Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela

Auglýsing

Í sumar tóku gildi merki­leg lög. Sam­kvæmt þeim þurfa fyr­ir­tæki að veita upp­lýs­ingar til stjórn­valda um hver raun­veru­legur eig­andi þeirra er. Auð­vitað hljómar þetta fjar­stæðu­kennt í hugum margra, að það sé hægt að stunda rekst­ur, eða eiga eign­ar­halds­fé­lög, án þess að það sé gefið upp hver eigi þau í raun og veru. En þannig hefur málum verið háttað á Íslandi. Þangað til núna.

Frá lokum ágúst­mán­aðar þurfa allir sem skrá ný félög hjá rík­is­skatt­stjóra að gera grein fyrir því hver sé raun­veru­legur eig­andi þeirra (e. benef­icial owner). Hin félög­in, sem hafa fengið úthlutað íslenskri kenni­tölu, tug­þús­undir félaga, hafa til 1. mars á næsta ári, eða tæpa þrjá mán­uði, að gera grein fyrir því hver eigi þau í raun, leiki ein­hver vafi á því. 

Skýrar og ein­faldar ástæður fyrir því að fela sig

Það er í raun óskilj­an­legt í ljósi alls þess sem gengið hefur á hér­lendis á und­an­förnum árum að þessum málum hafi ekki verið komið í lag. 

Fyrir liggur að fjöl­margir Íslend­ingar komu umtals­verðum fjár­munum út úr íslensku efna­hags­kerfi fyrir banka­hrun­ið. Sumir gerðu það til að græða á því þegar bank­arnir myndu með handafli stuðla að nýju falli krón­unnar til að bjarga eigin efna­hags­reikn­ingi og stöðu helstu við­hengja sinna, líkt og þeir höfðu gert vorið 2008 með góðum árangri. Þá voru aðrir við­skipta­vinir á borð við íslenska líf­eyr­is­sjóði og almenn­ing­ur, í gegnum lak­ari lífs­skil­yrði, látnir bera tapið sem mynd­að­ist sam­hliða. 

Aðrir voru ein­fald­lega að koma pen­ingum í var, aðal­lega í gegnum fjár­mála­fyr­ir­tæki í Lúx­em­borg, sem tryggðu þeim full­komið skjól á aflandseyj­um. Sumir gerðu það vegna þess að þeir vildu ekki borga skatta af pen­ing­unum í sam­fé­lag­inu þar sem þeir urðu til. Sumir höfðu kom­ist í þá stöðu að geta fengið sví­virði­lega há lán í bönkum sem engar við­skipta­legar for­sendur voru til þess að veita og vildi koma þeim pen­ingum í felur áður en það kæmi að skulda­dög­um. 

Auglýsing
Panamaskjölin sýndu umfang þessa. Og stað­festu að hluti Íslend­inga lifir í öðrum veru­leika en flestir lands­menn. Veru­leika þar sem þeir, í krafti upp­lýs­inga, tæki­færi og pen­inga ann­arra, græða bæði á upp- og nið­ur­sveiflum með því að færa pen­inga fram og til baka úr krónu­hag­kerf­in­u. 

Eftir hrunið var reynt að gera marga þess­ara ein­stak­linga upp. Þeir voru hvattir til að koma heim með földu pen­ing­anna og hjálpa til við end­ur­reisn­ina. Borga skatt­anna sem þeir höfðu svik­ist undir að borga. Gera hið minnsta upp við kröfu­hafa sína. 

Fæstir þeirra höfðu áhuga á þessu. Og það reynd­ist, frá ísköldu pen­inga­legu sjón­ar­horni, rétt mat. Eng­inn vilji var á end­anum hjá yfir­völdum til þess að sækja þessa fjár­muni, hund­ruð millj­arða króna sam­kvæmt þeirra eigin mati, sem faldir höfðu verið í skatta­skjól­u­m. 

En þeir sem földu þetta fé vildu samt sem áður nota pen­ing­anna sína án þess að lenda í því að það upp­götv­að­ist að þeir væru til. Það var ekk­ert mál. Hægt var að flytja pen­inga úr skatta­skjólum til Íslands með marg­hátt­uðum hætti á eft­ir­hrunsár­unum án þess að nokkur sinnti neinu alvöru eft­ir­liti með því hver ætti raun­veru­lega þá pen­inga eða hvaðan þeir kæmu. 

Að ger­ast kröfu­hafi

Eftir banka­hrunið þurftu stærstu lán­veit­endur íslensku bank­anna, aðal­lega þýskir bankar, að selja kröfur sínar á þá. Þeir seldu þær á hrakvirði og töp­uðu um tugum millj­örðum evra. Í stað þess­ara aðila mættu sjóðir sem oft eru kall­aðir hrægamma­­sjóð­­ir. Þeir eru til­­­búnir að taka mikla áhættu í flóknum stöðum þar sem ávinn­ing­­ur­inn, ef veð­­málið gengur upp, getur verið feyki­lega mik­ill. 

Margir stærstu áhættu­sjóðir heims mættu til Íslands til að græða. Upp­leggið var þannig að stofn­aðir voru sér­stakir tíma­bundnir sjóðir um til­teknar fjár­fest­ingar og svo fengnir hlut­deild­ars­kirtein­is­hafar til að kaupa hlut í þeim sjóð­um. Þeir áttu síðan að hagn­ast mikið hratt og hlut­deild­ar­skír­tein­is­haf­arnir fá greitt út þegar sjóðnum er slit­ið, t.d. eftir fimm til sjö ár. 

Hvorki íslenskar eft­ir­lits­stofn­anir né slitabú föllnu bank­anna hafa nokkra hug­mynd um hverjir voru hlut­deild­ar­skír­tein­is­hafar í þessum sjóð­um, bara hverjir stýrðu þeim. Oftar en ekki er línan sem er lögð þegar umræða um þetta end­an­lega eign­ar­hald fer í gang sú að fjár­festar séu einkum stofn­ana­fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóð­ir, og styrkt­ar­sjóðir t.d. heims­frægra háskóla.

Sú staða, varn­ar­laust land þar sem hægt var að kaupa kröfur á lágu verði án þess að verið væri að spyrja mik­illa spurn­inga um hvaðan pen­ing­arnir kæmu eða hver ætti þá, hlýtur að hafa verið aðlað­andi hug­mynd fyrir þá sem þurftu að koma földum pen­ingum aftur í vinn­u. 

Boð­leið inn fyrir höft

Fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands var það auð­vitað líka, enda var hægt að græða þrefalt á henni. Fyrst með því að fá heil­brigð­is­vott­orð á pen­ing­anna sem færðir voru í gegnum hana, síðan með því að leysa út stór­kost­legan geng­is­hagnað og að end­ingu allt að 20 pró­sent virð­is­aukn­ingu, sem var inn­byggð í leið­inni.

Auglýsing
Seðlabankinn hefur margoft stað­fest að hann kann­aði ekki hverjir það voru sem fóru þessa leið, og náðu að flytja tugi millj­arða króna til Íslands til að kaupa upp eignir á mjög lágu verði. Það sé enda ekki hlut­verk hans að útdeila rétt­læti í íslensku sam­fé­lag­i. 

Fyrir liggur að íslenskir bankar sinntu heldur ekki þessu eft­ir­liti. Og pen­inga­þvætt­is­skrif­stofan sem starf­rækt var hér­lendis árum saman hafði á sínum snærum einn starfs­mann án sér­þekk­ingar á við­fangs­efn­inu í hluta­starfi og skjala­skáp með útprent­unum sem veru­lega virð­ist hafa skort á að stæð­ist kröfur um eðli­legt utan­um­hald. 

Það liggur fyr­ir, sam­kvæmt úttekt Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, að einn stærsti banki lands­ins, Arion banki, mat ekki með sjálf­stæðum hætti hvort upp­­lýs­ingar um raun­veru­­lega eig­endur við­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi þegar eft­ir­litið kann­aði hvort svo væri. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans var staðan sam­bæri­leg hjá flestum öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækj­u­m. 

Nú liggur fyrir Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­laga um að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd um þessa leið. Mjög mik­il­vægt er að af skipun hennar verði og að almenn­ingur fái tæm­andi upp­lýs­ingar um hverjir það voru, jafnt inn­lendir sem erlend­ir, sem fengu að ferja pen­inga inn í landið í gegnum hana, m.a. úr skatta­skjól­um, með til­heyr­andi áhrifum á t.d. eigna­jöfn­uð. 

Lög­menn án áhættu­vit­undar

Það eru fleiri leiðir fyrir þá sem vildu leyn­ast til að tryggja þá leynd. Í aðgerð­­­­ar­á­ætlun hins opin­bera gegn pen­inga­þvætti sem birt var fyrr í sept­em­ber kom fram að veru­lega skorti á áhættu­vit­und innan lög­manna­stétt­ar­inn­ar. Orð­rétt segir þar: „Fjöldi lög­­­manna virð­ist ekki vera með­­vit­aður um með hvaða hætti þjón­usta þeirra getur verið mis­­not­uð.“

Þessi hætt­u­­merki og aðferðir við mis­­­notkun tengj­­ast meðal ann­­ars stofnun félaga eða fjár­­vörslu­­sjóða á aflands­­svæð­um, stofnun lög­­að­ila, raun­veru­­legu eign­­ar­haldi, áhætt­u­­sömum við­­skipta­­mönn­um, mis­­­notkun á vörslu­­reikn­ingum og áhættu tengdri því að koma fram fyrir hönd lög­­að­ila sem er í eigu við­­skipta­­manns. 

Þá kom fram að upp á vanti við athugun lög­­­manna á laga­­legri stöðu umbjóð­enda sinna eða þegar þeir koma fram fyrir hönd þeirra í dóms­­máli eða í tengslum við dóms­­mál, þar með talið þegar þeir veita ráð­­gjöf um hvort höfða eigi dóms­­mál eða kom­­ast hjá dóms­­máli.

Í sumar voru sam­­þykkt lög um fryst­ingu fjár­­­muna og skrán­ingu aðila á lista yfir þving­un­­­ar­að­­­gerðir í tengslum við fjár­­­­­mögnun hryðju­verka og útbreiðslu ger­eyð­ing­­­ar­vopna. Sam­­kvæmt þeim fær­ist eft­ir­lit með því að lög­­­­­menn fari eftir ákvæðum lag­anna sem snúa ann­­­ars vegar að fryst­ingu fjár­­­muna og efna­hags­­­legs auðs og hins vegar að ráð­­­stöf­unum til að meta hvort við­­­skipta­­­menn séu á listum yfir pen­inga­þvætt­is­að­­­gerð­ir, til emb­ættis rík­­is­skatt­­stjóra. 

Falin yfir­ráð yfir fjöl­miðlum

Þær breyt­ingar sem nú eru í far­vatn­inu, og eiga að kreista fram raun­veru­legt eign­ar­hald á fyr­ir­tækj­um, ná þó ekki að leysa öll fyr­ir­liggj­andi vanda­mál hvað varðar gagn­sæi. Þau munu til að mynda ekki hafa nein áhrif á opin­berun þeirra sem kjósa að fjár­magna sam­fé­lags­lega mik­il­vægan rekstur í gegnum leppað eign­ar­hald með því að lána háar fjár­hæðir til hans á kjörum sem eru ekki á við­skipta­legum for­send­um. 

Þekktasta dæmið um svona fyr­ir­komu­lag er í kringum Frjálsa fjöl­miðl­un, útgáfu­fé­lag DV og tengdra miðla. Það félag er eina eign félags­ins Dals­dals, sem er skráð í eigu þekkts lög­manns. 

Auglýsing
Dalsdalur skuldar ein­hverjum 759 millj­ónir króna. Um er að ræða vaxta­laust lang­tíma­lán sem á að greið­ast síðar en 2022. Pen­ing­arnir sem þessi ein­hver hefur lánað Dals­dal fara því í að reka miðla Frjálsrar fjöl­miðl­un­ar, sem hafa verið reknir í mörg hund­ruð millj­óna króna tapi frá því að nýir eig­end­ur, og lán­veit­end­ur, komu að útgáf­unni haustið 2017, með til­heyr­andi bjögun á sam­keppn­isum­hverfi fjöl­miðla. Lög­mað­ur­inn sem skráður er í for­svari fyrir þessu öllu saman hefur ekki viljað upp­lýsa hver það sé sem lán­aði honum á átt­unda hund­rað millj­ónir króna til að reka fjöl­miðla­fyr­ir­tæki í bull­andi tapi árum sam­an. 

Fjöl­miðla­nefnd, sem sinnir eft­ir­liti með starf­semi fjöl­miðla á land­inu, hefur nokkrum sinnum kallað eftir hlut­hafa­sam­komu­lögum og lána­samn­ingum sem hún taldi að gæti haft áhrif á yfir­ráð fjöl­mið­ils. Við­kom­andi fjöl­miðlar hafa aldrei afhent slík til nefnd­ar­innar og hún telur sig ekki hafa vald­heim­ildir til að gera annað en að biða um gögn­in.

Því hafa fjöl­miðla­fyr­ir­tæki, sem hafa fengið háar upp­hæðir að láni frá huldu­mönn­um, hingað til ráðið hvort þeir upp­lýsi um hverjir þeir huldu­menn eru. 

Verði nýtt frum­varp um stuðn­ingi við rekstur einka­rek­inna fjöl­miðla að lögum gæti þó orðið breyt­ing á þessu. Sam­kvæmt því þarf að skila inn gögnum um raun­veru­legt eign­ar­hald eða yfir­ráð, sam­kvæmt skil­grein­ingu laga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti, til að verða styrkj­ar­hæf­ur. Í þeim lögum á það við um þá sem „í raun eiga eða stjórna lög­að­ila í gegnum beina eða óbeina eign­ar­að­ild að meira en 25 pró­sent hlut í lög­að­il­an­um, ráða yfir meira en 25 pró­sent atkvæð­is­réttar eða telj­ast á annan hátt hafa yfir­ráð yfir lög­að­ila.“ Úthlut­un­ar­nefnd sem skipuð verður vegna stuðn­ings­greiðsln­anna, og til­nefnt verður í af rík­is­end­ur­skoð­un, mun því hafa öll til­tæk tól til að særa fram raun­veru­leg yfir­ráð yfir Frjálsri fjöl­miðl­un. Svo verður að koma í ljós hvort vilji verður til að beita þeim tól­um, eða hvort vilj­inn til að við­halda leynd­inni sé sterk­ari. 

Það leikur sér eng­inn að því að fela sig

Þegar reynt er, með mik­illi fyr­ir­höfn, að fela hver sé eig­andi ein­hvers félags, eða eftir atvikum aðra aðkomu við­kom­andi að því, þá er það gert vegna þess að eitt­hvað stenst ekki skoð­un. Pen­ing­arnir eru ekki „hrein­ir“, þeir eiga í raun að til­heyra ein­hverjum öðrum eða ein­stak­ling­arnir sem eiga þá end­an­lega mega af ein­hverjum ástæðum ekki stunda þau við­skipti sem þeir eru að stunda, í krafti nafn­leynd­ar.

Það er far­sa­kennt að það muni taka Ísland, þetta fram­sækna og tækni­lega sinn­aða sam­fé­lag, fram á árið 2020 að inn­leiða þá meg­in­reglu að félög eigi að vera hægt að tengja beint við ein­stak­ling­anna sem eigi þau í raun og veru. 

Og enn verra er að breyt­ing­arnar eru ekki komnar fram vegna póli­tísks vilja ráða­manna, heldur gerðar í kjöl­far þess að alþjóð­leg sam­tök skikk­aði Ísland til að girða upp um sig í pen­inga­þvætt­is­vörn­um, ann­ars myndi landið lenda á svörtum lista þeirra. Nóg var að gert til að hindra þá nið­ur­stöðu, en of lítið til að koma í veg fyrir grá­list­un. 

Það virð­ist hafa verið með­vituð ákvörðun um að haga hlutum þannig að varnir gegn pen­inga­þvætti væru litlar sem eng­ar, enda hafði oft og ítrekað verið varað við þessu ástandi. Það gerðu bæði inn­lendir aðilar sem unnu að rann­sóknum efna­hags­brota og erlendir eft­ir­lits­að­ilar á borð við FATF. Á þetta var ekki hlust­að, heldur unnið eftir þeirri aðferð­ar­fræði að ef við leitum ekki að ein­hverju þá sé það ekki til stað­ar, og nú súpum við seyðið af afleið­ing­un­um. 

Í þeim felst aug­ljós orð­spors­skaði fyrir Ísland. Erlendir fjár­festar sem annað hvort hafa haft áhuga á að koma hingað með pen­inga, eða eru þegar búnir að gera það, eru margir hverjir alls ekki sátt­ir, enda töldu þeir sig vera að taka þátt í fjár­fest­ingum í þró­uðu land­i. 

Þá hefur þessi staða haft í för með sér stór­aukið flækju­stig fyrir marga íslenska aðila sem stunda við­skipti alþjóð­lega. Það felst í því að farið er fram á að þriðji aðili sé lát­inn fram­kvæma aukna áreið­an­leika­könnun á íslenskum fyr­ir­tækjum sem fara m.a. fram með þeim hætti að sendir eru spurn­inga­listar um allskyns hluti, meðal ann­ars mútu­varn­ir.

Opin­berun á fram­ferði Sam­herja í Afr­íku og víð­ar, þar sem rök­studdar ásak­anir hafa verið settar fram um stór­tækar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu, hafa sann­ar­lega ekki hjálpað til. 

Von­andi ber okkur nú gæfa til að koma öllum þessum málum í lag í eitt skipti fyrir öll. Það hagn­ast nefni­lega eng­inn á ógagn­sæi nema sá sem hefur eitt­hvað að fela. Reglur sam­fé­lags­ins eiga ekki að vera sniðnar að hans þörf­um, heldur allra hinna. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari