Svona rústar maður heilbrigðiskerfi

Auglýsing

Það er ekk­ert svo flókið mál að rústa heilu heil­brigð­is­kerfi og meira að segja til marg­reynd upp­skrift sem virkar með fljót­virkum hætti. Sömu upp­skrift má svo yfir­færa á aðra vel­ferð­ar­þjón­ustu t.d. mennta­kerf­ið. Svona er þetta gert:

Í upp­hafi er til staðar ágæt­lega fún­ker­andi heil­brigð­is­kerfi, kostað úr sam­eig­in­legum sjóðum almenn­ings, fyrir almenn­ing. Allir sitja við sama borð og sjúk­lingum er ýmist sinnt í þeirri röð sem þeir koma eða eftir alvar­leika þess sem hrjáir þá, eftir atvik­um. Bestu kerfin leggja líka áherslu á for­varnir og lýð­heilsu svo færri veik­ist. Stjórn­endur vita nefni­lega að það borgar sig, líka í pen­ing­um.

Fyrsta stigið í eyði­legg­ing­unni fellst í að skera niður fé til kerf­is­ins. Ekki verður hægt að end­ur­nýja nauð­syn­legan bún­að, ráða nógu marga í störf­in, end­ur­mennta fólk eða sinna við­halda fast­eigna. Myglu­sveppur hjálp­ar. Þess­ari aðgerð er svo áfram­hald­ið, bæði nokkuð stöðugt en líka með áhlaupi. Nauð­syn­legt er að fjár­fram­lög til heil­brigð­is­mála haldi alls ekki í verð­lags­þróun en einnig er gott að taka upp sér­stakt orð­færi er aðgerð­unum er lýst. Forð­ast skal að tala um nið­ur­skurð en ræða þess í stað um hag­ræð­ingar og nauð­syn þess að for­svars­menn stofn­anna haldi sig innan fjár­heim­ilda.

Auglýsing

Næst er spjót­unum beint að heil­brigð­is­starfs­fólk­inu. Nauð­syn­legt er að tryggja að launa­þróun standi í stað og fylgi ekki nágranna­ríkjum okk­ar. Þá er einnig skyn­sam­legt að reyna að haga kjara­samn­ingum með þeim hætti að rétt­indi fólks auk­ist ekki. Góður leikur er t.d. að fá hjúkr­un­ar­fræð­inga til að semja af sér kaffi­tíma og mat­ar­hlé. Ef starfs­fólk beitir verk­falls­vopn­inu skal setja lög á verk­föll­in. Mark­miðið er að sem flestir finni sér annað að gera eða flýji land.

Sam­hliða hinu almenna heil­brigð­is­kerfi skal koma upp einka­reknu kerfi. Skyn­sam­legt er að byrja smátt og með sér­hæfð verk­efni sem gefa vel í aðra hönd­ina. Ákveðnir læknar fá því tæki­færi til að reka sjálf­stæðar stofur sem gefa ágæt­lega í aðra hönd­ina en halda jafn­framt áfram að vinna á opin­berum heil­brigð­is­stofn­un­um. Þannig fá þeir sam­an­burð og finna á eigin skinni hvað hið þægi­lega, einka­rekna heil­brigð­is­kerfi getur gert fyrir þá og þeirra fjár­hag. Fyrst um sinn er þessi einka­rekstur þó fjár­magn­aður úr vasa skatt­greið­enda í gegnum sjúkra­trygg­ingar rík­is­ins.

Næsta skref í einka­væð­ing­ar­ferl­inu er að bjóða betri þjón­ustu þar. Skapa þarf biðlista eftir þjón­ust­unni í almenna kerf­inu. Það er gert með hinni heilögu þrenn­ingu; mann­eklu, fjár­skorti og aðstöðu­leysi. Þegar fólk þarf orðið að bíða í eitt eða tvö ár eftir nýrri mjöðm eða auga­steinum er til­valið að koma á einka­rek­inni hlið­ar­leið. Fólk með sæmi­legt fjár­ráð greiðir nokkur hund­ruð þús­und með glöðu geði fyrir betri lífs­gæði. Á undra­skömmum tíma venst fólk til­hugs­un­inni um að sumir séu jafn­ari en aðrir og þeir sem eigi pen­inga geti keypt sig fram fyrir röð­ina með því að leita ann­að.

Hægt er að einka­væða strax alla þjón­ustu við gam­alt fólk. Það hefur sýnt sig í öðrum lönd­um, jafn­vel þeim sem telj­ast almennt sið­mennt­að­ar, að hægt er að spara nán­ast út í hið óend­an­lega þegar kemur að þjón­ustu við aldr­aða. Það þykir t.d. ekk­ert óeðli­legt þótt lær­brotum sé ekki sinnt strax, fæði skorið við nögl og allir fái svefn­lyf um fimm­leitið svo hægt sé að fækka starfs­fólki á kvöld- og næt­ur­vökt­um.

Vilji svo heppi­lega til að það þreng­ist um þjóð­ar­búið er þjóð­ráð að herða á ferl­inu. Klók ­stjórn­völd gætu meira að segja notað tæki­færið og einka­vætt allt draslið til vina sinna á einu bretti. Selt það fyrir slikk til að stoppa í fjár­lagagatið en gera langa samn­inga um að sjúk­ling­arnir haldi áfram að nýta þjón­ust­una á kostnað rík­is­ins að við­bættir eðli­legri og sann­gjarnri ávöxt­un­ar­kröfu. Því miður var þetta þjóð­ráð ekki nýtt hér á landi sem skyldi.

Heppi­legt er að leggja heil­brigð­is­þjón­ustu á lands­byggð­inni að mestu af. Hægt er að leysa málin með fjar­lækn­ing­um, far­and­lækn­um, jafn­vel skottu­lækn­ing­um, afleys­ingum og skertum opn­un­ar­tíma. Loka skal strax öllum skurð­stofum utan Reykja­vík­ur, sér­stak­lega þeim sem eru í tengslum við fæð­ing­ar­deild­ir. Mik­il­vægt er að fæstir geti rakið upp­runa sinn til hinna dreifðu byggða lands­ins enda fellst mikið hag­ræði í að hafa alla íbú­ana á sama stað.

Þrif á heil­brigð­is­stofn­unum skal bjóða út til vina og kunn­ingja. Þeir geta svo ráðið útlend­inga í störfin sem þekkja ekki til vinnu­lög­gjaf­ar­innar hér á landi eða vita hvert þeir eiga að leita sé á þeim brot­ið. Þetta, eitt og sér, getur gefið vel af sér.

Heppi­legt er, þegar sjúkra­þjón­ustu á lands­byggð­inni hefur að mestu verið aflagt, að koma upp sterkri kröfu og umræðu um „þjóð­ar­sjúkra­hús“. Best er ef hægt er að deila um stað­setn­ingu þess í nokkra ára­tugi sem tryggir að nauð­syn­legu við­haldi ann­arra heil­brigð­is­stofn­anna er ekki sinnt á með­an. Þegar best lætur er hægt að láta sem svo að öfl­ugt sjúkra­flug komi alfarið í stað­inn fyrir sæmi­lega bráða­þjón­ustu í hinum dreifðu byggðum lands­ins. Slík blanda tryggir einnig, þegar best læt­ur, að ekki sé hreyft við flug­vall­ar­bákni sem fáir nota en hentar stjórn­mála­mönnum á lands­byggð­inni sér­stak­lega vel.

Eftir nokkra ára­tugi er rétt að kynna til sög­unnar erlenda fjár­fest­ingu. Byggja skal risa­vax­ið, full­komið einka­rekið sjúkra­hús í jaðri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Full­yrða skal, fullum fet­um, að það muni ekki hafa nein áhrif á heil­brigð­is­kerfið enda sé þetta nýja sjúkra­hús ein­ungis ætlað ríkum útlend­ing­um. Nota skal fal­leg hug­tök ­sem eng­inn skilur í raun og veru svo sem „heilsu­tengd ferða­þjón­usta“ og „inn­spýt­ing í atvinnu­líf­ið“. Slá skal úr og í hvort þjón­ustan standi lands­mönnum til boða fyrir rétt verð eða trygg­ing­ar.

Mik­il­vægt er að fá fræga lækna til að tala fyrir verk­efn­inu. Helst heims­fræga. Þá skal tryggja með flók­inni aflands­fléttu að ekki upp­lýs­ist hverjir séu í raun bak við fyr­ir­tæk­ið.

Tryggja skal hinu nýja sjúkra­húsi ýmsar skatta­legar íviln­anir vegna þess að það ­þykj­ast vera að skapa svo mörg hátekju­störf hér á landi.

Ef verk­efnið nær alla leið er nauð­syn­legt að greiða starfs­fólk­inu þar betri laun en í hinu almenna kerfi. Ég veit að einmitt þetta atriði er umdeilt og blóð­ugt en það marg­borgar sig og hraðar öllu ferl­inu til muna. Líta verður á þennan aukna launa­kostnað sem fórn­ar­kostnað fyrir fram­kvæmd­ina í heild. Til að lág­marka skað­ann er rétt að reyna að beina þessum auknu launa­greiðslum til vil­hallra og helst sam­flokks­manna. Var­ast skal að komm­ún­istar, sam­fóistar, píratar eða aðrir vinstri sinn­aðir öfga­menn njóti góðs af fram­kvæmd­um. Þegar þeir gagn­rýna fyr­ir­komu­lagið má alltaf segja að þeir séu öfund­sjúkir, sé þessi leið far­in.

Betri laun á nýja sjúkra­hús­inu og ann­ars staðar í hinu einka­rekna kerfi, til við­b­óttar við speki­lek­ann úr landi veldur því að enn þreng­ist að almenna kerf­inu.

Þegar sjúkir geta ekki lengur treyst því að fá góða ­þjón­ustu í almenna kerf­inu verður krafan um að þeir fái þjón­ustu í einka­rekna kerf­inu sífellt hávær­ari.

Á þessu stigi er mik­il­vægt, sem endranær, að spila mön­trur einka­væð­ing­ar­innar reglu­lega. Þær eru a) Hið opin­bera á ekki að standa í sam­keppn­is­rekstri enda sé þarna kom­inn einka­að­ili sem geti leyst hlut­verk sitt betur að hólmi. b) Ríkið eigi helst ekki að standa í neinum rekstri. c) Ríkið kann ekki að standa í atvinnu­rekstri. d) Rík­is­starfs­menn eru latir og á spena skatt­greið­enda. e) Sóun fylgir rík­is­rekstri alltaf. f) Einka­að­ilar fara miklu betur með fé. g) Þjón­usta er alltaf betri hjá einka­að­il­an­um. Það er nátt­úru­lög­mál. h) Græðgi er góð.

Trygg­ing­ar­fé­lög fara að selja sér­stakar sjúkra- og slysa­trygg­ingar sem fólk kaupir til að tryggja sér þjón­ustu einka­að­il­anna. Gera þarf samn­inga um að ríkið greiði þó hluta af kostn­aði við einka­rekna þjón­ustu áfram til að tryggja ásætt­an­lega arð­semi.

Loks fer það svo að almenna kerfið sinnir ein­göngu dýrum til­fellum með von­lausri ávöxt­un­ar­kröfu. Mik­il­vægt er að halda kerf­inu áfram fjársveltu, halda við deilum um stað­setn­ingu sjúkra­húsa og flug­valla, einkum með hinni skertu þjón­ustu á lands­byggð­inni og tryggja mikið álag á alla starfs­menn. Ein­göngu öfga­sinn­aðir vinstri­menn eiga að vinna í almenna kerf­inu svo allir sjái hvað það er glatað og asna­legt.

Og svo má skála.





Pistill­inn birt­ist fyrst á vefrit­inu Herðu­breið  22. 7. 2016 en er end­ur­birtur hér að gefnu til­efn­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None