Braskað í brimi

Kvótakerfið er sennilega mesta brask-kerfi sem komið hefur verið á hér á landi og virðist það hafa öðlast sjálfstætt líf. Stórir eigendur moka arði í eigin vasa.

Auglýsing

Borð­spilið Mata­dor gengur út á að braska með eignir og verða rík­ur. Það er eitt vin­sælasta spil í heimi og allir geta spilað með. Í því er best að sölsa undir sig sem mest af eign­um, og þegar and­stæð­ing­arnir lenda á þinni eign, þá þarf að borga gjald.

Svipað virð­ist vera uppi á ten­ingnum í því kvóta­kerfi sem þró­ast hefur hér á landi í fisk­veiðum og sett var á fyrir um 35 árum síð­an. Það borgar sig að sölsa undir sig sem mest af kvóta. Nú er staðan þannig að örfáir aðilar eru búnir raka að sér um 70% af öllum fisk­veiði­kvóta lands­ins, um 10 stærstu fyr­ir­tækin eiga mest af kvóta. Sum eiga svo mikið að búið er sprengja reglur um eign­ar­hald í kerf­inu, en stjórn­völd gera ekk­ert.

Í úttekt Kjarn­ans frá því í októ­ber í fyrra er að finna áhuga­verðar tölur: Frá 2008 hefur hagur sjáv­ar­út­vegs­ins vænkast um 450 millj­arða króna (sem er um helm­ingur af fjár­lögum Íslands fyrir árið 2020). Frá 2010 hafa fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi greitt um 93.000 millj­ónir í arð til eig­enda sinna og árið 2018 voru arð­greiðslur um 12.500 millj­ónir króna.

Fyrir venju­legt fólk er erfitt að setja tölur sem þessar í sam­hengi, til dæmis eru með­al­laun á Íslandi um 700.000 krónur á mán­uði. Sam­kvæmt þessu var arð­ur­inn bara í fyrra um 17.850 sinnum með­al­laun. Útgerðin hefur frá árinu 2012 greitt að með­al­tali um 8.7 millj­arða á ári í veiði­gjöld, en þá tóku lög um veiði­gjöld gildi. Til sam­an­burðar má geta þess að um 230 millj­arðar fóru í heil­brigð­is­kerfið á Íslandi árið 2019.

Um 20% aukn­ing á 13 dögum

Það er líka eins og lesa reyfara að fylgj­ast með því þeim eigna­til­færslum sem átt hafa sér stað á und­an­förnum miss­erum í sjáv­ar­út­vegs­geir­an­um. Orðið „kvóta­brask“ kemur upp í hug­ann. Fyrir skömmu birti Mark­að­ur­inn, við­skipta­blað Frétta­blaðs­ins frétt með þess­ari fyr­ir­sögn: Ævin­týra­leg ávöxtun á örskömmum tíma. Þar er sagt frá við­skiptum FISK á Sauð­ár­króki í fyr­ir­tæk­inu Brim­i. Á tíma­bil­inu frá 18-28. ágúst 2019 keypti FISK um 10% hlut í Brimi fyrir rúm­lega 6.6 millj­arða króna. Þann 11. sept­em­ber (13 dögum síð­ar) seldi FISK sama hlut fyrir 7.94 millj­arða og hagn­að­ist því um mis­mun­inn, rúm­lega 1300 milj­ón­ir. Þetta er 20% virð­is­aukn­ing á 13 dög­um! Hvernig getur það ver­ið? Hvað olli 20% virð­is­auka á þessum stutta tíma? Er hægt að túlka þessi „við­skipti“ öðru­vísi en að FISK hafi með þeim ætlað sér að græða vel á örskömmum tíma? Var þetta allt saman til­viljun og frjáls mark­aður að verki? Eða voru þeir í FISK svona heppn­ir, já, eins og að kom­ast á gott fiskirí?

Auglýsing
Þessi við­skipti voru reiknuð sem 4000% hagn­aður á árs­grund­velli og hlaut þessi „snún­ing­ur“ mikið lof sam­kvæmt einum álits­gjafa Frétta­blaðs­ins. Hljómar þetta ekki eins og brask? Eða á þetta bara að vera svona? Þetta er kannski lög­legt, en veru­lega vafa­samt út frá sið­ferð­is­legu sjón­ar­miði að mati und­ir­rit­aðs. FISK er dótt­ur­fé­lag Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og er nú orðið þriðji stærsti kvóta­eig­andi lands­ins (á eftir Brimi og Sam­herj­a). 

Og hvað verður um hagn­að­inn? Jú, eflaust rennur hann til hlut­haf­anna að ein­hverju leyti, eða þá að hann verði not­aður til enn frek­ari „við­skipta“ með auð­lind lands­manna, sem alltaf er sagt að sé okkar sam­eign, en það er ein mesta opin­bera blekk­ing sem til er hér á land­i. 

Tugir frétta um Brim hf

Það hefur einnig verið ævin­týra­legt að fylgj­ast með flétt­unum í kringum Brim, sem nú er orðið helsti kvóta­eig­andi lands­ins. Á vef­síðu Við­skipta­blaðs­ins eru tugir frétta sem tengj­ast fyr­ir­tæk­inu með einum eða öðrum hætti. Guð­mundur Krist­jáns­son er aðal­eig­andi Brims og hefur hann á und­an­förnum miss­erum verið að kaupa fyr­ir­tæki til hægri og vinstri, fyr­ir­tæki hafa verið að skipta um stjórnir og nöfn, starfs­mönnum verið sagt upp, ein­stak­lingar sagt sig úr stjórnum og þess hátt­ar. 

Nú er svo komið að Brim er orðið mesti kvóta­eig­andi lands­ins og fyr­ir­tækið komið upp úr þak­inu sem notað er sem við­mið á kvóta­eign, sem er 12% af heild­ar­afla­marki. Í ágúst á síð­asta ári tók Brim yfir HB Granda og var sam­þykkt að breyta alfarið nafni fyr­ir­tæk­is­ins í Brim.

Brim braut lög

En allt hefur ekki gengið lög­lega fyrir sig í öllum þessum „snún­ing­um“. Þann 10. sept­em­ber s.l. birti Við­skipta­blaðið frétt þess efnis að Brim hf hafi brotið lög um inn­herj­a­upp­lýs­ingar í við­skiptum með bréf í fyr­ir­tæk­inu Ögur­vík. Inn­herj­a­upp­lýs­ingar eru t.d. upp­lýs­ingar sem stjórn­endur fyr­ir­tækja búa yfir og eða aðrir lyk­il­menn. Brim hf. við­ur­kenndi brot sitt og gerð var sátt við Fjár­mála­eft­ir­litið upp á heilar 8,2 millj­ónir í mál­inu! Það er einn þokka­legur jeppi. Mögu­lega hefur verið hlegið dátt á skrif­stofum Brims eftir þetta. Svo heldur (kvóta)lífið bara áfram.

Það er ekki skrýtið að almenn­ingur tali um „kvóta­greifa“ eða „kvóta­kónga. Að fylgj­ast með hegðun og fram­ferði þess­ara karl­manna (yf­ir­leitt allt karl­ar) minnir helst á sögur af „ólígörk­um“ í Rúss­landi sem komust yfir óheyri­leg auð­æfi eftir hrun Sov­ét­ríkj­anna 1991. Þar komust nokkrir aðilar í marga feita bita með einum eða öðrum hætti. Margir þess­ara „ólíg­ar­ka“ hafa verið og eða eru á listum yfir rík­ustu menn heims. Margir af efn­uð­ust mönnum Íslands koma út sjáv­ar­út­vegs­geir­an­um. 

En varla hefur þetta vakað fyrir mönnum þegar komið var á var­an­legu eign­ar­haldi og frjálsu fram­sali á sínum tíma í kvóta­kerf­inu árið 1990. Hér er átt við hina gríð­ar­lega söfnun auðs og sam­þjöppun á eign­ar­haldi á fáar hend­ur. Senni­lega hugs­uðu menn dæmið ekki nógu langt og það er jú erfitt að sjá fyrir um fram­tíð­ina.

Breyt­ingar ólík­legar

Þá vaknar spurn­ing­in; verður þessu breytt á ein­hvern hátt? Stutta svarið er að öllum lík­indum nei. Til þess eru hags­mun­irnir of mikl­ir. Svo er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn yfir­leitt við völd hér á landi og innan hans eru tæp­lega til raddir sem vilja breyta þessu með ein­hverjum hætti. Sama á að öllum lík­indum við um Fram­sókn­ar­flokk­inn. Og VG hefur ekki þann póli­tíska slag­kraft (eða hrein­leg vilja?) til þess að breyta þessu kerfi þannig að þjóðin (al­menn­ing­ur) njóti í alvöru góðs af þess­ari miklu auð­lind.

Við munum því senni­lega áfram lifa í ein­hvers­konar „Mata­dor-­kerfi“ í íslenskum sjáv­ar­út­vegi, þar sem hinir ríku verða rík­ari og drottna yfir einni helstu auð­lind lands­manna. Og við hin horfum bara á þegar fleiri og fleiri útgerð­ar­pláss deyja hægum dauð­daga og kvót­inn safn­ast á færri og færri hend­ur.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur, ætt­aður frá fyrrum sjáv­ar­pláss­inu Akra­nesi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar