Jarð-Kúlu-Kapítalisminn

Húbert Nói Jóhannesson fjallar um kapítalismann í aðsendri grein.

Auglýsing

Norð­ur­lönd standa fremst meðal þjóða þegar mæld er vel­sæld og hafa, þrátt fyrir að vera ekki fjöl­menn, verið leið­andi á sviðum lista, tækni, við­skipta og sam­fé­lags­gerð­ar­. Krefj­andi kring­um­stæður skópu þann sam­hug sem ein­kennir heims­hlut­ann því án sam­stöðu var afkoman fall­valt­ari. Heið­ar­leiki ein­kenndi fólkið og hann lyk­ill­inn að vel­gengni ásamt ein­hug að baki vel­ferð­ar­kerfis fyrir alla þegn­ana.

Ísland er gott dæmi um hvernig sam­taka­mátt­ur­inn náði að byggja upp inn­viði í strjál­býlu stóru landi. Vega­kerfi, lagna­kerfi, bryggjur og flug­vell­ir, skól­ar, sjúkra­hús og íþrótta­mann­virki risu vítt um land og mönn­uð­ust af mennt­uðu fólki úr rík­is­reknu skóla­kerfi.

Þetta gerð­ist á þeim tímum þegar stór­fyr­ir­tæki greiddu öll skatta. Nú eru vart til pen­ingar til að halda þessum innviðum gang­andi á tímum þegar stór­fyr­ir­tæki for­gangs­greiða sér og sínum arð.

Auglýsing

Fíkndrif­inn hagn­aður

Eftir skip­brot fjár­mála­fyr­ir­tækja á heims­vísu 2008 þar sem arðs­sjón­ar­mið höfðu tekið öll völd og allt vit, var fjár­málafley­inu fleytt aftur með skatt­pen­ingum og kallað á eftir áhöfn­inni að læra nú af þessu og vera ekki öll á sama tíma í spila­vít­inu um borð.

Ef ég nýkom­inn úr námi hefði hafið vinnu í alþjóða fjár­mála­fyr­ir­tæki og mér staðið til boða 10 föld laun í bónus fyrir ýmsa fjár­mála­gjörn­inga (og þag­mælsku um þá) hefði ég sjálf­sagt tekið því til­boði. Þegar svo hefði farið nokkur miss­eri hefði ég vís­ast þróað með mér spilafíkn. Þessa kennd þekkir og þakkar hin kap­ít­al­íska fjár­málama­sk­ína og hagar sinni upp­bygg­ingu vit­andi vits að fátt fær stöðvað kerfi með svo ánetj­andi elds­neyti í píp­un­um.

Stjórn­endur alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja gera sér grein fyrir að við­fangs­efni þeirra eru oftar en ekki á gráum svæðum hins lög­lega og sið­lega. Þess vegna var það svo að þegar for­stjóri VW bíla­fram­leið­and­ans varð að stíga niður eftir svindl fyr­ir­tæk­is­ins varð­andi útblást­ur­s­kerfi, var hann leystur út með rúm­lega 4 millj­arða starfs­loka­greiðslu og áunn­ins líf­eyr­is. Þessi ann­ars vit­firrta upp­hæð var ákveð­inn af stjórn fyr­ir­tæk­is­ins. Stjórn­ar­með­limir voru með því að gefa sjálfum sér vil­yrði fyrir við­líka greiðslu þegar og ef þeir sjálfir þyrftu frá að hverfa.

Þannig starfar björg­un­ar­net stjórn­enda­veldis kap­ít­al­ism­ans hjá fyr­ir­tækjum sem eru þó á almennum hluta­bréfa­mark­aði.

Allar breyt­ingar varð­andi skattaí­viln­anir og tak­mark­anir reglu­verks því tengdu sem eru ljúf­mælt af þar til gerðum erind­rekum á göngum þjóð­þinga eru hug­myndir frá þessum frekar fámenna en gíruga hóp sem mynda efsta lagið í stór­fyr­ir­tækjum vest­ur­landa.

Stjórn­mála­menn um ver­öld víða elta svo þessar lög­gjafir með það á vör­unum að ann­ars fari fyr­ir­tækin eitt­hvað ann­að.

Hin þol­in­móða stig­vax­andi bylt­ing kap­ít­al­ism­ans

Spilafíkn og gróðr­ar­fíkn eru syst­ur, ein­eggja tví­bur­ar. Við upp­lifum nú að fólk merkj­an­lega blindað af þessum sjúk­dómum vegur að sam­fé­lags­sátt­málum og lýð­ræð­inu. Sam­fara því veikj­ast hefð­bundnir fjöl­miðlar sem veita eiga aðhald og verða fyrir árásum fjöl­miðla í eigu auð­valds­ins sem ástunda kerf­is­bundið afvega­leið­ingu stað­reynda. Yfir öllu fer svo tákn­mynd afvega­leið­ing­ar­innar einu valda­mesta emb­ætti ver­aldar og afsið­andi hegð­unin látin við­gang­ast því í óreið­unni liggja jú ný tæki­færi og tóm fyrir við­skipta­gjörn­inga sem þola ekki sviðs­ljós­ið. Mann­kostir eru afgangs­stærð í þessum kúlt­ur.

Sam­fé­lagið í Mex­ico er nú í stór­kost­legum voða og í fréttum af ástand­inu er talað um fíkni­efna­bar­óna að berj­ast á bana­spjótum um völd. Í raun eru þessir aðilar að berj­ast um gróða og hrun sam­fé­lags­ins varðar þá eng­u. Í nágranna­rík­inu norðan landamæram­úrs­ins hefur stór­fyr­ir­tæki mark­aðs­sett skipu­lega mjög ávana­bind­andi lyf sem hefur sam­kvæmt sam­an­tektum fellt hund­ruð þús­unda innan Banda­ríkj­anna og nán­ast eyði­lagt heilu sam­fé­lögin þar. Á þessu tvennu er áherslu en ekki stigs­mun­ur.

(Telst þetta með í upp­gangi kap­ít­al­ism­ans gegn hinum ann­ars „full­reynda sós­í­al­isma“ sem dóms­mála­ráð­herra staldr­aði við í skrifum sínum á dög­un­um? Skál fyrir því).

Stór­fyr­ir­tæki í sinni auð­söfnun ógna sum hver þjóð­fé­lags­mynstri og stuðla að veik­ingu lýð­ræðis sem fékkst með rétt­inda­bar­áttu fyrri kyn­slóða.

Uppi eru kinn­roða­laust hug­myndir um einka­væð­ingu vatns, heil­brigð­is­kerfa, veik­ingu verka­lýðs­fé­laga og inn­grip í vernd­ar­svæði auk­in­heldur sú yfir­læt­is­hug­mynd að stór­fyr­ir­tæki fái rétt­ar­stöðu þjóð­rík­is! Upp­sagnir starfs­fólks til aukn­ingar arð­semi eru svo dag­legt brauð.

Sú krónu­tala sem fyr­ir­tæki sparar með upp­sögn jafn­ast sem kostn­aður fyrir sam­fé­lagið sem tekur við hinum atvinnu­lausa.

Auglýsing

Afleið­ing­arnar eru veik­ari inn­viðir og laskað lýð­ræði og það er jú mark­mið­ið. Í kjöl­farið koma svo flokkar lýð­skrumara og kenna flótta­fólki eða útlend­ingum um orsök versn­andi efna­hags sem í raun er til­komin vegna skattsnið­göngu og skattaund­an­skota fyr­ir­tækja og auð­manna í skatta­skjól­um. Vegna skatta­snið­göngu stór­fyr­ir­tækja er alls kyns hlið­ar­sköttum og gjöldum komið á minni fyr­ir­tæki og almenna launa­menn til að fjár­magna inn­viði og þjón­ustu. Nýj­ast nefnt hér á landi eru vega­toll­ar.

Alþjóða­kap­ít­al­ism­inn tók ákveðna stefnu fyrir ein­hverjum 40 árum síðan og þá hófst hin hæga stig­vax­andi bylt­ing á sam­fé­lags­gerð­inni.

Síðan þá hafa stór­fyr­ir­tækin fram­kvæmt sinn muln­ing gegn lýð­ræð­inu og í þeirri veg­ferð náð að gera stjórn­mála­menn og lög­gjafa fram­leng­ingu á sér og sínum við­fangs­efn­um. Þessi frekar fámenni hópur sem fer fyrir þess­ari bylt­ingu hafa ein­angr­ast frá sam­fé­lag­inu, not­ast ekki við inn­við­ina, en ráðskast með það sem mest þeir mega því þaðan rennur auð­ur­inn.

Ágirnd í auð­lindir landa og þjóða hafa í gegnum mann­kyns­sög­una verið kveikjan að mörgum af skelfi­leg­ustu ill­virkjum mann­skepn­unnar gagn­vart fólki og nátt­úru. Sá yfir­gangur er enn við lýði úr augn­sýn djúpt í regn­skógum með gróða­fíkn­ina dríf­andi keðju­sagir gegnum boli og búalið.

Aðrir stunda svo upp á gamla mát­ann arð­rán í fátækum sam­fé­lögum þar sem afkomu­ör­yggi er hverf­ult og inn­viðir á við heil­brigð­is­kerfi ná ekki utan um þegn­ana.

Þegar kemur á dag­inn að íslenskir útvegs­menn, millj­arða­mær­ing­ar, séu að inn­rétta ein­hvers­konar arð­ráns­skúffur í nútím­anum hjá blá­fá­tækri þjóð rennur upp fyrir manni hversu afvega­leitt fólk getur orðið í græðgi sinni. Enn og aftur hlað­ast upp dæmi úr fjár­mála­heim­inum til­komin eftir fjár­mála­hrunið (sem allir áttu að hafa lært svo mikið af) sem ekki verða útskýrð með öðru en fíkn­sækni í gróða.

Fíkn eyrir engu og það er það sem við verðum að fara að gera okkur grein fyrir og bregð­ast við með við­eig­andi hætti að sam­fé­lög eiga undir högg að sækja sem og lýð­ræðið vegna fíkndrif­ins fjár­mála­kerf­is.

Fram­tíð­ar­auður fyr­ir­tækja eru nú í vasa fólks sem myndar sam­fé­lög

Ein mesta tekju­lind sam­tím­ans er athygli fólks. Athygli fólks á sam­fé­lags­miðlum er ávísun á aug­lýs­inga­tekj­ur. Þær skapa hagnað stóru sam­fé­lags­miðl­ana sem eru á skömmum tíma orðnir með efn­uð­ustu fyr­ir­tækjum ver­ald­ar­inn­ar.

Allar fram­tíðar hagn­að­ar­á­ætl­anir þess­ara fyr­ir­tækja er fjár­magn í þessum rit­uðum orðum í vasa venju­legs fólks sem myndar sam­fé­lög.

Ef fólk í sam­fé­lögum tekur sig saman og notar með­vitað þennan auð sin og völd, má stjórna því hvernig fyr­ir­tæki hegða sér. Hvort þau sjái sér hag í að borga til sam­fé­lags­ins, greiða fólki mann­sæm­andi laun og séu ábyrg í umhverf­is­mál­u­m. Einnig hvort fyr­ir­tæki sýni af sér sam­fé­lags­lega ábyrgð og borgi skatt t.d. af þjörkum og vél­mennum eins og Bill Gates hefur lagt til varð­andi fjórðu iðn­bylt­ing­una.

Í dag er mögu­legt með snjall­tækjum og sam­still­ingu að senda alþjóða­kap­ít­al­ism­anum skír skila­boð hvað fólk, sam­fé­lög, ætl­ast til af fyr­ir­tækj­um.

Með þess háttar sam­still­ingu má hætta öllum sam­skiptum við eitt­hvað það fyr­ir­tæki sem stendur fyrir verstu hliðar kap­ít­al­ism­ans, opna ekki net­síður og á allan hátt snið­ganga starf­sem­ina líkt og hermt er að Inuitar hafi komið fram við brota­menn og dagar þeirra þar með verið tald­ir.

Með beinum tákn­rænum aðgerðum er sýnt fram á hvar valdið á end­anum ligg­ur, hjá sam­stilltum fjöld­anum og án þess að berj­ast á götum úti eins og vís­ast verður raunin ef áfram heldur á veg­ferð græðginn­ar.

Ef starf­andi fyr­ir­tæki sjá sér ekki hag í að breyta hegðun sinni, þrá­ast við, skap­ast tæki­færi fyrir athafna­fólk að koma inn á mark­að­inn og stofna fyr­ir­tæki sem stunda sam­fé­lags­lega ábyrga stjórn­un­ar­hætti. Þau fyr­ir­tæki sem skilja ekki kall tím­ans munu daga uppi sem risa­eðl­ur.

Tákn­ræn snið­ganga alla leið

Áhlaup er það kallað þegar fólk missir trú á banka og tekur út fé. Ef fyr­ir­tæki fer gegn hags­munum sam­fé­lags og fólk vill hætta við­skiptum við það mætti kalla það frá­hlaup. Frá­hlaup er ekki sárs­auka­laus aðgerð en með líf­væn­legri nið­ur­stöðu. Veg­ferð óhefts kap­ít­al­isma stór­fyr­ir­tækja stefnir hins­vegar öll­um, þeim sjálfum með­talið, fram af hengiflug­inu í bál­ið.

Það eru erfið úrlausn­ar­efni sem ört fjölg­andi mann­kynið stendur frammi fyrir og til að eiga ein­hverja mögu­leika á að vinna á vanda­málum sem nú hrann­ast upp þarf sam­still­ingu fólks og þjóða.

Auglýsing

Fíkndrif­inn kap­ít­al­ismi er ein af þessum áskor­unum og er hann nátengdur öðrum við­fangs­efnum sem nú ógna til­ver­unni, loft­lags­vá, eit­ur­efn­um, veik­ingu lýð­ræð­is, lýð­skrumi, og fólsku.

Fólk á Norð­ur­löndum skóp líf­væn­leg fyr­ir­mynd­ar­sam­fé­lög með sam­taka­mætti sín­um. Það var veg­ferð fyrir fjöld­ann. Aflið sem felst í sam­taka­mætti getur hæg­lega tekið niður afvega­leidd fyr­ir­tæki þess vegna eitt af öðru til að siða kap­ít­al­ismann, með hans eigin kenni­setn­ingu, þar til jafn­ræði skap­ast og lýð­ræðið nær vopnum sín­um. Það er vart tími til­tækur í að bíða eftir að stjórn­mála­menn taki hér við sér.

Hvar eigum við að láta okkur bera nið­ur?

Höf­undur er mynd­list­ar­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar