Áskorun á sitjandi ríkisstjórn – tvö stórkostleg tækifæri til ódauðleika!

Snorri Baldursson vill að fallið verði frá virkjunaráformum innan miðhálendisþjóðgarðs og að illa farnir afréttir verði friðaðir.

Auglýsing

1. ­Stofnum mið­há­lend­is­þjóð­garð án nýrra virkj­ana og ekki gráta brott­hvarf Rio Tinto

Ég hef áður gagn­rýnt frum­varps­drög umhverf­is­ráð­herra um mið­há­lend­is­þjóð­garð fyrir að halda opn­um ­virkj­un­ar­kostum sem eru í ferli ramma­á­ætl­unar innan fyr­ir­hug­aðra þjóð­garðs­marka. Þetta gengur gegn mark­miðum þjóð­garða og nátt­úru­vernd­ar­laga, er alger óþarfi og tíma­skekkj­an. Friðum óhikað allt mið­há­lendið eins og stjórn­ar­sátt­mál­inn kveður á um og end­ur­skoðum ramma­á­ætlun í sam­ræmi við það. Þjóðin þarfn­ast ekki meiri orku frá stórum vatns­afls­virkj­unum sem ævin­lega krefj­ast mik­illa nátt­úru­fórn­a. 

Rio Tinto hefur nýlega til­kynnt um 15% sam­drátt í orku­kaupum fyrir álverið í Straums­vík. Álverið hefur verið rekið með miklum halla und­an­farin ár og heim­ild er fyrir sölu eigna þess á Íslandi. Rio Tinto virð­ist áhuga­samt um að draga sig alfarið út úr rekstr­inum og þá losnar um mikla orku, 450 MW eða þar um bil sem eru ígildi 10 Skrokköldu­virkj­ana!. 

Kæra rík­is­stjórn, ekki fara á taugum og reyna að halda álver­inu gang­andi með rík­is­styrkjum eða nið­ur­greiðslu orku­verðs og ekki fá lukku­ridd­ara til að rigga upp nýrri meng­andi starf­semi. Lítið á mögu­lega lokun álvers­ins sem blessun og frá­bært tæki­færi til að laga lofts­lags­bók­hald Íslands  – við stöndum okkur lang­verst Norð­ur­landa­þjóða þar. Notum tæki­færið til að hraða orku­skiptum í sam­göngum og eflum orku- og lofts­lagstengda nýsköpun þar sem starfs­menn álvers­ins sitja fyrir nýjum störf­um. 

Vind­orka verður æ hag­kvæm­ari kostur við orku­fram­leiðslu eins og áhugi fjár­festa sýn­ir. Brýnt er að setja bind­andi reglur og leið­bein­ingar um stað­ar­val, stærð og fjölda ein­stakra vind­myllu­garða. Föllum aldrei aft­ur  í stór­iðju- og stór­virkjana­gildr­una. Stórar virkj­an­ir, hvort sem um er að ræða vatns­afl eða vind­orku, eru almennt eitr­aðar því þær kalla á miklar fjár­fest­ingar og gera arð­sem­is­kröfur sem taka tak­markað til­lit til almanna­hags­muna eða umhverf­is­sjón­ar­miða. Sníðum okkur stakk eftir vexti og tryggjum að lofts­lagsvæn verk­efni, sem bæta mann­líf­ið, bíði orkunnar áður en lagt er af stað. 

Auglýsing
Ljúkum sem allra fyrst við orku­stefnu sem hafnar stórum vatns­afls­virkj­un­um, risa vind­orku­verum og stór­iðju en leggur áherslu á virkj­anir sem valda lág­marks­skaða, eru aft­ur­kræfar og byggðar eftir þörfum almenns atvinnu­mark­að­ar. Ein­beitum okkur að atvinnu­starf­semi sem púkkar ekki undir gróða­hyggju og mis­skipt­ingu auðs á borð við Bitcoin gröft. Styðjum þvert á móti við atvinnu­upp­bygg­ingu sem bætir mann­líf, end­ur­heimtir land­gæði og stuðlar að jafn­rétti og vel­ferð. 

2. Friðum illa farna afrétti lands­ins fyrir beit, hættum offram­leiðslu lamba­kjöts og hefjum stór­á­tak í vist­heimt

Síð­ara tæki­færið til að tryggja ódauð­legan orðstír sitj­andi stjórnar er líka lofts­lagstengt. Þurr­lendi Íslands er að losa gríð­ar­legt magn koltví­sýr­ings, a.m.k. tvö­falt á við alla losun af beinum manna­völdum en lík­lega marg­falt meira (hér skortir ítar­legri upp­lýs­ing­ar). Ástæðan er ósjálf­bær land­nýt­ing í gegn um tíð­ina, svo sem óþörf fram­ræsla vot­lend­is, eyð­ing gróð­ur­lendis og jarð­vegs­rof vegna ofbeit­ar. Þarna liggja stór­kost­legt tæki­færi í að snúa þró­un­inni við hratt og örugg­lega og slá margar lofts­lags­fl­ugur í einu höggi. Það má m.a. gera með því að  draga úr fram­leiðslu lamba­kjöts um a.m.k. 30%, sem er nálægt núver­andi offram­leiðslu, setja kvóta/um­hverf­is­skatta á glóru­lausa hrossa­eign, frið­lýsa gos­beltið fyrir sauð­fjár­beit – byrja á þeim 20–30% afrétta sem verst eru farnir – og marg­falda átak í vist­heimt á þeim svæðum sem best eru til þess fall­in. Bæta þarf bændum þar tekju­miss­inn eða bjóða þeim að ger­ast kolefn­is­bændur með sam­bæri­legum stuðn­ingi og sauð­fjár­ræktin nýt­ur. 

Rétt er að minna á að vist­heimt er land­græðsla sem miðar að end­ur­heimt upp­runa­gróð­urs, svo sem mýra, víði- og biki­vist­kerfa, oft með lág­marks aðstoð manna. Aðstoðin felst þá t.d. í friðun lands fyrir beit, smá­vægi­legri áburð­ar­gjöf til að koma nátt­úru­legri gróð­ur­fram­vindu af stað, gróð­ur­setn­ingu eða sán­ingu lyk­il­teg­unda, fyll­ingu fram­ræslu­skurða og heft­ingu virks jarð­vegs­rofs. Vist­heimt bindur kolefni, verndar jarð­veg, vot­lendi og nátt­úru­skóga og upp­fyllir því fjöl­þætt mark­mið lofts­lags-, lands­lags- og nátt­úru­vernd­ar. Hefð­bundin skóg­rækt styður ekki við jafn fjöl­breytt mark­mið og vist­heimt. Hún breytir líka vist­kerfum og ásýnd og lands­ins á dramat­ískan hátt og hentar því ekki sem alhliða land­bóta­að­gerð á stórum svæð­u­m. 

Land­bún­aður losar mikið magn kolefnis við fram­leiðslu mat­væla. Sauðfé og hross nýta stóran hluta úthag­ans til beitar á sumr­in, en vetr­ar­fóður fyrir allt búfé er ræktað á túnum sem að stórum hluta eru á fram­ræstu mýr­lendi. Kolefn­is­spor eða sót­spor kjöt­fram­leiðslu er hátt og sauð­fjár­ræktar allra hæst eða 28,6 kg CO2-í­gilda fyrir hvert kg, sam­kvæmt útreikn­ingum Environ­ice (til sam­an­burðar er reiknað sót­spor lax­eldis 3,2 og kart­öflu­ræktar 0,12 kg CO2-í­gilda). Sé heyfram­leiðslu á fram­ræstum mýrum, losun frá land­ið, beit á illa förnum úthaga, útflutn­ingi og förgun sauð­fjár­af­urða bætt í jöfn­una hækkar sótsporið marg­falt. 

Með sam­ræmdum aðgerðum frið­unar og vist­heimtar er hægt að minnka sót­spor búfjár­ræktar hratt og örugg­lega á næstu árum. Sem dæmi hafa sér­fræð­ingar Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands áætl­að, með fyr­ir­vörum, að með því að taka 2.500 km2 af illa förnum afrétt­ar­svæðum á lág­lendi til vist­heimtar muni þessi svæði geta bundið allt að 500.000 tonn CO2 á ári áður en langt um líð­ur. Þannig væri unnt að kolefn­is­jafna allan land­búnað á Íslandi á sama tíma og búin eru til vist­kerfi sem falla vel að lands­lagi og nátt­úru Íslands og verða hluti af nátt­úru­arfi og auð­lindum fram­tíð­ar. Byrja má á þjóð­lendum og öðru landi í eigu þjóð­ar­inn­ar. Hættum að vinna með litla afmark­aða land­skika, „frí­merki“,  en tökum þess í stað fyrir stórar lands­lags­heildir og heila afrétti sem verst eru farn­ir. Eftir fáa ára­tugi spretta þar upp grósku­mik­il, nátt­úru­leg gróð­ur­lendi sem aftur má fara að nýta á nýjum for­sendum sjálfbærn­i.  

Á næsta ári hefst Ára­tugur Sam­ein­uðu þjóð­anna til­eink­aður vist­heimt. Á sama ári ber aðild­ar­ríkjum Samn­ings­ins um líf­fræði­lega fjöl­breytni að inn­leiða svokölluð Aichi mark­mið til verndar líf­ríki jarð­ar. Aichi mark­miðin bera yfir­skrift­inni „lifum í sátt við nátt­úr­una“. Hvað væri flott­ara á þeim tíma­mótum en að til­kynna um 2.500–5.000 km2 vist­heimt­ar­átak!  

Fjár­festum í betri nátt­úru; nóg er til af illa förnu landi til vist­heimtar og orku til heima­brúks. 

Höf­undur er líf­fræð­ingur og rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar