Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða

Sex fornleifafræðingar fjalla um áhrif loftslagsbreytingar á fornminjar á Íslandi í aðsendri grein. Þeir segja að miklu megi enn bjarga en til þess þurfi markvissar aðgerðir ábyrgra stjórnvalda.

Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Auglýsing

Þegar þetta er skrifað geisar aftaka­veður á land­inu öllu, rauð við­vörun á Norð­vest­ur­landi, app­el­sínugul víða ann­ars stað­ar. Í veð­ur­spá dags­ins, 10. des­em­ber 2019 stend­ur:

„Spáð er norðan ofsa­veðri eða fár­viðri (25 til 33 m/s) með mik­illi snjó­komu og skafrenn­ingi. Búast má við víð­tækum sam­göngu­trufl­unum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð. Ekk­ert ferða­veður er á meðan við­vör­unin er í gildi. Búast má við hækk­andi sjáv­ar­stöðu vegna áhlað­anda, allt að 10 m. öldu­hæð og líkur á að smá­bátar geta laskast eða losnað frá bryggju.“

Hækk­andi sjáv­ar­staða og allt að 10 m öldu­hæð er veð­ur­spá sem forn­leifa­fræð­ingar sem rann­saka minjar við sjáv­ar­síð­una hræð­ast hvað mest. Ekki má aðeins búast við eigna­tjóni á bátum við bryggjur sökum slíkrar sjáv­ar­stöðu heldur er nær víst að hún muni hafa í för með sér óaft­ur­kræfa eyði­legg­ingu á menn­ing­ar­arfi okk­ar. Verður eitt­hvað eftir af rann­sókn­ar­svæð­inu næsta sum­ar? Hversu mikil þekk­ing hverfur á haf út að þessu sinni? Minja­staðir eins og býli, ver­stöðv­ar, lend­ingar og naust sem helst er að finna við sjáv­ar­síð­una eru að hverfa. Þetta eru minjar sem iðu­lega tengj­ast sjó­sókn sem var og er ein af und­ir­stöðu­at­vinnu­greinum þessa lands.

Auglýsing

Þrátt fyrir það vitum við enn mjög lítið um sjó­sókn til forna þar sem fáar heild­ar­rann­sóknir hafa verið gerðar á ver­stöðvum og öðrum strand­minj­um. Með nýlegum rann­sóknum á Gufu­skálum á Snæ­fells­nesi, Siglu­nesi við Siglu­fjörð, Sand­vík og Stráka­tanga á Ströndum hófst nýr kafli í rann­sóknum á minjum um sjó­sókn. Þær sýna ber­lega hversu lítið við í raun vitum um sjó­sókn og sjáv­ar­byggðir frá fyrri tíð.

Gufuskálar á Snæfellsnesi fyrir storm. Mynd: Lilja Pálsdóttir

Hækk­andi sjáv­ar­staða og aukin storm­virkni er raun­veru­leiki sem við þurfum að horfast í augu við á Íslandi. Við vitum hins­vegar ekki hvar hættan er mest þar sem okkur skortir enn grunn­yf­ir­lit yfir forn­minjar á Íslandi. Þar að auki eru þeir staðir við sjáv­ar­síð­una sem forn­leifa­fræð­ingar hafa tekið í fóstur og aflað upp­lýs­inga um, að hverfa á haf út á ógn­ar­hraða. Við forn­leifa­fræð­ingar getum ekki gert þetta ein: Stjórn­völdum ber laga­leg og sam­fé­lags­leg skylda til þess að rann­saka og vernda íslenskan menn­ing­ar­arf. Þau verða að setja sjáv­ar­minjar í for­gang.

Forn­leifa­rann­sóknir eru þekktar fyrir að taka langan tíma.Þær eru nákvæmn­is­rann­sóknir sem margir sér­fræð­ingar koma að. Rann­sókn­ar­staðir við sjáv­ar­síð­una eru í hættu vegna land­brots og þola ekki að bíða mörg ár á meðan sótt er um rann­sókn­ar­fjár­magn, að bíða þar til verk­efnið hlýtur næst náð fyrir augum rann­sókna­sjóð­anna. Þessir staðir geta ekki beð­ið, jafn­vel milli ára, því upp­graft­ar­svæði sem skilið er við að sum­ar­lokum er sjaldn­ast það sama að ári.

Rann­sóknir á strand­minjum víða um heim – frá Skotlandi til Alaska – hafa sýnt að forn­leifar eru alls­staðar í stór­hættu vegna sjáv­ar­rofs og hlýn­andi lofts­lags. Á Íslandi benda spálíkön sem gerð hafa verið vegna lofts­lags­breyt­inga sterk­lega til þess að sjáv­ar­rof muni aukast á næstu árum – og mun það auka hætt­una á því að strand­minjar skemmist eða hrein­lega hverfi.

Sandvík á Ströndum. Á myndinni má sjá rofinn sjávarbakka þar sem eru að finna fornminjar frá 9. til 10. öld. Svona leit rofið út í ágúst 2019 en hver staðan er eftir þennan vetur er ómögulegt að segja. Mynd: Lísabet Guðmundsdóttir

Með aðgerð­ar­leysi í lofts­lags­málum í dag bregð­umst við enn og aftur kom­andi kyn­slóð­um. Ef fram heldur sem horfir mun okkur ekki takast að skila menn­ing­ar­arfi til þeirra óspilltum eins og okkur ber skylda til. Nauð­syn­legt er að stjórn­völd átti sig á sögu- og menn­ing­ar­legu gildi strand­minja og búi svo um hnút­ana að þær minjar sem þegar eru í hættu skemmist ekki frekar án forn­leifa­rann­sókna.

Síð­ast­liðið sumar var sett upp minn­is­merki um Ok, fyrsta jökul­inn sem hefur horfið vegna hlýn­un­ar. Við forn­leifa­fræð­ingar efumst um að reistir verði álíka minn­is­varðar um þær minjar sem hverfa á degi hverjum vegna lofts­lags­breyt­inga. Því miklu má enn bjarga en til þess þarf mark­vissar aðgerðir ábyrgra stjórn­valda.

Höf­undar eru forn­leifa­fræð­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar