Enginn ber ábyrgð – bara þjóðin

Sighvatur Björgvinsson skrifar um viðbrögð ráðamanna við umfjöllun um Ofanflóðasjóð.

Auglýsing

Það er satt að segja skelfi­legt að hlusta á full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar og Alþingis ræða mál­efni Ofan­flóða­sjóðs og stöðu fram­kvæmda, sem sjóð­ur­inn á að kosta. Skiptir þar ekki máli hvort um er að ræða fjár­mála­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son, eða ráð­herra sveit­ar­stjórn­ar­mál­efna, Sig­urð Inga og alþing­is­mann­inn Lilju Raf­n­eyju, sem tjáðu sig um málið í þætt­inum Sprengisandi um helg­ina og svo Lilja Raf­ney aftur í Silfr­inu í RÚV. 

Þar er látið sem nauð­syn­legt sé að rík­is­stjórn og Alþingi legg­ist yfir hönn­un­ar­mál, fram­kvæmdir og þarf­ir, eins og fjár­mála­ráð­herra ræddi og þau Sig­urður Ingi og Lilja Raf­ney tóku und­ir, eða ráða­menn mæta til leiks án þess að hafa kynnt sér málið til neinnar hlít­ar. Leiðum nú þá, sem vita og þekkja, til vitnis um mála­til­búnað ráð­herr­anna og þing­manns­ins.

Síð­asta áskor­unin

Árum saman hafa þeir, sem best þekkja til, skorað á rík­is­valdið að standa við þau fyr­ir­heit, sem þetta sama rík­is­vald gaf í lög­unum um Ofan­flóða­sjóð frá 1997. Síð­ast var þetta gert þann 3. maí í vor þegar grein­ar­gerð um stöðu mála og áskorun á rík­is­valdið um að standa við gefin fyr­ir­heit var send rík­is­stjórn­inni und­ir­rituð af 13 ein­stak­lingum, m.a. full­trúum þeirra sam­fé­laga, sem mest eiga und­ir. 

Auglýsing
Þessir þrettán ein­stak­lingar eru bæj­ar­stjóri Seyð­is­fjarð­ar, for­maður Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga, bæj­ar­stjóri Fjalla­byggð­ar, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­bæj­ar, fyrrv. bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar­bæjar og full­trúi í Ofan­flóða­nefnd, hóp­stjóri ofan­flóða­vökt­unar hjá Veð­ur­stof­unni, ofan­flóða­sér­fræð­ingur í Ver­kís verk­fræði­stofu, verk­stjóri ofan­flóða­hættu­mats á Veð­ur­stofu Íslands, fyrrv. Veð­ur­stofu­stjóri, fyrrv. ráðu­neyt­is­stjóri og for­maður Ofan­flóða­nefnd­ar, ofan­flóða­fræð­ingur á Veð­ur­stofu Íslands og fyrr­ver­andi sviðs­stjóri á Veð­ur­stof­unni. Skyldu Bjarni Bene­dikts­son, Sig­urður Ingi og Lilja Raf­ney vita betur og meira en þessir sér­fræð­ingar og þessir for­víg­is­menn þeirra sam­fé­laga, þar sem lífi og eignum er í hættu stefnt? Nei – jafn­vel ekki þó sér­þekk­ingu umhverf­is­ráð­herra á ofan­flóða­málum sé við bætt.

Fyrsta dæmið

Lítum á dæmi. Þrett­án­menn­ing­arnir segja, að til­gangur lag­anna um Ofan­flóða­sjóð sé og hafi verið skýr. „Byggja skyldi hratt upp snjó­flóða­varnir fyrir hættu­leg­ustu byggðir lands­ins... og að slíkar varnir yrðu komnar upp fyrir 2010. Upp­bygg­ingin hafi gengið hægar en áætlað var EINKUM VEGNA STJÓRN­VALDS­Á­KVARЭANA (let­ur­breyt­ing mín) og þessu mark­miði hafi því verið frestað til 2020“. Er þetta í sam­ræmi við skýr­ingar ráð­herr­anna og þing­manns­ins? Að frestað hafi verið fram­kvæmdum EINKUM VEGNA STJÓRN­VALDS­Á­KVARЭANA en ekki af völdum ónógs und­ir­bún­ings eins og ráð­herr­arnir og þing­mað­ur­inn halda fram. 

Annað dæmið

Lítum á annað dæmi. Í áskorun þrett­án­menn­ing­anna til rík­is­stjórn­ar­innar frá 3. maí s.l. eru taldir upp allir þeir fram­kvæmda­þætt­ir, sem þrett­án­menn­ing­arnir segja að bíði fram­kvæmda. „Enn á eftir að reisa a.m.k. 9 leiði­garða, 15 þver­garða, um 30 varn­ar­keil­ur, 4-7 km. af stoð­virkj­um, 2 km. af snjó­söfn­un­ar­grind­um, 25 vind­kljúfa....m.a. á svæðum þar sem snjó- og krapa­flóð hafa oft fallið niður undir eða niður í byggð. Verk­efnin eru tækni­lega flókin og hafa því verið lengi í hönnun og eru hlut­falls­lega dýr“. Þetta segja þrett­án­menn­ing­arnir að séu fram­kvæmdir sem bíða þess, að íbú­ar, sem eiga líf sitt og eignir undir hættu, fái lausn sinna mála... Svo segir fjár­mála­ráð­herra, að í und­ir­bún­ingi sé að hann og umhverf­is­ráð­herra, hönn­un­ar­sér­fræð­ing­arnir tveir, ´ætli sér næst að fara að skoða saman þessar fram­kvæmda­fyr­ir­ætl­anir og leggja mat á .. og gera svo hvað? Engin svör við því. Ekki heldur þegar Sig­urður Ingi ræddi sömu ígrund­anir með sama hætti á Sprengisandi.

Þriðja dæmið

Lítum á þriðja dæm­ið. Í áskorun þrett­án­menn­ing­anna til rík­is­stjórn­ar­innar segir um fram­an­greind verk­efni: „Fjár­hags­lega og tækni­lega virð­ist raun­hæft að ljúka þeim fram­kvæmdum sem út af standa fyrir árið 2030.“ Hvert er svar rík­is­stjórn­ar­inn­ar? Ekk­ert – enn­þá. Ráð­herr­arnir eru að skoða verk­efn­in, verk­efna­á­ætl­un­ina og hönn­un, sem þeir segja að sé ábóta­vant. Fyrir liggur hins vegar mat Hall­dórs Hall­dórs­son­ar, sem á sæti í Ofan­flóða­nefnd og hefur gegnt mörgum trún­að­ar­störfum fyrir flokk fjár­mála­ráð­herra, að miðað við fram­kvæmda­hrað­ann, sem verið hefur á verk­efnum sjóðs­ins að til­hlutan stjórn­valda, muni ekki takast að ljúka fram­kvæmdum á verkum SEM ÞEGAR HAFA VERIÐ UND­IR­BÚIN fyrr en á árunum 2050 til 2060.

Fjórða dæmið

Lítum á fjórða dæm­ið. Í grein­ar­gerð þrett­án­menn­ing­anna fyrir áskorun sinni á rík­is­stjórn­ina segir m.a. „Fé Ofan­flóða­sjóðs.....skal notað til að greiða kostnað við varnir gegn ofan­flóð­u­m“. Hver er reynd­in? Að með­al­tali hefur um það bil einum þriðja hluta af árlegu ráð­stöf­un­arfé sjóðs­ins, sem aflað er með sér­stökum skatti á fast­eigna­eig­end­ur, verið not­aður til þeirra þarfa, sem lögin mæla fyrir um að gert sé. TVEIR ÞRIÐJU HLUTAR tekna sjóðs­ins hafa verið settir í ann­að. Hverjir hafa gert það? Við­kom­andi ráð­herr­ar, fjár­mála­ráð­herra og umhverf­is­ráð­herra, studdir af fjár­laga­nefnd og Alþingi. Þeirra er ábyrgð­in. Segj­ast þeir axla hana?

Þar sem þekk­ing­una skortir

Þátt­ur­inn Sprengi­sandur er merki­legur og mark­verður – og hefur svo verið frá upp­hafi. Hann veitir inn­sýn í svo margt – m.a. þekk­ingu þeirra, sem þar mæta. Í þætt­inum mælt­ist sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herr­anum svo, að ónotað fé Ofan­flóða­sjóðs væri um 13 millj­arðar króna. Í úttekt Rík­is­end­ur­skoð­unar frá árinu 2016 seg­ir, að við árs­lok þess árs hafi 20 þús­und millj­ónum króna munað á tekjum sjóðs­ins og útgjöld­um, verið ónot­að. Það hafði ráð­herr­ann ekki kynnt sér. Fannst svona það hlytu að vera ein­hverjar þrettán þús­und millj­ónir Ekki heldur hafði hann kynnt sér að miðað við hefðir og venjur í búskap sjóðs­ins ættu þessar inn­eignir á ónot­uðu fé, sem í árs­lok 2015 var 20 millj­arðar króna að hafa í árs­lok 2019 numið 23-24 millj­örðum króna. 

Auglýsing
Ráðherrann hafði sem sé ekk­ert kynnt sér mál­ið. Bara hélt að þetta væri ein­hvern veg­inn si svona. Þegar hann kynnir sér mál­ið, ef hann þá gerir það, þá ætti hann að skoða, að í árlegu upp­gjöri sjóðs­ins kemur fram, að hann hafi umtals­verðar vaxta­tekj­ur. Það getur hann ekki haft nema að umtals­vert af ónot­uðum tekjum hans hafi verið safnað í sjóð – vænt­an­lega til vörslu í Seðla­bank­an­um. Vill nú ekki ráð­herr­ann – nú eða hönn­un­ar­sér­fræð­ing­arnir tveir í ráð­herra­stól­unum – gá að þessu og skýra þjóð­inni frá. Sé svo, þá er hefur umtals­vert fé af ónýttu aflafé Ofan­flóða­sjóðs verið lagt á reikn­ing og er því strax til­búið til taf­ar­lausrar notk­un­ar. Hversu mikið er þetta fé og hversu miklu af fé sjóðs­ins, sem skylt er að verja til ofan­flóða­varna, hefur verið notað til ann­ara þarfa að til­hlutan fjár­mála­ráð­herra, umhverf­is­ráð­herra og Alþing­is?

Þetta redd­að­ist – ekki

Ann­að, sem fram kom í þessum þætti, veldur mér þó meiri áhyggj­um. Eins og fram kemur í bók Svein Har­ald Øygard, Í víg­línu íslenskra fjár­mála, vakti það sér­staka athygli hans, að ekki nokkur einn ein­asti Íslend­ingur fékkst til þess að axla minnstu ábyrgð á því, sem olli fjár­mála­hrun­inu á Íslandi, því mesta, sem þekkst hefur í heims­sög­unni að sögn Svein Har­ald. Alkunn er sú afstaða Íslend­inga í öllum mál­um, að „það redd­ist“. Erf­ið­leikar eiga að leys­ast helst svona af sjálfu sér Þegar eitt­hvað sem á að redd­ast ekki redd­ast telur eng­inn sig bera ábyrgð­ina. Það, að ekki nema þriðj­ungur þess fjár, sem lagt var á lands­lýð og tryggja átti líf, limi og eignir fólks í byggð­ar­lögum þar sem hættu­á­stand ríkir hafi verið not­aður í sam­ræmi við til­gang – en tveir þriðju hlutar ekki – er dæmi­gert um „það reddast“ hugs­un­ar­hátt­inn. Og nú, þegar það redd­að­ist ekki, hvað sagði þá Lilja Raf­ney á Sprengisandi? Hún sagði, að ábyrgðin væri sam­fé­lags­ins. SAM­FÉ­LAGS­INS! Og hvert er það sam­fé­lag. Sam­fé­lag kjós­enda henn­ar? Sam­fé­lag fólks­ins sem býr á Siglu­firði, á Norð­firði, í Fjalla­byggð, í Fjarða­byggð – sem sé ábyrgðin lendi á öllum öðrum en ráð­herrum og alþing­is­mönnum sjálf­um? Þeim, sem valdið hafa og vald­inu beittu. Sam­fé­lagið skal það vera, sem ábyrgð­ina ber. Ekki þeir, sem breyttu út frá réttu og lög­legu af því „þetta reddast“. Nei, sam­fé­lagið – fólkið í land­inu- skal axla ábyrgð­ina. Sú var skoðun Lilju Raf­n­eyjar á Sprengisandi s.l. sunnu­dag. Slík er alþekkt skoðun meðal for­víg­is­manna á Íslandi. Þeirra er aldrei sök­in. Sam­fé­lags­ins skal hún vera. Ef ekki bara útlend­inga!  

Höf­undur er fyrr­ver­andi þing­­maður Vest­­firð­inga og fyrr­ver­andi ráð­herra. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar