Menntun, ábyrgð og hið undarlega höfrungahlaup hákarlanna

Auglýsing

Verka­fólk í Efl­ingu stefnir á að fara í verk­fall vegna þess að launin sem það fær fyrir vinn­una sína duga ekki til að fram­fleyta sér með skikk­an­legum hætti hér á Íslandi. Við­semj­and­inn er Reykja­vík­ur­borg og þar segja menn að ekki sé hægt að hækka laun þeirra sem sitja á botn­in­um. Ástæðan er að þá verði mun­ur­inn á launum hinna fag­lærðu og hinna ófag­lærðu of lít­ill, sem valdi því að mikið höfr­unga­hlaup – sem sumir kalla hákarla­hlaup – hefj­ist upp allan launa­stig­ann og leiði til verð­bólgu­báls sem brenni upp allan ábata af hærri laun­um.

For­svars­menn Efl­ingar gefa ekki mikið fyrir hið marg­um­rædda höfr­unga­hlaup og benda á að þeirra verk­efni sé að semja um laun fyrir sitt fólk sem dugi því til mann­sæm­andi fram­færslu. Þetta er hnút­ur­inn sem virð­ist svo óleys­an­legur að nú blasir við verk­fall, kannski langt.

Ekki er úr vegi að skoða aðeins hvernig þessi hnútur er til kom­inn. Lítum sem snöggvast á eft­ir­far­andi tvær full­yrð­ing­ar.

  1. Laun ófag­lærðs starfs­fólks eru of lág. 
  2. Launa­munur þeirra sem hafa sótt sér menntun og hinna sem ekki hafa gert það þarf að end­ur­spegla að mennt­unin sé metin að verð­leik­um.

Hvað varðar full­yrð­ingu (1) er nær­tækt að grípa niður í nýlega grein Kol­beins Hólmars Stef­áns­sonar í Stund­inni, „Mann­ekla leik­skól­anna og kröfur Efl­ing­ar“. Hann hefur þetta að segja um stöð­una: „Í launa­rann­sókn Hag­stofu Íslands má sjá að árið 2018 (nýj­ustu gögn sem eru til) var ófaglært starfs­fólk leik­skól­anna sú starfs­stétt sem hafði lægstu laun­in. Heild­ar­launin námu 370 þús­und krónum á mán­uði að með­al­tali.“ Þegar búið er að borga af þessum launum per­sónu­af­slátt eru eftir 285 þús­und krón­ur. Mér sýn­ist að flestir sem hafa tjáð sig um að ekki sé hægt að hækka launin hafi að minnsta kosti tvö­föld eða fjór­föld þessi laun. Jafn­vel tíföld. En 285 þús­und krónur eru ekki sér­lega mik­ið; lík­lega fer um helm­ingur í hús­næð­is­kostn­að, jafn­vel meira. Það er alla­vega ljóst að þessi laun eru of lág miðað við fram­færslu­kostnað hér á landi.

Hvað varðar full­yrð­ingu (2) þá er hún líka sönn. Ástæður þess að eðli­legt er að fólk með fag­menntun fái hærri laun en ófaglært fólk eru af tvennu tagi. Ann­ars vegar er mjög kostn­að­ar­samt að vera náms­maður til lengri tíma og því þarf fólk að fá góð laun að námi loknu svo það hafi hrein­lega efni á að sækja sér mennt­un. Hins vegar er faglært starfs­fólk gjarnan betri starfs­kraftur en ófaglært fólk einmitt vegna þess að það hefur lært til verka. Það er þó ekki sann­gildi full­yrð­ingar (2) sem skiptir mestu máli heldur þær álykt­anir sem af henni eru dregn­ar. Þegar menntun er metin að verð­leikum birt­ist það ekki bara í launa­mun heldur líka í því hver launin eru. Mörg störf eru þess eðlis að til að vinna þau vel þarf að kunna til verka. Mörg störf eru líka þannig að þeim fylgir mikil ábyrgð. Og til að axla ábyrgð­ina þarf að kunna til verka; það þarf að kunna að vinna störfin vel. Leik­skóla­störf eru einmitt dæmi um svona störf. Þau eru mjög vanda­söm og þeim fylgir mikil ábyrgð. Um þetta eru flestir sam­mála, líka þeir sem segja að ekki sé hægt að hækka laun ófag­lærðs leik­skóla­starfs­fólks. Þess vegna er líka gerð krafa um að fólk sem vill vinna sem leik­skóla­kenn­arar sæki sér menntun í fimm ár áður en það fær að kalla sig kenn­ara.

Auglýsing

Í lögum um menntun kenn­ara og skóla­stjórn­enda (nr. 95 frá 2019, gr. 14) seg­ir: „Að lág­marki 2/3 hlutar stöðu­gilda við kennslu, umönnun og upp­eldi barna í hverjum leik­skóla skulu telj­ast til stöðu­gilda kenn­ara.“ En hver er staðan í leik­skólum borg­ar­inn­ar? Þar starfa um 2000 manns. Af þeim eru innan við 500 mennt­aðir leik­skóla­kenn­ar­ar, álíka margir hafa aðra upp­eld­is­mennt­un, og svo eru um 1000 ófaglært starfs­fólk (tölur af vef Hag­stofu Íslands frá 2018). Hlut­fall mennt­aðra leik­skóla­kenn­ara er því um 25% en ekki 66%.

Ef menntun leik­skóla­kenn­ara væri metin að verð­leikum þá væru laun leik­skóla­kenn­ara tals­vert hærri en þau eru í dag og hlut­fall mennt­aðra leik­skóla­kenn­ara væri vænt­an­lega miklu hærra en það er, ekki 1/4 eins og núna heldur kannski 2/3 eins og lögin segja fyrir um. Skortur á að meta menntun leik­skóla­kenn­ara að verð­leikum birt­ist ekki í því að ófaglært fólk hafi ekki nógu mikið lægri laun en fag­lærðir leik­skóla­kenn­ar­ar, heldur í því að fag­lærðir leik­skóla­kenn­arar hafa alltof lág laun til að byrja með. Töl­urnar tala sínu máli.

Í ljósi þess hvernig leik­skólar eru mann­aðir er mjög umhugs­un­ar­vert að lesa 19 gr. lag­anna sem fjallar um und­an­þág­ur. Þar seg­ir: „Ef eng­inn kenn­ari sækir um aug­lýst kennslu­starf við leik­skóla þrátt fyrir end­ur­tekna aug­lýs­ingu er heim­ilt að laus­ráða í starfið til bráða­birgða, að hámarki til eins árs í senn, ein­stak­ling sem ekki er kenn­ari. Slíkur starfs­maður má ekki bera starfs­heitið kenn­ari og ekki má end­ur­ráða hann án und­an­geng­innar aug­lýs­ing­ar.“ Þetta orða­lag gerir aug­ljós­lega ráð fyrir að það heyri til und­an­tekn­inga að ófaglært starfs­fólk sé ráðið í störf kenn­ara. Þannig er það vissu­lega í grunn­skólum og fram­halds­skól­um, en í leik­skólum er und­an­tekn­ingin regl­an.

Það ber því allt að sama brunni og ekki eftir neinu að bíða með að hækka laun þess fólks sem vinnur á leik­skól­um, bæði þeirra sem eru fag­lærðir og hinna sem eru ófag­lærðir og neyð­ast til að axla ábyrgð sem lög­gjaf­inn telur að krefj­ist fimm ára und­ir­bún­ings í háskóla. Hvort fólk í öðrum starfs­greinum muni reka upp rama­kvein yfir því verður bara að koma í ljós. Það getur vel verið að hákarl­arnir bregði sér í skráp höfr­unga og búist til hlaups, en það er hvorki á ábyrgð ófag­lærðs fólks í leik­skól­um, né mennt­aðra leik­skóla­kenn­ara, að halda aftur af þeim.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None