Húsnæðismarkaðurinn: Skiljanleg reiði

Ævar Rafn Hafþórsson fjármálahagfræðingur skrifar um íslenskan húsnæðismarkað.

Auglýsing

Þessa stund­ina eru kjara­við­ræður í gangi. Þetta eru hópar sem hafa hvað minnst á milli hand­anna og eiga erfitt með að ná endum saman hver mán­aða­mót. Ég hef því velt fyrir mér stöð­unni á hús­næð­is­mark­aði þegar kemur að útgjöldum heim­ila með lágar tekj­ur. Hvað varð til þess að nafn­verðs­hækk­anir á hús­næði hækk­aði eins og raun ber vitni á árunum eftir hrun.

Fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands

Eftir mik­inn sam­drátt á nýbygg­ingum á fyrstu árunum eftir hrun þá varð strax ljóst að skortur væri framundan á íbúð­um. Margir höfðu misst sitt eigið hús­næði og sátu eftir með lít­inn eða engan sparn­að. Þessar íbúðir end­uðu hjá fjár­mála­stofn­un­um. Í gegnum fjár­fest­inga­leið­ina er alveg ljóst að þeir sem komu með fjár­magn í gegnum hana keyptu upp þessar íbúðir enda var öllum ljóst að skortur væri framundan og það var hvergi betri leið til þess að ávaxta féð en á íbúða­mark­aði. Þannig að fjár­fest­inga­leið Seðla­bank­ans hafði aug­ljós­lega áhrif á hækkun nafn­verðs íbúða. Fjár­magn sem kom á 20% afslætti inn í land­ið. Það má því segja að þeir sem komu inn með þetta fjár­magn hafi dottið í lukku­pott­inn. Þó svo að útboðin hafi verið tvö þá var ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að gera fram­virka samn­inga við líf­eyr­is­sjóði eða aðrar fjár­mála­stofn­anir á meðan beðið var eftir útboð­inu og þannig náð að fjár­magna kaup á þessum eign­um.

Auglýsing
Það er því kannski kald­hæðn­is­legt að sama féð sem varð til þess að krónan féll með til­heyr­andi verð­bólgu­skoti og lækkun eigna­verðs hafi fengið að koma inn á afslætti og kaupa upp þær eignir síðar meir á tombólu­verði sem varð til þess að margir hafa verið fastir á leigu­mark­aði síð­an. Á þessum tíma varð því mikil eigna­til­færsla frá þeim sem misstu allt sitt til þeirra sem náðu að koma fjár­magni sínu undan í annan gjald­miðil fyrir hrun.

Íbúða­lána­sjóður

 Til þess að átta sig á sam­heng­inu þá verður að telja til þær eignir sem Íbúða­lána­sjóður fékk í fangið eftir hrun. Því hækk­un  á nafn­verði teng­ist því að þá sé eitt­hvað fram­boð til stað­ar. Aðilar sem koma með mikið fjár­magn í gegnum fjár­fest­inga­leið­ina ryðja í burt þeim sem misstu sitt eftir hrun. Í raun átti það fólk aldrei mögu­leika gegn þessum aðil­um. En af hverju þessi leynd yfir Íbúða­lána­sjóði? Þor­steinn Sæmunds­son þing­maður Mið­flokks­ins virð­ist vera sá eini sem lætur sér þetta varða og verð ég að hrósa honum fyrir það. Hér ætla ég því að henda fram nokkrum spurn­ingum til Íbúða­lán­sjóðs­ins (HMS):

  1. Hverjir fengu þessar eignir og á hvaða kjörum?
  2. Af hverju var sjóð­ur­inn að lána félögum eins og Heima­völlum sem er leigu­fé­lag og stefndi á að skrá sig í Kaup­höll­ina?
  3. Eru aðilar tengdir sjóðnum að fá lán til þess að kaupa íbúðir til útleigu?
  4. Getur verið að skil­yrðin fyrir óhagn­að­ar­drifin leigu­fé­lög séu bit­laus, það er, hægt að taka út sölu­hagnað síðar meir?
  5. Hvar eru stærri ákvarð­anir teknar innan sjóðs­ins?

Verka­lýðs­fé­lögin hafa verið að kvarta undan fram­göngu leigu­fé­lag­anna á síð­ustu miss­er­um. Því er síð­asta spurn­ingin nokkuð for­vitni­leg. Núver­andi for­seti ASÍ sat einmitt í stjórn Íbúða­lána­sjóðs á þessum árum. Gæti hún upp­lýst okkur hvað þarna fór fram? 

Stöð­ugur íbúða­mark­aður

Mann­fjölda­aukn­ing á Íslandi er nokkuð línu­leg. Því er það nokkuð ljóst að íbúðum þarf að fjölga línu­lega með til­liti til fjölgun íbúa. Til þess að svo verði þarf hag­kerfið að búa við stöð­ug­leika og við þurfum að ná fram betri fram­leiðni á bygg­inga­mark­aði. Oft heyrir maður að það þurfi að byggja litl­ar, ódýrar og hag­kvæmar íbúð­ir. En hvað þýðir það? Litlar íbúðir eru hlut­falls­lega dýr­ari í bygg­ingu en stór­ar. Það er eins og skiln­ing­ur­inn sé ekki til staðar á bygg­inga­mark­aðnum hjá þeim sem hafa verið að greina mark­að­inn. Er fram­leiðnin að batna eða versna? Þá er ég að tala um fram­leitt magn á vinnu­stund en ekki með til­liti til sölu­verðs. Þegar nafn­verðs­hækk­anir á íbúðum er langt umfram hækkun ann­ars verð­lags þá bjagar það árang­urs­tölur ef miðað er við sölu­verð. 

Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá snú­ast betri lífs­kjör þeirra sem verst hafa það um að ná niður kostn­aði heim­il­anna. Þannig að lækk­andi hús­næð­is­kostn­aður gæti skilað mun meiru en hækkun nafn­launa. Að sjálf­sögðu á að hækka nafn­laun þeirra sem verst hafa það en það á einnig að reyna að ná hús­næð­is­kostn­að­inum nið­ur. Betri fram­leiðni á bygg­inga­mark­aði lækkar hús­næð­is­kostnað til lengri tíma án þess að það bitni á vaxta­á­kvörð­unum Seðla­bank­ans. Fram­leiðslu­geta hag­kerf­is­ins eykst og því ætti það í raun að hafa jákvæð áhrif á vaxta­á­kvarð­an­ir. Reiði fólks sem er á lægstu laun­unum og er fast á dýrum leigu­mark­aði er því skilj­an­leg. 

Höf­undur er fjár­mála­hag­fræð­ingur og fram­halds­skóla­kenn­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar