Alþjóðlegi hrósdagurinn 1. mars

Ingrid Kuhlman hvetur fólk til að halda upp á alþjóðlega hrósdaginn, sem er í dag, með því að hrósa að minnsta kosti þremur einstaklingum.

Auglýsing

Alþjóð­legi hrós­dag­ur­inn er hald­inn hátíð­legur í dag um heim all­an. Hrós­dag­ur­inn var fyrst hald­inn í Hollandi fyrir 17 árum, en breidd­ist fljótt út og er nú haldið upp á hrós­dag­inn víða um heim, meðal ann­ars hér á landi.

Á vef­síðu alþjóð­lega hrós­dags­ins www.worldcompli­ment­da­y.com kemur fram að aðstand­endur hans stefni á að dag­ur­inn verði „já­kvæð­asti dagur heims­ins.“ Þeir benda jafn­framt á að engin mark­aðs­öfl teng­ist þessum degi eins og verða vilji með suma aðra daga. Verið sé að höfða til einnar af grunn­þörfum manns­ins sem er að vera met­inn að verð­leik­um.

Hrós­dag­ur­inn snýst um að íhuga með­vitað það jákvæða í fari fólks og segja því með fal­legum orðum að þú kunnir að meta fram­lag þess. Ein­lægt og per­sónu­legt hrós kostar ekki krónu en getur gert krafta­verk. Það er ekk­ert sem hvetur meira, gefur meiri orku og eykur vellíðan fólks en ein­lægt hrós. Hrós ýtir undir jákvæð mann­leg sam­skipti og felur í sér umhyggju og kær­leika. Það er ein­föld leið til að sýna vel­vild og þakk­læti í ys og þys hvers­dags­ins. Við getum öll horft oftar á jákvæðu hlið­arnar og hrósað hvert öðru fyrir það sem vel er gert. Hlut­irnir þurfa nefni­lega ekki að vera full­komnir til að vera góð­ir.

Auglýsing
Það er ekki aðeins list að kunna að hrósa heldur einnig að kunna að þiggja hrós. Mik­il­vægt er að gang­ast við hrósi og sýna þakk­læti. Orðin „Takk fyrir fal­leg orð í minn garð“ eða „Virki­lega gaman að heyra“ skipta miklu máli og gefa þeim sem hrósar til­finn­ing­una að þú hafir tekið við hrós­inu og kunnir að meta það. Ekki er gott að skipta um umræðu­efnið þegar þú færð hrós; það gæti virkað sem ókurt­eisi. Heldur er ekki ráð­lagt að gera lítið úr sjálfum sér, fara undan í flæm­ingi eða slá hrós­inu upp í fífla­gang. Segjum ein­fald­lega „Takk“ og með­tökum gjöf­ina sem hrós svo sann­ar­lega er.

Höldum upp á hrós­dag­inn með því að hrósa a.m.k. þremur ein­stak­ling­um, ann­að­hvort á sam­fé­lags­miðlum eða augliti til augliti, og stuðlum þannig að auk­inni jákvæðni og vellíðan í sam­fé­lag­inu.

Höf­undur hrinti hrós­deg­inum á Íslandi af stað árið 2013 og stofn­aði Face­book síð­una Hrós dags­ins. Þar setja um 3.000 manns reglu­lega inn hrós.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar