Verkin vega þyngra en orðin

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, svarar hér grein Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda.

Auglýsing

Við lestur greinar sem fram­kvæmda­stjóri Félags atvinnu­rek­enda (FA) skrif­aði í Kjarn­ann í gær kemst maður ekki hjá því að álykta sem svo að hann hafi fundið til sviða við lestur greinar minnar í Morg­un­blað­inu 19. des­em­ber sl. Meðal ann­ars sakar fram­kvæmda­stjór­inn mig um „að skrifa gegn betri vit­und“, fara með „rök­leysu“ og jafn­vel aðhyll­ast laga­breyt­ingar sem muni leiða af sér vöru­skort. Í grein­inni reifar fram­kvæmda­stjór­inn efni umsagna FA um umrætt laga­frum­varp ráð­herra um breyt­ingu á ýmsum laga­á­kvæðum um toll­kvóta fyrir inn­fluttar land­bún­að­ar­af­urðir og bendir á eitt og annað sem þar hafi komið fram máli sínu til stuðn­ings. 

Hugs­an­lega var meg­in­efni greinar minnar frá 19. des­em­ber sl. ekki nógu skýrt í huga fram­kvæmda­stjór­ans og því tel ég rétt að koma útskýr­ingu á framfæri.

Auglýsing

Það ætti öllum að vera ljóst að breyt­ingar á reglu­verki sem snertir búvöru­fram­leiðslu með einum eða öðrum hætti eru við­kvæmar og erf­iðar við­fangs. Hags­munir bænda og búgreina njóta jafnan ríks stuðn­ings meðal þing­manna. Af þeim sökum hafa verið tekin afar stutt skref í átt sem gagn­ast gæti neyt­end­um. Það er ekki annað hægt en að ætla að þessu hafi fram­kvæmda­stjór­inn gert sér grein fyr­ir. 

Það væri hægt að eyða mörgum orðum í umfjöllun um hvort mik­ill munur sé á afstöðu FA og SVÞ til ein­stakra atriða laga­frum­varps ráð­herra. Til að mynda lýstu SVÞ einnig efa­semdum um nið­ur­stöðu starfs­hóps um úthlutun toll­kvóta land­bún­að­ar­ráð­herra og töldu til­lögu full­trúa Neyt­enda­sam­tak­anna mun betri en sú sem end­aði í frum­varp­inu. Þá hafa SVÞ jafn­framt lýst því yfir að árs­tíða­bundin og föst úthlutun toll­kvóta fyrir til­teknar vörur gæti ekki orðið óbreyt­an­leg og var­an­leg lausn. Slík umfjöllun eða sam­an­burður mundi hins vegar ekki bæta neinu við. Ástæðan er sú að grund­vall­ar­mun­ur­inn á afstöðu SVÞ og FA til laga­frum­varps ráð­herra birt­ist ein­fald­lega ekki í umsögnum eða annarri opin­berri umfjöllun heldur í gjörðum FA. Þrátt fyrir að FA hafi, líkt og SVÞ, síst talið frum­varpið galla­laust við­ur­kennir fram­kvæmda­stjór­inn það bein­línis í grein sinni að neyt­endur munu hið minnsta njóta tíma­bundins ávinn­ings af því breytta útboðs­fyr­ir­komu­lagi toll­kvóta sem nú hefur verið lög­fest. SVÞ taldi að með því væri stigið skref í rétta átt þó vissu­lega hefði skrefið mátt vera annað og stærra. Umsögn FA um frum­varpið verður í ljósi greinar fram­kvæmda­stjór­ans ekki skilin öðru­vísi en að félagið hafi alfarið hafnað því skrefi. Loka­hnykk­inn rak FA svo með þátt­töku í yfir­lýs­ingu sem fram­kvæmda­stjór­anum gat ekki dulist að mundi valda vatna­skil­um. Enda fór svo að meiri hluti atvinnu­vega­nefndar setti fram til­lögur sem styttu skrefið enn meira en ráð­herra lagði upp með. Við það til­efni gaf fram­sögu­maður máls­ins, alþing­is­mað­ur­inn Halla Signý Krist­jáns­dóttir frá sér yfir­lýs­ingu þar sem eft­ir­far­andi kom m.a. fram: 

„[...] und­ir­rituð full­yrðir að þær gagn­rýniraddir sem bár­ust frá ólíkum hags­muna­sam­tökum bænda, félagi atvinnu­rek­anda og neyt­enda­sam­tök­unum fengu fram­sögu­mann máls­ins til að taka í hand­brems­una en með seigl­unni og góðs stuðn­ings þing­flokks­ins náð­ist að koma þeim í höfn.“ 

Þrátt fyrir alla ágall­ana á laga­frum­varpi ráð­herra var það ein­dregin skoðun SVÞ að á heild­ina litið mundi sam­þykkt þess skila neyt­endum ábata. Mat ráð­herra var að sá ábat­inn gæti numið 240–590 millj­ónum króna á ári. SVÞ hafði ekki for­sendur til að rengja það mat og ekki verður séð að það hafi FA heldur gert. Slíkur ábati hefði vissu­lega ekki verið nein himna­send­ing en þó skref í rétta átt. 

Nú hefur Alþingi fengið frum­varp­inu laga­gildi og virð­ist yfir­lýs­ing FA hafa átt ríkan þátt í því að neyt­enda­á­bat­anum var að miklu leyti varpað fyrir róða. 

Það var í fram­an­greindu sam­hengi sem ég leyfði mér að vísa til svohljóð­andi kín­versks máls­háttar í grein minni hinn 19. des­em­ber sl.: „Það heyr­ist jafnan meira í því sem þú gerir en í því sem þú seg­ir“. Í efn­is­sam­hengi grein­ar­innar var merk­ingin sú að það skiptir í raun ekki máli þó þú berj­ist opin­ber­lega fyrir til­teknum sjón­ar­miðum ef gjörðir þínar bera vott um að ann­ars­konar hags­munir ráði för. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent