Elliðaárdalur: Góð tillaga

Stefán Jón Hafstein fjallar um skipulagsmál í Elliðaárdalnum en hann segir að nú þurfi borgarstjórnarmeirihlutinn að stíga fram og segja einfaldlega: „Við höfum hlustað og við teljum að fólkið eigi rétt á að kjósa.“

Auglýsing

Komin er fram góð til­laga um hvernig megi best nýta svo­kall­aðan „Stekkja­bakkareit“ í Elliða­ár­dal. Hún er svona: Að svæðið verði nýtt á sama hátt og almenn­ings- og úti­vist­ar­svæðið í dalnum öll­um. Það fegrað í anda dals­ins, gert gagn­legt til úti­vistar og unaðs­stunda og tengt við nátt­úru og mann­gert umhverfi dals­ins. Þessi til­laga hefur eft­ir­far­andi kosti: Hún er ódýr, hún er í sam­ræmi við til­lögur starfs­hóps borg­ar­innar frá 2016 um borg­ar­garð, hún er í anda aðal­skipu­lags og komin er löng og góð reynsla á gildi dals­ins. Þús­undir Reyk­vík­inga styðja þessa til­lög­u.
 Því miður er komin fram önn­ur, og verri, sem borg­ar­yf­ir­völd vilja þrátt fyrir víð­tæk mót­mæli.

Síðri til­lagan

Síðri til­lagan byggir á því að kalla Stekkja­bakka­svæðið „þró­un­ar­reit“ og gengur gegn til­lögum starfs­hóps um borg­ar­garð með því að leyfa þar afþrey­ing­ar­mið­stöð undir gler­hvolfi á stærð við Perluna eða 2/3 af gömlu Laug­ar­dals­höll­inni. Fyrir utan ýmis­legt annað sem á að setja þarna niður og ekki hefur verið nægi­lega upp­lýst um, versl­an­ir, bíla­stæði, íbúð­ir. Þetta ráðslag mun kosta borg­ar­búa mikið fé, af greiða­semi við kom­andi fyr­ir­tæki. ­Reiknað er með að nýja afþrey­ing­ar­mið­stöðin muni draga til sín kringum 300 þús­und manns á ári – fjórð­ung af árlegum gesta­fjölda á Þing­völl­um! Greiða þarf fyrir aðgengi með til­heyr­andi mann­virkj­um, sem er það sem starfs­hóp­ur­inn um Elliða­ár­dal var­aði sér­stak­lega við.  

Um hvað snýst deilan ekki?

Hún snýst ekki um ágæti gler­hvolfs til ýmis konar við­skipta. Það má vera nán­ast hvar sem er og ef ein­hver vill setja í slíka fjár­fest­ingu 5 millj­arða á 5000 fer­metrum þá segjum við: Góða skemmt­un. Deilan snýst heldur ekki um þá til­raun borg­ar­full­trúa að tala svæðið niður sem gamla mal­ar­námu eða „raskað“ svæði. Kjarni deil­unnar er þessi: Önnur fram­tíð­ar­sýn á nýt­ingu svæðis sem liggur beint að verð­mætum almenn­ingi sem borg­ar­búnar nýta nú þegar sér og sínum til ynd­is­auka. Ekk­ert ann­að. Elliða­ár­dal­ur­inn er frá­bær og nú gefst tæki­færi til að gera hann enn betri.



Auglýsing

Spurn­ing sem ekki er svarað

Eftir að hafa fylgst með þess­ari umræðu í meira en ár virð­ist ómögu­legt að fá svar við spurn­ing­unni: HVERS VEGNA? Hvers vegna þarf gler­hvolfið að vera þarna og hvergi ann­ars stað­ar? Hvers vegna þarf að setja niður alls konar „þjón­ustu­starf­semi“ þar í kring með ærnum til­kostn­aði? Hvers vegna er rök­studdum til­lögum starfs­hóps­ins frá 2016 kastað fyrir róða? Hvers vegna er ekki hlustað á þús­undir borg­ar­búa sem hafa aðra sýn á not dals­ins? Hvers vegna vilja yfir­völd ekki þróa dal­inn áfram í núver­andi mynd, sem mik­ill stuðn­ingur er við? Hvers vegna vill borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn ekki nýta umrætt svæði til úti­vistar og nátt­t­úru­upp­lif­unar á sama hátt og gert er í dalnum öll­u­m?  



Þess vegna

Við sem viljum fag­urt úti­vist­ar­svæði höfum svarað fyrir okk­ur. Umræddur reitur er einn af örfáum blettum sem laus er í borg­ar­land­inu vestan Ártúns­brekku til úti­vistar og nátt­úru­upp­lif­un­ar. Verra er að síðri til­lagan mun úti­loka frek­ari þróun Elliða­ár­dals­ins á þann veg sem þegar nýtur vin­sælda. Minna þarf á þann við­bót­ar­fjölda íbúa í næsta nágrenni sem eiga að byggja strand­lengj­una beggja vegna Elliða­ár­ósa og þurfa úti­vist og hreyf­ingu. Þétt­ing byggðar krefst bein­línis að svona svæði séu tekin frá til almanna­nota. Reynslan af dalnum í núver­andi mynd er frá­bær og gæti orðið enn betri með því að fegra Stekkja­bakka­svæðið í beinum tengslum þar við. Hvað er að því?


Íbúar kjósi

Til að vera jákvæður og upp­byggi­legur ætla ég að spara mér athuga­semdir við máls­með­ferð því þær eru ekki fal­leg­ar. Nú er lokið und­ir­skrifta­söfnun til að knýja fram íbúa­kosn­ingu um síðri til­lög­una. Safna þurfti 18.000 manns á lista á einum mán­uði sem er ekki lítið og náð­ist ekki í tæka tíð. Til sam­an­burðar má geta þess að í kosn­ing­unni „Hverfið mitt“ kusu 13.600 manns eftir linnu­lausa hvatn­ingu á þremur tungu­málum á þar til gerðum vef­síðum með vegg­spjöld­um, upp­á­komum og til­heyr­andi verk­efna­stjór­um. Í síð­ustu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum fékk Sam­fylk­ingin 15.000 atkvæði og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 18.000.  

Nú þyrfti borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn að stíga fram og segja ein­fald­lega: „Við höfum hlustað og við teljum að fólkið eigi rétt á að kjós­a.“ Hvað væri að því?



Höf­undur er fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­list­ans og Sam­fylk­ing­ar, fyrr­ver­andi for­maður sam­ráðs­hóps um mál­efni Elliða­ánna, ólst upp með Elliða­ár­dal­inn sem leik­svæði og nýtir hann sem íbúi í næsta nágrenni.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar