til þess þegar ríki beiti aftökum án dóms og laga. Hún telur svör ráðherra hafa verið óskýr hingað til.
Kjarninn 23. janúar 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar