Sem spyrtir þorskar

Örn Bárður Jónsson fjallar um Samherjamálið í aðsendri grein en hann segir að löndin tvö, Ísland og Namibía, séu eins og spyrtir þorskar á trönum, spyrt saman með spillingarbandi af líkum toga.

Auglýsing

Á Kveik hefur kviknað ljós. Við höfum fengið að skyggn­ast inn í meintar, ógeð­felld­ar, athafnir Sam­herja, í fjar­lægu landi.

Ísland og Namibía eru ólík lönd en margt er þó líkt með þeim. Í báðum löndum býr fólk með vonir og þrár. Svo virð­ist sem Namibíska þjóðin hafi verið illa svikin og hún orðið leiksoppur brask­ara og spilltra póli­tíkusa.

Sam­herj­a­málið á eftir að rann­saka og von­andi verður sann­leik­ur­inn leiddur í ljós. Fram­komnar upp­lýs­ingar hljóta að vekja allt hugs­andi fólk með rétt­læt­is­kennd til vit­undar um að yfir­gnæf­andi líkur eru á því að óhreint mjöl sé í poka fyr­ir­tæk­is­ins, ýlda í lest­inni.

Auglýsing

Fyr­ir­tækið virð­ist hafa varið gríð­ar­legum fjár­munum til þess að fá í hendur fisk­veiði­kvóta í þessu fátæka landi, greitt fyrir hann og mútað áhrifa­mönnum til að tryggja sér veiði­rétt­inn.

Á Íslandi hefur útgerðin hins vegar fengið kvót­ann fyrir lítið sem ekk­ert með sam­þykki fólks á Alþingi sem þar með brást almenn­ingi hrapal­lega. Stjórn­mála­menn, sem bjuggu kvóta­málið í þann bún­ing sem það nú er í, hafa í raun fórnað æru sinni, með­vitað eða ómeð­vit­að, ókeypis eða fyrir borg­un. Ber gjörn­ing­ur­inn merki um ætl­aðan verknað í þágu "sinna manna" eða var þetta bara hreinn óvita­skap­ur? "Æ sér gjöf til gjalda", segir í fornu mál­tæki, ekk­ert fæst ókeyp­is. Hvað gekk Alþingi til með setn­ingu laga um fisk­veiði­kvót­ann, eign fólks­ins í land­inu? Er hægt að tak eign ann­arra og gefa hann örfáum ein­stak­lingum án þess að bera ábyrgð á verkn­að­in­um?

Auð­vitað þarf að stjórna veiðum í íslenskri land­helgi til að koma í veg fyrir ofveiði, en „gjafa­kvóta­kerf­ið“ er að flestra mati sið­laust og óverj­andi og hefur skipt þjóð­inni upp í tvær fylk­ing­ar. Ann­ars vegar er sá hluti almenn­ings, sem er með sæmi­lega með­vit­und, en hins vegar 20 fjöl­skyld­ur, sem virð­ast skorta bæði með­vitun og sam­kennd, með auð­inn okkar í bólgnum vösum sín­um.

Auður er vand­með­far­inn og margur mað­ur­inn höndlar það engan veg­inn að vera mold­rík­ur. Hand­hafar kvót­ans eru margir hverjir hið vænsta fólk, tel ég, og ég þekki sumt þeirra per­sónu­lega og af góðu einu. En vin­átta og kunn­ings­skapur breytir ekki afstöðu minni til grunn­gilda, breytir ekki sið­ferði­legri afstöðu minni til máls, sem varðar þjóð­ina alla, kaup hennar og kjör.

Veiði­heim­ildir hafa gengið kaupum og sölum um ára­bil. Flétt­urnar vænt­an­lega að hluta til hugs­aðar til að festa kerfið í sessi og gera alla þræði óljósa og vand­rekj­an­lega.

Auð­ur­inn, sem gefin var án nokk­urs end­ur­gjalds eða fyrir smán­ar­gjald og arð­ur­inn af auð­lind­inni, er í röngum höndum í báðum lönd­um, á Íslandi og í Namib­íu, í vös­um­mútu­þeg­anna syðra en kvóta­fólks­ins hér heima.

Ólík lönd en í áþekkum sporum and­spænis mis­notkun og spill­ingu. Namibía og Ísland. Namís­land.

Mynd: Örn Bárður Jónsson

Tvö lönd eins og spyrtir þorskar á trön­um, spyrt saman með spill­ing­ar­bandi af líkum toga.

Lög­reglan í Namibíu rann­sakar málið og hefur hand­tekið fólk en hér á landi eru allir eins og tvístrað­ir, hlaup­andi mófugl­ar, sem vita ekki sitt rjúk­andi ráð. Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra situr áfram á valda­stóli vina­væð­ing­ar­inn­ar. Sam­herji gengst sjálfur fyrir rann­sókn á eigin máli með aðstoð norskrar lög­manna. Hefur virki­lega eng­inn verið kall­aðu til yfir­heyrslu hér á landi? Eiga for­ystu­menn Sam­herja ekki að sitja í gæslu­varð­haldi meðan rann­sókn stendur yfir til að verja rann­sókn­ar­hags­muni og þar með hags­muni Namibíu og Íslands?

Þungt er að horfa upp á slíka van­hæfni okkar Íslend­inga. Málið varðar bæði löndin og fólkið sem á auð­lind­irn­ar, auð­inn sem braskað hefur verið með og vélað um, með ólög­mætum hætti.

Rót­tækra breyt­inga er þörf. Auð­lindin verður að vera skil­greind á ótví­ræðan hátt sem eign þjóð­ar­innar og hún verður að fá að njóta arðs­ins af henni. Það sæmir ekki að 20 fjöl­skyldur leiki sér með auð­lind þjóð­ar­inn­ar, en þeim er hins vegar vel­komið að nýta hana gegn „fullu gjaldi“ á hverjum tíma. Nú er komið að skulda­dögum og algjöru upp­gjöri.

Við, sem þolum ekki þetta mis­rétti, bíðum þess að allur kvót­inn verði inn­kall­aður og svo leigður út aftur – en við bíðum ekki lengi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar