Stabat mater, Móðir Jörð; nokkur orð um arðrán og tilfinningar

Sólveig Anna Jónsdóttir fjallar um tengingu hamfarahlýnunar, kapítalisma og misskiptingar í aðsendri grein.

Auglýsing

„Hún var grafal­var­leg. Húðin í and­liti hennar virt­ist næf­ur­þunn, við það að rifna, líkt og papp­ír. Undir henni ríkti tak­marka­laus sorg. Þó grét hún ekki. Það var eins og hún væri að reyna eitt­hvað.“ Úr bók­inni Hugs­an­lega hæfir eftir Peter Høeg, bók um með­ferð kerfis á börn­um, bls. 74, Eygló Guð­munds­dóttir þýddi.

„Hvernig dirf­ist þið?“ sagði Greta Thun­berg við Sam­ein­uðu þjóð­irnar. Hvernig dirf­ist þið að hugsa um pen­inga og hag­vöxt á meðan að vist­kerfin eyð­ast. Hún var grafal­var­leg og húðin í and­liti hennar virt­ist næf­ur­þunn.

-----

Fyrir stuttu síðan fékk ég að sitja á milli Sig­mundar Dav­íðs og Guð­mundar Andra í útvarps­þætt­inum Sprengisandi. Í þætt­inum voru m.a. svokölluð lofts­lags­mál eða loft­lags­vand­inn rædd. Stuttu seinna las ég svo texta frá þeim báðum, ann­ars vegar ára­móta­grein Sig­mundar í Morg­un­blað­inu og hins vegar Face­book-­stöðu­færslu Guð­mundar Andra sem að Kjarn­inn flutti frétt af. Þar var áfram fjallað um lofts­lags­mál.

Fyrst ætl­aði ég að segja nokkur orð, inn­blásin af orðum mann­anna tveggja. En svo fengu þau ekki nema stutta stund að vera fýsi­belg­ur­inn sem kynnti glæður orð­anna minna. Orð allra sem að fara með völd á eyj­unni í til­efni ára­móta urðu mér inn­blást­ur, olía ef svo má að orði kom­ast, á eld þeirrar blöndu af undrun og tor­tryggni, sorg og skiln­ingi sem býr inn í hjart­anu á mér í upp­hafi nýs árs.

-----

Eitt af Flagg­skipum kap­ít­al­ism­ans brenn­ur. Þjóð­ríki, einn af minn­is­vörðum um yfir­ráða­stefnu hinna vold­ugu og yfir­ráða­stefnu hinna hvítu logar, inní því eru á flótta undan eld­inum tugir þús­unda mann­fólks, inní því eru brunnin á báli hryll­ings­ins 500 millj­ónir dýra. Brút­al­ismi vest­rænnar sam­fé­lags­gerðar gagn­vart nátt­úru er hold­gerður í hvítum karli á toppi stig­veld­is­ins, hann horfir beint á kjarn­orku­sprengj­una og segir „Hér er ekk­ert sér­stakt að sjá. Það hefur alltaf verið eldur í Ástr­alíu.“

Allt sem best og merki­leg­ast hefur verið talið og verð­mætast; vest­ræn gildi, með alla sína menntun og allan sinn menn­ing­ar­arf, allt sitt lýð­ræði og öll sín lífs­gæði geta ekk­ert gert til að stoppa að líf­ríkið brenni. Allt sem að hér hefur upp verið talið má sín einskis fyrir upp­söfn­uðu kap­ít­ali og risa­hnef­anum á því; Ástr­alía er stærsti útflytj­andi heims­ins á kolum og gasi.

Auglýsing

Af hverju logar þessi eld­ur? Svarið er ekk­ert flók­ið. Sagan og nútím­inn eru leidd saman af pírómön­um, árhund­ruðin af brennslu jarð­efna­elds­neytis og spegla­salur sam­tím­ans, þar sem valda­stéttin ráfar um, inní kast­al­anum efst á haus­kúpu-hæð­inni. Ef að ein­hver reynir að færa með­limum hennar fregnir úr kola-kjall­ar­anum er svar­að: „Í mann­kyns­sög­unni hefur aldrei neinn haft það eins gott og ég. Nýárs­heitið mitt var að læra að spila á fiðlu. Ég fer einmitt í fyrsta tím­ann í dag.“

„Sagan hefur lifnað við í gegnum nátt­úru sem að hefur gert slíkt hið sama,“ skrifar Andr­eas Malm. En nátt­úran hefur ekki, þrátt fyrir að vera Reg­inafl, neitt pláss í spegla­saln­um. Þar taka arð­sem­is­sjón­ar­mið hins kap­ít­al­íska kerfis ennþá allt plássið, þau efna­hags­legu lög­mál sem að sumt fólk, í oflæti sínu, telur svo heilög að það er til­búið til að taka þátt í því að sefa við­brögð og breiða yfir stað­reynd­ir, til­búið í heimsendi frekar en enda­lok kap­ít­al­ism­ans.

Orsakir og afleið­ingar eru aug­ljós­ar, nið­ur­staðan hræði­leg. En í spegla­salnum höfum við aldrei haft það betra, aldrei átt fleiri spegla. Við erum best í mann­kyns­sög­unni, aldrei neinn verið betri.

Hvernig dirf­ist þið? sagði barnið Greta. Sumir menn, menn eins og Sig­mundur Davíð velta sér upp úr risa­vöxnum til­finn­ingum stúlkunn­ar, horfa á hana með þjósti og þykj­ast hafa af henni áhyggj­ur. Voða­lega líður henni eitt­hvað illa! Sumir menn þola verst af öllu kven­fólk með til­finn­ing­ar. Með því að beina athygl­inni að líðan Gretu ætla þeir að koma sér hjá því að tala um orsakir þess að hjarta hennar slær hrað­ar, orsakir reið­inn­ar, sorg­ar­inn­ar: Sjötta stóra útrým­ingin er hafin.

Ægi­leg móð­ur­sýki er í þess­ari stelpu. Sér hún ekki hvað ég hef það gott?

Til að ná ein­hverju sem að hægt væri að kalla stöð­ug­leika (hér hljótum við að velta fyrir okkur raun­veru­leik­anum and­spænis spegla­saln­um; stöð­ug­leiki er upp­á­halds­orð vest­rænnar valda­stéttar en hún gerir aldrei neitt til að láta hann raun­ger­ast, kerfið nær­ist á óstöð­ug­leika) þarf að minnka stór­kost­lega losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­undum og hefja aðgerðir til að lag­færa þann skaða sem að unnin hefur verið á líf­rík­inu með brennslu á jarð­efna­elds­neyti í gegnum ald­irn­ar. Ekk­ert slíkt er í sjón­máli, þvert á móti. Á hnatt­rænan mæli­kvarða er árið sem að nú er nýliðið metár í losun á koltví­sýr­ingi.

Hvernig getur staðið á því? Þrátt fyrir allt sem við vit­um, allt sem að vís­inda­fólk og frum­byggja­fólk hefur sagt okkur und­an­farin ár og ára­tugi um þá miklu ógn sem að líf­rík­inu og mann­legri til­veru stafar vegna brennslu á jarð­efna­elds­neyti; hvernig getur staðan samt verið þessi? Eins og áður er svarið ekki flókið en hræði­legt: Á Global Fortune 500 list­anum yfir vold­ug­ustu fyr­ir­tæki ver­aldar eru 6 af 10 efstu sæt­unum vermd af jarð­efna­elds­neyti­skap­ít­al­inu. Á ver­ald­ar­vísu eru skrímslin sem að nær­ast af gróð­anum sem að jarð­efna­elds­neyt­is-hag­kerfið skapar stærst, sterku­st, grimmust. Eiga mest og mega mest.

Met eru slegin í los­un, ár eftir ár. Met eru slegin í morð­um; Pin­kertonar sam­tím­ans fara um og drepa málsvara líf­rík­is­ins, mann­eskj­urnar sem búa eins langt í burtu frá spegla­salnum og hægt er að hugsa sér, fólkið við útmörk­in, fólkið í kjall­ar­an­um, þau sem að búa í hlut­veru­leik­an­um, þau sem að hafa fengið úthlutað hlut­verk­inu Colla­teral damage í þess­ari mögn­uðu upp­setn­ingu á Arðrán­inu, þessu hámarki grill-­veisl­unnar.

Á þessum mann­kyns­sögu­legu tíma­mótum er hlut­verk hinna ríku á þess­ari jörðu svo­leiðis að eyði­legg­ing er skipun dags­ins. For­tíðin mótar nútím­ann, staðan er afleið­ing sögu síð­ustu árhund­raða. Kostn­aður vegna arð­ráns­ins, kostn­að­ur­inn vegna for­rétt­indana og kostn­að­ur­inn við blind­una sem að þau slá fólk með er ekk­ert minna en skelfi­legur en nið­ur­staðan er full­kom­lega rök­rétt þegar við horfum yfir far­inn veg. Yfir aldir öfganna.

Fjölda­eyð­ing í boði mann­kyns­sögu hinna ríkustu; þess­vegna bera til­finn­ingar Gretu hana því sem næst ofur­liði. Eðli­leg­ustu við­brögð sem að hægt er að hugsa sér.

Til að lina og milda afleið­ing­arnar hinna mann­gerðu hörm­unga eru átök við kap­ít­al­ismann óum­flýj­an­leg. Kap­ít­alistar verða að tapa. Þú heldur ekki í hend­ina á kúg­ar­anum á meðan þú gerir upp­reisn gegn kúg­un. Umskiptin verða á kostnað þeirra. Það er aug­ljóst. Alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki munu þurfa að taka á sig mikið tap þegar að við hættum að kynda bálið fyrir þau. Vold­ug­ustu kap­ít­alistar í heimi munu missa völdin sín. Heldur ein­hver að þeir muni gefa þau eftir án átaka? Finnst ein­hverjum að við eigum við að halda áfram að bíða eftir því að frum­kvöðlar og fjár­magns­eig­endur kom­ist að ásætt­an­legri nið­ur­stöðu? Hver ákvað eig­in­lega að rétt nið­ur­staða fyrir auð­valdið væri þess virði að bíða eft­ir? Hverjum er ekki sama um þeirra „sunk cost“? Hver hefur meiri áhyggjur af þeim en haf­inu, mold­inni, líf­rík­inu? Fólk­inu?

Átökin við auð­magns­kerfið eru óum­flýj­an­leg. Þau eru þegar haf­in. There is no alt­ernati­ve; fólkið úr kjall­ar­anum bankar á hurð­ina á kast­al­anum efst á hæð­inni: „I'm knock­ing on the doors of your Hum­mer, Hum­mer.“

„Það þarf þrótt­mikið sam­starf vís­inda og fyr­ir­tækja við að þróa tækni­legar lausnir þar sem stjórn­völd hafa hönd í bagga – leiða saman – stýra för – en stjórna ekki stóru og smáu eða gera allan arð upp­tækan, eins og fylgir mið­stýrðu hag­kerf­i,“ sagði Guð­mundur Andri. Ég ætla að svara hon­um:

Arður er stöðugt gerður upp­tæk­ur. Hann er gerður upp­tækur allan sól­ar­hring­inn hring­inn í kringum heim­inn, af inn­blás­inni hug­mynda­auðgi, hug­mynda­auðgi sem að fengið hefur að blómsta í gjöf­ulum jarð­vegi rík­is­vædds kap­ít­al­isma, alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar, nýfrjáls­hyggj­unn­ar, algjörum vesæl­dómi frjáls­lynds lýð­ræðis gagn­vart auð­vald­inu. Hverjir gera arð­inn upp­tækan? Kap­ít­alist­ar. Af hverjum taka þeir hann? Af vinn­andi fólki, alþýðu heims­ins. Mann­eskja sem að vinnur við að fram­leiða, hvort sem er varn­ing eða mann­legt sam­fé­lag fær aldrei raun­ver­lega það sem að vinna hennar skóp. Ver­öldin er t.d. full af konum sem þurfa að fara heims­álf­anna á milli til að selja aðgang að vinnu­afl­inu sínu sem er af inn­blás­inni og sögu­legri grimmd und­ir­verð­lagt skelfi­lega, m.a. sökum þess að hin alþjóð­lega valda- og auð­stétt hefur ákveðið að mik­il­væg­ast sé að tryggja að „arður sé ekki gerður upp­tæk­ur“. Arð­ur­inn er gerður upptækur af ein­ga­lausum kon­um, já, líka hér á Íslandi. Mark­vis­st, án afláts.

Óbreytt ástand, blandað ástand, teknókrasía, búrókrasía, lais­sez-faire. Allt er í boði, allt nema það að hafna arðrán­inu í mann­legum og vist­fræði­legum sam­skipt­um. Það er sann­leik­ur­inn sem fólg­inn er í orð­unum There is no alt­ernati­ve: Arð­inn má ekki gera upp­tæk­an.

Ekki stjórna stóru og smáu. 26 menn eiga jafn mikið og fátæk­ari helm­ingur mann­kyns, fólkið í kjall­ar­an­um, en plís, ekki gera allan arð­inn upp­tækan.

Við getum ekki haft stjórn á leik­reglum nátt­úr­unn­ar. Sífelld og óstöðv­andi brennsla á jarð­efna­elds­neyti orsakar sífellt vax­andi C02 í and­rúms­loft­inu, það er nátt­úru­lög­mál. En við getum haft stjórn á því hvernig sam­fé­lagi við búum í, leik­reglum þess kerfis sem að við lifum við. Öll þau sem að trúa enn á að arð­ráns­kerfið skuli ákveða leik­reglur mann­legs sam­fé­lags lifa í stór­kost­legri afneitun á afleið­ing­un­um. Hættu­legri afneit­un.

Ég er alveg til í að arður arð­ræn­ingj­anna sé gerður upp­tækur af kon­unum í kjall­ar­an­um. Ég vona að þær láti til skarar skríða.

Arð­rán og kúg­un, upp­taka lands, pró­letar­í­at-væð­ing mann­kyns; full lotn­ingar á því reg­inafli sem að býr í kap­ít­al­ism­anum ráfa þau um inn í spegla­saln­um:

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna, haldin í nýliðnum des­em­ber, var grill­veisla Óbreytts ástands, skil­aði engum árangri. Hún var bil­un, hnign­un, aft­ur­för. Hún var van­ræksla, hún var gjald­þrot, hún féll á prófi. Fjöl­þjóð­leg sam­vinna komst að nið­ur­stöð­unni að best væri að halda áfram að leyfa nokkrum mönnum að drottna yfir líf­rík­inu. Sam­fé­lags­gerð grill­veisl­unnar lengi lifi!

Við búum á Auð­valds­öld en valda­stéttin getur ekki einu sinni sagt auð­vald. „Hið gamla deyr og það nýja getur ekki fæðst; í milli­bils­á­stand­inu birt­ast ýmis og fjöl­breytt sjúk­leg ein­kenn­i.“ Að geta ekki sagt sönn orð um raun­veru­leik­ann er sjúk­legt ein­kenni. Að vilja ekki segja satt, að vilja ekki tala um sann­leik­ann er paþ­ólógía.

Hjá sumum mann­eskjum vekur bálið engar sér­stakar til­finn­ing­ar. Risa­vaxn­ir, mann­kyns­sögu­legir atburðir eru ekk­ert sér­stak til að velta fyrir sér. Sumar mann­eskjur geta staðið á bjarg­brún­inni, horft ofan í hyl­dýpið og haft fulla stjórn á til­finn­ingum sín­um. Þær upp­lifa ekki felmt­ur, ofboð, hvað þá skelf­ingu. Þessar mann­eskjur trúa því að vilji þeirra til að móta allt í kringum sig muni sveigja raun­veru­leik­ann undir sig. Muni sveigja hyl­dýpið til hlýðni. „Sá einn sem áfram sækir.“

Fólkið í spegla­saln­um, djúpt inn í kast­al­an­um, efst á hæð­inni, horfir á heim­inn og telur hann góð­an. Hér væri hægt að segja brand­ara um Altúngu en mér líður ein­hvern­veg­inn eins og tími brandar­anna sé lið­inn. Þau horfa á ótrú­lega og skelfi­lega hluti eiga sér stað og kom­ast ekki í upp­nám, það er til marks um ástundun vest­rænna gilda að kom­ast ekki í upp­nám. Þau sjá fólk sem að látið hefur verið gjalda grimmi­lega og af offorsi fyrir stöðu sína í ver­ald­ar­stig­veld­inu, fólk í suðr­inu, brúnt og svart fólk, fátækt fólk, sumt ó-iðn­vætt, sumt fórn­ar­lömb grimmi­legs arð­ráns, rog­ast um með skelfi­legar byrðar hins sjúka órétt­lætis sem hvílir eins og mara á ver­öld­inni og þau upp­lifa ekki djúpa löngun til að umbreyta kerf­inu sem býr til ástand­ið. Þau nota sviðs­pall­inn sinn sem þeim hefur hlotn­ast vegna for­rétt­inda þeirra sem að þau njóta í svo ríkum mæli, til að draga úr mögu­leik­anum á því að upp­gjörið við arðránið megi hefj­ast.

Auglýsing

Við erum komin inn í veru­leik­ann þar sem kap­ít­al­ism­inn nær hápunkti sínum í svaka­leg­ustu trickle-down sprengju sem sögur fara af. Sam­einda­sýran úr Xen­omorp­hinu, klímax úr eldi og brenni­steini. Árhund­ruðin af brennslu jarð­efna­eld­neyt­is­ins til að knýja áfram mask­ínu arð­ráns­ins hafa skapað þá kap­ít­al­ísku losun sem mann­kynið þarf nú að takast á við. Ástandið krefst stór­kost­lega inn­gripa. Engar nýjar kola­verk­smiðjur mega rísa, engir nýjir olíu­bor­p­all­ar. Umskipti í end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa geta ekki beð­ið. Strax þarf að inn­heimta skatta-skuld­ina hjá fjár­magns­eig­endum og atvinnu­rek­end­um, strax verður að loka öllum skatta­skjól­um. Strax verður að við­ur­kenna algjöran rétt frum­byggja­þjóða til þess lands sem að þær búa á, rétt þeirra til að lifa frjáls undan eigna­upp­töku og ofbeldi, rétt þeirra til að leiða bar­átt­una fyrir sam­lífi mann­fólks og nátt­úru. Strax verður að gefa upp á bát­inn þá blekk­ingu sem sjón­hverfinga­fólkið í spegla­salnum hefur skap­að, kolefn­is­mark­að­inn. Það er glæpur að láta mark­aðs­öfl­in, helsta óvin líf­rík­is­ins, fá enn meiri völd til að græða á Móður Jörð. Strax verður að gera arð meng­un­ar-auð­valds­ins upp­tækan og nota í að bæta lífs­kjör arð­rændrar alþýðu ver­ald­ar­inn­ar. Strax þarf að inn­leiða rétt­læti í mann­legum sam­skipt­um. Strax þarf að bjarga ver­öld­inni okk­ar.

Ég trúi því að allt fólk sé fætt jafnt, að allt fólk hafi nákvæm­lega sama óum­deil­an­lega rétt til að lifa frjálst undan því að vera kastað á auð­söfn­unn­ar­bál ágjörn­ustu ein­taka stofns­ins. Ég trúi því að ekk­ert betra geti gerst en að við sam­ein­umst í að hafna því að nið­ur­staðan í „sam­tal­inu“ um til­veru okkar sé að yfir­ráð arð­ráns­kerf­is­ins, í öllum sínum fjöl­breyttu og skelfi­legu útgáf­um, fái að lifa, vaxa og dafna á meðan að vist­kerfi ver­ald­ar­innar eyð­ast. Ég neita að sam­þykkja að ver­öldin okk­ar, Móðir Jörð, breyt­ist í kaunum slegna tötra­hypju, þjáða og sjúka. Ég neita að sam­þykkja að hund­ruðir millj­óna mann­fólks þurfi að leggja á flótta frá heim­kynnum sínum ein­fald­lega vegna þess að 1%-ið neitar að hætta að rústa sam­eig­in­legum heim­kynnum okkar. Kap­ít­alocene hefur gripið ver­öld­ina í krumlu sína; í upp­hafi nýs árs hvet ég okkur öll til að sjá og við­ur­kenna að bar­áttan fyrir fram­tíð okkar er and-kap­ít­al­ísk. Hún getur ekki verið neitt ann­að. Úr kjall­ar­anum sækjum við upp hæð­ina, alla leið að kast­al­an­um, alla leið inn að spegla­saln­um, til að brjóta hann í þús­und mola. Fámenn valda­stétt getur ein­fald­lega ekki lengur kom­ist upp með að leyfa for­hertri auð­stétt að kom­ast upp með hvað sem er. Fólk og líf­ríkið allt geta ekki lengur þolað það að vera und­ir­seld hags­munum hinna auð­ugu og snar­brjál­uðu. Við skulum ekki lengur ráfa stefnu­laust um fyrir utan spegla­sal­inn, án þess að kom­ast þangað inn, en þó algjör­lega á valdi þeirra bragða og brellna sem að þar verða til. Er það ekki aug­ljóst; ekki ætlum við að leyfa að móðir okkar allra, þetta stór­kost­leg­asta krafta­verki sem að mennsk augu hafa nokkru sinni lit­ið, sé grilluð til að óvinir okkar geti grætt?

There is no alt­ernati­ve. Ég vona að kon­urnar og börnin úr kjall­ar­anum leiði sam­an, stýri för, geri árás á kast­al­ann og ég vona að ridd­ar­inn Kató drep­ist. Þessi von er ára­móta heitið mitt.

-----

Ástr­alía brenn­ur. Stærsti útflytj­andi ver­aldar af kolum og gasi fram­kvæmir æðis­gengna sjálfsíkvekju. 500 millj­ónir dýra brennd á báli, fólk á flótta innan úr bræðslu­ofn­inn, allt fuðrar upp. „Þetta er ekki kjarr-eld­ur, þetta er kjarn­orku­sprengja.“

„Það hefur alltaf verið eldur í Ástr­al­íu,“ segir einn af æðstu valda­mönnum lands­ins. Eruði ekki með loft­kæl­ingu í Hum­mernum ykkar eins og ég?

„Vin­sam­leg­ast segið mér: Hvernig get­iði brugð­ist við þessum tölum án þess að upp­lifa í það minnsta ein­hverja skelf­ingu? Hvernig bregð­ist við þeirri stað­reynd að ekk­ert er að gert, án þess að upp­lifa neina reiði? Og hvernig kom­iði skila­boð­unum áfram án þess að hljóma eins og hrakspá­mað­ur? Mig langar virki­lega til að vita það.“

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar