Alþjóðlegi hrósdagurinn 1. mars

Ingrid Kuhlman hvetur fólk til að halda upp á alþjóðlega hrósdaginn, sem er í dag, með því að hrósa að minnsta kosti þremur einstaklingum.

Auglýsing

Alþjóð­legi hrós­dag­ur­inn er hald­inn hátíð­legur í dag um heim all­an. Hrós­dag­ur­inn var fyrst hald­inn í Hollandi fyrir 17 árum, en breidd­ist fljótt út og er nú haldið upp á hrós­dag­inn víða um heim, meðal ann­ars hér á landi.

Á vef­síðu alþjóð­lega hrós­dags­ins www.worldcompli­ment­da­y.com kemur fram að aðstand­endur hans stefni á að dag­ur­inn verði „já­kvæð­asti dagur heims­ins.“ Þeir benda jafn­framt á að engin mark­aðs­öfl teng­ist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga. Verið sé að höfða til einnar af grunn­þörfum manns­ins sem er að vera met­inn að verð­leik­um.

Hrós­dag­ur­inn snýst um að íhuga með­vitað það jákvæða í fari fólks og segja því með fal­legum orðum að þú kunnir að meta fram­lag þess. Ein­lægt og per­sónu­legt hrós kostar ekki krónu en getur gert krafta­verk. Það er ekk­ert sem hvetur meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan fólks en ein­lægt hrós. Hrós ýtir undir jákvæð mann­leg sam­skipti og felur í sér umhyggju og kær­leika. Það er ein­föld leið til að sýna vel­vild og þakk­læti í ys og þys hvers­dags­ins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hlið­arnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlut­irnir þurfa nefni­lega ekki að vera full­komnir til að vera góð­ir.

Auglýsing
Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mik­il­vægt er að gang­ast við hrósi og sýna þakk­læti. Orðin „Takk fyrir fal­leg orð í minn garð“ eða „Virki­lega gaman að heyra“ skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar til­finn­ing­una að þú hafir tekið við hrós­inu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðu­efnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurt­eisi. Heldur er ekki ráð­lagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæm­ingi eða slá hrós­inu upp í fífla­gang. Segjum ein­fald­lega „Takk“ og með­tökum gjöf­ina sem hrós svo sann­ar­lega er.

Höldum upp á hrós­dag­inn með því að hrósa a.m.k. þremur ein­stak­ling­um, ann­að­hvort á sam­fé­lags­miðlum eða augliti til augliti, og stuðlum þannig að auk­inni jákvæðni og vellíðan í sam­fé­lag­inu.

Höf­undur hrinti hrós­deg­inum á Íslandi af stað árið 2013 og stofn­aði Face­book síð­una Hrós dags­ins. Þar setja um 3.000 manns reglu­lega inn hrós.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar