Sem spyrtir þorskar

Örn Bárður Jónsson fjallar um Samherjamálið í aðsendri grein en hann segir að löndin tvö, Ísland og Namibía, séu eins og spyrtir þorskar á trönum, spyrt saman með spillingarbandi af líkum toga.

Auglýsing

Á Kveik hefur kviknað ljós. Við höfum fengið að skyggn­ast inn í meintar, ógeð­felld­ar, athafnir Sam­herja, í fjar­lægu landi.

Ísland og Namibía eru ólík lönd en margt er þó líkt með þeim. Í báðum löndum býr fólk með vonir og þrár. Svo virð­ist sem Namibíska þjóðin hafi verið illa svikin og hún orðið leiksoppur brask­ara og spilltra póli­tíkusa.

Sam­herj­a­málið á eftir að rann­saka og von­andi verður sann­leik­ur­inn leiddur í ljós. Fram­komnar upp­lýs­ingar hljóta að vekja allt hugs­andi fólk með rétt­læt­is­kennd til vit­undar um að yfir­gnæf­andi líkur eru á því að óhreint mjöl sé í poka fyr­ir­tæk­is­ins, ýlda í lest­inni.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið virð­ist hafa varið gríð­ar­legum fjár­munum til þess að fá í hendur fisk­veiði­kvóta í þessu fátæka landi, greitt fyrir hann og mútað áhrifa­mönnum til að tryggja sér veiði­rétt­inn.

Á Íslandi hefur útgerðin hins vegar fengið kvót­ann fyrir lítið sem ekk­ert með sam­þykki fólks á Alþingi sem þar með brást almenn­ingi hrapal­lega. Stjórn­mála­menn, sem bjuggu kvóta­málið í þann bún­ing sem það nú er í, hafa í raun fórnað æru sinni, með­vitað eða ómeð­vit­að, ókeypis eða fyrir borg­un. Ber gjörn­ing­ur­inn merki um ætl­aðan verknað í þágu "sinna manna" eða var þetta bara hreinn óvita­skap­ur? "Æ sér gjöf til gjalda", segir í fornu mál­tæki, ekk­ert fæst ókeyp­is. Hvað gekk Alþingi til með setn­ingu laga um fisk­veiði­kvót­ann, eign fólks­ins í land­inu? Er hægt að tak eign ann­arra og gefa hann örfáum ein­stak­lingum án þess að bera ábyrgð á verkn­að­in­um?

Auð­vitað þarf að stjórna veiðum í íslenskri land­helgi til að koma í veg fyrir ofveiði, en „gjafa­kvóta­kerf­ið“ er að flestra mati sið­laust og óverj­andi og hefur skipt þjóð­inni upp í tvær fylk­ing­ar. Ann­ars vegar er sá hluti almenn­ings, sem er með sæmi­lega með­vit­und, en hins vegar 20 fjöl­skyld­ur, sem virð­ast skorta bæði með­vitun og sam­kennd, með auð­inn okkar í bólgnum vösum sín­um.

Auður er vand­með­far­inn og margur mað­ur­inn höndlar það engan veg­inn að vera mold­rík­ur. Hand­hafar kvót­ans eru margir hverjir hið vænsta fólk, tel ég, og ég þekki sumt þeirra per­sónu­lega og af góðu einu. En vin­átta og kunn­ings­skapur breytir ekki afstöðu minni til grunn­gilda, breytir ekki sið­ferði­legri afstöðu minni til máls, sem varðar þjóð­ina alla, kaup hennar og kjör.

Veiði­heim­ildir hafa gengið kaupum og sölum um ára­bil. Flétt­urnar vænt­an­lega að hluta til hugs­aðar til að festa kerfið í sessi og gera alla þræði óljósa og vand­rekj­an­lega.

Auð­ur­inn, sem gefin var án nokk­urs end­ur­gjalds eða fyrir smán­ar­gjald og arð­ur­inn af auð­lind­inni, er í röngum höndum í báðum lönd­um, á Íslandi og í Namib­íu, í vös­um­mútu­þeg­anna syðra en kvóta­fólks­ins hér heima.

Ólík lönd en í áþekkum sporum and­spænis mis­notkun og spill­ingu. Namibía og Ísland. Namís­land.

Mynd: Örn Bárður Jónsson

Tvö lönd eins og spyrtir þorskar á trön­um, spyrt saman með spill­ing­ar­bandi af líkum toga.

Lög­reglan í Namibíu rann­sakar málið og hefur hand­tekið fólk en hér á landi eru allir eins og tvístrað­ir, hlaup­andi mófugl­ar, sem vita ekki sitt rjúk­andi ráð. Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra situr áfram á valda­stóli vina­væð­ing­ar­inn­ar. Sam­herji gengst sjálfur fyrir rann­sókn á eigin máli með aðstoð norskrar lög­manna. Hefur virki­lega eng­inn verið kall­aðu til yfir­heyrslu hér á landi? Eiga for­ystu­menn Sam­herja ekki að sitja í gæslu­varð­haldi meðan rann­sókn stendur yfir til að verja rann­sókn­ar­hags­muni og þar með hags­muni Namibíu og Íslands?

Þungt er að horfa upp á slíka van­hæfni okkar Íslend­inga. Málið varðar bæði löndin og fólkið sem á auð­lind­irn­ar, auð­inn sem braskað hefur verið með og vélað um, með ólög­mætum hætti.

Rót­tækra breyt­inga er þörf. Auð­lindin verður að vera skil­greind á ótví­ræðan hátt sem eign þjóð­ar­innar og hún verður að fá að njóta arðs­ins af henni. Það sæmir ekki að 20 fjöl­skyldur leiki sér með auð­lind þjóð­ar­inn­ar, en þeim er hins vegar vel­komið að nýta hana gegn „fullu gjaldi“ á hverjum tíma. Nú er komið að skulda­dögum og algjöru upp­gjöri.

Við, sem þolum ekki þetta mis­rétti, bíðum þess að allur kvót­inn verði inn­kall­aður og svo leigður út aftur – en við bíðum ekki lengi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar