Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla

Heiða María Sigurðardóttir, lektor við sálfræðideild Háskóla Íslands, skrifar um styttingu leikskóla.

Auglýsing

Ég á starfs­mönnum leik­skóla svo margt að þakka. Án leik­skóla hefði ég ekki getað klárað námið mitt þegar við hjónin vorum fátækir náms­menn á fram­andi slóðum án nokk­urs stuðn­ings­nets. Án leik­skóla gæti ég ekki sinnt núver­andi vinnu minni. Leik­skól­inn er und­ir­staða þess að mæður jafnt sem feður geti menntað sig og stundað atvinnu.

Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum 1994 voru dag­vist­ar­mál eitt aðal­bar­áttu­mál R-list­ans, sam­eig­in­legs fram­boðs allra flokka nema Sjálf­stæð­is­flokks (Guðný Björk Eydal, 2006). Lagt var upp með að í lok kjör­tíma­bils fengju öll eins árs börn og eldri þá vistun sem for­eldrar vildu nýta sér (Guð­jón Sig­urðs­son, 1998). Það skýtur því sann­ar­lega skökku við þegar núver­andi meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna, Við­reisnar og Pírata virð­ist ætla að taka þá harka­legu ákvörðun – án nokk­urs fyr­ir­vara eða sam­fé­lags­legrar umræðu – að skerða starf­semi leik­skóla Reykja­vík­ur. 

Skert þjón­usta leik­skóla felur í sér tvennt: Hámarks­dval­ar­tími er styttur og sömu­leiðis er skellt í lás á leik­skólum 16:30 í stað 17:00. Hvaða afleið­ingar getur þetta haft?

Skert starf­semi leik­skóla er jafn­rétt­is­mál

Við á Íslandi trónum á toppi hinna ýmsu lista um jafn­rétti kynj­anna. Þegar til kast­anna kemur er þó enn ójafn­vægi þegar kemur að barna­upp­eldi. Sem dæmi styttu feður almennt fæð­ing­ar­or­lofstöku sína í kjöl­far efna­hags­hruns­ins á meðan mæður lengdu orlofstöku (Heiða María Sig­urð­ar­dóttir og Ólöf Garð­ars­dótt­ir, 2018 ), vænt­an­lega því ein­hvern veg­inn þurfti fólk að brúa bilið á milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar. Það bil brúa almennt konur frekar en karl­ar. Skert þjón­usta leik­skóla getur bitnað á öllum for­eldrum, en hún er lík­leg til að bitna mest á kon­um, þá sér­stak­lega konum í erf­iðri félags­legri stöð­u. 

Skert starf­semi leik­skóla er lýð­heilsu­mál

Mikið hefur verið talað um nei­kvæð áhrif streitu á lík­ama og sál. Skerð­ing á starf­semi leik­skóla er ekki vel til þess fallin að minnka álag á barna­fólk – sem nú þegar á nógu erfitt með að púsla saman öllum þeim mýmörgu verk­efnum sem þarf að sinna hvern ein­asta dag. Þreytt­ir, útúr­stress­aðir for­eldrar sem ná ekki endum saman af því að þeir geta ekki sinnt fullri vinnu eru síður lík­legir til að vera glað­ir, gef­andi og nær­andi umönn­un­ar­að­il­ar. 

Auglýsing
Svo er annað lýð­heilsu­mál sem ekk­ert hefur verið talað um í þessu sam­bandi, en það er að lík­ams­klukka Íslend­inga er lík­lega ekki í takti við stað­ar­klukk­una, og getur það valdið ýmsum heilsu­far­s­vanda­málum ef fólk neyð­ist til að fara fyrr af stað á morgn­ana en lík­ams­klukka þeirra segir til um. Þá er það einnig stað­reynd að fólk hefur mis­mun­andi dæg­ur­gerð; sumir eru að eðl­is­fari morg­un­hanar á meðan aðrir eru nátt­hrafn­ar, og virð­ist þetta vera arf­gengt (Da­vid R. Sam­son o.fl., 2017). Fólk með seink­aða dæg­ur­gerð er því hér á Íslandi enn meira úr takti við stað­ar­klukk­una. Menn virð­ast enda­laust geta rif­ist um hvort breyta eigi klukk­unni eða ekki, en ein leið til að koma til móts við báða hópa er að bjóða ein­fald­lega upp á meiri sveigj­an­leika, það er að opn­un­ar­tími skóla, fyr­ir­tækja og stofn­ana verði sveigj­an­legri til að hann henti fólki með mis­mun­andi dæg­ur­gerð. Skertur opn­un­ar­tími leik­skóla er klárlega ekki í takti við tím­ann – og heldur ekki við lík­ams­klukk­una.

Skert starf­semi leik­skóla getur komið niður á börnum

Í við­tali við Vísi.is þann 16. jan­úar segir Skúli Helga­son, for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, að ekki séu nema 62 börn sem nýti sér núver­andi opn­un­ar­tíma leik­skól­anna til fulls, rétt eins og 62 börn og for­eldrar þeirra skipti engu máli. Þá eru ótalin þau börn sem dvalið hafa á leik­skól­anum til kl. 17 án þess þó að hafa dvalið þar allan opn­un­ar­tím­ann, til dæmis börn for­eldra með vinnu­tíma frá 9-17 í stað 8-16. Var eitt­hvert sam­ráð haft við for­eldra þess­ara barna? Var nokk­urt for­eldri spurt hvaða áhrif þessi skerð­ing hefði á það og barn þess? Er ekki einmitt lík­legt að ein­hver góð og gild ástæða hafi verið fyrir því að fólk hafi þurft að nýta þennan leik­skóla­tíma? Er ekki sömu­leiðis lík­legt að aðstæður þessa fólks breyt­ist ekki eins og hendi væri veifað bara af því að skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borgar skipar svo fyr­ir? 

Undir niðri marar samt alltaf sú hug­mynd að það sé vont fyrir börn að dvelj­ast á leik­skóla, að það hafi slæm áhrif á þroska þeirra að dvelj­ast þar í stað þess að vera hjá for­eldrum sín­um. Ég vil með ekki með nokkru móti gera lítið úr sam­veru for­eldra og barna. Aftur á móti hafa margar rann­sóknir sýnt að dvöl á góðum leik­skóla þarf alls ekki að hafa nei­kvæð áhrif á börn og getur jafn­vel haft jákvæð áhrif á ýmsa þroska­þætt­i. 

Ég ætla að ger­ast mik­ill Nostradamus og spá því að þessi ákvörðun komi niður á börn­un­um. Þessi börn eru ekk­ert að fara að fá auknar gæða­stundir með for­eldrum sín­um. Þessi börn eru að fara í ein­hverja aðra pössun eða til for­eldra undir enn meira álagi en áður.

Skert starf­semi leik­skóla gengur gegn rétti fólks til að ráða eigin lífi

Með allt þetta í huga biðla ég auð­mjúk­lega og inni­lega til skóla- og frí­stunda­ráð um að end­ur­skoða þessa ákvörð­un. Hún var gerð af góðum hug en breyt­ingin gengur því miður gegn rétti for­eldra barna í Reykja­vík til að haga lífi sínu og fjöl­skyldu sinnar eins og þeim hentar best. 

Höf­undur er lektor við Sál­fræði­deild Háskóla Íslands, fyrr­ver­andi starfs­maður leik­skóla, og móðir leik­skóla­barns.

Heim­ild­ir:

David R. Sam­son o.fl. (2017). Chrono­type vari­ation dri­ves night-time sentin­el-like behaviour in hunter–g­ather­er.

Guð­jón Sig­urðs­son, 1998: Hverju lof­aði R-list­inn?

Guðný Björk Eydal (2006). Þróun og ein­kenni íslenskrar umönn­un­ar­stefnu 1944-2004.

Heiða María Sig­urð­ar­dóttir og Ólöf Garð­ars­dóttir (2018). Backlash in gender equ­ality? Fathers’ parental leave during a time of economic cris­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar