Atvinnulausir þurfa mest á aukinni vernd að halda

Stefán Ólafsson segir að íslenska atvinnuleysisbótakerfið í núverandi mynd sé ekki nógu öflugt til að veita fullnægjandi vernd í atvinnuleysiskreppu.

Auglýsing

Í skamm­tíma efna­hag­skreppu eins og nú gengur yfir vegna Covid-19 veirunnar verða þeir sem missa vinn­una fyrir mestum þreng­ing­um.

Þeir verða fyrir minnst 30% kjara­skerð­ingu með því að fara á atvinnu­leys­is­bætur sem eru ein­ungis 70% af fyrri heild­ar­launum við­kom­andi. Þær bætur eru ein­ungis veittar í 3 mán­uði og þá fara þeir sem áfram eru atvinnu­lausir á flatar bæt­ur, sem nú eru ein­ungis 289.510 kr. á mán­uði miðað við 100% bóta­rétt. 

Þá verður kjara­skerð­ingin miklu meiri.

Sá sem er t.d. með 580 þús­und krónur á mán­uði í heild­ar­laun missir helm­ing tekna sinna eftir fyrstu 3 mán­uði í atvinnu­leysi.

Það er gríð­ar­legt áfall sem setur fram­færslu fjöl­skyld­unnar í kreppu. Afborg­anir lána eða húsa­leigu verða mikið vanda­mál.

Þeir sem missa vinn­una, að fullu eða að hluta, eru því alla jafna í mestum vanda. Þá þyrfti að verja betur en núver­andi atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfi býður uppá, ef menn vilja að þeir beri ekki hlut­falls­lega mestar byrðar af krepp­unni, sem þeir eiga svo sann­ar­lega ekki sök á.

Og hverjir eru alla jafna í mestri hættu á að missa vinnu á sam­drátt­ar­tíma?

Jú, atvinnu­leysi eykst venju­lega mest hjá lág­launa­fólki.

Þeir sem halda fullum launum sínum í gegnum krepp­una þurfa hins vegar enga aðstoð við afborg­anir lána eða ann­ars í fram­færslu sinn­i. 

Nú þarf því ekki að huga sér­stak­lega að skulda­byrði hjá almenn­ingi, ólíkt því sem var í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar 2008. Líkur á miklu verð­bólgu­skoti eru litl­ar. Vextir eru að auki óvenju lág­ir.

Hvað þarf að gera?

Það eru því fyrst og fremst þeir sem missa vinn­una sem eru í brot­hættri stöðu og þeir eiga að vera í for­gangi.

Það er best gert með því að tryggja þeim betri atvinnu­leys­is­bætur á meðan kreppan gengur yfir, sem færir þeim helst fullar tekjur áfram. Þá geta þeir og fjöl­skyldur þeirra haldið lífi sínu og skuld­bind­ingum í eðli­legu horfi. Siglt áfalla­laust í gegnum krepp­una – ef heilsan leyf­ir.

Auglýsing
Til að þetta mark­mið náist þarf að hækka launa­hlut­fall atvinnu­leys­is­bóta fyrstu 3 mán­uð­ina úr 70% af fyrri heild­ar­launum í 100%. Einnig þarf að halda því opnu að lengja bóta­tíma­bilið á tekju­tengdum bótum ef upp­sveiflan eftir að far­ald­ur­inn er geng­inn yfir tefst eitt­hvað, t.d. úr 3 mán­uðum í 5 eða 6. Loks mætti hækka þakið á tekju­tengdu bót­unum upp í jafn­virði með­al­launa.

Þá væri einnig æski­legt að þeir sem þegar eru orðnir atvinnu­lausir fái hækkun á flötu atvinnu­leys­is­bót­unum, til dæmis úr 289.510 kr. í 317.000 krón­ur, til jafns við lág­marks­launa­trygg­ing­una. Flötu bæt­urnar eru allt of lágar í dag.

Reynslan af áhrifum fjár­málakrepp­unnar 2008 á fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings í 30 Evr­ópu­löndum sýnir skýr­lega að þar sem atvinnu­leys­is­bóta­kerfið var veik­ara fyrir þar juk­ust fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings mest (sjá ítar­lega umfjöllun um það hér). Það er því til mik­ils að vinna með því að efla atvinnu­leys­is­bæt­urn­ar. 

Íslenska atvinnu­leys­is­bóta­kerfið í núver­andi mynd er ekki nógu öfl­ugt til að veita full­nægj­andi vernd í atvinnu­leysiskreppu. 

Þegar um er að ræða skamm­tímakreppu er til­tölu­lega ódýrt fyrir ríkið að efla varnir atvinnu­leys­is­bót­anna til skamms tíma. Þar með væri launa­fólk varið á við­un­andi hátt og sam­fé­lagið stæði sterkar eft­ir.

Slíkar vernd­ar­að­gerðir má vel tengja við heim­ild fyr­ir­tækja til að færa fólk tíma­bundið í hluta­starf og fá það sem vantar uppá full laun greitt úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði, en slíkt úrræði ásamt leng­ingu bóta­tíma­bils­ins gafst vel í kjöl­far hruns­ins. 

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar