Þetta átti ekki að geta gerst – aftur

Sighvatur Björgvinsson skorar á ráðamenn að skila þeim fjármunum til Ofanflóðasjóðs og verka á hans vegum til verndunar mannslífa og eigna, sem þeir og forverar þeirra hafa haldið í ríkissjóði og notað til annara þarfa.

Auglýsing

Öllum eru okkur minn­is­stæðir þeir hörmu­legu atburð­ir, þegar snjó­flóðin hrundu yfir byggð­irnar á Súða­vík og á Flat­eyri með miklum mann­skaða og eigna­tjóni. Sá, sem þetta skrif­ar, var þá þing­maður Vest­firð­inga og sat auk þess í rík­is­stjórn. Mér líða aldrei úr minni þeir atburð­ir, sem þá urðu og ekki heldur það áfall, sem allir ráð­herrar í rík­is­stjórn Dav­íðs Odds­sonar urðu fyrir vegna þessa skelfi­legu atburða. 

Í þeim við­brögð­um, sem okkur er þar sátu, var bæði skylt og ljúft að beita, gátum við ekki vakið til lífs þá, sem horfnir voru yfir móð­una miklu né bætt til neinnar fulln­ustu það mikla tjón á eign­um, lífs­gæðum og til­finn­ing­um, sem af hörm­ung­unum hlut­ust. Það eina, sem var í okkar færi og í okkar getu var að sam­hryggj­ast með því marga fólki, sem um sárt átti að binda – og gera allt sem við gátum og í mann­legu valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að svona atburðir myndu end­ur­taka sig. Gera allt sem við gætum til þess að veita þeim, sem á hættu­legum snjó­flóða­svæðum byggju, sem allra mest öryggi fyrir því, að álíka atburðir gætu ekki orðið þar eins og þeir sem urðu í Súða­vík og á Flat­eyri og reyna að veita þeim, sem þar bjuggu áfram sem allra mesta trygg­ingu fyrir því, að slíkir hörm­ung­ar­at­burðir end­ur­tækju sig aldrei aft­ur.

Svona voru áformin

Þetta gerðum við í rík­is­stjórn Dav­íðs Odds­sonar með því að leggja fyrir Alþingi strax frum­varp til laga um Ofan­flóða­sjóð, sem Alþingi veitti svo afdrátt­ar­lausan stuðn­ing þannig að þau lög öðl­uð­ust gildi strax 29. maí 1997. Alþingi hefur nokkrum sinnum síðan breytt þeim lögum og þá til bóta, en meg­in­at­riðin í frum­varp­inu okkar standa þó öll óbreytt. Til­gangur þeirra: Að byggja upp flóða­varnir gegn ofan­flóðum á öllum þeim stöðum þar sem slík flóð voru talin geta stefnt byggð­ar­lögum og fólk­inu, sem þar bjó, í hættu. Í sam­vinnu við hverja: Sveit­ar­stjórn­ir, og sér­fræð­inga m.a. sér­fræð­inga Veð­ur­stof­unnar í ofan­flóða­vörn­um, sem ann­ast myndu áhættu­mat sem og sér­fræð­inga í hönnun varn­ar­mann­virkja. Hvernig var Ofan­flóða­sjóði tryggt það fjár­magn, sem álitið var að til þyrfti: Með því að leggja á alla lands­menn sér­stakt árlegt gjald, sem nema skyldi 0,3% af vátrygg­ing­ar­verð­mæti allra fasteigna í land­inu. Rík­is­sjóði var falin inn­heimtan en gjald­inu var ætlað að greiða kostnað af rekstri sjóðs­ins, sem nema myndi og numið hefur aðeins broti af tekj­un­um, en öðru leyti greiða kostnað við varnir gegn ofan­flóðum og meðal þess kostn­aðar veita sveit­ar­fé­lögum lán til þess að standa undir und­ir­bún­ingi slíkra fram­kvæmda. Allt er þetta skýrt og skor­in­ort orðað í lög­unum um Ofan­flóða­sjóð frá 29. maí árið 1997. Svona voru áform­in. Hvernig urðu efnd­irn­ar?

Svona urðu efnd­irnar

Nýj­ustu upp­lýs­ingar um Ofan­flóða­sjóð og starf­semi hans, sem ég hef aðgang að, eru frá árinu 2016. Þá lagði Rík­is­end­ur­skoðun fram skýrslu um starf­semi sjóðs­ins á því ári. Þar kemur m.a. fram, að tekjur sjóðs­ins á árinu 2016 námu 3.128,5 millj­ónum króna. Útgjöld sjóðs­ins námu á sama ári 1.304,6 millj­ónum króna. Mis­munur tekna og gjalda var því 1.821,2 millj­ónir króna, sem rík­is­sjóður hafði fengið frá fast­eigna­eig­endum á Íslandi en haldið eftir og ekki varið til þeirra verka, sem til var ætl­ast. Þessi mis­munur tekna og gjalda var sagður hafa HÆKKAÐ um 364,5 millj­ónir króna frá árinu á und­an, árinu 2015. M.ö.o. á því ári hafði rík­is­sjóður haldið í sinni vörslu 1.456,7 millj­ónum króna af fé, sem íslenskir fast­eigna­eig­endur höfðu greitt og ætlað var að kosta varnir manns­lífa og eigna. Á árinum 2015 og 2016 sam­an­lagt 3.277,9 millj­ónum króna, sem rík­is­sjóður hefur þá nýtt til ann­ara þarfa en þeim fjár­munum var ætl­að. 

Auglýsing
Í umræddri skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar seg­ir, að í árs­lok 2016 hafi Ofan­flóða­sjóð skort um TUTT­UGU ÞÚS­UND MILLJ­ÓNIR KRÓNA af því fé, sem inn­heimt hafði verið af borg­urum þessa lands til varnar manns­lífum og eign­um. Sömu sögu segir Hall­dór Hall­dórs­son, fyrrum for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrrum bæj­ar­stjóri á Ísa­firði í grein í blaði og vísar ábyrgð­inni hvert – á fjár­mála­ráð­herra og fjár­laga­nefndir Alþingis á þeim árum. Þessir aðilar bera alla ábyrgð á því að ganga þannig frá mál­um, að Ofan­flóða­sjóður er ekki lát­inn hafa til ráð­stöf­unar það fé, sem inn­heimt er til verk­efna hans heldur er því heldið eftir í rík­is­sjóði – og þá til hvaða þarfa?Til Þess að greiða akst­urs­kostn­að, nú eða greiðslur til þing­flokks­for­manna, flokka­for­manna, nefnda­for­manna, aðstoð­ar­manna flokka­for­manna og aðstoð­ar­manna þing­flokka sem ekki þekkt­ust öll þau mörgu ár, sem mér lán­að­ist að sitja á Alþingi þar sem allir þing­menn sátu á sömu laun­um, sem ákvörðuð voru af kjara­dómi, sama hvaða emb­ættum þeir gegndu á Alþingi.

ÞIÐ berið ábyrgð!

Nú kemur mér ekki til hug­ar, að nokkur fjár­mála­ráð­herra eða nokkur for­maður fjár­laga­nefndar haldi því fram, að þessar miklu skerð­ingar á fjár­munum Ofan­flóða­sjóðs stafi af því, að þörf fyrir varnir manns­lífa og eigna liggi ekki fyrir eða að verk­efni hafi ekki verið nægi­lega skil­greind. Í ljósi síð­ustu atburða skora ég því á Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra og Willum Þór, for­mann fjár­laga­nefnd­ar, að þeir beiti sér nú þegar fyrir því að skilað sé þeim fjár­munum til Ofan­flóða­sjóðs og verka á hans vegum til vernd­unar manns­lífa og eigna, sem þeir og for­verar þeirra hafa haldið í rík­is­sjóði og notað til ann­ara þarfa. 

Þeir bera ekki ábyrgð á öllum þeim tutt­ugu þús­und millj­ónum króna eða meira sem þar er um að ræða – heldur aðeins hvor um sig ábyrgð á mis­stórum hluta þeirrar fjár­hæð­ar. Þeirra ábyrgð felst hins vegar í því að bregð­ast við þegar atburðir hafa orðið eins og þeir, sem íbú­arnir á Flat­eyri hafa mátt sæta, og skila þeim fjár­mun­um, sem þeir og for­verar þeirra hafa haldið eftir í rík­is­sjóði af því fé, sem lagt hefur verið á lands­menn og inn­heimt af þeim til þess að koma í veg fyrir að atburðir eins og þeir, sem gerð­ust í Súða­vík og á Flat­eyri fyrir um það bil 25 árum – og hafa nú end­ur­tekið sig að nokkru leyti á Flat­eyri – hendi nokkurn nokkurn tíma aft­ur. Ég trúi því ekki, að sam­flokks­menn og stuðn­ings­menn þess­ara valds­manna séu ekki á sama máli um skyldu þeirra til við­bragða né að nokkur alþing­is­maður geri sér ekki grein fyrir því, að Alþingi allt ber sína ábyrgð á því hvernig að hlut­unum hefur verið stað­ið. Því VERÐUR að breyta – og breyta strax. 

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­maður Vest­firð­inga og fyrr­ver­andi ráð­herra. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar