Atvinnulausir þurfa mest á aukinni vernd að halda

Stefán Ólafsson segir að íslenska atvinnuleysisbótakerfið í núverandi mynd sé ekki nógu öflugt til að veita fullnægjandi vernd í atvinnuleysiskreppu.

Auglýsing

Í skamm­tíma efna­hag­skreppu eins og nú gengur yfir vegna Covid-19 veirunnar verða þeir sem missa vinn­una fyrir mestum þreng­ing­um.

Þeir verða fyrir minnst 30% kjara­skerð­ingu með því að fara á atvinnu­leys­is­bætur sem eru ein­ungis 70% af fyrri heild­ar­launum við­kom­andi. Þær bætur eru ein­ungis veittar í 3 mán­uði og þá fara þeir sem áfram eru atvinnu­lausir á flatar bæt­ur, sem nú eru ein­ungis 289.510 kr. á mán­uði miðað við 100% bóta­rétt. 

Þá verður kjara­skerð­ingin miklu meiri.

Sá sem er t.d. með 580 þús­und krónur á mán­uði í heild­ar­laun missir helm­ing tekna sinna eftir fyrstu 3 mán­uði í atvinnu­leysi.

Það er gríð­ar­legt áfall sem setur fram­færslu fjöl­skyld­unnar í kreppu. Afborg­anir lána eða húsa­leigu verða mikið vanda­mál.

Þeir sem missa vinn­una, að fullu eða að hluta, eru því alla jafna í mestum vanda. Þá þyrfti að verja betur en núver­andi atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfi býður uppá, ef menn vilja að þeir beri ekki hlut­falls­lega mestar byrðar af krepp­unni, sem þeir eiga svo sann­ar­lega ekki sök á.

Og hverjir eru alla jafna í mestri hættu á að missa vinnu á sam­drátt­ar­tíma?

Jú, atvinnu­leysi eykst venju­lega mest hjá lág­launa­fólki.

Þeir sem halda fullum launum sínum í gegnum krepp­una þurfa hins vegar enga aðstoð við afborg­anir lána eða ann­ars í fram­færslu sinn­i. 

Nú þarf því ekki að huga sér­stak­lega að skulda­byrði hjá almenn­ingi, ólíkt því sem var í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar 2008. Líkur á miklu verð­bólgu­skoti eru litl­ar. Vextir eru að auki óvenju lág­ir.

Hvað þarf að gera?

Það eru því fyrst og fremst þeir sem missa vinn­una sem eru í brot­hættri stöðu og þeir eiga að vera í for­gangi.

Það er best gert með því að tryggja þeim betri atvinnu­leys­is­bætur á meðan kreppan gengur yfir, sem færir þeim helst fullar tekjur áfram. Þá geta þeir og fjöl­skyldur þeirra haldið lífi sínu og skuld­bind­ingum í eðli­legu horfi. Siglt áfalla­laust í gegnum krepp­una – ef heilsan leyf­ir.

Auglýsing
Til að þetta mark­mið náist þarf að hækka launa­hlut­fall atvinnu­leys­is­bóta fyrstu 3 mán­uð­ina úr 70% af fyrri heild­ar­launum í 100%. Einnig þarf að halda því opnu að lengja bóta­tíma­bilið á tekju­tengdum bótum ef upp­sveiflan eftir að far­ald­ur­inn er geng­inn yfir tefst eitt­hvað, t.d. úr 3 mán­uðum í 5 eða 6. Loks mætti hækka þakið á tekju­tengdu bót­unum upp í jafn­virði með­al­launa.

Þá væri einnig æski­legt að þeir sem þegar eru orðnir atvinnu­lausir fái hækkun á flötu atvinnu­leys­is­bót­unum, til dæmis úr 289.510 kr. í 317.000 krón­ur, til jafns við lág­marks­launa­trygg­ing­una. Flötu bæt­urnar eru allt of lágar í dag.

Reynslan af áhrifum fjár­málakrepp­unnar 2008 á fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings í 30 Evr­ópu­löndum sýnir skýr­lega að þar sem atvinnu­leys­is­bóta­kerfið var veik­ara fyrir þar juk­ust fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings mest (sjá ítar­lega umfjöllun um það hér). Það er því til mik­ils að vinna með því að efla atvinnu­leys­is­bæt­urn­ar. 

Íslenska atvinnu­leys­is­bóta­kerfið í núver­andi mynd er ekki nógu öfl­ugt til að veita full­nægj­andi vernd í atvinnu­leysiskreppu. 

Þegar um er að ræða skamm­tímakreppu er til­tölu­lega ódýrt fyrir ríkið að efla varnir atvinnu­leys­is­bót­anna til skamms tíma. Þar með væri launa­fólk varið á við­un­andi hátt og sam­fé­lagið stæði sterkar eft­ir.

Slíkar vernd­ar­að­gerðir má vel tengja við heim­ild fyr­ir­tækja til að færa fólk tíma­bundið í hluta­starf og fá það sem vantar uppá full laun greitt úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði, en slíkt úrræði ásamt leng­ingu bóta­tíma­bils­ins gafst vel í kjöl­far hruns­ins. 

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar