Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu

Agnar Snædahl skrifar um ástæður þess að hætta ætti við kreppuþakuppbyggingu.

Auglýsing

Umfjöll­un­ar­efni þess­arar greinar er þakupp­bygg­ing á léttum þökum á Íslandi, með þunna loft­rás á milli burð­ar­bita (sperra) í þaki. Ysta klæðn­ing (báru­löguð klæðn­ing) er fest með nögl­u­m/skrúfum í gegnum vatns­varn­ar­lag­ið, sem nær inn í bygg­ing­ar­hlut­ann, en þetta er einmitt einn stærsti gall­inn við aðferð­ina. 

Um ástæðu upp­bygg­ing­ar­innar er fjallað í kafla 2 hér á eft­ir.  Und­ir­rit­aður tók þátt í að byggja upp þök með þessum hætti í um 15 ár sem tré­smiður (frá 1982). Af hverju gerði ég það allan þennan tíma? Svarið við því er: „Ég þekkti ekki ann­að, þetta hefur alltaf verið gert svona, þetta er svona á teikn­ing­um, sjáðu næsta hús þar er þetta í 1:1 svo ein­falt er það“.  

Í þá daga hafði ég lært að tveggja þrepa þétt­ing væri góð lausn til þétt­inga, þ.e. ef hægt væri að koma henni við.  Einnig var borin „virð­ing“ fyrir vind­þéttilag­inu (mín upp­lifun), hún átti að þjóna sínum til­gangi. Þeir voru margir fer­metr­arnir þar sem und­ir­rit­aður not­aði olíu­soðið tjöru­tex (eins og það var kall­að) til að reyna að upp­fylla kröf­una um tveggja þrepa þétt­ingu. Veggir timb­ur­húsa eru í flestum til­fellum með tveggja þrepa þétt­ingu og þá komum við með það „aug­ljósa“. Af hverju byggjum við ekki upp þök á svip­aðan máta og timb­ur­vegg­i? 

Við­horfs­breyt­ing varð hjá und­ir­rit­uðum eftir að hafa búið í Sviss í nokkur ár, lært tækni- og verk­fræði og skrif­aði um raka­bú­skap bygg­inga­hluta í loka­verk­efni beggja greina. Eftir meist­ara­rit­gerð­ina var und­ir­rit­uðum ljóst að breyta þyrfti upp­bygg­ingu léttra þaka með þunna loft­rás á Íslandi, þar sem komin voru efni sem gera okkur kleift að breyta upp­bygg­ingu þaka og „ein­fald­ara“ er að byggja þökin með tveggja þrepa þétt­ingu (lektuð þök). Ég taldi þá meðal ann­ars sam­fé­lags­lega skyldu mína að benda á þetta. Það hef ég gert m.a. með fyr­ir­lestrum, fyr­ir  til­stuðlan Sylgju Daggar Sig­ur­jóns­dótt­ur, sem haldnir voru hjá End­ur­menntun Háskóla Íslands (EHÍ) og voru aðrir fyr­ir­les­arar þeir Björn Mart­eins­son og Guð­bjartur Magn­ús­son. Fyr­ir­lestr­arnir gengu undir nafn­inu „Raki og mygla í bygg­ing­um: Fyr­ir­byggj­andi aðgerð­ir, upp­bygg­ing og lag­fær­ing­ar. Hvernig má fyr­ir­byggja myglu­myndun og við­gerðir á bygg­ing­ar­hlut­u­m?”. 

Auglýsing
Síðar var safnað saman nokkrum áhuga­sömum aðilum um raka- og myglu­mál til að stofna félags­skap um betri bygg­ing­ar, sem Nýsköp­un­ar­mið­stöð (NMÍ) hefur nú umsjón með. Und­ir­rit­aður hefur kennt eðl­is­fræði bygg­inga, í sam­starfi við Guðna A. Jóhann­es­son og Guðna I. Páls­son, við Háskól­ann í Reykja­vík (HR) frá 2010, haldið fjöld­ann allan af verk­legum nám­skeiðum hjá Iðunni fræðslu­setri og Fjöl­brauta­skól­anum í Breið­holti og auk þess fyrir einka­að­ila um frá­gang raka-, vind- og vatns­varna­laga. 

Af hverju er verið fyrst að fjalla um þetta núna? Svarið við því gæti verið að áður fyrr, þ.e. áður en myglan og tengdar skemmdir voru „fundn­ar“ upp (húsa­sótt var sam­nefn­ari yfir þessi og ef til vill fleiri atrið­i), voru þök end­ur­bætt nær ein­göngu með til­liti til vernd­unar eign­ar­innar og oft sáust skemmdir mjög seint [8]. Núna er verið að laga þök einnig með til­liti til heilsu­þátta og því má segja að strang­ari kröfur séu gerðar til við­halds og bygg­ingu þaka en áður en myglan var „fund­in“ upp.

Þessi grein er eitt fram­lagið til við­bótar til að upp­lýsa um það sem und­ir­rit­aður hefur upp­lýs­ingar um og hefur safnað saman í gegnum tíð­ina. 

1. Mörk myglu­mynd­un­ar 

Algengt er að tala um myglu sem orsök veik­inda þegar veik­indin eru rakin til raka­skemmda þótt orsaka­vald­arnir séu ótal fleiri. Auð­veld­lega má benda á hvað þarf að var­ast til að koma í veg fyrir að mygla mynd­ist, t.d. í timbri, og senni­lega er hún einn stærsti þátt­ur­inn í heilsu­vanda­málum sem tengj­ast þökum með þunnum loft­rás­um. Til að auð­velda rök­stuðn­ing á þeim atriðum sem verða talin upp í köfl­unum hér á eftir þá er bent á að raki, hiti, tími og nær­ing þarf að vera til staðar til að mygla mynd­ist. Hvað af þessu getum við ekki ráðið við? Nær­ingin er oft­ast til stað­ar, tím­anum sem raka­á­lagið varir getum við að í sumum til­fellum minnkað með því að bregð­ast við ef um leka er að ræða, úti­hita breytum við ekki. Þá er eftir rak­inn, við breytum ekki úti­raka en „get­um“ komið í veg fyrir að bæta við þann raka og að gera það er einmitt lyk­il­at­rið­ið. Þegar t.d. klæðn­ing­ar­efni er valið á þök getum við sagt til um hversu há raka­pró­senta má vera í  timbr­inu þegar það er klætt á þak­ið, til að minnka lík­urnar á að við byggjum inn bygg­ingarraka*1. Til eru ýmis línu­rit sem segja til um skil­yrði fyrir m.a. myglu­mynd­unar sem tengja má við línu­rit sem sýnir jafn­væg­is­línu raka­pró­sentu efnis sem fall af umhverf­is­hlut­falls­raka lofts um t.d. timbur (fura/gren­i). Til að meta hversu hár efn­is­rak­inn má vera í timbri er hægt nota áður­nefnd línu­rit. Ef timbur hefur verið í lengri tíma við 80% hlut­falls­raka og farið með þá tölu í jafn­væg­is­línu þá má lesa 17%  timb­ur­raka í timbri. Ef timbur er með meira en 17% raka þá er timbrið búið að vera í langan tíma við hærri hlut­falls­raka en 80% og þá eru ein­hverjar líkur á að mygla sé farin að mynd­ast í því, þetta er þó háð hita­stigi. Þess má geta Svíar miða við 75% hlut­falls­raka sem mörk á myglu­myndun fyrir timbur [10].

*1 Bygg­ingarraki – er raki sem er í efni umfram jafn­væg­is­raka­á­stand.

2. Kreppu­þakupp­bygg­ing

Áður en þakupp­bygg­ing, sem hér hefur verið kölluð kreppu­upp­bygg­ing* var inn­leidd voru þök m.a. með skar­klæðn­ingu (borð­kantur settur ofan á neðra borð horn­rétt á þak­hall­ann) eða renni­súð (en på to sam­stefna þak­halla). Það þótti mikið fram­fara­skref að fá báru­járn í stað timb­ur­klæðn­ingar sem ystu klæðn­ingu á þök. Ekki aðeins að það reynd­ist auð­veld­ara að gera ysta lagið vatns­þétt heldur var litið á báru­járnið sem bruna­vörn lík­a[1]. Kreppu­þakupp­bygg­ingin reynd­ist vel í upp­hafi þegar þak­halli var mik­ill og ein­angrun þaka var minni en nú. Aðferðin reynd­ist ágæt­lega á bröttum þökum með til­liti til leka.

Þakupp­bygg­ing, sem kölluð er í þess­ari grein kreppu­þakupp­bygg­ing [1], er þakupp­bygg­ing má í stórum dráttum lýsa á eft­ir­far­andi hátt, talið utan frá og inn:

  • Aðal regn/vatns­vörn þaks­ins ásamt að vera veðr­un­ar-, högg- og vatns­vörn, oft báru­lagað járn eða ál (hér eftir kallað báru­járn) sem fest er í und­ir­lagið með nöglum eða skrúfum sem ná inn í útloft­un­ar­rás þaks­ins.
  • „Vatns­vörn“ oft­ast þunnur asfalt­pappi, í seinni tíð hafa komið asfal­t­rík­ari dúkar, þetta vatns­varn­ar­lag er gatað með um það bil 12 fest­ingum (nöglum eða skrúf­um) á hvern fer­metra í þess­ari upp­bygg­ingu.
  • Klæðn­ing (oft 25 mm þykk borða­klæðn­ing, hér eftir kölluð borða­klæðn­ing) sem hefur það hlut­verk að vera fest­ing fyrir báru­stálið og til „af­stíf­ing­ar** á sperrum“ (og teng­ing gafl­veggja) ásamt und­ir­lagi fyrir vatns­vörn svo hún svigni ekki niður á milli sperra og loki loft­rás. Ásamt því að auð­velda vinnu / umferð um þak­ið.
  • Loft­ræsirás, loft­un­ar­bilið er oft haft 25 mm á hæð (lág­mark skv. bygg­ing­ar­reglu­gerð), til að loft­ræsa bygg­ingarraka úr klæðn­ingu og smá raka­smit í bygg­ing­ar­hlut­an­um.
  • Vind­vörn, vind­þéttilagið sem á árum áður var oft 12 mm tjöru­tex­plötur en pappír hefur nán­ast ein­göngu verið not­aður í seinni tíð, aðal­lega vegna bruna­mála og vinnu­sparn­að­ar.
  • Ein­angr­un, til að minnka varma­leiðni út úr bygg­ing­ar­hlut­an­um, ein­angr­un­ar­þykkt jókst um 33% við breyt­ingu bygg­ing­ar­reglu­gerðar 1998 og varð 200 mm þykk.  
  • Raka­varn­ar­lag, algeng­ast er að vera með 0,2 mm polyet­hy­len plast­dúk.
  • Lagna­bil, bil breyti­legt oft 35 – 45 mm, ef ein­göngu er gert ráð fyrir raf­lögnum í bil­in­u.  
  • Inni­klæðn­ing, gips-, spóna­plöt­ur, „ma­son­it“, kross­viður og fleiri plötu­gerð­ir.  

Þessi upp­bygg­ing er vel þekkt á Íslandi um ára­tuga skeið. 

*Kreppu­þakupp­bygg­ing var þróuð á kreppu­tíma þegar skortur var á bygg­ing­ar­efn­um, [1].

**Hér er ekki átt við heild­ar­stýf­ingu fyrir þak/­bygg­ing­una. 

3. Gallar við kreppu­þakupp­bygg­ingu 

Hér eru taldir upp nokkrir gallar við kreppu­þakupp­bygg­ingu sem lýst er hér að fram­an. Hafa ber í huga þegar fjallað er um galla hennar að fest­ingar ná frá ysta yfir­borði og inn í bygg­ing­ar­hluta (loft­rás) og upp­bygg­ingin getur ekki talist til svo­kall­aðra tveggja þrepa þétt­inga. Einnig eru allir þak­hallar settir undir sama hatt sem er tölu­verð ein­föld­un. Geisl­un­ar­þættir hafa minni áhrif á brött þök en þau sem eru halla­minni, sér­stak­lega er geislun frá þaki minni (kæl­ing), þakið „sér“ minna af him­in­hvolf­inu.

3.1 Geislun til him­in­hvolfs­ins

Geisl­un­ar­á­hrif skynjum við t.d. sem hita frá sólu eða eldi. Kæl­ing á yfir­borði þaks er vegna geisl­unar frá þaki til him­ins­hvolfs­ins því þakið er heit­ara en him­in­hvolf­ið. Hversu mikið kæl­ingin (vegna geisl­un­ar) er á yfir­borði þaks­ins er háð ýmsum umhverf­is­þáttum og mjög háð skýja­hulu. Þegar yfir­borð þaks (kreppu­þakupp­bygg­ing) kólnar vegna geisl­unar er bein leiðni eftir nöglum milli loft­rásar og nagla­hausa og einnig er leiðni þar sem báru­járn snertir borða­klæðn­ingu. Þetta hefur þau áhrif að nagli sem nær inn í loft­rás getur verið rúm­lega 6°C kald­ari en umhverf­is­hit­inn í loft­rásinn­i. 

Auglýsing
Sem dæmi má nefna að ef umhverf­is­hiti er 5°C* (HR 78,41%*) og miðað er við skýja­hulu 3,2 (heið­skírt er 0 og alskýjað 8), fæst að hita­stig báru­járns á þak­fleti getur verið um -1,22°C. Ef athugað er hvaða breyt­ing verður á hlut­falls­rak­anum umhverfis naglann má sjá, með útreikn­ingum eða Moll­ier línu­riti, að hlut­falls­rak­inn verður 100% við naglann og það fellur út raki. 

Úti­loft­ið, sem fer inn í loft­rás­ina, kólnar í loft­rásinni við kalt yfir­borð þak­flat­ar, naglar kólna og við það hækkar hlut­falls­rak­inn í kringum naglana með þeim afleið­ingum að raki fellur út á naglana og borða­klæðn­ing verður rök og blaut, þetta veldur m.a. auk­inni hættu á myglu­myndun á klæðn­ing­unni.

*Tekið úr heim­ild [2] og [6], tekin eru saman gögn frá Veð­ur­stofu Íslands um með­al­hlut­falls­raka ein­staka hita­talna og með­al­hita yfir ákveðin tíma­bil.

3.2 Sól­ar­geisl­un 

Auð­velt er að sjá fyrir sér hita­þenslu, m.a. sem lengd­ar­aukn­ingu báru­járns þegar sól skín á það. Eins er auð­velt að gera sér grein fyrir að ef snögg­lega dregur fyrir sólu þá dregst járnið saman þegar það kóln­ar. Það sem ger­ist við þetta er að járnið nuddar asfalt­dúk­inn í sund­ur, sér­stak­lega á þeim stöðum þar sem borða­klæðn­ing er mis­þykk. 

3.3 Leki vegna ísmynd­unar og bráðn­unar snævar

Snjór á þökum verkar sem ein­angrun og getur valdið því að hiti við báru­járn sé tölu­vert hærri en umhverf­is­hiti. Dæmi um þetta, er ef við höfum þak sem er með 15° halla, með 200 mm stein­ullar­ein­angr­un, nýfall­inn  snjór sé 100 mm þykk­ur, úti­hiti sé -5°C og inni­hiti sé 22°C, þá getur hita­stigið við báru­járnið verið +2°C til +4°C og hluti af snjó­hul­unni getur bráðnað (sá hluti sem liggur næst báru­járni) og lekið niður í þak­rennu þar sem vatnið frýs og verður að klaka­fyr­ir­stöðu, sem hindrar afrennsli af þak­inu. Svipað á sér stað neðan við þak­glugga, skor­steina og víðar með þeim afleið­ingum að uppi­stöðu­lón mynd­ast og lekið getur inn í bygg­ing­ar­hlut­ann. Þetta hefur auk­ist í seinni tíð á þeim húsum sem eru ein­angruð að utan ef ekki er tekið til­lit til kulda­brúar þar sem sperrur eru inn­steypt­ar.

3.4 Vax­andi ein­angr­un­ar­þykkt í þökum

Við breyt­ingu á reglu­gerð­inni upp úr 1998 jókst ein­angr­un­ar­þykkt þaka um rúm 33% (fór úr 6“ í  8“). Þetta veldur því að upp­hitun innan frá í loft­rásinni verður minni en áður og því verður hæfi­leiki lofts­ins í loft­rásinni minni til að taka við raka og verj­ast kæl­ing­ar­á­hrifum geisl­unar til him­ins. Til­hneig­ing verður vænt­an­lega til að auka ein­angrun í þökum í fram­tíð­inni frekar en að minnka hana.

3.5 Lokun loft­rása

Mörg dæmi eru um að þunnum loft­rásum hafi verið lokað (ef ekki eru gerðar sér­stakar ráð­staf­an­ir) með því að troða of breiðri ein­angrun eða of þykk ein­angrun er sett í sperru­bil. Einnig eru þekkt dæmi um að vind­vörn (pappír áfastur ofan á ein­angr­un) rúllist upp við vætu og loki loft­rás [7]. 

3.6 Loft­skipti í ein­angrun

Vel frá­gengið vind­þéttilag yfir ein­angrun er að mínu viti van­met­inn þáttur í upp­bygg­ingu þaka. Vel frá­gengið vind­þéttilag minnkar loft­hreyf­ingu í ein­angrun og dregur um leið úr loft­þrýst­ings­breyt­ingu á raka­varn­ar­lag­ið.  Enn­fremur getur gott vind­þéttilag komið í veg fyrir að ein­angrun loki loft­rás vegna yfir­hæðar ein­angr­unar eða að henni sé troðið í sperru­bilin (þ.e. ef vind­þéttilagið er stíft) og tekið upp tíma­bund­inn leka eða smit sem ann­ars færi inn í ein­angr­un. Papp­ír, áfastur á ein­angrun eins og tíðkast að ein­angra með í dag, minnkar lof­skipti í ein­angrun en vand­séð er hvernig hægt er að þétta papp­ír­inn við sperrur og á skeytum þegar ein­angrað er neðan frá. Papp­ír­inn hindrar ekki að ein­angrun í yfir­hæð loki loft­rásinni. Papp­ír­inn tekur upp tak­mark­aða bleytu og á það til að rúll­ast upp og loka loft­rás [7]. Vegna erf­ið­leika við að þétta papp­ír­inn við sperrur og skeyti (því hann er ofan við einangr­un­ina þegar ein­angrað er neðan frá) er ekki hægt að segja að hann dragi nema að litlu leyti úr loft­þrýst­ingi, sem getur orðið á raka­varn­ar­lag­ið, þegar und­ir- eða yfir­þrýst­ingur mynd­ast í loft­rásinni.

3.7 Flókin þök getur verið erfitt að lofta 

Erfitt getur verið að sjá fyrir sér loftun í flóknum þökum og flókið getur verið að sjá fyrir loftun í kringum stóra glugga á þak­fleti, skor­steina, skot­renn­ur, mæn­is­glugga og val­ma­þök. Nán­ast úti­lokað getur verið að lofta kvisti (veggi og hluta af þökum kvista). Á val­ma­þökum sem koma á kvist­ir, gluggar eða skor­steinar getur verið nær úti­lokað að vera viss um að þakið sé með nægj­an­lega loft­un.

3.8 Loftun þvert á sperrur er gagns­lítil

Komið getur fyrir að ómögu­legt sé að lofta sam­stefna sperr­ur, dæmi um slíkt er ef þak endar við veggi sem ná upp fyrir sperrur nema t.d. með túðum eða reyna loftun þvert á sperr­ur.  Ef tekið er dæmi af 10 m þaki sem loftað þvert á sperrur (25 mm bil á milli borða (annað hvort borð)) kemur í ljós að þrýsti­fallið er það mikið að hrað­inn á loft­inu í rásinni er 0,07 m/s. Ef reiknað er sam­bæri­legt þak sem loftað er sam­stefna sperrum þá er hrað­inn rúmur 0,3 m/s [2] , sem er rúm­lega fjórum sinnum meiri hraði. Nánar um for­sendur og reikni­að­ferð má finna í kafla 2.2.3.1 í [2].

3.9 Loft­rásin virkar nær ein­göngu í vindi

Þunnar loft­ásir með asfalt­lag sem vatns­vörn (kreppu­þakupp­bygg­ingu) geta nán­ast ein­göngu virkað þegar vinds gætir og ekki er of kalt. Þetta er vegna þess að asfalt­dúkur er gufu­þétt­ur.

3.10 Trjá­gróður og þétt­ing byggð­ar 

Vind­hraði hefur minnkað í byggð m.a. vegna þétt­ingar byggðar og stækk­un­ar, auk­ins trjá­gróð­urs og því má draga þá ályktun að loft­skipti séu minni á þeim stöðum sem trjá­gróður hefur auk­ist hvað mest eins og í Reykja­vík.

3.11 Kross­loftun og mæn­is­loftun þunnra loft­rása

Kross­loft­un:

Vindur er aðaldrif­kraft­ur­inn til loft­unar á þunnum loft­rás­um. Ef reyna á að vera með svo­nefnda kross­loftun þarf að hafa í huga hvernig vindur virkar á bygg­ing­una (loft­rás­ina). Þegar vindur verkar á eina hlið bygg­ingar (ástreymi) þá er sog á öðrum hliðum og stærstur er sog­kraft­ur­inn á aðliggj­andi hlið­um, næst ástreym­is­hlið, sem gerir það að verkum að loftið fer inn í loft­rás­ina og fer til hliðar og „svelt­ir“ þannig fjærsta enda loft­rás­ar­inn­ar.   

Mæn­is­loft­un:

Til að nýta hita­stigul sem drif­kraft til að lofta þök er einn mögu­leik­inn að vera með mæn­is­loft­un, en þá þarf að hafa í huga hvernig vindur verkar á bygg­ingar (þök). Þegar vindur verkar á eina hlið bygg­ingar (ástreymi) þá er sog við mæni og hlé megin við bygg­ing­una. Sogið við mæni er stærri kraftur en sog­ið  hlé­megin því er hætta á að helm­ing­ur­inn á þak­inu sé „svelt­ur“ og loft­ist lítið sem ekk­ert. Þess má geta að Jón Viðar Guð­jóns­son setti fram jöfnu um stærð­ar­hlut­föll á milli aðal­opn­unar og mæn­isopa [5]. 

4. Aðrar þakupp­bygg­ing­ar 

Oft er auð­veld­ara að gagn­rýna (rýna til gagns) en að koma með lausn­ir. Hér skal reynt að koma með dæmi, ekki bara fræði­lega lausnir heldur praktískar og þær bornar saman við kreppu­þakupp­bygg­ingu. Almennt er það talin góð lausn í þétt­ingum að vera með tveggja þrepa þétt­ing­ar, þ.e. vera með veðr­un­ar­vörn yst, þá loft­bil til að minnka þrýst­ing og vatns­vörn fyrir inn­an. Oft tekur veðr­un­ar­vörnin (álags­vörn) við mesta slagregn­sá­l­ag­inu, vatnið sem fer inn fyrir veðr­un­ar­vörn­ina „dett­ur“ niður vegna þrýsti­falls og vatns­vörnin hindrar að vatnið fari inn í bygg­ing­ar­hlut­ann, skýrasta dæmi um þetta er upp­bygg­ing á timb­ur­út­veggj­um. Þar er ysta lagið veðr­un­ar­vörn fyrir sól, slagregni, hnjaski og fram­veg­is.  Er þá ekki lausnin kom­in? Byggja þakið upp eins og vegg­ina.

4.1 Lektuð þök með asfalt­dúk

Kostir við að lekta upp veðr­un­ar­vörn­ina (báru­járn) eru að þá fæst, tveggja þrepa þétt­ing og minni áhrif vegna geisl­un­ar. Báru­járnið nuddar asfalt­dúk­inn ekki í sundur eins og fjallað var um hér að fram­an. Úti­loft­ið, sem fer inn í loft­rás­ina, kólnar síður í loft­rásinni og naglar ná ekki lengur inn í loft­rás­ina eins og fjallað var um. Með því að nota asfalt­dúk fæst góð vatn­vörn en asfalt­dúkar eru venju­lega ekki gufu­opnir og því eru aðrir gallar þeir sömu við lausn­ina og eru við loftun kreppu­þakupp­bygg­ing­ar­inn­ar. 

4.2 Frá kreppu og myglu. Lektuð þök með gufu­opnu vatns­varn­ar­lagi

Kostir við að lekta upp veðr­un­ar­vörn­ina (báru­járn) eru að þá fæst tveggja þrepa þétt­ing og áhrif vegna geisl­unar verða minni, eins og fjallað var hér að fram­an. Með því að vera með gufu­opið vatns­varn­ar­lag er hægt að færa loft­un­ina upp fyrir vatns­varn­ar­lagið og leysa loftun um mæn­is­glugga, val­ma­þök, þak­glugga, kvista og svo fram­vegis nán­ast af sjálfu sér. Hug­myndin er þá að gera vatns­varn­ar­lagið vind- og vatns­þétt áður en veðr­un­ar­vörnin (báru­járn) er sett á þak­ið. Margar teg­undir af gufu­opnum vatns­varna­lögum eru að koma inn á markað og er þá gjarnan miðað við þyngd á fer­metra þegar leitað er eftir gæðum og einnig er vert að athuga hvort svokölluð „tjald­á­hrif*“ eru til staðar á dúkn­um. Sá dúkur sem kynntur er hér á teikn­ingum hefur ekki þessi „tjald­á­hrif“[9]. Tvær útfærslur eru á lekt­uðum þökum fyrir halla > 10° með gufu­opnu vatns­varn­ar­lagi  og eru sýndar hér á myndum 4.2-1a og 4.2-2a. Aðrar tvær útfærslur eru á lekt­uðum þökum fyrir halla > 5° með gufu­opnu vatns­varn­ar­lagi, þær eru sýndar hér á myndum 4.2-1b og 4.2-2b. Mun­ur­inn á lausn­unum er að önnur lausnin er með klæðn­ingu ofan á sperru sem er til að auð­velda umgengni og vinnu á þak­inu, sjá myndi 4.2-3 til 4.2-5, og til að halda undir vatns­varn­ar­lagið og stíf­ingar á sperr­um. Í hinni  lausn­inni er borða­klæðn­ing­unni sleppt og ein­angr­unin er látin halda undir vatns­varn­ar­lag­ið, huga þarf að stíf­ingu á sperr­um. Vinna verður eitt­hvað vanda­sam­ari á þak­inu þar sem ekki er lengur klæðn­ing til að ganga á við vinnslu á þak­inu, sjá myndir 4.2-6 til 4.2-8. Þess skal þó getið að þessi lausn hefur verið gerð á Íslandi og tíðkast víða erlend­is. 

*Tjald­á­hrif, efn­islag er með bleytu á annarri hlið og er þurrt á hinni hlið­inni, þar til að þurra hlið er snert þá fer vætan í gegn, vel þekkt á tjöldum og því kallað hér tjald­á­hrif. Myndir 4.2-1a og 4.2-2a sýna lektuð þök með gufuopnu vatnsvarnarlagi (Majcoat), halli > 10°. Myndir 4.2-1b og 4.2-2b sýna lektuð þök með gufuopnu vatnsvarnarlagi (Majcoat), halli > 5°.

Komið er á markað raka­varn­ar­lag sem hefur stefnu­virka raka­mót­stöðu (Siga Majrex) þ.e. raka­mót­staðan er lægri á þeirri hlið sem snýr að bygg­ing­ar­hlut­anum heldur en þeirri sem snýr inn að vist­ar­ver­unni, sem gerir það að verkum að bygg­ingarraki getur sveimað úr bygg­ing­ar­hlut­anum og inn. Þetta eykur öryggi bygg­ing­ar­hlut­ans, m.a. þegar bygg­ingarraki eða raka­smit eru í bygg­ing­ar­hlut­an­um. Þetta raka­varn­ar­lag er einnig hægt að nota í þeim til­fellum sem loftun „þaka“ verður ekki komið við, eins og t.d. inn­dregnar sval­ir, og er því mögu­leg lausn þegar halli er <5°. 

Til eru efni sem eru fram­leidd með við­eig­andi eig­in­leik­um, þ.e. eru vatns­þétt en gufu­op­in. Upp­lýs­ingar um þessi efni má finna m.a. hér.

Gallar við að vera með lektað þak með gufu­opnu vatns­varn­ar­lagi er að lausnin er ný á Íslandi og því þurfa hönn­uðir og smiðir að aðlaga sig að frá­gangi í skot­renn­um, við renn­ur, þak­k­anta og svo fram­veg­is.

Kostir þeirrar upp­bygg­ingar sem fjallað er um og sýnd í kafla 4.2, þar sem „loft­rás­in“ er komin út fyrir vatns­varn­ar­lag bygg­ing­ar­hlut­ans, eru:

  • Það dregur veru­lega úr áhrifum geisl­un­ar, bæði vegna geisl­unar til him­ins og frá sól­u. 
  • Leki vegna bráðn­unar snævar er úr sög­unni því að aðal­regn­vörnin er „ógötuð“.
  • Lokun „loft­rás­ar“, m.a. vegna of þykkrar ein­angr­un­ar, er úti­lok­uð. 
  • Engin loft­skipti verða í ein­angr­un­inni, bygg­ing­ar­hlut­inn er orð­inn „sam­loku­ein­ing“.
  • Loftun flók­inna þaka og þak­hluta leys­ist nán­ast af sjálfu sér.
  • Raki getur sveimað úr bygg­ing­ar­hlut­anum þótt ekki sé vindur og safn­ast því ekki fyr­ir, þ.e. „loft­rás­in“ virkar þótt ekki sé vind­ur.  

Það má með því með sanni segja að sú breyt­ing að fara úr kreppu­þökum yfir í lektuð þök eins og sýnt er hér að framan sé og verði fram­fara­skref, þó að deili­lausnir og aðferðin séu enn sem komið er lítið þekktar á Ísland­i. 

Heim­ild­ir:

[1] Jón Sig­ur­jóns­son, yfir­verk­fræð­ingur hjá Rann­sókn­ar­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, tveggja manna tal.

[2] Agnar Snæda­hl, Raka­bú­skapur bygg­ing­ar­hluta II, loft­ræst þök og mæl­ing­ar. Loka­verk­efni í bygg­ing­ar­verk­fræði 2009.

[3] Hannu Viitanen, Fact­ors affect­ing the develop­ment of mould and brown rot decay in wooden mater­ial and wooden struct­ures. Upp­sala 1996.

[4] Agnar Snæda­hl, Raki og mygla í bygg­ing­um: Fyr­ir­byggj­andi aðgerð­ir, upp­bygg­ing og lag­fær­ing­ar. Hvernig má fyr­ir­byggja myglu­myndun og við­gerðir á bygg­ing­ar­hlut­um. 6 fyr­ir­lestrar hjá EHÍ, 2013 -2014.

[5] Jón Viðar Guð­jóns­son. Loftun þaka með þunnu loft­bili. Loka­verk­efni í bygg­ing­ar­tækni­fræði. Tækni­skóli Íslands (Há­skól­inn í Reykja­vík). Reykja­vík mars 1990.

[6] Agnar Snæda­hl, Raka­bú­skapur bygg­ing­ar­hluta. Loka­verk­efni í bygg­ing­ar­tækni­fræði 2003.

[7] Sam­tal við Björn Mart­eins­son, á fundum Betri bygg­inga, tíma­setn­ing gleymd.

[8] Sam­tal við Rík­harð Krist­jáns­son, á fundum Betri bygg­inga, 4. jan­úar 2019.

[9] Óform­leg til­raun gerð af Birni Mart­eins­syni. Rann­sókna­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins, 2010.

[10] Swed­ish For­est Industries Feder­ation Swed­ish Wood. Design of tim­ber struct­ures Struct­ural aspects of tim­ber construct­ion.

Teikn­ing­ar: Agnar Snædahl

Höf­undur er fag­stjóri mann­virkja­sviðs Lotu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar