Auglýsing

Legg við, fað­ir, líkn­ar­eyra,

leið oss ein­hvern hjálp­ar­stig;

en vilj­irðu ekki orð mín heyra,

eilíf náðin guð­dóm­lig,

skal mitt hróp af heitum dreyra

him­in­inn rjúfa kringum þig.

Svona orti Bólu-Hjálmar 1851 og kall­aði eftir hjálp­ræði guðs við þjak­aða þjóð. Þá voru tímar guðsótta og vondra siða. Það þurfti kjark og mann­lega reisn til að hóta guði að rjúfa him­in­inn í kringum hann ef ekki rakn­aði úr neyð­inn­i. 

Nú er til­efni til að rjúfa varn­ar­múra póli­tíkusa og emb­ætt­is­manna sem skýla sér bak við laga­bók­stafi og stjórn­sýslu­reglur til að fremja óhæfu­verk, að senda börn í von­lausar aðstæður í Grikk­landi eftir að hafa stundað á þeim and­legar pynd­ingar dögum og vikum sam­an. Enn mun barn vera í með­ferð vegna tauga­á­falls á BUGL eftir þær aðfar­ir. 

Varn­ar­múrar laga­bók­stafs og stjórn­sýslu firra engan ábyrgð. Þeir eru birt­ing­ar­mynd lág­kúru illsk­unnar sem er ágæt þýð­ing á einu merkasta hug­taki stjórn­mála­heim­speki 20. ald­ar, „bana­lity of evil“ sem Hannah Arendt not­aði um Adolf Eich­mann, dyggan emb­ætt­is­mann Hitlers sem vann að því að skipu­leggja útrým­ing­ar­búðir þriðja rík­is­ins (Þýð­ing hug­taks­ins er í afbragðs­góðum inn­gangi Sig­ríðar Þor­geirs­dóttur að úrvali úr verkum Arendt: Af ást til heims­ins, Him­speki­stofnun – Háskóla­út­gáfan, Reykja­vík 2011. Kjarn­góð útlistun hug­taks­ins er á bls. 40 í inn­gangi Sig­ríð­ar­). 

Hann hlýddi skip­unum stjórn­valda og taldi sig því vera að gera rétt. Með því aftengdi hann eigin hugs­un, skýldi sér á bak við vald­boð og hlýddi í blindn­i. 

Auglýsing
Lágkúra illsk­unnar er að baki þeirra brott­vís­ana sem standa fyrir dyr­um. Úti­lokun mann­úðar og kerf­is­fest mis­kunn­ar­leysi ráða för í skjóli laga­bók­stafs og reglu­gerða. Þegar hugsun og sam­hengi mann­legra athafna eru aftengd eru mennska og mannúð afnumin og börnum fórnað á alt­ari bók­stafs­ins.

Bólu-Hjálmar reis gegn trú­ar­bók­stafn­um. Nú þurfum við að rísa gegn þeim emb­ætt­is­mönnum og stjórn­mála­mönnum sem fela sig bak við laga­bók­stafi. 

Lög og túlkun þeirra eru manna­setn­ingar sem eiga að lúta almanna­vilja. Þegar þau eru notuð til illra verka sem ganga heimsku­lega í ber­högg við hug­myndir lang­flestra um mannúð og náunga­kær­leika þarf að breyta þeim, setja þá af sem skýla sér á bak við þau og leggja niður stofn­anir sem virð­ast hafa það hlut­verk eitt að níð­ast á fólki. Lög og fram­kvæmd þeirra verða að end­ur­spegla hug­myndir almenn­ings um mannúð og náunga­kær­leika.

Lág­kúru illsk­unnar verður varla aftur beitt til að smala fólki í gasklefa en váleg teikn eru þó á lofti. Evr­ópu­búum fækkar og flótta­fólki fjölgar vegna umhverf­is­ham­fara og stríðs­á­taka. Þá grípa öfga­hópar til van­hugs­aðra aðgerða til varnar ímynd­uðum verð­mætum á borð við kyn­þætti og „þjóð­menn­ing­u“. Og ekki er úti­lokað að Íslend­ingar sjálfir þurfi að flýja landið ef allra verstu afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga verða að veru­leika. Hvernig sem það velt­ist væri lands­mönnum hollt að hug­leiða þann mögu­leika.

Mannúð og skyn­semi verða að ráða. Fram­koma okkar við flótta­menn og börn þeirra er próf­steinn á mennsku okkar og vits­muni því lág­kúra illsk­unnar sprettur af hreinni heimsku og getu­leysi til að sjá hlut­ina í sam­hengi. Getu­leysi sem felur í sér rót­gróna kreddu­festu og hugs­un­ar­leysi sem oft  er ruglað saman við skyn­semi.

Grund­vall­ar­at­riðin í þessu máli – spurn­ingin um það hvort mannúð og bræðra­lag eigi að víkja fyrir kald­rifj­aðri þjónkun við bók­staf­inn – eru svo djúp­stæð í sam­hengi mann­legs sam­fé­lags að fram­tíð þess er í húfi.  

Þess vegna ætti þetta mál að vera til­efni stjórn­ar­slita ef því er að skipta og stjórn­mála­menn sem láta þetta yfir sig ganga verða örugg­lega dæmdir af þeim heig­uls­hætti, ekki síst þeir sem kenna sig við ein­hvers konar sam­fé­lags­legt rétt­læti frekar en kreddur laga­tækni og auð­ræð­is. 

Stjórn­mála­menn sem skreyta sig með guðs­trú eða kirkju­rækni þurfa að heyra þetta líka. Vel mætti kaf­færa þá ræki­lega með bibl­íutil­vitn­unum um kær­leiks­boð­skap Krists og fram­komu við börn og okkar minnstu bræð­ur. 

Verði börnin send úr landi á næstu dögum ber öll rík­is­stjórnin ábyrgð á því og allir þing­menn sem hana styðja. 

Nú verður almenn­ingur að rísa upp og koma í veg fyrir þessa óhæfu. 

MÆTUM Á MÓT­MÆLA­GÖNGU FRÁ HLEMMI Á MÁNU­DAG­INN KL. 17.30.

MINN­UMST REISNAR BÓLU-HJÁLM­ARS OG LÁTUM HRÓP AF HEITUM DREYRA RJÚFA VARN­AR­MÚRA ILLSKUNN­AR!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar