Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson fjalllar um bókina Capital et idéologie eftir Thomas Piketty.

Auglýsing

Höf­undur: Thomas Piketty

Bók­ar­heiti: Capi­tal et idéologie

Bók­ar­heiti á íslensku (óþýdd): Auð­magn og hug­mynda­fræði

Útgáfa: Seuil, París 2019, 1198 bls.

Sjá einnig heima­síðu höf­und­ar: Paris School of Economics



Thomas Piketty öðl­að­ist heims­frægð árið 2013 með bók sinni Capi­tal au XX1e siècle [Auð­magnið á 21. öld], stór­virki sem hefur verið þýtt á 40 tungu­mál, þó ekki íslensku, og selst í ríf­lega 2,5 milj­ónum ein­taka. Þar sýnir höf­undur hvernig tekjur og eignir hafa runnið til fámennrar yfir­stéttar og að í reynd sé búið að byggja upp erfða­aðal að nýju, enda skiptir ætt, tengsla­net og upp­runi meira máli en gæfa og gjörvi­leiki. Þetta nýja verk, Capi­tal et idéologie [Auð­magn og hug­mynda­fræð­i], er ekki síðra. Þar fjallar hann um hug­mynda­fræð­ina að baki auð­söfn­un­inni og þörf ráð­andi stéttar til að rétt­læta ójöfn­uð­inn, bæði fyrir sjálfri sér og öðr­um. Piketty sagði á kynn­ing­ar­fundi um nýju bók­ina að ef hann þyrfti að velja milli þeirra tveggja mundi hann mæla með þeirri nýju. Hún væri bæði létt­ari og skemmti­legri, og tæki auk þess á sömu við­fangs­efnum og hin fyrri en gengi tals­vert lengra.

Verkið Auð­magn og hug­mynd­fræði er u.þ.b. helm­ingi lengri en fyrri bók­in, Auð­magnið á 21. öld, eða 1200 síð­ur, auk ríku­legs ítar­efnis á heima­síðu Pikett­ys. Bókin hefur að geyma fjölda mynd­rita, sem spanna langt tíma­bil og mörg lönd. Sam­ræm­ing talna milli tíma­bila í eigin landi krefst mik­illar vinnu (sbr. Hag­skinna, sem Hag­stofa Íslands gaf út í rit­stjórn Magn­úsar S. Magn­ús­sonar og Guð­mundar Jóns­sonar 1997), hvað þá milli landa. Í þessu verki er gengið skref­inu lengra en í Hag­skinnu, þ.e. byggt á öllum til­tækum tölum en síðan eru tölur reikn­aðar og áætl­aðar út frá því á sam­ræmdan hátt. Þar liggur meg­in­vinna höf­undar og nýtur hann þar tryggrar aðstoð­ar, sbr. Ann­exe technique á heima­síðu Pikett­ys, og svo stofnun um ójafn­ræði í heim­in­um: THE WORLD INEQU­ALITY LAB, sem helstu hag­fræð­ingar í fræð­unum hafa sam­ein­ast um. Frá Par­ís­ar­skól­anum í hag­fræði sitja í stjórn með Piketty þeir Facundo Alvaredo og Lucas Chancel en frá Berkel­ey-há­skól­anum í Kali­forníu eru þeir Gabriel Zucman og Emmanuel Saez. Þetta er gíf­ur­legt magn upp­lýs­inga en hafa skal í huga að sumt af því hefur birst í fyrri bók­inni: Auð­magnið á 21. öld. 

Bókin Auð­magn og hug­mynd­fræði skipt­ist í fjóra hluta, auk inn­gangs og nið­ur­stöðukafla. Hver hluti skipt­ist í marga und­ir­kafla. Þetta er þungur og mik­ill gripur sem ekki er hægt að kippa með sér upp í rúm, hvað þá lesa frá upp­hafi til enda í einni lotu, en það er gott að byrja á að skoða efn­is­yf­ir­litið og sjá hvað freistar manns helst. Svo er best að byrja á nið­ur­stöðukafl­an­um, sem er aðeins 7 síð­ur, og inn­gang­in­um, 56 síð­ur. Þá eru menn komnir með góða til­finn­ingu fyrir verk­inu og geta farið að skoða myndir og töflur og síðan lesið það sem helst vekur for­vitni en höf­undur vísar fram og aftur fyrir sig í verk­inu og einnig er skír­skotað til Auð­magns á 21. öld.

Auglýsing

Hér er ætl­unin að auð­velda les­endum lest­ur­inn og bæta við upp­lýs­ingum um Ísland en það sýnir enn betur gildi verks­ins. Þær upp­lýs­ingar byggi ég á MA-­rit­gerð minni í hag­sögu: Frá tíund til virð­is­auka. Saga skatta og kvaða frá upp­hafi til vorra daga, sem má finna á Lands­bóka­safn­inu (1996), og MSc rit­gerð minni í hag­fræði. Mold­ing the Icelandic Tax System, dealt with taxation, administration, bud­get­ing rules, tax evasion, special inter­est groups and corr­uption (2014). Fyrir þá sem ekki lesa frönsku má geta þess að bókin kemur út á ensku í mars 2020.

Eins og áður sagði er þetta mikið verk, heilar 1200 síð­ur, það skipt­ist í fjóra hluta, fyrir utan inn­gang þar sem gerð er grein fyrir verk­inu:

  • Fyrsti hluti: Ójöfn­uður í sögu­legu ljósi-176 bls.
  • Annar hluti: Þræla­hald og nýlendu­stefna, for­senda sam­fé­lags­-242 bls.
  • Þriðji hluti: Bylt­ingin mikla á 20. öld-348 bls.
  • Fjórði hluti: For­sendur póli­tísks ágrein­ings end­ur­skoð­að­ur­-356 bls.



Í inn­gangi gerir höf­undur grein fyrir verk­inu og bendir á að hvert sam­fé­lag rétt­lætir sam­fé­lags­gerð sína með til­vísun í lög og reglu. Ekki megi hrófla við sam­fé­lags­gerð­inni eða breyta tekju­skipt­ing­unni af ótta við alls­herj­ar­hrun. Í sam­fé­lagi sam­tím­ans er einkum um að ræða þætti sem varða eign­ar­hald, frum­kvæði og hæfni. Mis­rétti nútím­ans er sann­gjarnt þar sem það leiðir af val­kvæðu ferli og þar sem allir eiga að hafa sömu mögu­leika til aðgengis að mark­að­inum og að eign­ar­haldi. Þar njóta allir jafnt og sjálf­krafa góðs af upp­söfnun hinna auð­ugustu, en þeir sýna mesta frum­kvæðið og mestu hæfn­ina og gera mest gagn. Þetta ætti að vera and­stæða við ójöfn­uð­inn í fornum sam­fé­lögum sem hvíldi á mis­mun­andi og óhagg­an­legri stöðu, ein­ræði og jafn­vel ger­ræð­i. 

Mis­rétti nútím­ans ein­kenn­ist hins vegar af alls kyns venjum sem mót­ast af mis­munun og ójöfn­uði. Þessar venjur helg­ast af stöðu, kyn­þætti og trú­fé­lagi þess sem fyrir þeim verð­ur. Téðar venjur end­ur­spegla ekki bein­línis ævin­týrið um for­gang þeirra hæfustu, og með þeim stöndum við nærri því forna mis­rétti sem við þykj­umst hafa snúið við baki. Hér nefnir Piketty máli sínu til stuðn­ings þann mis­mun sem heim­il­is­lausir verða fyr­ir, þeir sem eru frá til­teknum hverfum stór­borga eða af til­teknum upp­runa. Einnig nefnir hann þá inn­flytj­endur sem drukkna án þess að þeim sé komið til bjarg­ar. Frammi fyrir þessum mót­sögnum segir hann að okkur skorti nýja, trú­verð­uga, altæka heild­ar­sýn sem mið­ast við jafn­rétti, og því er ástæða til þess að ótt­ast að æ oftar verði beitt sjálf­hverfu og þjóð­ern­is­hyggju til þess að breiða yfir skort­inn á slíkri heild­ar­sýn, eins og gerð­ist reyndar í Evr­ópu á fyrri hluta tutt­ug­ustu ald­ar, og eins og vart verður við nú í upp­hafi tutt­ug­ustu og fyrstu aldar í ýmsum heims­hlut­u­m. 

Með fyrri heims­styrj­öld­inni upp­hófst hreyf­ing til tor­tím­ingar og end­ur­skil­grein­ingar á mjög ójafn­ræð­is­legri heim­s­væð­ingu versl­unar og við­skipta á tíma­bil­inu sem kennt er við „Belle Époque“ (1880-1914), en það tíma­bil var ekki fag­urt nema kannski í sam­an­burði við þá öldu ofbeldis sem fylgdi í kjöl­farið segir hann, og bætir svo við að í raun hafi það aldrei verið fag­urt nema helst fyrir jarð­eig­end­ur, ekki síst hvíta land­eig­end­ur.

Það er vel hægt að taka undir þetta. Á Íslandi var þetta t.d. eitt mesta hörm­ung­ar­tíma­bil í sögu þjóð­ar­innar og er af nógu af taka. Það hefst með frosta­vetr­inum mikla 1881 þegar frost í jan­úar var um 30 gráður um allt land ásamt miklu roki en sner­ist síðan upp í póli­tíska kreppu. Stjórn­völd létu efna­hags­málin reka á reið­anum en nú komst fólk í burtu með góðu móti og flutti hér um bil fimmti hver Íslend­ingur til Vest­ur­heims á þessu tíma­bili, flestir til Kanada. 

Ljóst er að Piketty vill breyta sam­fé­lag­inu í átt til jafn­að­ar, sann­girni og sjálf­bærni, bæði milli ríkja sem og innan ríkja. Hann bendir á hætt­una sem stafar af „pópúl­is­ma“ og útlend­inga­hat­ri, en hreyf­ingar sem hampa slíkri hugsun vinna alls­staðar á í kosn­ing­um. Ofur­kap­ít­al­ism­inn og tölvu­væð­ing áranna 1990 til 2020 ýtir undir þetta og gæti orðið kveikjan að nýrri heim­styrj­öld, segir hann. 

Thomas Piketty er bar­áttu­maður og mis­réttið er honum til­efni til bóka­skrif­anna en á hvaða hug­mynda­fræði byggir hann verk sitt?

Hann notar hug­takið hug­mynda­fræði á jákvæðan og upp­byggi­legan hátt, og á þá við kerfi hug­mynda og orð­ræðu, sem er tækt þar til annað kemur í ljós, og sem miðar að því að lýsa því hvernig byggja megi sam­fé­lagið upp. Einkum á hann við félags­legar hliðar henn­ar, efna­hags­legar og póli­tísk­ar. Með öðrum orðum notar hann hug­mynda­fræð­ina, eins og heim­spek­ing­arnir forð­um, til að svara spurn­ing­unni um hvað hvernig sam­fé­lagið skuli ver­a. 

Auglýsing

Hann gerir sér þó grein fyrir því að engin ein hug­mynda­fræði gengur upp fyrir öll sam­fé­lög, hvað þá fyrir alla ein­stak­linga, hins vegar þarf að taka hug­mynda­fræð­ina alvar­lega. Mis­rétti er ekki efna­hags­legt eða tækni­legt. Það er hug­mynda­fræði­legt og póli­tískt, sbr. íslenska orðið þjóð­meg­un­ar­fræði, sem lengi vel var notað í stað orðs­ins hag­fræði, en Piketty leitar í sög­una. Eflaust er það aug­ljós­asta nið­ur­staða þeirrar sögu­legu skoð­unar sem kynnt er í þessu riti. Með öðrum orðum eru mark­að­ur­inn og sam­keppn­in, ágóð­inn og laun­in, fjár­magnið og skuld­in, mennt­aðir og ómennt­aðir launa­menn, heima­menn og útlend­ing­ar, skatta­fylgsni og sam­keppn­is­hæfi í raun­inni ekki til. Um er að ræða til­búin fyr­ir­bæri, félags­leg og sögu­leg, sem eru alfarið háð laga­kerf­inu, skatt­kerf­inu, mennta­kerf­inu og stjórn­mála­kerf­inu sem menn kjósa að koma sér upp og þeim flokk­un­ar­kerfum sem menn leggja sér til. Þetta val, segir Piketty, vísar fyrst og fremst til þeirra hug­mynda sem hvert sam­fé­lag gerir sér um félags­legt rétt­læti og sann­gjarnt efna­hags­líf, og um póli­tískt og hug­mynda­fræði­legt kraft­vægi milli mis­mun­andi hópa, svo og orð­ræð­unnar hverju sinni. Mestu skiptir að slíkt kraft­vægi er ekki aðeins efn­is­legt, heldur er það fyrst og fremst vits­muna­legt og hug­mynda­fræði­legt. Með öðrum orðum eru það hug­myndir og hug­mynda­fræði sem móta sög­una. Þær gera mönnum ávallt kleift að hugsa sér nýja heima og skipu­leggja þá, svo og ólík sam­fé­lög. Alltaf eru til margar leiðir að settu marki. 

Í fyrstu tveimur hlutum bók­ar­innar skoðar höf­undur sögu mis­rétt­is­stjórn­ar­fars til langs tíma litið með það fyrir augum að varpa ljósi á þá flóknu og marg­slungnu ferla sem leiddu til þess að þrí­skipt sam­fé­lög (leigu­lið­ar, aðall og prestar) liðu undir lok á nítj­ándu öld og við tóku sam­fé­lög jarð­eig­enda. Í fyrsta hlut­anum lítur hann einkum til evr­ópskra sam­fé­laga þar sem tign og heiður rað­aði mönnum í þjóð­fé­lags­stig­an­um, en þau breytt­ust síðar í sam­fé­lög jarð­eig­enda. 

Tafla: Aðsend

Þjóð­fé­lags­skip­anin kemur skýrt fram á mynd 1.1, sem sýnir Frakk­land, Spán og Ind­land. Ég hef bætt þar við sam­svar­andi upp­lýs­ingum um Ísland. Myndin sýnir hlut­fall presta og aðals af heild­ar­fjölda full­orð­inna karl­manna og, eins og sjá má á mynd 1.1, er stétta­skipt­ingin á Íslandi mjög sam­bæri­leg við Frakk­land. Meiri­hluti lands­manna, eða um 96%, eru fátækir leigu­lið­ar. Ekki er heldur mik­ill munur á æðstu stétt­inni á Ind­landi 1880 (bramínar forn presta­stétt og kshatrýar forn stétt her­manna) og á Spáni 1750.

Í öðrum hlut­anum eru skoðuð nýlendu­ríki og ríki þar sem stundað var þræla­hald. Einnig er þar kannað hvernig þrí­skipt sam­fé­lög utan Evr­ópu mót­að­ist af kynnum þeirra við stór­veldi Evr­ópu. 

Tafla: Aðsend

Á mynd 7.2 má sjá tekju­skipt­ing­una á þeirra sem hafa lægstu tekj­urn­ar, milli­stétt­ar­innar og 10% þeirra tekju­hæstu, jafn­framt sem myndin sýnir mun­inn milli nýlendu­ríkja (Frakk­land) og ríkja þar sem þræla­hald við­gengst (Al­sír og Haí­tí). Ég bætti við sam­svar­andi upp­lýs­ingum fyrir Ísland. Hóp­ur­inn sem telur 15% tekju­hæstu ein­stak­linga árið 1927 hefur 81% allra tekna í land­inu og greini­legt að Ísland sam­svarar sér vel með þeim ríkjum þar sem þræla­hald við­gengst en verka­menn í skiln­ingi orðs­ins í dag voru ekki til á Íslandi á þessum tíma heldur voru þetta í reynd rétt­inda­lausir leigu­lið­ar. Þetta kemur í reynd betur í ljós á mynd 7.3 en hún sýnir yfir­lit þess hund­raðs­hluta sem hæstar hefur tekjur í sögu­legu sam­hengi og í nýlend­um.

Tafla: Aðsend

Þar kemur skýrt fram að hlutur þess hund­raðs­hluta (1%) sem hæstar hafa tekj­urnar er lægstur í Sví­þjóð árið 1980, eða rúm­lega 4%; í Evr­ópu lækk­aði þetta hlut­fall úr 25% árið 1910 í 11% árið 2018. Í ríkjum þar sem þræla­hald við­gengst (Al­sír, Tansanía o.s.frv.) er hlut­fallið mun hærra, eða frá 26% í Kamerún árið 1945 í 36% í Sam­bíu 1950. Ég hef bætt við sams­konar tölum um Ísland. Árið 1927 hefur tekju­hæsti pró­sentið 35% allra tekna í land­inu (170 fjöl­skyld­ur) og hafði þá heldur lækkað m.v. árin næst á und­an. Þess má geta að í lok 17. aldar átti tekju­hæsta pró­sentið 24% allra eigna á Íslandi en tekj­urnar voru fast hlut­fall af eign­um. Tekju­hæsta pró­sentið hafði því frekar bætt við sig á 250 árum en slíkt er algengt meðal ríkja sem hafa verið undir erlendri stjórn þegar hinn inn­lendi aðall tekur völd­in. Í Banda­ríkj­unum er hlutur þess pró­sents sem hæstar hefur tekjur 22% af heild­ar­tekj­unum árið 2018 og 18% á Íslandi árið 2007, rétt fyrir Hrunið en hlut­fallið datt þá nið­ur. Allt virð­ist hins vegar stefna á að hlutur rík­asta pró­sents­ins á Íslandi verði a.m.k. eins og í Banda­ríkj­unum ef fram fer sem horf­ir.

Í þriðja hlut­anum er fjallað um kreppu í sam­fé­lögum jarð­eig­enda og nýlendu­ríkja á tutt­ug­ustu öld, einkum í ljósi heims­styrj­ald­anna og upp­gangs komm­ún­ism­ans, og sagt frá því hvernig til­koma tekju­skatts­ins breytti sam­fé­lag­inu og skóp vel­ferð­ar­þjóð­fé­lag­ið. Einkum vísar hann þar til New Deal í Banda­ríkj­unum á fjórða ára­tugnum og til stofn­unar heil­brigð­is­kerf­is­ins á Bret­landi (NHS) sem Bretar ótt­ast nú að missa. Í báðum þessum ríkjum var rík­is­fjár­mál­unum beitt af mik­illi dirfsku, einkum með háum tekju­skatti, sjá mynd 10.11. 

Tafla: Aðsend

Á mynd­inni má sjá hvernig tekju­skatt­pró­sent­unni er beitt. Bæði í Bret­landi og í Banda­ríkj­unum nær hún hámarki frá 1930 og fram undir 1980. Ég hef bætt við upp­lýs­ingum um Ísland og má sjá svip­aðar tölur fyrir árin 1935 og fram undir 1960 þegar reynt var að leggja tekju­skatt af á Íslandi.

Í þessum hluta verks­ins sýnir hann einnig áhrif fjár­magns­flutn­inga til skatta­fylgsna á tekju­dreif­ingu, einkum í Rúss­landi, og segir þá vera höf­uð­or­sök ójafn­aðar þar í landi. Á tíma­bil­inu 1993 til 2018 voru að jafn­aði 10% lands­fram­leiðsl­unnar flutt í skatta­fylgsni, sem sam­svarar um tveimur og hálfri lands­fram­leiðslu yfir tíma­bil­ið. Tölur fyrir Ísland í aðdrag­anda Hruns­ins eru sam­svar­andi, þ.e. 10% á ári að jafn­aði. Nú hefur hins vegar dregið úr fjár­magns­flutn­ingum frá Rúss­landi og ójöfn­uð­ur­inn þar í landi kom­inn á par við Banda­rík­in. Ójöfn­uð­ur­inn í Evr­ópu er minni en í þessum lönd­um. m.a. vegna þessa.

Í fjórða hlut­anum er athugun á því við hvaða skil­yrði end­ur­reisn þjóð­fé­laga getur átt sér stað og hugs­an­leg umskipti í ver­öld að loknum nýlendu­tím­anum á nýrri öld eig­enda í lok tutt­ug­ustu aldar og upp­hafi þeirrar tutt­ug­ustu og fyrstu. Þar skoðar Piketty hvernig tek­ist er á um stjórn­mál og hug­mynda­fræði á öld lýð­ræðis og almenns kosn­inga­réttar til að byggja rétt­lát­ara sam­fé­lag með sann­gjarn­ari efna­hag og birt­ast þau átök í mót­mælum og bylt­ing­um, í bit­lingum og bók­um. Þau birt­ast líka í kjör­kass­an­um, í gegnum flokka og sam­fylk­ingar þar sem menn greiða atkvæði, einkum út frá eigin heims­sýn og póli­tískri og fjár­hags­legri stöðu hvers og eins. Sumir velja líka að kjósa ekki og er það út af fyrir sig upp­lýsandi. Í öllum þessum til­vikum vitna þessir gjörn­ingar við kosn­ingar um póli­tískar skoð­anir og þróun þeirra. Piketty tekur fram að þetta séu ófull­komnar vís­bend­ingar og vand­túlk­aðar en þær eru þó ríku­legri og kerf­is­bundn­ari en dæmi eru um í sam­fé­lögum þar sem ekki er gengið til kosn­inga. Þar skiptir auð­vitað höf­uð­máli að á bak hvert atkvæði er einn mað­ur, sbr. nýja stjórn­ar­skráin sem Alþingi hefur ekki enn lög­fest, en ákvörðun um skatta liggur hjá þjóð­þing­un­um. Hér­lendis hafa að auki verið ýmsar aðrar bremsur á lýð­ræð­inu í gegnum sög­una en vægi atkvæða, eins og skipt­ing Alþingis í efri og neðri deild og svo kon­ungs­kjörn­ir/lands­kjörnir þing­menn.

Piketty athugar líka hvernig „stétt­bund­in“ upp­bygg­ing póli­tísks ágrein­ings eins og hún birt­ist í kosn­ingum gjör­breytt­ist milli sós­í­alde­mókrat­íska skeiðs­ins á árunum 1950 til 1980 skeiðs ofur­kap­ít­al­ískrar heim­s­væð­ingar á árunum 1990 til 2020. Á fyrra tíma­bil­inu fundu alþýðu­stéttir hljóm­grunn í ýmsum flokkum sós­í­alista, komm­ún­ista, verka­lýðs, demókrata og sós­í­alde­mókrata, sem þá mynd­uðu vinstri væng stjórn­mál­anna í lýð­ræð­is­ríki. Þannig var því ekki lengur háttað á síð­ara tíma­bil­inu, þegar þessir flokkar eru flokkar þeirra sem best eru mennt­að­ir, og stundum virð­ist sem þeir séu að verða flokkar þeirra sem hæst hafa launin og mestar eiga eign­irn­ar. Þessi þró­un, bendir Piketty á, er til marks um það meðal ann­ars að sós­í­alde­mókrat­ískri sam­fylk­ingu eft­ir­stríðs­ár­anna hefur ekki tek­ist að end­ur­nýja grunn­inn að áætl­unum sín­um, einkum hvað varðar skatt­heimtu, menntun og alþjóð­leg mál. Þessar breyt­ingar eru líka sönnun þess að upp­bygg­ing jafn­að­ar­fylk­ingar er árangur flók­ins ferlis hvað varðar stefnu og hug­mynda­fræði. Kjós­endur skipt­ast í mörg horn eftir félags­legum og hug­mynda­fræði­legum átaka­lín­um, ekki síst varð­andi landa­mörk og eign­ar­rétt, og ekki er hægt að kom­ast fram hjá þeim nema með sér­tækum félags­legum og sögu­legum aðferð­um, stefnu­mótun og hug­mynda­fræði til þess að kom­ast yfir þessa hjalla og sam­eina í eina heild alþýðu­stéttir af ýmsum upp­runa hvort heldur úr borgum eða sveit­um, launa­menn eða ólaun­aða, heima­menn eða aðkomu­menn, og þar fram eftir göt­un­um.

Auglýsing

Í lok fjórða hlut­ans tekur Piketty saman hug­myndir sínar um skatt­kerfi til að fjár­magna vel­ferð­ar­þjóð­fé­lagið og breyta sam­fé­lag­inu. Hann gengur út frá að hið opin­bera þurfi um 50% af lands­fram­leiðsl­unni. Með öðrum orðum að önnur hver króna fari í sam­eig­in­lega neyslu, sem er svipað og tíðkast í Skand­in­avíu en heldur minna en í Frakk­landi í dag. Hann er ekki ýkja hrif­inn af óbeinum sköttum (eins og vaski), telur þá falla þyngst á þá tekju­lægstu. Hann vill heldur hækka eigna­skatta og erfða­skatta og tekur þar undir með John Stu­art Mill, sem ekki var par hrif­inn af silf­ur­skeið­ungum í sínum fræðum og lagði áherslu á jafn­ræði ein­stak­linga. Menn eiga að byrja á sama stað í til­ver­unni sagði hann. Piketty vill að stig­hækk­andi eigna­skattar og erfða­fjár­skattar standi undir um 5% af sam­eig­in­legri neyslu, svo eiga 45% að fást með stig­hækk­andi tekju­skatti og skal hann nema allt að 90% af þeim tekjum sem eru 10.000 sinnum hærri en með­al­tekj­ur. Hafa skal í huga að hér er átt við allar tekj­ur, líka fjár­magnstekj­ur. Þennan háa skatt rök­styður hann m.a. út frá mynd 10.11 og vill meina að það sé sam­svörun á milli hárra skatta, jafnra tekna og hag­vaxt­ar, og þótt hann taki skýrt fram að þessar hug­myndir séu aðeins til við­mið­unar til að ýta umræð­unni af stað—­sem hann gerir svo sann­ar­lega með þessu verki—og þær þurfi að máta og prófa á marga vegu finnst mér hann hefði mátt orða hugsun sína hér skýrar og taka af öll tví­mæli um vensl skatt­stiga, jafnra tekna og hag­vaxt­ar. Skatt­stig­inn, einn og sér, segir lítið um hag­vöxt­inn eða jafn­ari tekj­ur. Tekju­hug­takið var líka mun þrengra á tíma­bil­inu 1930 til 1980 heldur en það er núna, og það hafði alls ekki sömu skírskotun allan þennan tíma. Háir tekju­skattar vilja iðu­lega lenda á þeim sem gefa allt upp til skatts. Þeir, sem hæstar hafa tekj­urn­ar, flytja þær hins vegar í skatta­fylgsnin eins og dæmin sanna. 

Höf­undur er hag­fræð­ingur og sagn­fræð­ing­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar