Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur

Hilmar Þór Björnsson telur að skipulagsyfirvöld þurfi að brjóta odd af oflæti sínu, vera auðmjúk og virkja borgarana til samstarfs – og taka öllum athugasemdum er varða skipulagsmál fagnandi.

Auglýsing

Hinn heims­frægi borg­ar­skipu­lags­fröm­uður og arki­tekt Jan Gehl, var eitt sinn spurður hvernig best væri að nota arki­tekta til þess að breyta umhverf­inu til hins betra?

Gehl svar­aði að það væri meg­in­verk­efni arki­tekts­ins að upp­lýsa íbú­ana um vanda­málin og lausn­irn­ar. Það sjá ekki allir vanda­málin sem við er að stríða og enn færri tæki­fær­in. Ef þessu er miðlað til íbú­anna vex alltaf áhugi þeirra fyrir arki­tektúr og skipu­lagi.

Gehl telur sam­ráðs­ferlið mik­il­vægan hvata til þess að glæða áhuga not­end­anna á umhverf­inu og fá kröfu­harð­ari og upp­lýst­ari neyt­end­ur. Hinn reyndi arki­tekt leggur áherslu á kynn­ingu, umræðu og þátt­töku sem flestra í ferl­inu.

Auglýsing

Gehl telur að ef ekki er tekið til­lit til íbú­anna og þeir fá ekki örvun til þátt­töku í ferl­inu, missa þeir áhug­ann og nið­ur­staðan verður ekki eins far­sæl.

Ef umræð­unni er beint að borg­ur­unum þá fara hlut­irnir af stað, segir Gehl. Svo þurfa þeir borg­arar sem blanda sér í umræð­una að fá eitt­hvað til baka. Fá á til­finn­ing­una að á þá sé hlust­að, að sjón­ar­mið þeirra skipti máli.

Þetta vita allir arki­tektar og lík­lega stjórn­mála­menn líka. Gall­inn er bara sá að þetta er taf­samt ferli. Sam­ráð tekur langan tíma en er nán­ast alltaf til mik­illa bóta. Í raun er skipu­lags­vinna tómt ves­en, svoldið eins og að reka stórt mötu­neyti. Það er aldrei hægt að gera öllum til hæf­is. Við verðum líka að muna að það tekur langan tíma að byggja borg og það á að taka langan tíma. Það er mik­il­vægt að borgir bygg­ist upp hægt og í sam­hljómi við það sem fyrir er og í mik­illi sátt við þá sem í borg­inni búa. „Róm var ekki byggð á einum deg­i.“ Best er ef borgir byggj­ast upp hægt og með virð­ingu fyrir stað­ar­and­an­um.

Ég hef þrisvar gert form­lega athuga­semd við aug­lýst deiliskipu­lag í kynn­ing­ar­ferli hjá Reykja­vík­ur­borg. Athuga­semd­irnar vörð­uðu ekki einka­hags­muni mína heldur almanna­hags­muni. Í fyrsta sinn fann ég að stað­setn­ingu Land­spít­al­ans við Hring­braut. Í annað sinn taldi ég að gera ætti auknar útlits­kröfur í deiliskipu­lagi við Hafn­ar­torg þar sem stað­ar­andi Kvosar­innar væri áhrifa­valdur og að gert væri ráð fyrir Borg­ar­lín­unni sem þar á að koma. Og í þriðja sinn taldi ég óráð að byggja framan við Gamla Garð á Háskóla­svæð­inu eins og áformað var. Allt með fag­legum og jákvæðum rök­um.

Það er skemmst frá því að segja að athuga­semd­irnar voru nán­ast lagðar til hlið­ar. Mér hefur t.d. enn ekki borist svar við þeirri síðustu, vegna við­bygg­ingar við Gamla Garð, þó liðin séu tvö og hálft ár frá þvi að umsagn­ar­frest­ur­inn rann út. Og nú eru þeir byrj­aðir að byggja þarna án þess að hafa lokið lög­bundnu athu­asemda­ferli með því að svara athuga­semd­un­um. Það skal samt tekið fram að ekki er verið að byggja það hús sem kynnt var á sínum tíma. Heldur ann­að, sem er miklu betra.

Reynslan af þessu segir að það fylgir eng­inn hugur að baki þeirri lög­form­legu kynn­ingu sem skipu­lags­yf­ir­vald­inu er skylt að sinna. Lær­dóm­ur­inn er sá að það er nán­ast til­gangs­laust að leggja á sig vinnu við gerð athuga­semda eins og dæmin sanna. Það má segja að það sé verið að gera grín að fólki með þessu fram­ferði þegar athuga­semdum er ekki einusinni svar­að.

Und­an­farið hefur mikil umræða verið um Lauga­veg sem göngu­gata. Það er ljóst að Lauga­vegur mun verða göngu­gata þegar fram líða stundir og við eigum að stefna að því. Á það hefur verið bent að gera göt­una, til að byrja með, að „PPS“ götu (pedestrian pri­ority street) þar sem gang­andi hafa for­gang. Þetta væri milli­leikur sem án vafa mun leiða á eðli­legan, var­færn­is­leg­ann og mjúkan hátt að þeirri æski­legu nið­ur­stöðu sem stefnt er að. Í mínum huga mun verða víð­tæk sátt um slika nálg­un. En í þessum áformum eins og víða í skipu­lag­inu virð­ist borgin ekki vilja sam­tal og sam­ráð þar sem stefnt er að sátt­um, en velur frekar, eins og oft, að fara fram með offorsi og ófriði að til­settu mark­miði ef marka má umfjöllun í fjöl­miðl­um.

Nú í vetur hefur verið mikil umræða um hvort byggja eigi nokkur þús­und fer­metra gróð­ur­hvelf­ingu á jaðri Elliða­árs­dals­ins. Holl­vina­sam­tök Elliða­ár­dals­ins og fleiri hafa gert athuga­semdir og eru að safna und­ir­skriftum í mót­mæla­skyni. Ég þekki ekki þetta mál og ætla ekki að taka afstöðu til þess. Ég tek hins vegar eftir því að þeir sem hafa með þetta að gera í stjórn­sýsl­unni grípa til varna og segja að þetta sé allt í sam­ræmi við skipu­lag og að þetta sé vel unnið af hinu færasta fólki. Svo tala þeir þetta nið­ur. Jafn­vel borg­ar­stjór­inn í Silfri Egils á sunnu­dag­inn var tal­aði um að þetta væri ekki merki­legt svæði og að þarna væru gamlar grús­grafir og tippur vegna fram­væmda við Miklu­braut á sínum tíma. Svo deila menn um hvort Elliða­ár­dal­ur­inn sé sköp­un­ar­verk almætt­is­ins eða hvort hann sé mann­anna verk.

Svipuð voru rök skipu­lags­yf­ir­valda þegar Vík­ur­garður var í umræð­unni þar sem að sögn er unnið í and­stöðu við lög um verndun og frið­helgi kirkju­garða. Vörnin var einkum sú að þetta væri allt fag­lega unn­ið. Manni kemur í hug kenni­setn­ing­in: „Það er mik­il­vægt að gera hlut­ina rétt, en það er enn mik­il­væg­ara að gera réttu hlut­ina“ sem virð­ist snúið við í setn­ing­una: „Það er mik­il­væg­ara að gera hlut­ina rétt en að gera réttu hlut­ina.“

Hug­myndin er hvorki betri né verri þó fag­lega sé unnið og verkið unnið rétt sam­kvæmt öllum settum reglum og venjum eða með vísan til þess hvernig Elliða­ár­dal­ur­inn hafi verið í fyrnd­inni. Aðal­málið er að þeir borg­arar sem sett hafa sig inn í málið og tjáð sig, vilja þetta ekki.

Annað nýlegt dæmi er bar­átta íbúa og íbúa­sam­taka um að fara var­lega varð­andi svæðið umhverfis Sjó­manna­skól­ann. Þar hafa sam­tökin Vinir Salt­fisk­mó­ans og Vinir Vatns­hóls­ins sagt borg­ina bein­línis fara með blekk­ingar í kynn­ingu á deiliskipu­lag­inu þar.

Ein­hvern­vegin hefur borg­inni ekki tek­ist að höndla þessi mál þannig að sátt náist og traust mynd­ist.

Skipu­lags­yf­ir­völd þurfa að brjóta odd af oflæti sínu, vera auð­mjúk og fara að ráðum Jan Gehl. Þau eiga að virkja borg­ar­ana til sam­starfs og taka öllum athuga­semdum fagn­andi, þakka fyrir þær, gera mála­miðl­anir og taka til­lit til athuga­semda þegar það á við. Forð­ast átök og átta sig á því að lýð­ræðið á ekki ein­ungis að vera virkt á kjör­degi, heldur alltaf þegar tæki­færi gefst.

Það er skipu­lag­inu ekki til fram­dráttar að skella skolla­eyrum við fram­lagi áhuga­samra borg­ara, sem vilja vel.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar