Fær VG um 10 prósent atkvæða í næstu þingkosningum?

Svanur Kristjánsson, prófessor emiritius í stjórnmálafræði, skrifar um stöðu Vinstri grænna í íslenskum stjórnmálum.

Auglýsing

Áhuga­fólk um stjórn­mál og frétta­skýrendur leita gjarnan til for­tíðar í leit að svörum um lík­lega fram­vindu. Ekki er þar á vísan að róa því gjarnan taka stjórn­mál nýja og óvænta stefnu ekki síst á okkar tímum breyt­inga og stöðugrar óvissu,

Stundum virð­ist samt sagan end­ur­taka sig og fram koma kunn­ug­leg mynstur úr for­tíð­inni. Nær­tækt dæmi er núver­andi staða Vinstri hreyf­ing­ar­innar – græns fram­boðs (VG). Í síð­ustu þing­kosn­ingum fékk flokk­ur­inn tæp 17% atkvæða og ell­efu þing­menn. Eftir kosn­ingar ákvað VG að efna til stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn undir for­ystu for­manns­ins Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Þessi ákvörðun VG var væg­ast sagt mjög umdeild í röðum vinstri manna innan flokks og utan. Fyrir kosn­ingar höfðu stöku for­ystu­menn VG nefni­lega gefið sterk­lega í skyn – svo ekki sé meira sagt – að VG myndi ekki leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn enn og aftur til æðstu valda í land­inu. Meg­in­þorri kjós­enda VG vildi sam­starf til vinstri en ekki við hægri öfl­in.

Drífa Snædal, fyrr­ver­andi vara­þing­maður og fyrrum fram­kvæmda­stjóri VG, sagði sig úr flokknum og útskýrði ákvörð­un­ina á FB-­síðu sinni m.a. :

„Við munum ekki breyta Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Inn­viðir hans eru spilltir og fullir kven­fyr­ir­litn­ing­ar. Sjálf­stæð­is­menn munu fagna stjórn­ar­sátt­mála, fara inn í sín ráðu­neyti og haga sér eins og þessi valda­stofnun hefur alltaf hagað sér. Við og við vellur gröft­ur­inn upp í formi frænd­hygli, inn­herj­a­við­skipta, skatta­skjóla, auð­valds­dek­urs, útlend­inga­andúðar eða skjald­borgar um ofbeld­is­menn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja sam­starfs­flokk­inn og mörkin fær­ast til í sam­starf­inu líkt og í ofbeld­is­sam­bandi. Þetta verður eins og að éta skit í heilt kjör­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo leng­i.”

Auglýsing
Tveir þing­menn VG – Andrés Ingi Jóns­son og Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir – greiddu atkvæði gegn stjórn­ar­sam­starf­inu og nýlega sagði Andrés Ingi sig form­lega úr þing­flokknum vegna óánægju með störf VG. Skoð­ana­kann­anir mæla nú ítrekað VG með um 10% fylgi. Spyrja má hvort nið­ur­staða næstu þing­kosn­inga verða á svip­uðum slóð­um.

Þess eru tvö dæmi úr íslenskri stjórn­mála­sögu að flokkar hafi ekki tapað fylgi eftir stjórn­ar­sam­vinnu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Skoðum þau stutt­lega.

  1. Eftir átta ára stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn bætti Alþýðu­flokk­ur­inn við sig fylgi í þing­kosn­ingum 1967 – hlaut tæp 16% atkvæða í stað 14% áður. Skýr­ingin á fylg­is­aukn­ing­unni var að ráð­herrar Alþýðu­flokks­ins opin­ber­uðu djúp­stæðan ágrein­ing innan stjórn­ar­innar um land­bún­að­ar­mál. Þegar up var staðið gekk áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn nán­ast af Alþýðu­flokknum dauðum – fékk ein­ungis um 10% atkvæða í þing­kosn­ingum 1971.
  2. Í Alþing­is­kosn­ingum 2009 vann Sam­fylk­ingin sigur – hlaut 30.3% atkvæða í stað 27,0% í fyrri kosn­ing­um. Flokk­ur­inn bætti við fylgi eftir stjórn­ar­sam­vinnu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn frá 2007, og þrátt fyrir Hrun­ið. Nær­tæk­asta skýr­ingin er sú að Sam­fylk­ingin valdi nýjan for­mann, Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, í stað Ingi­bjargar Sól­rúnar Gísla­dóttur sem var af hálfu flokks­ins meg­in­arki­tekt­inn að stjórn­ar­sam­starf­inu við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Jóhanna hafði löngum kosið að starfa fremur til vinstri og áður klofið sig út úr Al­þýðu­flokknum og stofnað nýjan flokk, Þjóð­vaka, sem bauð fram í þing­kosn­ingum 1995. Fyrir kosn­ing­arnar birti Þjóð­vaki sam­þykkt um að flokk­ur­inn myndi ekki undir neinum kring­um­stæðum ganga til rík­is­stjórn­ar­sam­starfs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Í ljósi for­tíðar er senni­legt að skoð­ana­kann­anir nú gefi nokkuð glögga vís­bend­ingu um fylgi VG í næstu þing­kosn­ing­um. Skemmst er einnig að minn­ast afhroðs VG í sveita­stjórn­ar­kosn­ingum 2018; í Reykja­vík fékk flokk­ur­inn þá til dæmis 2700 atkvæði í stað um 14.500 atkvæða í þing­kosn­ingum árið áður. 

For­ysta VG getur þó gripið til aðgerða til að styrkja stöðu flokks­ins meðal kjós­enda. Í ljósi sög­unnar væri væn­legt fyrir VG að gera opin­beran ágrein­ing við Sjálf­stæð­is­flokk­inn í mik­il­vægum mál­um. Krefj­ast þess til dæmis að rík­is­stjórnin taki miklu fastar á spill­inga­málum – eins og Sam­herja­hneyksl­inu. Svo ekki sé talað um það þjóð­þrifa­verk að end­ur­nýja laskað traust á dóm­stólum lands­ins og rétt­ar­kerfi eftir lát­lausar árásir og vald­níðslu dóms­mála­ráð­herra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Í upp­hafi var eitt af meg­in­mark­miðum rík­is­stjórn­ar­innar að end­ur­vekja traust á stjórn­málum og stofn­unum sam­fé­lags­ins. Árang­ur­inn er nákvæm­lega eng­inn. Spill­ing­ar­málin hrann­ast upp hvert af öðr­um.

Sömu­leiðis væri ráð­legt fyrir VG að breikka for­ystu flokks­ins og rétta þannig sátt­ar­hönd til and­stæð­inga stjórn­ar­sam­starfs­ins í röðum flokks­fólks.

Umbóta­öflin á Íslandi eru í sókn. Þau myndu styrkj­ast enn frekar með end­ur­nýjun VG og mál­efna­legri og virkri fjar­lægð flokks­ins frá núver­andi varð­stöðu um óbreytt valda­kerfi í land­inu. Ella á VG – að mínu mati – ekk­ert betra skilið en að bíða afhroð í næstu þing­kosn­ing­um.

Höf­undur er pró­fessor emer­ítus í stjórn­mála­fræði.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar