Of mikil rómantík í kringum barneignir

Matthildur Björnsdóttir fjallar um barneignir í aðsendri grein en hún telur að hugur, hjarta og vitund um lífstilgang séu mikilvæg atriði fyrir konur að upplifa innan frá.

Auglýsing

Við það að lesa um skort á starfs­fólki á Barna­stofu þá kemur það í ljós að allt of margir eru enn of fastir í gömlu róm­an­tík­inni sem hefur verið sköpuð í kringum barn­eign­ir.

Málið er því miður að það að kyn­hvötin fari á háan hita við að vera í nær­veru mann­veru sem kallar á að genin í lík­ömum þeirra leit­ist við að fjölga sér, hefur það ekki nærri alltaf að gera með ást né að við­kom­andi ein­stak­lingar þrái að verða for­eldrar eða séu færir um að vera það. Það er ótrú­lega stór hluti mann­kyns sem hefur fæðst út frá slíkum til­fell­um.

Til­finn­inga­þroski eða skortur þar á er svo annað dæmi og sást í því sorg­lega dæmi þegar Barna­stofa hót­aði ungri konu sem hafði ekki verið fær um að skipu­leggja líf sitt vel en not­aði ekki getn­að­ar­varnir þegar hún hafði kyn­mök og hafði séð á eftir barni sínu til Nor­egs. Hafði fætt annað barn og auð­vitað í tárum en starfs­fólk Barna­stofu hafði enga sam­hygð með að konur sem hafa fætt barn eru mjög hráar til­finn­inga­lega. Ég man að þegar ég var á fæð­ing­ar­deild­inni árið 1971 og sá konu keyrða fram hjá mér á gang­inum vera með súr­efn­iskút á rúm­inu og tárin streymdu niður kinn­arnar af sam­kennd með ástandi henn­ar.

Auglýsing

Sterk kyn­hvöt er ekki nærri alltaf sam­ferða því að vera fært for­eldri, né eru þeir sem eru reknir sterk­lega áfram af henni, og þá ansi oft án hugs­un­ar, endi­lega færir um að fram­fylgja afleið­ingum hugs­un­ar­lausra kyn­maka. Það er greini­lega enn að ger­ast þó að getn­að­ar­varnir séu til.

Það að horfa á þætt­ina „Eitt barn fæð­ist á mín­útu hverri“ eða eins og þeir heita á frum­mál­inu „One born every minu­te“ birtir oft­ast róm­an­tíska hliðin hjá pörum sem stundum hafa átt í erf­ið­leikum með getn­að.

Þættir Dr. Phil sýna hins­vegar mest hina hlið­ina og það er að þeir sem hafa fætt börnin í heim­inn hafa ekki haft glóru um hvernig eigi að virki­lega ala börn upp, ekki bara vera barnapíur þeirra.

Sumir for­eldrar nota börnin til að dekra við þau á hátt sem þau hefðu viljað að væri dekrað við þau, en var ekki. Svo að þau nota börnin í raun fyrir að gæla við sjálf sig á þann hátt, en enda svo of oft því miður með heimtu­frekar frekju­skjóður sem eru orðnar óalandi og óferj­andi á heim­il­inu. Og þess vegna er á end­anum leitað til Dr. Phil. Það sem Dr. Phil hefur sagt mörg þús­und sinnum við mæður er að þær séu ekki að gera neitt af því fyrir börnin heldur fyrir sjálfar sig. Og eru að skaða barnið með því að láta und­an. 

Svo eru það for­eldrar sem kyn­hvötin stjórnar en þegar barnið kemur er engin hvöt eftir til að sinna því og það er van­rækt á ótal sviðum af því að það voru kyn­mökin sem voru númer eitt fyrir þeim. Snert­ingin í kyn­mökum er fyrir sumum það eina sem lætur þau upp­lifa sig vera tengd, og kannski skilja þau það sem ást, þegar það er oftar losti sem hefur enga teng­ingu við ást. Og þá er engin alvöru teng­ing við barnið sem fæð­ist frá því augna­bliki af losta. Og blessuð börnin verða blóra­bögglar þeirra kring­um­stæðna.

Genin sem slík hafa ekk­ert sið­ferði, engan móral, engar umferð­a­reglur um að verða að lík­ama. Það eru þau sem ráða of oft of miklu í hegðun fólks sem lætur þá hvöt stjórna hegðun sinni án hugs­un­ar.

Það er stundum eins og rúss­nesk rúl­letta að fæða börn í heim­inn

Um aldir voru aðilar trú­ar­bragða að halda því að mann­kyni að það yrði að marg­fald­ast og upp­fylla jörð­ina. Nú hefur það gerst og meira en jörðin getur í raun bor­ið.

Það er ynd­is­legt þegar fólk þráir að eign­ast börn og skilur ábyrgð­ina til fulln­ustu og fram­fylgir sam­ferð­inni á meðan allir eru á lífi.

Því miður er það ekki alltaf þannig. Og sumir sem fæða börn í heim­inn fá verk­efni sem eru of þung og erf­ið, eins og til dæmis að fá börn með mikla fötlun eða hegðun sem er ekki endi­lega frá slæmu upp­eldi heldur af því að sálir barna koma í heim­inn með alls­konar per­sónu­lega van­kanta, og sumir for­eldrar hafa enga þekk­ingu til að vinna með það barn, og fá enga hjálp held­ur.

Svo enda börn líka sem ung­lingar og eldri með for­eldrum sem þeim semur ekki við og átta sig á að þau hafa engin sam­eig­in­leg áhuga­mál, verð­mæta­mat eða lífs­við­horf sem geri það þess virði að halda í sam­band­ið.

Síðan eru það börn sem enda í dópi eða glæpum og for­eldrar hafa enga þekk­ingu til að koma í veg fyrir að börn þeirra verði fíklar eða fremji glæpi.

Ég hef orðið vitni að sterkum and­stæðum í slíku hér í sjón­varp­inu í Ástr­al­íu. Fyrra til­fellið var að eig­in­maður keyrði óvart yfir son sinn og varð hann stór­fatl­aður frá því. Sekt­ar­kenndin í þeim vildi endi­lega að hann myndi kjósa að lifa áfram þó að hann væri nær dauða en lífi. Yfir­völd byggðu æfinga­að­stöðu nálægt þeim handa hon­um, en það kom aldrei starfs­lið til að fylgja því eft­ir. Svo komu þau fram í öðrum „Australian Story“-þætti og þá var það áber­andi að það að sinna honum allan sól­ar­hring­inn var hrein­lega búið að gera út af við allt í þeim.

Hitt dæmið er meiri­háttar um for­eldra sem fæddu þrjár stúlkur með dverglík­ama og þau gerðu það með snilld, og er ein þeirra í leik­list og hefur komið fram í „Q&A“-þætti hér og sýnt að hana skortir ekki sjálf­virði, af því að for­eldrar þeirra skilja hvernig það sjálfs­virði sé byggt upp. En hún seg­ist af og til fara til sál­fræð­ings til að  fara í ítar­lega sjálfs­skoð­un.

Svo eru það þau til­felli þegar ein­stak­lingum var skipað að gifta sig af því að getn­aður hafði orðið en þau höfðu engan veg­inn það sem þurfti til að láta hjóna­band ganga. Og þá eru það börnin sem verða blóra­bögglar erf­iðs hjóna­bands í sínum mis­mun­andi upp­skriftum af slíku.

Hvenær ætti að halda í barnið eða afhenda það öðrum?

Það er afar við­kvæmt og flókið atriði. Kenn­ingar hafa lengi verið um að barn væri og sé best komið hjá og með þeim sem hafa fætt þau í heim­inn. En nú erum við að sjá að stað­göngu­með­ganga er til, og að það eru til konur sem eru til­búnar að ganga með börn og fæða fyrir aðra til að ala upp. Flestar þeirra gera það af hug­sjóna og mann­úð­ar­á­stæð­um, en ekki allar og þess vegna fara þau mál því miður ekki alltaf vel.

Ég hafði sjálf fætt barn áður en vin­kona mín fæddi son eftir að hafa fætt barn örfáum árum áður og hélt því barni. En henni var skipað að gefa það barn upp til ætt­leið­ing­ar, og var erfitt að ganga með henni í gegnum þann sárs­auka fyrir mig að vera með nýfætt barn sjálf, og ekki síst vegna þess að hún hafði ekki neinn ákvörð­un­ar­rétt í mál­inu.

Ég gæti þó ekki metið hvor kost­ur­inn hefði verið betri fyrir barnið sem hún var neydd til að gefa, né hvort það hefði verið betra fyrir það að vera með henni í flóknum kring­um­stæð­um, eða hjá fólki sem hefur ábyggi­lega haft auð­veld­ara líf. Það eitt gæti svarað því.

Áströlsk yfir­völd hafa beðið bæði frum­byggja og ein­hleypar konur djúprar fyr­ir­gefn­ingar fyrir aðskiln­að­ar­stefnu þeirra fyrr á árum, þegar yfir­völd sáu gift fólk þau einu sem ættu að fá að ala upp börn. Börn úr báðum hópum höfðu gengið í gegnum miklar þján­ingar við að vita ekki um blóð­for­eldr­ið. En mörg þeirra náðu svo að finna hvert annað þegar aðgangur var veittur að papp­ír­um.

Svo hverja ætti að spyrja hvað virk­aði fyrir þau? Ætti að spyrja börn sem voru afhent öðrum hvernig þeim leið með þeim sem ætt­leiddu þau eða voru þau með söknuð í sér í ótal ár til blóð­for­eldranna?

Við höfum líka séð dæmi um hörmu­lega for­eldra sem hafa beitt börn sín ótrú­legri grimmd eins og til dæmis Turp­in-hjónin í Banda­ríkj­unum og önnur til­felli hafa komið fram í fjöl­miðl­um. Ofsa­trú­ar­hópar hafa líka lokkað auð­trúa fólk undir sinn væng til að mis­þyrma og heila­þvo og haldið heilu fjöl­skyld­unum föngnum í ára­tugi. Svo ger­ist það stundum að ein­stak­lingur vaknar og sér að það líf sé ekki hollt og yfir­gefur hóp­inn. Stundum verða hinir fjöl­skyldu­með­lim­irnir eftir af því að þeir eru ekki til­búnir að lifa sínu eigin sjálf­stæða lífi.

Það að eiga auð­velt með getnað er einn hlut­ur, og kannski kunna ekki allir sem eiga auð­velt með getn­að, að virki­lega meta það. Svo fyrir þá sem geta ekki getið auð­veld­lega er það ann­ars­konar dæmi.

Réttur til að „eign­ast börn“ er við­horf sem ekki allir sjá með sömu aug­um. En þeir sem hafa það við­horf fá oft mjög sterka þörf til að fá barn, sama hvað það kost­ar.

Stað­reyndin er sú, eins og áður hefur verið talað um hér, að kyn­hvöt komi ekki endi­lega alltaf saman við þrá til að skapa fjöl­skyldu og ala upp börn. Dæmin um það eru algeng­ari en ég tel að mann­kyn vilji við­ur­kenna fyrir sjálfu sér. Goð­sögnin er ansi sterk í hugum svo margra um að fjölga mann­kyn­inu.

Það hvernig við erum sköpuð inn í móð­ur­lífi er magnað en ekki er allt svo ein­falt með það heldur

Það eru auð­vitað engin orð til yfir það hvernig sköpun setti upp kerfið til að fjölga mann­kyn­inu og til­finn­ingar flestra varð­andi það eru trú­lega í auð­mýkt. Það að sjá þennan litla lík­ama koma út úr leg­inu eftir níu mán­aða feril þar sem það kerfi þar inni er sett upp sem stór­merki­leg verk­smiðja með allt þar, fót­leggi, tær og fingur og hand­leggi, augu og nef og munn og öll líf­færin að inn­an, og svo kannski fullt af hári eða ekki allt eftir ætt­gengni. Svo er ferli inni í lík­am­anum sem mun leiða af sér smá­barna­tennur og seinna full­orð­ins­tennur og svo líka allt horm­óna­kerfið og getn­að­ar­færi kerfið einn dag­inn.

Hvað þau koma með í heil­anum og sál­inni er svo það sem lærist eftir því sem barnið vex og þroskast. Þau eru ekki auðar blað­síður fyrir aðra að fylla, því að þau eru ein­stak­lingar sem koma með sitt eigið vega­nesti og lífs­stefnu og munu sýna per­sónu­leika sinn um leið og þau fara að tala og oft líka sem ung­börn og sést eftir því hvernig þau bregð­ast við hljóðum og myndum og öðru. Sumum þarf að vagga til að þau sofni í vagn­inum eða vögg­unni en önnur sofna kannski um leið og þau eru lögð nið­ur.

Ég man eftir við­tali í íslenska sjón­varp­inu fyrir nokkrum ára­tugum þar sem talað var við konu á Ólafs­firði sem hafði fætt um tutt­ugu börn í heim­inn. Ég man eftir upp­lifun­inni af að heyra konu í fyrsta skipti játa til­finn­ingar sínar um það, mál­efni sem hafði verið á hinum mikla þögla bann­lista hjá þjóð­inni um ald­ir. Hún leyfði sér að tjá sinn sann­leika um það að hún hafði aldrei haft löngun til að fæða svona mörg börn, og þau voru auð­vitað efn­is­lega fátæk og fað­ir­inn sjó­maður á litlum bát. Hann var mjög stoltur yfir að hafa fengið öll þessi börn og að hafa átt hlut í komu þeirra. Það var auð­velt fyrir hann því að hann gekk ekki með þau. Ég dáð­ist að kjarki hennar til að tjá sann­leika sinn.

Það er þarna sem mis­ræmið er á milli þess að skaffa sæði, og geta svo kannski horfið og hugsað aldrei neitt um lög­mál orsaka og afleið­ingar með mann­ver­una sem kemur frá þeirri sköffun, eða fyrir kon­una að hafa barn vaxa aftur og aft­ur, og enn og aftur inni í sér án til­finn­inga­legs stuðn­ings frá þeim sem skaff­aði sæðið eða öðrum ein­stak­ling­um.

Margar konur þurfa á slíku að halda, af því að þetta ferli er oft erfitt fyrir þær þar sem þessi litli lík­ami sem er í bygg­ingu inni í móð­ur­líf­inu og dregur allt til sín sem er þarfn­ast frá móð­ur­inni sem það er inn­byrðis í.

Lækna­vís­indin hafa ekki endi­lega skilið allt það ferli eins og varð­andi horm­óna og nær­ing­ar­efni sem barnið verður að fá frá móð­ur­inni sem oft veldur þá erf­iðu horm­óna­ó­jafn­vægi í kon­unni, sem er kallað fyrir og eftir barns­burð­ar­þung­lyndi.

Það ástand getur gerst burt­séð frá hvort áhugi eða vilji eða löngun sé fyrir hendi í kon­unni til að fjölga mann­kyn­inu og fá það barn.

Ég þekki nokkrar konur sem hafa vitað frá unga aldri að þær myndu ekki fjölga mann­kyn­inu en hafa sinnt ótal umönn­un­ar­hlut­verkum sem flokk­ast undir mæðr­un.

Svo er annar flötur á þessu, og hann er sá að sumum konum líður aldrei betur en þegar þær eru barns­haf­andi og með börn á brjósti, vegna þess hvernig horm­óna­kerfi þeirra eru. Sumar eiga það aftur á móti til að vera svo til­búnar til að afhenda barnið til ann­arra til að sjá um það og ala það upp.

Málið er að auð­vitað er þessi fer­ill sköp­unar magn­að­ur. En er samt ekki endi­lega hvatn­ing fyrir allar konur að hafa það í gangi í sér öll árin sem lík­am­inn gæti verið fær um það. Hug­ur, hjarta og vit­und um lífstil­gang eru mik­il­væg atriði fyrir konur að upp­lifa innan frá, áður en ákvarð­anir eru tekn­ar.

Öll börn sem fæð­ast þrá sjálf­virkt og það auð­vitað án rök­hugs­unar að vera fyr­ir­fram óskuð eftir og elskuð börn for­eldra. Á dögum getn­að­ar­varna og mögu­leikum á þung­un­ar­rofi ef óæski­legur getn­aður verð­ur, ætti það að vera fært fyrir öll börn fram­tíð­ar­inn­ar, alla vega þar sem slíkir hlutir eru í boði. Raun­sæi um sjálfan sig, borgar sig þó áður en mann­kyni er fjölg­að.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar