Auðlindarentan – hvað hefur orðið af henni?

Sighvatur Björgvinsson segir að sú auðlindarenta sem farið hefur til einkaaðila í sjávarútvegi á áratug myndi nægja til að greiða allan allan árlegan kostnað ríkisvaldsins við heilbrigðiskerfið, menntakerfið, almannatryggingakerfið og samgönguúrbætur.

Auglýsing

Hvað er auð­lind­arenta? Það er sá umfram­hagn­að­ur, sem til­kom­inn er vegna nýt­ingar á tak­mark­aðri auð­lind svo sem á fiski­mið­um, orku, málmum og öðrum nátt­úru­verð­mætum að frá­dregnum öllum kostn­aði við fram­leiðslu og nýt­ingu hvort heldur sem er á vinnu­afli (launa­kostn­að­ur), vinnslu­kostn­aði, sölu- og útflutn­ings­kostn­aði, end­ur­nýj­un­ar­kostn­aði mann­virkja og tækja, við­halds­kostn­aði eða öðrum þeim kostn­aði, sem fram­leiðsla og sala afurða, sem grund­grund­völluð er á nýt­ingu auð­linda, kallar á. 

Hverjir telj­ast eiga íslenskar nátt­úru­auð­lindir og hverjir njóta arðs af þeim? Lengst af hefur arð­ur­inn fallið einka­að­ilum í skaut, en um eign­ar­haldið ríkti óvissa. Ára­tugum saman var það bar­áttu­mál okkar jafn­að­ar­manna að þjóðin eign­að­ist sjálf nátt­úru­auð­lind­irn­ar. Til hvers? Til þess að hún, íslenska þjóð­in, gæti fengið að njóta ávaxta af hag­nýt­ingu þess­ara auð­linda en ekki bara ein­hverjir aðr­ir; ein­stak­lingar eða félög.

Stóðum lengst af einir

Þegar ég fyrst sett­ist inn á Alþingi árið 1974 lágu þar fyrir ýmis mál um þjóð­ar­eign nátt­úru­auð­linda, m.a. mál flutt af Braga Sig­ur­jóns­syni, alþing­is­manni Alþýðu­flokks­ins í Norð­ur­lands­kjör­dæmi eystra. Við Bragi ásamt Jóni Ármanni Héð­ins­syni, alþing­is­manni Alþýðu­flokks­ins í Reykj­ar­nes­kjör­dæmi og fleiri Alþýðu­flokks­þing­mönnum fluttum þessi mál áfram og ítrekað – m.a. frum­vörp til laga um, að allt land utan afmark­aðra eign­ar­landa skyldi telj­ast þjóð­ar­eign. Ekki nokkurn stuðn­ing frá þing­mönnum ann­ara þing­flokka fengum við um slík mál. Skipti þá engu máli hvort heldur þeir töld­ust til vinstri afla á Alþingi, væru mið­flokks­menn eða til­heyrðu hægri öfl­un­um. 

Við Alþýðu­flokks­menn, jafn­að­ar­menn­irnir á Alþingi, stóðum einir um ára­tugi að flutn­ingi mála um þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lind­um. Það var svo ekki fyrr en dró að lokum síð­ustu ald­ar, að við gátum knúið í gegn, sitj­andi í rík­is­stjórn Stein­gríms Her­manns­son­ar, að fiski­miðin við Íslands­strendur skyldu vera sam­eign þjóð­ar­innar og það ákvæði var í lög fest. Eftir margra ára hlé tókst loks­ins líka að fá sam­þykkt Alþingis fyrir því, að allt land utan afmark­aðra eign­ar­landa skyldi telj­ast vera þjóð­lend­ur, þ.e. skoð­ast sem eign þjóð­ar­inn­ar. Mikil vinna hefur nú farið fram um áraraðir hvernig og hvar skuli skil­greina mörk eign­ar­landa og þjóð­lendna og hefur sú vinna skilað þjóð­inni árangri. 

Auglýsing
Hver er sá árang­ur? Hann er sá, að þau nátt­úru­gæði, sem eru innan marka þjóð­lendna, eru eign íslensku þjóð­ar­inn­ar. Nátt­úru­gæði eins og orka jarð­hita og fall­vatna í þjóð­lendum sem og þau nátt­úru­gæði, sem eru afger­andi fyrir ferða­þjón­ust­una. Slík nátt­úru­gæði eru nú ÓTVÍ­RÆÐ EIGN ÍSLENSKU ÞJÓЭAR­INNAR og það er þjóð­ar­innar en ekki bara ein­hverra ein­stak­linga eða félaga utan lands eða innan að hafa beina fjár­hags­lega hags­muni af nýt­ing­unni. Þeir, sem nýta slíka eign og hafa fengið til þess leyfi þjóð­ar­innar ættu að gjalda leigu fyrir afnotin alveg eins og Evr­ópu­sam­bandið hefur þurft að greiða íslenska rík­inu leigu fyrir afnot af varð­skipi og þyrlu í eigu þjóð­ar­innar og leigu­takar af hús­næði í eigu ann­ara þurfa að greiða eig­end­unum leigu fyrir afnot­in. Slík leiga er ekki skatt­ur, sem leggja skal á eftir efnum og ástæð­um, heldur er um að ræða leigu fyrir afnot af eignum ann­ara – og á ekkert skylt við skatt­heimtu.

Eft­ir­sótt leyfi til nýt­ingar

Aðgangur að og heim­ildir til nýt­ingar nátt­úru­auð­linda eru tak­mörkuð af hand­höfum þjóð­ar­valds­ins; af Alþingi og rík­is­stjórn. Þeir, sem hyggj­ast nýta þær auð­lindir þurfa að sækja sér heim­ild til íslenska rík­is­ins og öll slík leyfi eru tak­mörk­unum háð enda geta þau verið ávís­anir á umtals­verða tekju- og auð­sköpun þeirra sem nýta – en geta líka valdið skelfi­legum búsifjum ríkis og þjóðar séu þau rang­lega nýtt. Eðli­legt og sjálf­sagt er, að þeir, sem fá slíkan aðgang, gjaldi fyrir það með með sama hætti og þeir, sem fá leyfi til þess að hag­nýta sér eigur ann­ara. 

Slík leiga hefur hins vegar fram að þessu ekki verið inn­heimt fyrir nýt­ing­ar­rétt á tak­mörk­uðum nátt­úru­auð­lindum Íslands nema fyrir nýt­ingu fiski­mið­anna. Sú var hins vegar ein­dregin afstaða okk­ar, jafn­að­ar­manna í Alþýðu­flokkn­um, að gjald ætti að greiða fyrir nýt­ingu allra auð­lind­anna. Ég vona, að þau við­horf eigi sér enn málsvara á Alþingi. Að svo sé skiptir þjóð­ina miklu meira máli en að fá upp­lýst hvort ein­hverjir til­teknir þing­menn mæti mikið eða lítið of seint á nefnd­ar­fundi.

Nið­ur­stöður Þór­ólfs og Eyj­ólfs

Veiði­gjöld sem hlut­fall af auð­lind­arent­unni í sjáv­ar­út­vegi komu einna fyrst til álita árið 1991, en þá tók við af sam­blöndu kvóta- og sókn­ar­marks­kerfis alhliða kvóta­kerfi með fram­sals­rétti. Í þeim kafla af úttekt þeirra Þór­ólfs Matth­í­as­sonar og Eyj­ólfs Sig­urðs­sonar á mál­efnum fisk­veiði­auð­lind­ar­inn­ar, sem náði yfir árin 1980 til árs­ins 2005, kemur m.a. fram, að afli á Íslands­miðum hafi vaxið mjög á þessu ára­bili, einkum afli upp­sjáv­ar­teg­unda, en að afli botn­lægra teg­unda hafi að mestu staðið lítt breytt­ur. Eftir árið 2005 hafi afli upp­sjáv­ar­teg­unda dvínað mjög uns mak­ríll­inn rataði á Íslands­mið. 

Ekki finn ég í frá­sögn af úttekt þeirra hver auð­lind­arentan hafi verið hvert ár fyrir sig á þessum árum. Hins vegar segir þar, að á árinu 2008 hafi hlutur veiði­gjalds af auð­lind­arentu aðeins numið 0,8% og árið 2010 aðeins 4,95%. Hand­hafar fisk­veiði­kvót­ans hafa því haldið eftir í eigin þágu 98,2% af auð­lind­arent­unni árið 2008 og 95,05% af auð­lind­arent­unni árið 2010 – en þetta eru þau ár sem íslenski rík­is­sjóð­ur­inn og íslenskur almenn­ingur þurfti mest á aðstoð að halda sakir hruns­ins, sem Svein Har­ald Öygard, fyrrum seðla­banka­stjóri, segir að sé eitt mesta efna­hags­á­fall, sem nokkur þjóð hafi mátt þola. Á þessum árum segja þeir Þór­hallur og Eyjólfur að útgerð­ar­menn hafi úthlutað sér 54,3 ÞÚS­UNDUM MILLJ­ÓNUM KRÓNA í arð en greitt aðeins 18,3% af auð­lind­arent­unni til íslensku þjóð­ar­inn­ar. Öllum afgangi var haldið fyr­ir­tækjum til handa.

Nið­ur­stöður Stef­áns Gunn­laugs­sonar

Stefán B. Gunn­laugs­son, dós­ent við Háskól­ann á Akur­eyri, hefur svo miðlað nýjum upp­lýs­ingum um auð­lind­arent­una og hvað af henni hefur orð­ið. Það gerði hann í Þjóð­ar­spegl­inum í nóv­em­ber á s.l. ári og þangað sæki ég eft­ir­far­andi nið­ur­stöð­ur. Auð­lind­arentan á árunum 2008 til 2017 var á milli 300 millj­óna doll­ara (37,5 millj­arðar íkr) árið 2008 upp í 540 millj­ónir doll­ara (67,6 millj­arðar íkr) árið 2011 en hafði farið niður í ca. 110 millj­ónir doll­ara (13,7 millj­arða íkr) árið 2017. Á þessu ára­bili – frá 2008 til 2017 – nam auð­linda­trentan í sjáv­ar­út­vegi sam­kvæmt þessu mati sam­tals 3,8 þús­und millj­ónum doll­ara – eða 477,5 ÞÚS­UND MILLJ­ÓNUM ÍSLENSKRA KRÓNA. – og það á aðeins TÍU ÁRUM!!! Í hverra höndum lenti svo öll þessi auð­legð? Þrír aðilar njóta henn­ar, segir Stef­án. Þeir eru: Rík­ið, sem fær veiði­gjöld og hærri tekju­skatt, kvóta­salar (þeir sem fengu veiði­heim­ild­irnar (kvót­ann) upphaf­lega en hafa selt veiði­heim­ildir sínar end­an­lega) og svo þau útgerð­ar­fyr­ir­tæki, sem starf­andi eru í grein­inn­i. 

Auglýsing
Og hvað fær hver og einn? Á árunum 2007 til 2017 fékk ríkið (þjóð­in, eig­andi mið­anna) 19% af auð­lind­arent­unni í sinn hlut, starf­andi fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi 42% auð­lind­arent­unnar í sinn hlut og kvóta­sal­ar, sem selt hafa veiði­heim­ildir sín­ar, 39% auð­lind­arent­unnar í sinn hlut. Með öðrum orð­um: Aðilar í útgerð, sem fengu úthlutað heim­ildum til veiða á fiski á Íslands­miðum og hafa selt aðgang sinn að eign, sem þeir eiga ekki – heldur er eign íslensku þjóð­ar­innar – hafa fengið fyrir það meira en tvö­falda þá auð­lind­arentu sem sjálfur eig­and­inn fékk!. Og hvað gera svo njótendur auð­lind­arent­unnar við sinn hlut? Ríkið notar hann til þess að greiða kostnað sam­fara rann­sóknum og eft­ir­liti með auð­lind­inni, rann­sókn­um, sem flestar eru beint eða óbeint í þágu þeirra, sem auð­lind­ina nýta – og dugar ekki til. Starf­andi útgerðir og kvóta­brask­ar­ar, fengu 81% auð­lind­arent­unnar í sína vasa, en þeirra hlutur nam á árunum 2007 til 2017 að sögn Stef­áns Gunn­laugs­sonar ÞRJÚ HUND­RUÐ ÁTTA­TÍU OG SEX ÞÚS­UND SJÖ HUND­RUÐ SJÖ­TÍU OG FIMM MILLJ­ÓNUM KRÓNA. 

Þessir aðilar eru í hópi allra stærstu fjár­festa á Íslandi og þeir fjár­festa bæði inn­an­lands og utan í marg­vís­legum og oft ólíkum verk­efnum og fyr­ir­tækjum auk þess sem Panama­skjölin leiddu í ljós, en þau lengi verið til rann­sóknar en lítið frétt­ist af þeirri rann­sókn. Seðla­bank­inn opn­aði svo leið til þess að koma með mikla fjár­muni í erlendum gjald­eyri til lands­ins á miklu hag­stæð­ara gengi en gilti fyrir allan almenn­ing. Þeir, sem erlenda mynt áttu aflögu, gátu fengið hana flutta hingað til lands á afslátt­ar­verði krón­unnar og svo notað fé sitt til þess að kaupa á útsölu­verði hru­nár­anna fyr­ir­tæki og eignir ann­arra. Hverjir gerðu svo það? Það fæst ekki upp­lýst. Bannað að segja frá því!.

Er for­tíð­ar­sagan fram­tíð­ar­spá

Það, sem hér hefur verið fjallað um, er saga lið­inna tíma. Eru þeir stoltir af, sem á því bera ábyrgð? Víst er, að litlu er hægt að breyta um liðna tíð – en hvað um sam­tíð og fram­tíð? Á að halda áfram að ráð­stafa eignum þjóð­ar­innar með þessum sama hætti og þeir Þórólf­ur, Eyjólfur og Stefán hafa upp­lýst um? Og hvað um aðrar auð­lindir en fiski­mið­in? Hver er auð­lind­arentan þar – og á að halda því áfram að heim­ila nýt­ingu á þeim auð­lindum án leigu­gjalds? 

Að­eins ein til­raun hefur verið gerð til þess að eig­andi slíkra nátt­úru­auð­linda, íslenska þjóð­in, njóti arðs af eign sinni. Það var þegar til stóð að inn­leiða nátt­úrupass­ann. Hverjir lögðu það til? Sjálf­stæð­is­menn. Hverjir ónýttu það? M.a. áber­andi for­ystu­menn Vinstri grænna. Af hverju gerðu þeir það? Vegna þess að ekki bara útlendir ferða­menn áttu að gjalda eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, íslensku þjóð­inni, leigu­gjald fyrir afnota­rétt­inn heldur áttu íslenskir ferða­menn líka að taka þátt í því, en þó í miklu minna mæli en útlend­ing­arn­ir. 

Svona öfug­snúin getur íslenska póli­tíkin ver­ið. Hvað ferða­manna­iðn­að­inn varðar er allt í lagi að útlend­ingar borgi leigu­gjald fyrir aðgang að auð­lindum í eigu þjóð­ar­inn­ar, en ef Íslend­ingar eiga að taka tak­mark­aðan þátt í því þá má það hreint aldeilis ekki. Það er víst ekki “rétta vinstrið” og auk þess afskap­lega lítið grænt! Og hvað um afnota­rétt­inn að auð­lindum orku fall­vatna og jarð­hita, að orku vinds og að nátt­úru­auð­lind íslensku fjarð­anna fyrir fiski­rækt? Hvert er þá svar­ið? Svarið þar er, að hvorki megi ætl­ast til að útlend­ingar né Íslend­ing­ar, sem fá leyfi rík­is­valds­ins til slíkrar nýt­ing­ar, greiði svo mikið sem einn eyri af auð­lind­arentu sinni til eig­and­ans.

Aleinn um það?

Sú auð­lind­arenta, sem runnið hefur til fyr­ir­tækja og einka­að­ila bara í sjáv­ar­út­vegi og sagt er frá hver orðið hefur í rann­sóknum þeirra Þór­ólfs, Eyj­ólfs og Stef­áns er ekk­ert smá­ræði. Ef aðeins er nefnd til sög­unar sú auð­lind­arenta, sem á árunum 2007 til 2017 rann til þess­ara aðila þá myndi hún nægja til þess að greiða allan árlegan kostnað rík­is­valds­ins við heil­brigð­is­kerf­ið, allan árlegan kostnað þess við mennta­kerf­ið, allan árlegan kostnað þess við almanna­trygg­inga­kerfið sem og allan árlegan kostnað þess við vegi, sam­göngur og verk­legar fram­kvæmd­ir. Má ég svo ekki fá að ljúka þessum orðum með því að segja, að margt annað sé þarfara fyrir alþing­is­menn að gera en að upp­lýsa hvaða sam­þing­menn hafa mætt of seint á nefnd­ar­fundi eða hvaða þing­menn ferð­ist, hvert þeir ferðast, hversu langt, hversu oft og hvern­ig. Ég verð að segja, að ég sakna margra úr þing­manna­hópn­um, sem þar hafa set­ið. Ætli ég sé aleinn um það?

Höf­undur er fyrrv. þing­maður og for­maður Alþýðu­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar