Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða

Sex fornleifafræðingar fjalla um áhrif loftslagsbreytingar á fornminjar á Íslandi í aðsendri grein. Þeir segja að miklu megi enn bjarga en til þess þurfi markvissar aðgerðir ábyrgra stjórnvalda.

Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Auglýsing

Þegar þetta er skrifað geisar aftaka­veður á land­inu öllu, rauð við­vörun á Norð­vest­ur­landi, app­el­sínugul víða ann­ars stað­ar. Í veð­ur­spá dags­ins, 10. des­em­ber 2019 stend­ur:

„Spáð er norðan ofsa­veðri eða fár­viðri (25 til 33 m/s) með mik­illi snjó­komu og skafrenn­ingi. Búast má við víð­tækum sam­göngu­trufl­unum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­unin er í gildi. Búast má við hækk­andi sjáv­ar­stöðu vegna áhlað­anda, allt að 10 m. öldu­hæð og líkur á að smá­bátar geta laskast eða losnað frá bryggju.“

Hækk­andi sjáv­ar­staða og allt að 10 m öldu­hæð er veð­ur­spá sem forn­leifa­fræð­ingar sem rann­saka minjar við sjáv­ar­síð­una hræð­ast hvað mest. Ekki má aðeins búast við eigna­tjóni á bátum við bryggjur sökum slíkrar sjáv­ar­stöðu heldur er nær víst að hún muni hafa í för með sér óaft­ur­kræfa eyði­legg­ingu á menn­ing­ar­arfi okk­ar. Verður eitt­hvað eftir af rann­sókn­ar­svæð­inu næsta sum­ar? Hversu mikil þekk­ing hverfur á haf út að þessu sinni? Minja­staðir eins og býli, ver­stöðv­ar, lend­ingar og naust sem helst er að finna við sjáv­ar­síð­una eru að hverfa. Þetta eru minjar sem iðu­lega tengj­ast sjó­sókn sem var og er ein af und­ir­stöðu­at­vinnu­greinum þessa lands.

Auglýsing

Þrátt fyrir það vitum við enn mjög lítið um sjó­sókn til forna þar sem fáar heild­ar­rann­sóknir hafa verið gerðar á ver­stöðvum og öðrum strand­minj­um. Með nýlegum rann­sóknum á Gufu­skálum á Snæ­fells­nesi, Siglu­nesi við Siglu­fjörð, Sand­vík og Stráka­tanga á Ströndum hófst nýr kafli í rann­sóknum á minjum um sjó­sókn. Þær sýna ber­lega hversu lítið við í raun vitum um sjó­sókn og sjáv­ar­byggðir frá fyrri tíð.

Gufuskálar á Snæfellsnesi fyrir storm. Mynd: Lilja Pálsdóttir

Hækk­andi sjáv­ar­staða og aukin storm­virkni er raun­veru­leiki sem við þurfum að horfast í augu við á Íslandi. Við vitum hins­vegar ekki hvar hættan er mest þar sem okkur skortir enn grunn­yf­ir­lit yfir forn­minjar á Íslandi. Þar að auki eru þeir staðir við sjáv­ar­síð­una sem forn­leifa­fræð­ingar hafa tekið í fóstur og aflað upp­lýs­inga um, að hverfa á haf út á ógn­ar­hraða. Við forn­leifa­fræð­ingar getum ekki gert þetta ein: Stjórn­völdum ber laga­leg og sam­fé­lags­leg skylda til þess að rann­saka og vernda íslenskan menn­ing­ar­arf. Þau verða að setja sjáv­ar­minjar í for­gang.

Forn­leifa­rann­sóknir eru þekktar fyrir að taka langan tíma.Þær eru nákvæmn­is­rann­sóknir sem margir sér­fræð­ingar koma að. Rann­sókn­ar­staðir við sjáv­ar­síð­una eru í hættu vegna land­brots og þola ekki að bíða mörg ár á meðan sótt er um rann­sókn­ar­fjár­magn, að bíða þar til verk­efnið hlýtur næst náð fyrir augum rann­sókna­sjóð­anna. Þessir staðir geta ekki beð­ið, jafn­vel milli ára, því upp­graft­ar­svæði sem skilið er við að sum­ar­lokum er sjaldn­ast það sama að ári.

Rann­sóknir á strand­minjum víða um heim – frá Skotlandi til Alaska – hafa sýnt að forn­leifar eru alls­staðar í stór­hættu vegna sjáv­ar­rofs og hlýn­andi lofts­lags. Á Íslandi benda spálíkön sem gerð hafa verið vegna lofts­lags­breyt­inga sterk­lega til þess að sjáv­ar­rof muni aukast á næstu árum – og mun það auka hætt­una á því að strand­minjar skemmist eða hrein­lega hverfi.

Sandvík á Ströndum. Á myndinni má sjá rofinn sjávarbakka þar sem eru að finna fornminjar frá 9. til 10. öld. Svona leit rofið út í ágúst 2019 en hver staðan er eftir þennan vetur er ómögulegt að segja. Mynd: Lísabet Guðmundsdóttir

Með aðgerð­ar­leysi í lofts­lags­málum í dag bregð­umst við enn og aftur kom­andi kyn­slóð­um. Ef fram heldur sem horfir mun okkur ekki takast að skila menn­ing­ar­arfi til þeirra óspilltum eins og okkur ber skylda til. Nauð­syn­legt er að stjórn­völd átti sig á sögu- og menn­ing­ar­legu gildi strand­minja og búi svo um hnút­ana að þær minjar sem þegar eru í hættu skemmist ekki frekar án forn­leifa­rann­sókna.

Síð­ast­liðið sumar var sett upp minn­is­merki um Ok, fyrsta jökul­inn sem hefur horfið vegna hlýn­un­ar. Við forn­leifa­fræð­ingar efumst um að reistir verði álíka minn­is­varðar um þær minjar sem hverfa á degi hverjum vegna lofts­lags­breyt­inga. Því miklu má enn bjarga en til þess þarf mark­vissar aðgerðir ábyrgra stjórn­valda.

Höf­undar eru forn­leifa­fræð­ing­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar