Hundar og fólk – Ástarsaga

Auglýsing

Hundar og menn. Besti vinur manns­ins.

Hund­ur­inn og mað­ur­inn hafa þró­ast saman sem teg­undir sem ekki geta án hvorrar ann­arrar ver­ið. Í þús­undir ára hefur hund­laus fjöl­skylda verið und­an­tekn­ing en ekki norma­lá­stand. Hundar hafa þró­ast með þeim hætti að þeir bæta mann­inn upp – þeir hafa stór­feng­lega hæfi­leika sem mann­inn skortir og hann hefur stólað á til að ná árangri. Þróun sið­menn­ingar án hunda er óhugs­andi og nú á 21. öld­inni hefur fólki enn ekki tek­ist að búa til tæki eða tól sem geta gert allt það sem hundar hafa hjálpað okkur með í þús­undir ára. Hundar hafa t.d. marg­falt betri heyrn en við og sömu­leiðis þef­skyn. Hvoru tveggja hefur nýst mann­inum og tryggt öryggi hans og gerir enn. Fólk sér hins vegar almennt mun betur en hund­ur­inn.

Hundar hafa í gegnum ald­irnar aðstoðað menn við veiðar með því að þefa uppi bráð, elta og drepa og/eða sækja hana, hjálpað til við skepnu­hald og búskap, haldið mein­dýrum frá mat og eigum fólks, tryggt öryggi fjöl­skyld­unn­ar, heim­il­is­ins og bústofns­ins, dregið sleða, gætt barna, fundið týnt fólk, nýtt mat­ar­leif­arnar og varað fólk við nátt­úru­ham­förum svo eitt­hvað sé nefnt. Þeir hafa líka veitt okkur félags­skap og gleði og haldið hita á fólki (vissuð þið að eðli­legur lík­ams­hiti hunda er milli 38-9°C – sem er einmitt afar heppi­legt fyrir fólk sem er kalt á tán­um).

Auglýsing

Rann­sóknir sýna að fólk sem á hunda er hraust­ara en aðrir og því líður bet­ur. Það sefur og hvílist t.d. betur því hundur á heim­il­inu veitir mun meiri og dýpri örygg­is­til­finn­ingu en nokk­urt örygg­is­kerfi. Það hefur að með­al­tali lægri og heil­brigð­ari blóð­þrýst­ing og rann­sóknir sýna að blóð­þrýst­ingur lækkar og fólk róast þegar hundi er strok­ið. Það er í betri lík­ams­þjálfun því það fer í göngutúr dag­lega og er lík­legra til að stunda heil­næma úti­vist. Börn sem alast upp með dýrum hafa sterkara ónæm­is­kerfi og fá síður ofnæmi. Fólk sem á hunda þjá­ist síður af þung­lyndi og víða um heim eru hundar not­aðir í með­ferð­ar­skyni. Sá sem á hund á alltaf vin sem elskar hann skil­yrð­is­laust. Það er dýr­mæt til­finn­ing.

Engin önnur teg­und er eins næm á mann­lega hegðun og líð­an. Þegar hundur horfir á manns­and­lit horfir hann meira á hægri hluta þess. Hægri hluti and­lits okkar sýnir að jafn­aði sterk­ari svip­brigði en sá vinstri. Þetta ger­ist ekki þegar hundar horfa framan í aðra hunda eða dýr. Hund­ar, líka litlir hvolpar ­sem aldrei hafa hitt fólk, skilja bend­ingar manna. Kannski þykir ein­hverjum það ekk­ert merki­legt en úlfar gera það ekki og heldur ekki mannap­ar, okkar nán­ustu frænd­ur. Að sama skapi skilur fólk hunda. Við sem eigum hunda og erum vön að umgang­ast þá skiljum nákvæm­lega hvað mis­mun­andi boffs og gelt þýða, ekki bara hjá okkar eigin hundum heldur öllum hinum líka. Við vitum hvers vegna hund­ur­inn sperrir eyr­un, dillar skott­inu og við kunnum líka að lesa í öll hin ótal smá­at­rið­in. Fólks sem ekki er vant hundum kann það hins vegar ekki og það getur skapað hættu.

Á Íslandi varð ein­kenni­legt rof á hunda­haldi er þétt­býli byggð­ist hratt upp á 20. öld­inn­i. Það varð til þess að ein, tvær eða jafn­vel þrjár kyn­slóðir Íslend­inga kunna ekki á hunda. Við höfum enn ekki náð að vinda ofan af því ástand­i ­þrátt fyrir gríð­ar­lega aukn­ingu á útbreiðslu hunda í þétt­býli. Ég veit ekki hvers vegna hund­arnir fylgdu fólk­inu sínu ekki í þétt­býlið hér á landi eins og víð­ast hvar ann­ars­stað­ar. Hundar hafa verið hér á landi og verið ómissandi frá land­námi. Hugs­an­lega er sulla­veikin skýr­ingin á því hvers vegna hundar hafa verið tengdir óþrifn­aði hér á landi langt umfram það sem ástæða er til. Kannski er það ástæðan fyrir því að þeir voru síður hafðir inni þegar leið á 20. öld­ina. Myndir úr gömlum ferða­bókum frá 19. öld sýna að hundar voru inni við á þeim tíma. Önnur mögu­leg skýr­ing er að þeir hundar sem voru í sveitum hér á landi hafi ekki hentað sér­lega vel í þétt­býli. Hér voru einkum smala­hundar sem hafa mikla hreyfi­þörf og eru gjarna geltnir og framan af var bannað að flytja inn aðrar hunda­teg­und­ir. Hver sem ástæðan er þá var þró­unin hér á landi allt önnur en víð­ast hvar ann­ars­stað­ar­. Hundar voru hrein­lega bann­aðir í Reykja­vík en nú er víð­ast hvar hægt að fá leyfi til að halda hunda hér á landi. Fyrir leyfið greiðum við hunda­eig­endur hátt gjald án þess að fá mikið í stað­inn. Umboðs­maður Alþingis virð­ist sam­mála um að nokkuð óljóst sé fyrir hvað sé verið að greiða.

Á Íslandi eru hunda­eig­endur jað­ar­hópur sem hefur engin rétt­indi og þarf alltaf að víkja. Sú meg­in­regla að allt sé leyfi­legt nema það sé sér­stak­lega bannað á ekki við þegar kemur að hunda­haldi á Íslandi. Hér er allt bannað nema það sé sér­stak­lega leyft en þó yfir­leitt með stöngum skil­yrð­um, gjald­töku og við­ur­lög­um. Það sökkar að vera ann­ars flokks borg­ari.

Flest lítum við á hund­inn sem hluta af fjöl­skyld­unni okkar en hann má ekki fylgja okkur í okkar dag­lega lífi. Það veldur ýmsum vanda­mál­um. Hundar hér á landi eru margir hverjir meira einir en æski­legt er. Þeir eru félags­verur og þrá félags­skap manna. Þegar þeir kom­ast svo loks út eru margir þeirra yfir­tjún­aðir og æstir eftir langa ein- og inni­veru. Og eig­end­urnir eru með stöðugt sam­visku­bit yfir því að sinna hund­inum ekki bet­ur. Og nei, hundum líður ekki endi­lega betur í sveitum og þeir þrá ekki frelsi eins og margir virð­ast halda. Hund­ur­inn sem teg­und hefur aldrei verið frjáls. Frjálsir hundar heita úlfar og eru allt öðru­vísi þrátt fyrir nán­ast sama gena­meng­ið.

Þar sem hundar mega hvergi vera læra þeir eðli­lega ekki að vera á fjöl­förnum stöð­um. Það segir sig sjálft. Erlendis sjáum við hunda út um allt. Þeir eru hluti af borg­ar­líf­inu, ferð­ast með strætó og lest­um, fara inn á veit­inga­staði, inn í versl­an­ir, hjúkr­un­ar­heim­ili og spít­ala. Regl­urnar eru mis­mun­andi á milli landa en víða er það þannig að þeir eru bara hafðir í taumi til að tryggja öryggi þeirra. Í göngu­götum og ann­ars staðar þar sem ekki stafar hætta af bíla­um­ferð fá þeir að ganga lausir með eig­endum sín­um. Eig­and­inn metur sjálfur hvort hund­inum sé treystandi án taums.  Eng­inn fær heldur bráða­of­næm­iskast og fólk hræð­ist hundana ekki enda engin ástæða til.

Hundar hér á landi kunna þetta ekki vegna þess að þeir fá aldrei að vera í marg­menni. Þeir eru illa umhverf­is­þjálfaðir vegna þess að fá tæki­færi gef­ast til þess að þjálfa þá í að koma með í bank­ann og á póst­hús­ið, bíða rólegir fyrir utan mat­vöru­búð­ina eða vera í lausa­göngu í almenn­ings­garð­in­um. Og skyn­samasta fólk er ýmist hrætt við hunda eða telur góða hug­mynd að vaða til þeirra og klappa þeim – sem sumum hundum finnst bæði óskilj­an­leg hegðun ókunn­ugra og svo ógn­andi að þeir jafn­vel bíta. Erlendis þar sem fólk er vant hundum í umhverfi sínu, dettur engum í hug, hvorki börnum né full­orðn­um, að vaða í ókunn­uga hunda til að klappa þeim eða skoða þá. Fólk veitir þeim ekki meiri athygli en öðrum veg­far­end­um.

Þennan víta­hring sem skap­ast hefur hér á landi er erfitt að rjúfa nema með auknu frjáls­ræði hunda og manna og upp­lýs­ingum og fræðslu um hunda og hvernig á að umgang­ast þá.

Ég hef átt þrjá hunda og fóstrað nokkra í við­bót. Tveir af hund­unum mínum lentu í því að mann­eskja lamdi þá án nokk­urs til­efn­is. Hvor­ugur snérist til varnar en ef þeir hefðu gert það hefði mér þótt það skilj­an­leg­t. Þá hefðu þeir þó senni­lega báðir týnt líf­inu.

Hundar eru dásam­legir og koma í öllum stærðum og gerð­um. Sumir hundar þurfa mikið pláss, úti­vist og mikla hreyf­ingu, aðrir nenna ekki út þegar rign­ir. Og fólk er líka alls­konar og margir virð­ast ekki alveg átta sig á að sleða­hundar eru ekki endi­lega hent­ug­asta hunda­teg­undin í lít­illi blokkar­í­búð. Þar gæti önnur teg­und hins vegar smellpassað og auðgað líf fólks svo um mun­ar. Fólk þarf nefni­lega að hugsa aðeins áður en það fær sér hund – alveg eins og þegar það ákveður að stækka fjöl­skyld­una og eign­ast barn. Hundur er skuld­bind­ing til 10-15 ára. En líf án hunds er mann­inum sem dýra­teg­und hrein­lega óeðli­legt og það hefur ekk­ert breyst þótt flest fólk lifi nú í þétt­býli og vinni utan heim­il­is­ins. Við höfum alveg jafn­sterka þörf fyrir öryggi og félags­skap hunds­ins og áður. Það er mann­fjand­sam­legt að banna hunda. Verk­efnið hlýtur að vera að aðlaga líf okkar og sam­fé­lag hunda­haldi frekar en að halda í fárán­lega og úrelta bann­hyggju.



Pistill­inn birt­ist fyrst á vefrit­inu Herðu­breið 20. júlí 2015 en er end­ur­birtur lítið breyttur til minn­ingar um hund­inn Loka. Hann var best­ur. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None