Stóra myndin getur stundum verið ótrúlega smá

Stefán Tryggva- og Sigríðarson skrifar um heimsósóma.

Auglýsing

Fyrir skömmu hlýddi ég á útvarps­þátt Ævars Kjart­ans­sonar og Hall­dórs Björns­sonar um lofts­lags­mál. Við­mæl­and­inn var Egg­ert Bene­dikt Guð­munds­son for­stöðu­maður Græn­vangs sem er sam­starfs­vett­vangur stjórn­valda og atvinnu­lífs­ins um lofts­lags­mál og grænar lausn­ir. Að vonum var þátt­ur­inn hinn áhuga­verð­asti og ljóst að við­mæl­and­inn var skýr og skor­in­orður og eflaust vel starfi sínu vax­inn. Umræð­urnar voru lengst af fyrst og fremst tengdar lofts­lags­málum og þeim verk­efnum sem unnið er að á vett­vangi Græn­vangs. Undir lok við­tals­ins varð við­mæl­anda tíð­rætt um stóru mynd­ina og lýsti ánægju með þá fram­þróun sem hann taldi mann­kynið vera á. Hann taldi að lofts­lags­málin væru bara tíma­bundið og afmarkað verk­efni sem þjóðir heims­ins yrðu næstu ár og mögu­lega ára­tugi að leysa og síðan yrði bara buiss­ness as usu­al.

Ég verð að játa að ég hef miklar áhyggjur ef við­horf Egg­erts Bene­dikts er lýsandi fyrir afstöðu atvinnu­lífs­ins og stjórn­valda. Því miður ótt­ast ég að svo sé. Við nútíma­fólk erum ótrú­lega við­kvæm fyrir því að gagn­rýna þann lífsmáta sem við flest lif­um. Ég er auð­vitað fyrst og fremst að tala um okkur ríka og góða fólk­ið. Að halda því fram að mann­kynið hafi aldrei haft það betra en nú um stundir er álíka sið­blint við­horf og að tala um að raun­veru­leg fátækt ríki á Ísland­i. 

Það má að sumu leyti líkja ástandi jarðar við fal­lega ein­býl­is­húsið okkar þar sem allt er óað­finn­an­legt inn­an­dyra og götu­myndin af hús­inu galla­laus. En þegar betur er að gáð er bak­hliðin farin að láta mikið á sjá, máln­ingin flögnuð af og rennan ryðguð. Gróð­ur­inn í garð­inum að mestu dauð­ur, þó gervi­trén sem sjást frá göt­unni lúkki frá­bær­lega. Og þó að það þurfi mán­að­ar­lega að hreinsa skol­plögn­ina sér það eng­inn né heldur hvernig sjóða verður allt vatn til drykkj­ar. En meðan við lítum vel út á Instagram er allt í fína.

Auglýsing
Að telja lofts­lags­málin aðeins stabba sem þarf að vinna á og eftir það verði allt í lagi er að mínu mati mjög var­huga­vert við­horf. Ég hef mikið frekar litið á lofts­lags­málin sem stór­kost­legt tæki­færi fyrir mann­kynið að fara í nafla­skoðun og við­ur­kenna að við höfum níðst á Jörð­inni okkar síð­ustu ára­tugi og aldir og að nú sé tæki­færi til að end­ur­skoða for­sendur lífs­hátta okkar með hag afkom­enda okkar að leið­ar­ljósi. Við höfum tekið enda­laust út af höf­uð­stól Móður jarðar hvort sem um jarð­efni, and­rúms­loft, gróður eða aðra hluta líf­rík­is­ins er að ræða, og skilið eftir okkur rusl og eit­ur­efni sem munu fylgja afkom­endum okkar um langan veg. Við höfum skapað hag­kerfi sem gerir hina örfáu sífellt rík­ari og við horfum uppá gríð­ar­lega mis­skipt­ingu meðal þjóða heims­ins. Við við­höldum völdum her­gagna­iðn­að­ar­ins sem stuðlar reglu­lega að átökum sem aftur leiða af sér hungur og fólks­flótta. Og við ríka og góða fólkið berjum af okkur með­bræður okkar sem leita sér betra lífs. Gleymum því ekki að sam­fé­lags­miðlar nútím­ans gera nær öllum jarð­ar­búum mögu­legt að sjá hvernig við á Vest­ur­löndum veltum okkur uppúr mun­aði og prjáli. Tál­sýn sem því miður verður eft­ir­sókn­ar­verð í augum þessa fólks. 

Það er að sjálf­sögðu góðra gjalda vert að vinna að minnkun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, með orku­skipt­um  o.fl. aðgerðum og ekki síður vinna þær úr loft­inu með skóg­rækt, nið­ur­dæl­ingu og fleiri aðgerðum sem tækni fram­tíð­ar­innar ber sem betur fer í skauti sér. En að berj­ast ekki á sama tíma fyrir breyttri hegðan okkar mann­skepn­unnar m.a. með gjör­breyttu byggða­mynstri og skipu­lagi borga og þar með stór­minnkuðum ferðum vegna vinnu og afþrey­ing­ar, end­ur­skoðun á mat­væla­fram­leiðslu með því að gera hlut mat­væla neðar úr fæðu­keðj­unni stærri en nú er,  eðl­is­breyt­ingu á atvinnu­skipu­lagi með t.d. fjög­urra daga vinnu­viku og sex tíma vinnu­dag að mark­miði auk gjör­breyt­ingar á skil­grein­ingu okkar á nær allri fram­leiðslu m.t.t. umbúða og end­ur­nýt­ingar að ógleymdri end­ur­skil­grein­ingu okkar á hag­vexti og hag­sæld, er óaf­sak­an­leg skamm­tíma­hyggja. 

Ef við meinum eitt­hvað með því að gera líf okkar á Jörð­ina sjálf­bært er okkur lífs­nauð­syn­legt að taka upp eig­in­legt hringrás­ar­kerfi á nær öllum svið­um. Við eigum ekki að sætta okkur við að hægt sé að fram­leiða nán­ast hvað sem er án þess að hugsað sé fyrir afdrifum vör­unnar að notkun lok­inni. Við verðum að skylda fram­leið­endur til að gera grein fyrir hvernig hver ein­asti hlutur við­kom­andi vöru skal flokk­aður og end­urunn­inn. Og ekki bara það heldur að tryggja að til staðar séu inn­viðir sem geti tekið við og end­ur­unnið við­kom­andi hluti á þeim mörk­uðum sem selt er inná. Við verðum að hefja raun­veru­lega flokkun á upp­runa­stað þ.e. inná heim­il­unum og í fyr­ir­tækj­un­um. Þetta verður að gera með því að hætta að líta á umbúðir og úrsér­gengna vöru sem sorp en þess í stað gera úr því verð­mæt­i. 

Við verðum að horfast í augu við að það frelsi sem við höfum til­einkað okkur síð­ustu fimm­tíu til hund­rað árin fær ekki stað­ist. Við höfum ekki kunnað með það að fara. Þess vegna verða að koma til tak­mark­anir og oft á tíðum bönn við því óhófi sem við höfum staðið fyrir í nafni við­skipta­frelsis og birt­ist m.a. í fram­leiðslu óum­hverf­is­vænna vara og óstjórn­legum flutn­ingum um heim­inn þveran og endi­lang­an. Þar hefur íslenskt atvinnu­líf og íslensk stjórn­völd verk að vinna, ekki ein­ungis á heima­velli heldur sem leið­andi þjóð meðal þjóða.

Þegar atvinnu­lífið og stjórn­völd hafa sýnt í verki að þau séu til­búin að leiða slíka þróun höfum við efni á að tala með stolti um stóru mynd­ina, fyrr ekki.

Höf­undur er heims­borg­ari.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, er á meðal þeirra þingmanna sem skrifaðir eru á álitið.
Vilja viðurlög vegna brota sem varða verulega almannahagsmuni
Stjórnarandstöðuþingmenn vilja að aðstoðarmenn ráðherra þurfi að bíða í sex mánuði eftir að þeir ljúki störfum áður en þeir gerist hagsmunaverðir.
Kjarninn 30. maí 2020
Hoppuðu áfram eftir að heimsfaraldurinn skall á
Nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect fékk óvæntan meðbyr þegar heimsfaraldurinn fór að geisa og ætlar að nýta sér aðstæðurnar til þess að vaxa hraðar en áætlað var. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru Connect ræddi við Kjarnann.
Kjarninn 30. maí 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
34 milljarðar króna í að viðhalda störfum en 27 milljarðar króna í að eyða þeim
Hlutabótaleiðin mun líkast til kosta 45 sinnum meira en upphaflega var lagt upp með. Hún hefur, að mati ríkisendurskoðunar, verið misnotuð á margan hátt til að ná út fé úr ríkissjóði. Nú býðst sömu fyrirtækjum sem hana nýttu ríkisstyrkir til að reka fólk.
Kjarninn 30. maí 2020
Stækkuð og lituð mynd af frumu (bleikur litur) sem er verulega sýkt af SARS-CoV-2 veirunni (grænn litur).
„Eins og líkaminn væri vígvöllur“
Það er varla annað hægt en að bera óttablandna virðingu fyrir lífveru sem hefur eignast tugmilljónir afkomenda um allan heim á nokkrum mánuðum, segir mannerfðafræðingurinn Agnar Helgason sem sjálfur smitaðist og hefur teiknað upp ættartré veirunnar.
Kjarninn 29. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar