Leysa íbúakosningar deilumál?

Odd­viti og rit­ari Vinstri grænna í Reykja­vík fjalla um kosti og galla íbúakosninga í aðsendri grein.

Líf Magneudóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
Líf Magneudóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
Auglýsing

Eftir að lóð­ar­vil­yrði fyrir svoköll­uðu líf­hvolfi eða Aldin Biodome var sam­þykkt á Stekkj­ar­bakka í jaðri Elliða­ár­dals­ins hefur mikil umræða farið fram. Í Viku­lok­unum síð­ast­lið­inn föstu­dag á Rás 1 bar þetta mál á góma og þá sér­stak­lega sú krafa meðal íbúa að fá íbúa­kosn­ingu um þegar sam­þykkt deiliskipu­lag á þessu svæði. Þá skrif­aði Stefán Jón Haf­stein nýverið ágæta grein um málið í Kjarn­anum. Félags­skap­ur­inn Vinir Elliða­ár­dals­ins stóðu fyrir söfnun und­ir­skrifta á Island.is og skrif­uðu 9.003 Reyk­vík­ingar und­ir. Það að slíkur fjöldi fólks sé til­bú­inn að leggja nafn sitt við mál­stað­inn hlýtur að gefa borg­ar­yf­ir­völdum til­efni til þess að gaum­gæfa mál­ið, jafn­vel þó að fjöld­inn nái ekki þeim 18.000 sem kraf­ist er til þess að knýja fram kosn­ingu. Þess má þá geta að að mati und­ir­rit­aðra er þrösk­uld­ur­inn til þess að knýja fram íbúa­kosn­ingu – sem vel að merkja er lögum sam­kvæmt aðeins ráð­gef­andi – allt of hár. 

En er íbúa­kosn­ing endi­lega mál­ið?

Íbúa­kosn­ing er eins og ham­ar. Hann kemur að góðum notum þegar maður þarf að reka inn nagla en er óhent­ugur fyrir aðra og fín­legri vinnu. Nú þegar þró­unin hefur orðið sú að íbúa­kosn­ingar eru í hugum flestra sam­heiti íbúa­lýð­ræðis – en ekki bara eitt afbrigði af mörgum – þá sann­ast hið forn­kveðna: Ef eina verk­færið sem þú átt er ham­ar, þá líta öll vanda­mál út eins og nagl­ar.

Það eru ýmsir gallar við íbúa­kosn­ing­ar. Oft reyn­ist erfitt að sníða þær þannig að ljóst sé hverjar nið­ur­stöð­urnar eru eða hvernig þær end­ur­spegla afstöðu almenn­ings. Núver­andi til­laga, sem snýr að kosn­ingu um hvort íbúar í Reykja­vík séu fylgj­andi eða and­vígir breyt­ingu á deiliskipu­lagi fyrir Stekkj­ar­bakka þró­un­ar­reit 73 (Þ73), myndi ekki endi­lega taka til ein­stakra fram­kvæmda eða lóða­út­hlut­un­ar. Vissu­lega hefur þó nokkur styr staðið um þetta til­tekna svæði meðal fólks og oft virð­ist ágrein­ing­ur­inn vera hvort það sé hluti af Elliða­ár­dalnum eða fyrir utan hann. Sumir kunna að vera vel sáttir við upp­bygg­ingu á reitnum en eru ekki spenntir fyrir til­teknum vil­yrðum sem hafa verið sam­þykkt. Aðrir gætu verið and­vígir allri upp­bygg­ingu og myndu vilja sjá allt annað deiliskipu­lag sem myndi ekki heim­ila upp­bygg­ingu yfir­höf­uð. Engu að síður myndi fólk vilja kjósa um deiliskipu­lagið en út frá afar ólíkum for­send­um. Og því yrði nið­ur­stað­an, hver svo sem hún yrði, ráð­gáta þar sem erfitt gæti reynst að leysa úr hver raun­veru­legur vilji fólks er.

Auglýsing

Skoð­ana­skipti

Hægt væri að leita ýmissa ann­arra leiða til þess kom­ast að nið­ur­stöðu um svæðið enda getur íbúa­sam­ráð tekið á sig ýmsar mynd­ir. Núna nýlega stóð for­sæt­is­ráðu­neytið fyrir svo­kall­aðri rök­ræðukönnun um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá með veru­lega góðum árangri. Mark­mið rök­ræðukönn­unar er að kom­ast að því hvort, og þá hvern­ig, fólk skiptir um skoðun þegar það fær tæki­færi til þess að kynna sér mál­efnið sem til umræðu er. Í íbúa­kosn­ingu fáum við engar slíkar upp­lýs­ing­ar.

Einnig mætti hugsa sér íbúa­þing eða ráð, þar sem íbúar eru valdir slembi­úr­taki til þess að taka mál­efni fyrir og ræða það í þaula. Vel væri hægt að hugsa sér slíkt þing sem tæki fyrir græn svæði í borg­ar­land­inu. Þá væri hægt að ræða gildi og almenna afstöðu frekar en að taka fyrir ein­stök mál. Hægt væri að ræða hvernig við viljum hafa grænu svæð­inu okk­ar, hve stór þau ættu að vera og hvaða þjón­ustu, ef ein­hverja, ætti að veita innan þeirra. 

Kannski myndi slíkt þing skila þeirri nið­ur­stöðu að líf­hvolf myndi auðga lífið í Elliða­ár­daln­um, trekkja fleiri að og hvetja til úti­vistar í nærum­hverfi hvolfs­ins. Eða kannski myndi þingið kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að við ættum ekki að fara í slíkar bygg­ing­ar­fram­kvæmdir heldur frekar að vinna að stækkun almennra grænna svæða, jafn­vel að breikka út úti­vist­ar­svæði Elliða­ár­dals­ins. 

Slíkar nið­ur­stöður fengjum við aldrei með ein­faldri íbúa­kosn­ingu. Með því að nýta betur öll þau verk­færi íbúa­sam­ráðs sem þróuð hafa verið getum við unnið að nið­ur­stöðu í sátt við borg­ara og umhverfi. Og Reykja­vík­ur­borg getur sýnt að hún stendur í fremstu röð borga heims hvað varðar lýð­ræð­is­starf sem á að vera leið­ar­stef í mótun borg­ar­innar til fram­tíð­ar.

Líf Magneu­dóttir er odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík og Gústav Adolf Berg­mann Sig­ur­björns­son er rit­ari Vinstri grænna í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar