Fæðingarorlof, foreldraást og ábyrgð samfélags

Sólveig Sigurðardóttir og Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafar telja að það þurfi að vinna að enn skarpari viðhorfsbreytingu meðal fagfólks og foreldra hér á landi um að setja hagsmuni barna ofar öðrum í meðferð mála og í ákvörðunum.

Sólveig og Sigrún
Auglýsing

Sá áfangi að lengja fæð­ing­ar­or­lof for­eldra á Íslandi í 12 mán­uði, er fagn­að­ar­efni þótt það sé vonum seinna, og nokkuð á eftir nágranna­lönd­um. Þetta er um leið til­efni til að íhuga marg­þættar hliðar þess að auka rétt og vel­ferð barna. Eitt af sterkum ákvæðum í lög­unum um fæð­ing­ar­or­lof er ótví­ræð áhersla á rétt barns til umönn­unar beggja for­eldra enda er það í sam­ræmi við bæði íslensk barna­lög og barna­sátt­mál­ann. Laga­breyt­ingin er um margt fram­sýn en í því sam­bandi má gera nokkur atriði að umræðu­efni og líta um leið til náranna­landa okk­ar.

Að styrkja fyrstu tengsl barns og for­eldra

Þver­fag­legur hópur sér­fræð­inga í mál­efnum verð­andi for­eldra og um vel­ferð ung­barna sendi ákall til íslenskra stjórn­mála­manna á árinu 2017. Hóp­ur­inn, sem kallar sig 1001 dagur beitir sér fyrir við­ur­kenn­ingu á sér­stökum þörfum verð­andi og nýbak­aðra for­eldra og ungra barna þeirra, ásamt vit­und­ar­vakn­ingu um gildi líf­fræði­legra og til­finn­inga­legra tengsla barns við báða for­eldra, að breskri fyr­ir­mynd. For­seti Íslands Guðni Th. Jóhann­es­son er vernd­ari hóps­ins og hefur stutt frum­kvæði hans og starf­semi frá upp­hafi. Í íslenska Ákall­inu segir m.a.:

1001 dag­ur­inn í lífi barna, frá getn­aði til 2ja ára, leggur grunn­inn að lífs­gæðum og geð­heilsu ævina á enda. Á þessu tíma­bili þroskast til­finn­inga­líf barna meira en á nokkrum öðrum tíma ævinnar en þá læra börn að finna til örygg­is, að þau geti treyst fólki og séu elskuð. Þetta er bein­línis ein und­ir­staða þess að þau geti myndað jákvæð tengsl við aðra og tek­ist á við áskor­anir lífs­ins. Rann­sóknir und­an­far­inna ára­tuga hafa varpað ljósi á hversu alvar­leg áhrif skortur á stöð­ug­leika, umhyggju og hlýju á með­göngu og fyrstu árin geta ver­ið. Þessi skortur veldur streitu sem getur haft áhrif á þroska barna og jafn­vel óaft­ur­kræfar breyt­ingar á heila­starf­semi.

Auglýsing

Ein megin for­senda fyrir því þetta geti tek­ist er að for­eldrar njóti verndar sam­fé­lags­ins til að verja tíma með börnum sínum í frum­bernsku - öðrum þroska­skeiðum frem­ur. Ábyrgðin skipt­ist þannig að for­eldrar veita barn­inu ást og per­sónu­lega umönnun og sam­fé­lagið tryggir ytri umgjörð öryggis og þjón­ustu.

Tím­inn frá getn­aði til tveggja ára ald­urs barns er oft­ast tími gleði og mik­illa við­burða í lífi for­eldra. Umbreyt­ing á hlut­verk­um, ný verk­efni, áður óþekktar til­finn­ingar og þarfir ásamt nýju álagi og óör­yggi kalla því á fræðslu og stuðn­ing fyrir verð­andi for­eldra, en einnig eft­ir­fylgd heilsu­gæslu og vel­ferð­ar­kerf­is. Þess vegna þarf sam­fé­lagið að tryggja báðum for­eldrum fæð­ing­ar­or­lof sem er nægi­lega langt og þannig útfært að það tryggi tengsl barns­ins við báða for­eldra - án mis­mun­unar gagn­vart missi tekna eða stöðu á vinnu­mark­aði. Öll börn eiga rétt á nánu og góðu sam­bandi við báða for­eldra sína, jafn­vel þó að for­eldr­arnir búa ekki sam­an. Mik­il­vægur vernd­andi þáttur þegar kemur að áhuga og þátt­töku for­eldris í lífi barns­ins seinna meir eru tengsl barns og for­eldris fyrstu ævi­ár­in. Þetta er ein helsta und­ir­staðan að vel­ferð og vellíðan barns­ins til fram­tíð­ar.

Lög­gjöf og þjón­usta í deiglu á Íslandi

Megin áhersla þarf ætíð að vera á vel­ferð barns­ins, rétti þess til beggja for­eldra og mögu­leika þeirra til að rækta tengsl við barnið hver sem hjú­skap­ar­staða þess, fjöl­skyldu­gerð, sam­vista- eða búsetu­form er. Gera þarf ráð fyrir að þjón­ustu- og stuðn­ings­þörf for­eldra sé ólík eftir þessum aðstæð­um, og að tryggja þurfi rétt barns­ins til beggja for­eldra sem óháð­ast þeim. Sé for­eldri eitt um for­sjá og upp­eldi barns­ins t.d. vegna dauða, veik­inda eða lang­tíma­fjar­veru (fang­elsi, búseta erlend­is) er eðli­legt að barn­inu geti verið bætt upp sú mis­munun með því að eiga tryggða umgengni, sam­skipti og vernd ann­arra nákom­inna (t.d. afa/ömmu, frændsystkin eða) í hinni fjöl­skyld­unni.

Um þetta eru skiptar skoð­anir bæði í fjöl­skyldum og í fræða­sam­fé­lag­inu en þar þarf að hafa í huga að þetta eru rétt­indi barns­ins frekar en for­eldr­anna.

Í rann­sóknum okk­ar, bæði á skiln­aði for­eldra (2014) og við and­lát for­eldris (2015-2018) kemur fram að tengsl barna við báða for­eldra og frænd­garð­inn beggja vegna er ákaf­lega mik­il­væg fyrir vel­ferð og heilsu barna bæði í frum­bernsku og til fram­tíð­ar.

Und­an­farið hefur margt áunnist, nýir þjón­ustu­mögu­leikar til að styrkja Fyrstu tengsl sbr. Mið­stöð for­eldra og barna, og stuðn­ing við par- og for­eldra­sam­band á grund­velli nýj­ustu þekk­ingar í fjöl­skyldu­fræð­um, sbr. rann­sóknir og klíniskt starf Gott­man & Gott­man, og verk­efni umboðs­manns þeirra á Íslandi, ÓB-ráð­gjöf, m.a. nám­skeiðið Barnið komið heim. Það veitir verð­andi for­eldrum inn­sýn í þá lífs­skeiðs­breyt­ingu sem fylgir fæð­ingu fyrsta barns og færir þeim verk­færi til að takast á við breyt­ing­arnar sem því fylgja. Fjallað er um mik­il­vægi parsam­bands­ins í for­eldra­hlut­verk­inu og hlut­verk beggja for­eldra í upp­eldi og umönnun barns. Rann­sóknir hafa sýnt að lík­indi eru á að sjö af hverjum tíu for­eldrum upp­lifi minni ánægju í parsam­band­inu fyrstu þrjú árin eftir fæð­ingu barns. Á því álags­tíma­bili eru hvað mestar líkur á að barn verði fyrir skiln­aði for­elda. Það er því mikið í húfi að vinna að for­vörnum fyrir börn og for­eldar með snemmtækri íhlutun um fjöl­skyldu­vernd. Dæmi um slíkt eru ákvæðin um fæð­ing­ar­or­lof (2019), ýmsar laga­breyt­ingar um stöðu barna sem aðstand­enda, m.a. við for­eld­armissi (2019) og nú síð­ast inn­leið­ing metn­að­ar­fulls fræðslu- og stuðn­ings­úr­ræðis fyrir fjöl­skyldur í skiln­aði (2020). Þessi dæmi sýna hvernig mark­viss stefna núver­andi félags­-og barna­mála­ráð­herra ásamt stuðn­ingi þverpóli­tískrar þing­manna­nefndar hafa getað náð sam­stilltu átaki til hags­bóta fyrir börn.

Í þessum anda og með hlið­sjón af stefnu Norð­ur­land­anna, einkum Sví­þjóðar þar sem við þekkjum best til, er gagn­legt að skoða hvar þörf er á frek­ari úrbótum hér á land­i. 

Litið til nágranna­landa

Í Sví­þjóð eru greiddir út 480 dagar í fæð­ing­ar­or­lof fyrir hvert barn, eða um 16 mán­uð­ir. Talað er um for­eldra­pen­ing. For­eldrar geta tekið út for­eldra­pen­ing þar til barnið verður 12 ára, þó mest 96 daga sam­an­lagt eftir að barnið verður 4 ára. Allir for­eldrar með for­sjá barns eiga rétt á for­eldra­pen­ing.

Auglýsing

Ein­stæðir for­eldr­ar, sem fara einir með for­sjá barns, eiga að sama skapi rétt á 480 dög­un­um. Þeir geta látið eftir öðrum aðila for­eldra­or­lofs daga ef sá aðili á önnur börn með for­eldr­inu eða ef sá er, eða hefur ver­ið, giftur eða í skráðri sam­búð með for­eldr­in­u. Af þessum 480 dögum eru ann­ars 90 dagar ætl­aðir hvoru for­eldri og eru ófram­selj­an­leg­ir. Annað for­eldrið getur síðan gefið hinu for­eldr­inu allt að 150 daga í þágu barns­ins ef það nýtir ekki sína daga. For­eldrar geta verið saman í orlofi í allt að 30 daga. Mæður hafa alltaf tekið út meiri hlut­ann af þeim sam­eig­in­legum dögum sem for­eldrar hafa, en mark­mið lög­gjafa­valds­ins hefur lengi verið að for­eldrar skuli eiga kost á að skipta dög­unum jafnt.

Í Sví­þjóð geta for­eldrar valið hvernig þeir taka út for­eldra­pen­ing. Það getur t.d. verið hluti úr degi, ákveðnir dagar í viku eða sam­fellt orlof í lengri eða skemmri tíma. Margir for­eldrar geyma daga til þess að nota þegar barnið byrjar í leik­skóla eða til þess að geta tekið lengra frí með börn­unum þegar þau verða eldri. Mikil áhersla er á að auka rétt barna til sam­veru með for­eldrum sín­um. 

Með sjálf­stæðum rétti til for­eldra­pen­ings hafa sífellt fleiri, og lang flestir eitt­hvað, tekið út for­eldra­daga. Þetta hefur leitt til auk­ins jafn­réttis í skipt­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­ins í Sví­þjóð. Árið 2017 höfðu um 40% sænska feðra tekið út minnst 90 daga við 2ja ára aldur barns. Á sama ári voru 28% af for­eldra­or­lofs­dögum teknir af feðrum og 72% af mæðr­um. Mæður taka enn meira fæð­ing­ar­or­lof á fyrstu 2 ævi­árum barns (að með­al­tali 14,5 mánuð og feður 3,8 mán­uði) en feður taka frekar sína daga þegar börnin verða eldri. 

Þessu til sam­an­burðar taka um 90% feðra á Íslandi út sinn sjálf­stæða rétt og vax­andi hlut­fall for­eldra skiptir umönn­unni jafnt í fram­haldi og eftir því sem barnið eld­ist. Einnig hafa íslenskar rann­sóknir leitt í ljós að feður sem nýttu feðra­or­lof sýna vax­andi ákveðni í því að við­halda tengslum og sam­skiptum við börn sín eftir skiln­að. Þannig hefur fæð­ing­ar­or­lof beggja for­eldra gildi bæði í þágu kynja­jafn­ræð­is, for­eldra­jafn­réttis og fyrir tengsl barns og föð­ur- til fram­tíð­ar.

Hin Norð­ur­löndin

Í Dan­mörku og Nor­egi er, líkt og í Sví­þjóð, mikil áhersla á sveigj­an­leika þegar kemur að for­eldra­or­lofi. For­eldrar geta valið hvernig þeir deila orlof­inu á milli sín og hvort þeir geymi orlofs­daga þar til barnið verður eldra. 

Í Dan­mörku eiga mæður rétt á fæð­inga­or­lofi í fjórar vikur fyrir áætl­aðan fæð­ing­ar­dag barns og í fjórtán vikur eftir fæð­ingu barns. Feður eiga rétt á tveggja vikna orlofi fyrstu 14 vik­urnar eftir fæð­ingu barns. For­eldrar geta því fengið dag­pen­inga í 20 vikur sam­an­lagt. Eftir 14 vikur eiga báðir for­eldrar rétt á sam­an­lögðu for­eldra­or­lofi í allt að 32 vikur með daggreiðsl­um, það getur lengst verið 40 vikur en þá án greiðslna síð­ustu 8 vik­urn­ar. 

Í Nor­egi eiga for­eldrar rétt á sam­an­lagt 12 mán­uðum í launað for­eldra­or­lof. For­eldrar geta lengt orlofið um 10 vikur ef þau taka 80% orlof í stað 100%. Mæður og feður eiga sjálf­stæðan rétt á 15 vikum hvor, 19 vikum ef þau taka 80% orlof. Rest­inni geta for­eldrar deilt á milli sín eins og þeir vilja.

Á síð­asta ára­tug hafa orðið miklar við­horfs­breyt­ingar í Sví­þjóð þegar kemur að ábyrgð og þátt­töku beggja for­eldra í lífi barns. Með auknu svig­rúmi á atvinnu­mark­aði og bættum rétt­indum for­eldra hefur við­horf almenn­ings til þátt­töku feðra í lífi barna orðið allt ann­að. Frá því sem áður þótti til eft­ir­breytni þykir nú sjálf­sagt, þ.e. að feður séu jafn­vígir mæðrum þegar kemur að umönnun ung­barna, þátt­töku í leik­skóla eða skóla­starfi og fjar­veru frá vinnu vegna veik­inda eða frí­daga barna. Flestir for­eldra vilja nýta það tæki­færi sem sam­fé­lagið veitir og tengj­ast barn­inu á fyrstu mán­uðum lífs þess. Það þykir til fyr­ir­myndar í Sví­þjóð ef for­eldrar skipta orlof­inu jafnt á milli sín, en ekki hafa allir tök á því vegna atvinnu eða náms. Þetta hefur m.a. í för með sér að ef for­eldrar slíta sam­vistum velja flestir for­eldrar að halda áfram að deila umönnun og ábyrgð á barn­inu jafnt á milli sín. Þannig er sam­eig­in­leg for­sjá og jöfn búseta algeng­asta sam­vista­fyr­ir­komu­lagið eftir skilnað í Sví­þjóð, líkt og stefnir í hér á landi.

Það er jafn­framt athygl­is­vert að í Sví­þjóð eru feður oft í meiri­hluta þegar kemur að aðlögun barna á leik­skóla þar sem mæð­urnar hafa þá oft snúið aftur til vinnu. Á for­eldra­fundum eru ekki síður feður en mæður og sama má segja um íþrótta­við­burði, leik­velli eða jafn­vel bið­stofu tann­lækna og lækna. 

Auglýsing

Sví­þjóð er fjöl­skyldu­vænt sam­fé­lag þar sem áherslan er á að börn og for­eldrar geti varið miklum tíma sam­an. Leik­skólar eru til dæmis aðeins hugs­aðir fyrir börn á meðan for­eldar vinna eða stunda nám og for­eldrar ítrekað minntir á að ef for­eldri á frí á barnið líka að vera í frí­i. 

Horft til fram­tíðar

Þau við­horf for­eldra­jafn­ræðis og sveigj­an­leika í notkun for­eldra­stuðn­ings í þágu barna í nágranna­lönd­unum sem hér hefur verið lýst, eru til eft­ir­breytni fyrir íslenskt sam­fé­lag. Í okkar sam­fé­lagi er það einkum tvennt sem brýnt er að beita sér fyrir nú. Í fyrsta lagi lengt fæð­ing­ar­or­lof og stuðn­ingur til að brúa bilið milli fæð­inga­or­lofs og aðgengis að leik­skóla, meðan þess er þörf, ásamt auknum sveigj­an­leika í nýt­ingu rétt­inda í þágu barns­ins. Í öðru lagi þarf að vinna að enn skarp­ari við­horfs­breyt­ingu meðal fag­fólks og for­eldra um að setja hags­muni barna ofar öðrum í með­ferð mála og í ákvörð­un­um. Þessu þarf að fylgja eftir með þekk­ing­ar­miðl­un, upp­lýs­ingum og áskor­unum til stjórn­mála­manna um að haga enn mark­vissar lög­gjöf og þjón­ustu til for­eldra í þágu ungra barna.

Sig­rún Júl­í­us­dóttir er pró­fessor emerita við Háskóla Íslands, félags­ráð­gjafi og fjöl­skyldu­þerapisti hjá Tengsl og Sól­veig Sig­urð­ar­dóttir er félags­ráð­gjafi og sér­fræð­ingur hjá Familj­erätten, Lundi, Sví­þjóð.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar