Af hverju lýðræði?

Stjórnarmaður í VR skrifar um lýðræðisvæðingu vinnustaða.

Auglýsing

Áður en lýð­ræði leit dags­ins ljós út um heim­inn, þótti eðli­legt að löndum væri stjórnað af kóng­um. Landið var hans lög­lega eign og þegar hans tími kom, erfði sonur hans land­ið. Allt þetta var mjög eðli­legt, landið er þeirra eign og auð­vitað á það að erf­ast eins og hver önnur eign. Það lá í augum uppi að kóng­ur­inn réð lögum og lofum í sínu landi enda var það hans rétt­ur. Kóng­ur­inn þurfti ekki að fara eftir lög­um, hann var lög­in. 

Maður þurfti að vera mjög rót­tækur til að segja upp­hátt að kóng­ur­inn ætti ekki að hafa þetta vald yfir lífi fólks­ins. Það var litið á mann sem fávita ef maður hélt því fram að kóng­ur­inn ætti ekki að hafa fullt vald í sínu landi, rétt eins og hús­bónd­inn hafði fullt vald inni á sínu heim­ili.

Annað fyr­ir­komu­lag leit þannig út, að valdi kon­ungs­ins var dreift milli allra land­eig­anda lands­ins. Land­eig­endur komu saman og stjórn­uðu því hvernig land­inu, sem þeir áttu í sam­ein­ingu, var stjórn­að. Rík­is­stjórnir voru kosnar af eig­endum lands­ins rétt eins og í einka­hluta­fé­lagi, og ákvarð­anir voru teknar með þeirra hags­muni í huga.

Þetta fyr­ir­komu­lag er með galla sem eru aug­ljósir fyrir okkur í dag. Þegar fáir aðilar ráða öllu munu þeir stjórna land­inu sér í hag. Þetta eru, nán­ast sam­kvæmt skil­grein­ingu, rík­ustu ein­stak­lingar lands­ins og munu þeir því móta landið í hag þeirra ríku. Við sættum okkur ekki við það! Við sættum okkur ekki við að við fáum ekk­ert um það segja hverjir stjórna land­inu. Okkur er sama um þau rök að þeir eigi landið og að það sé brot á eign­ar­rétti þeirra að taka ákvörð­un­ar­valdið úr þeirra hönd­um. Allir fá atkvæða­rétt, eitt atkvæði á mann­eskju, ótengt því hversu mikið þau eiga í land­inu. Við eigum rétt á því að kjósa inn á Alþingi af því að ákvarð­anir þess hafa áhrif á okkar líf.

Við hreykjum okkur af því að vera lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag, en hunsum þann stað sam­fé­lags­ins þar sem við eyðum stærsta hluta okkar vak­andi lífs: vinnu­stað­inn. Um leið og við mætum í vinn­una stígum við inn í lít­inn ólýð­ræð­is­legan heim þar sem litlir ein­ræð­is­herrar ráða öllu. Þeir ákveða hvað við gerum, hvernig við gerum það og hvað er gert við verð­mætin sem við sköp­um. Okkar skoðun skiptir ekki máli enda er það eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins sem á þetta allt. Fyr­ir­tækið er hans eign og getur hann gert nán­ast hvað sem hann vill við það. Og þegar eig­and­inn deyr mun eignin erf­ast rétt eins og hver önnur eign. 

Auglýsing
Þegar þú tekur starf­inu setur þú þína fram­tíð í hendur atvinnu­rek­and­ans. Hans ákvarð­anir hafa bein áhrif á hversu góð eða slæm fram­tíð þín verð­ur. Gott dæmi er WOW A­ir. Fall WOW átti sér stað eftir röð ákvarð­ana frá eig­endum þess. Þeir tóku áhættu, áhættu sem var tekin til að reyna að hámarka hagnað þeirra sjálfra. Útkoman var að fyr­ir­tækið fór á haus­inn. En hvað kom fyrir starfs­fólk­ið? Það þurfti að taka afleið­ing­unum með fullum þunga. Það tók áhættu með því að til­einka þessu fyr­ir­tæki stóran hluta af sínu lífi án þess að fá að taka neinar ákvarð­anir um rekst­ur­inn. Eig­end­ur WOW tóku ákvarð­anir með sína hags­muni í huga en ekki hags­mun­i ­starfs­mann­anna. Starfs­fólk WOW end­aði atvinnu­laust, með engin laun út heilan mán­uð. Logið hafði verið að þeim, að laun þeirra væru örugg ef eitt­hvað kæmi upp á, en eig­end­urnir sáu sér frekar hag að nota laun starfs­fólks­ins til að halda fyr­ir­tæk­inu gang­andi aðeins leng­ur. Ef verka­lýðs­hreyf­ingin hefði ekki bjargað þessu fólki með því að lána því pen­ing þar til þau fengu úr þrota­bú­inu, hefði það verið launa­laust í yfir mán­uð, áður en þau hefðu fengið atvinnu­leys­is­bæt­ur. Fólk hefði hrapað algjör­lega á botn­inn og líf hefð­u eyði­lagst.

Það er ljóst að atvinnu­rek­endur hafa mikið vald á þínu lífi. Með því að ákveða launin þín hafa þeir bein áhrif á þín lífs­gæði. Atvinnu­rek­andi getur mis­notað þig, hótað þér, brotið á þér og rekið þig. Þó það væri gegn lögum eða kjara­samn­ing­um, ef þú vilt gera eitt­hvað í því og sækja þinn rétt, þá geta þeir eyði­lagt þitt líf og starfs­fer­il. Atvinnu­rek­endur þekkja aðra atvinnu­rek­endur og þeir tala sam­an. Ef þú stendur upp fyrir þínum rétt­indum getur þinn atvinnu­rek­andi látið það frétt­ast út að það sé erfitt að vinna með þér og að aðrir eiga ekki að ráða þig í vinnu. Inn­flytj­endur hafa það enn­þá verra og hefur maður heyrt margar hryll­ings­sög­ur. 

En vanda­málið er dýpra en þetta. Sam­fé­lagið okkar er lýð­ræð­is­legt að form­inu til, en atvinnu­rek­endur hafa mikið vald yfir því hvernig því er stjórn­að. Við búum í sam­fé­lagi þar sem litið er upp til fólks sem græðir mik­inn pen­ing. Það er tekið mark á skoð­unum þess og þær skoð­anir eru sýni­leg­astar í fjöl­miðlum og í tali þing­manna. 

Það er óþarfi að færa frek­ari rök fyrir því að fjöl­miðlar tali almennt fyrir hag þeirra ríku; nóg er að benda á að það eru þeir ríku sem eiga fjöl­miðl­ana. Þannig hafa þeir ríku tæki­færin og get­una til að móta umræð­una í sam­fé­lag­inu sér í hag.

Auð­menn og fyr­ir­tæki geta fjár­magnað og styrkt stjórn­mála­flokka og stjórn­mála­menn, beint eða óbeint. Hversu margir eiga hund­ruð þús­unda króna afgangs til að gefa stjórn­mála­flokk­um?  Á sama tíma getur eitt útgerð­ar­fyr­ir­tæki eytt næstum því 3 millj­ónum í að halda þing­flokk­unum á sinni hlið. Árið 2017 var þriðj­ungur af öllum styrkjum til þing­flokka frá útgerð­ar­fyr­ir­tækj­um. Hvernig á almennt vinn­andi fólk að keppa við það þegar því eru borguð fátækt­ar­laun? 

Á orði eigum við öll jafna rödd í lýð­ræð­inu. En ef sumir geta borgað til að gera rödd sína hærri en hinar þá erum við ekki með lýð­ræði.

Á meðan við höfum ekki efna­hags­legt lýð­ræði mun ójöfn­uð­ur­inn alltaf grafa undan póli­tíska lýð­ræð­inu. Það að ríf­ast um hvort ríkið eiga að hafa meira eða minna vald á efna­hags­kerf­inu er að mis­skilja vanda­mál­ið. Sú umræða á að eiga sér stað eftir að við ræðum um ákvörð­un­ar­valdið sem starfs­fólk á að hafa yfir sinni eigin vinn­u. 

Starfs­fólk myndi ekki kjósa að að flytja störfin sín út úr landi. Starfs­fólk myndi ekki að kjósa að láta sig lifa á fátækt­ar­launum og starfs­fólk myndi ekki kjósa að gefa for­stjórum ofur­laun. Starfs­fólk myndi ekki kjósa að skemma nátt­úr­una í umhverf­inu sem það býr í, og starfs­fólk myndi ekki segja upp fjölda fólks til að halda uppi hámarks­gróða. 

Í flestum löndum Evr­ópu­sam­bands­ins og EES getur starfs­fólk, í mis­stórum fyr­ir­tækj­um, kosið sér full­trúa í stjórnir fyr­ir­tækj­anna þar sem það starfar. Atvinnu­lýð­ræði eru rétt­indi á öllum Norð­ur­lönd­unum nema Íslandi og er Ísland í minni­hluta ríkja EES þar sem fólk hefur ekki þessi rétt­indi. Í þessum löndum skipar starfs­fólk þó aðeins hluta af stjórn og er rétt­ur­inn bund­inn við ákveðna stærð fyr­ir­tækja. Þetta fyr­ir­komu­lag kemur ekki í stað raun­veru­legs lýð­ræðis þar sem fyr­ir­tæki eru í lýð­ræð­is­legri eigu starfs­fólks, en það er til skammar að við séum ekki með þau lýð­ræð­is­legu rétt­indi sem okkar nágrannar hafa átt í meira en hálfa öld. Við getum ekki lengur hunsað efna­hags­legt lýð­ræði! Það er löngu tíma­bært að við fáum þessi sömu rétt­indi og nágrannar okk­ar. Það er tíma­bært að lýð­ræð­i­svæða vinnu­stað­inn!

Höf­undur er stjórn­ar­maður í VR. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar