Réttur til atvinnu eða velsældar og tengsl hugtakanna við menntun

Dr. Haukur Arnþórsson spyr hvort almenningur eigi rétt á því að þjóðfélagið leggi honum til atvinnu – eða eigi hann rétt á velsæld, hvað sem líður tengslum hans við atvinnumarkaðinn.

Auglýsing

Algengt er að starfs­fólk við afgreiðslu­störf, í fjár­mála­geir­anum og við sím­svörun missi vinn­una og gervi­greind er að útrýma mikið fleiri störfum við þjón­ustu. Fyrir liggur einnig að þeir sem starfa við sjáv­ar­út­veg eru orðnir fáir og fækkar stöðugt og við mjólk­ur­fram­leiðslu starfa til­tölu­legar fáir og stórir aðilar við hátækni­bú. Þeir sem eftir sitja í þessum atvinnu­greinum eru hálauna­menn. Þannig varð lands­byggðin fyrsta fórn­ar­lanb tækni­breyt­inga hér á landi. Í annarri fram­leiðslu svo sem í álverum og raf­orku­verum starfa sífellt færri og það er tækni­lega öfl­ugt starfs­fólk sem telst til milli­stétt­ar. Svona fór þá fyrir fram­leiðslu- og verk­smiðju­lýðnum sem ein­kenndi Vest­ur­lönd á tímum Karls Marx og hann taldi arð­rændasta hluta verka­lýðs­ins.

Enn eru unnin fjöl­mörg lág­launa­störf í þjón­ustu, en þeim fer fækk­andi – en opin­ber störf við umönnum og kennslu halda best, en umönn­un­ar­störfum mun þó fækka hratt á næstu árum með auk­inni hag­kvæmni staf­rænna lausna. Þá er talið að lág­launa­störfum í þriðja heim­inum t.d. við fram­leiðslu og sím­svörun muni fækka mikið og jafn­vel leggj­ast af á næstu árum með auk­inni sjálf­virkni, notkun gervi­greindar og þrí­vídd­ar­prent­un.

Margir hafa áhyggjur af því að þjóð­ar­fram­leiðsla haldi ekki áfram að aukast þegar fækkar á vinnu­mark­aði. Það ætti hún reyndar að gera – með vax­andi tækni­væð­ingu skapar hvert starf mikið meiri auð­æfi en áður. Menntun og end­ur­mennt­un, einkum á sviði tækni, er grund­völlur fram­tíð­ar­auðs.

Auglýsing

Nú kemur upp spurn­ing­in: Á almenn­ingur rétt á því að þjóð­fé­lagið leggi honum til hæfi­lega atvinnu – eða á hann bara rétt á vel­sæld, hvað sem líður tengslum hans við atvinnu­mark­að­inn. Oft láta menn sem svo að atvinna sé for­senda heil­brigðs lífs – en er það svo? Er tæknin ekki að leysa mann­kynið undan atvinnu – og lífs­bar­áttan verður auð­veld­ari og skemmti­legri? En tækni­menn og kenn­arar virð­ast munu hafa nóg að starfa.

Þetta eru mik­il­vægar spurn­ingar og beina athygl­inni að því hvort við viljum raun­veru­lega tækninýj­ung­ar, sem nán­ast alltaf spara vinnu eða hvort við viljum snúa hjóli þró­un­ar­innar við og taka aftur upp óhag­kvæm vinnu­brögð.

Tökum sem dæmi að ein­hverjir vilji útgerð og fisk­vinnslu í hverju smá­plássi, eins og var áður. En telja má að það auki þjóð­ar­auð meira og spari fjár­fest­ingar – að setja nýjar hátækni­flæði­línur í tog­ara líkt og Slipp­stöðin á Akur­eyri ger­ir. Þannig dregur úr mik­il­vægi fisk­vinnslu í landi, mikið betra hrá­efni fæst úr sjó – auk þess sem fáeinir tog­arar geta nú nýtt fisk­veiði­auð­ind­ina. Borgar sig ekki betur að fólkið í sjáv­ar­þorp­unum sé á opin­beru fram­færi? Getur því liðið jafn vel og þegar það stóð erf­iði fisk­vinnsl­unnar og kon­urnar voru farnar að heilsu fyrir sex­tugt? Best færi á að arð­ur­inn af sjáv­ar­út­vegsauð­lind­inni stæði straum af vel­sæld íbúa.

Hvernig á ann­ars að skipta auð­æfum þjóð­fé­lags­ins? Rök­styðja má að stór­auka þurfi áhersl­una á jöfnuð og rétt­læti – og að skattar á stór­fyr­ir­tæki þurfi að hækka auk auð­linda­gjalda til þess að kosta vel­sæld þeirra sem standa utan vinnu­mark­að­ar. Hin auð­ugu þjóð­fé­lög Vest­ur­landa geta auð­veld­lega mætt kröfum allra um mann­sæm­andi líf eins og þjóð­ar­tekjur sýna vel. En þetta mun vænt­an­lega kosta end­ur­nýj­aða kjara­bar­áttu á allt öðrum for­sendum en áður. Krafan er að þeir sem standa utan vinnu­mark­aðar hafi það jafn gott og aðrir þjóð­fé­lags­þegnar – eða nógu gott til þess að lifa við full nútíma lífs­gæði. Mikið vantar upp á það í dag. Þetta er rétt­læt­iskrafa, en krafan um atvinnu er það ekki.

Jafn­vel má segja að kom­inn sé til sög­unnar nýr afskiptur hópur þeirra sem standa utan vinnu­mark­aðar í stað og til hliðar við þá hópa sem hefð­bund­inn sós­í­al­ismi greindi sem und­ir­ok­aða.

Þessi þróun stendur í tengslum við tækni­þró­un­ina, líf­tækni­þró­un­ina og hag­nýt­ingu auð­valds á þeirri fram­þró­un. Allt bendir til vax­andi mis­skipt­ingar á kom­andi árum, bæði efna­hags­lega, milli þeirra sem vinna verð­mæt störf og þeirra sem verða utan vinnu­mark­aðar og líf­fræði­lega, þar sem auð­stéttin getur keypt erfða­breyt­ingar á sjálfri sér og börnum sín­um. Þannig fjar­lægist hún lág­stétt­irnar meira en nokkru sinni og getur sú þróun raunar skipt mann­kyn­inu upp – og auð­vald fær­ist í sífellt færri hend­ur.

Sem stendur er marg­háttuð félags­leg þjón­usta tengd atvinnu­þátt­töku. Þá er átt við orlofs­þjón­ustu (t.d. aðgang að bústöð­u­m), sjúkra­stuðn­ing, end­ur­menntun og nám­skeiðs­þátt­töku, virkni­þjón­ustu (ASÍ rekur Virk bara fyrir vinnu­mark­að­inn meðan ljóst er að fjöldi ann­arra, m.a. stúd­enta, aldr­aðra og öryrkja þurfa slíka þjón­ustu) – og svo má lengi telja. Félags­leg þjón­usta verka­lýðs­fé­laga og rík­is­ins þarf að ná til allra jafnt, bæði á atvinnu­mark­aði og utan hans. Til greina kæmi að þeir sem hverfa af vinnu­mark­aði verði áfram í þeim verka­lýðs­fé­lögum sem þeir voru í við starfs­lok.

Mik­il­væg­ast af öllu er að kenna þeim sem eru utan atvinnu­mark­aðar að lifa inni­halds­ríku lífi án atvinnu og að styðja þá til sam­fé­lags­legrar virkni af öllu tagi. Upp á þetta vantar mikið í dag. Er það sam­rým­an­legt að vera glaður og ánægður með sterka sjálfs­mynd og vera nýtur þjóð­fé­lags­þegn – og lifa á kostnað trygg­inga­kerfa? Það gæti verið nýtt sam­fé­lags­legt mark­mið.

Hvernig verður fram­tíðin fyrir þann hóp sem stendur utan vinnu­mark­að­ar, sem eru aldr­að­ir, öryrkjar, atvinnu­lausir og náms­menn á öllum aldri:

i) Mik­il­væg­ast er að atvinnu­leysi verði snúið upp í end­ur­mennt­un. Lík­legt er að hver og einn verði að mennta sig til fleiri en eins ævi­starfs í fram­tíð­inni, kannski til fleiri en tveggja starfa. Því þarf að skapa greiðar leiðir frá atvinnu­leys­is­styrk til náms­launa og efna­hags­lega hvatn­ingu fyrir atvinnu­lausa að end­ur­mennta sig.

(ii) Eðli­legt er að stytta vinnu­vik­una og/eða lengja orlof til að dreifa atvinn­unni jafn­ar. Það veldur hins vegar auknum kostn­aði hjá atvinnu­líf­inu, meðan fjölgun fólks utan atvinnu­mark­aðar eykur kostnað rík­is­ins.

iii) Þá getur rík­ið, auk end­ur­mennt­un­ar, búið til atvinnu­bóta­vinnu fyrir atvinnu­lausa. Hún má þó ekki vinna gegn þjóð­ar­hags­mun­um, eins og sum atvinna getur gert, t.d. strand­veiðar og sauð­fjár­rækt – heldur vera raun­veru­lega í þjóð­ar­hag og hún má ekki taka atvinnu beint frá atvinnu­mark­aðn­um. Til greina kæmi að láta atvinnu­lausa leggja járn­braut­ar­teina til Akur­eyrar og Egils­staða.

iv) En hluti þeirra sem standa utan vinnu­mark­aðar verður þar alla ævi. Þá er átt við öryrkja, atvinnu­lausa sem vilja ekki end­ur­mennta sig og þá sem ekki hafa menntun eða hæfi­leika til að hljóta mennt­un. Ein­földum störfum er nefni­lega að fækka ört. Þeir sem ekki hafa lesskiln­ing við lok grunn­skóla núna verða á opin­beru fram­færi ævi­langt ef fram heldur sem horf­ir. Það verða einnig ómennt­aðir inn­flytj­end­ur.

v) Aldr­aðir munu fara af vinnu­mark­aði fyrr en áður vegna þess að þekk­ing þeirra verður úrelt, en ef þeir end­ur­mennta sig ættu þeir að geta unnið fram á átt­ræð­is­ald­ur, ann­ars ekki. Raunar markar tíma­lengdin frá síð­ustu end­ur­menntun í aðal­at­riðum mæli­kvarða á getu til starfa, en ekki lífald­ur.

Þessi þróun kallar á end­ur­sköpun trygg­inga­mála og er þá átt við að mál­efni aldr­aðra, öryrkja, atvinnu­lausra og náms­manna – allra utan atvinnu­mark­aðar – mál­efni þeirra þurfa að renna saman í nýtt sam­fellt kerfi þar sem eðli­legir hvatar þrýsta á aukna menntun og verð­mæta­sköp­un.

Höf­undur er stjórn­sýslu­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar