Atvinnulausir þurfa mest á aukinni vernd að halda

Stefán Ólafsson segir að íslenska atvinnuleysisbótakerfið í núverandi mynd sé ekki nógu öflugt til að veita fullnægjandi vernd í atvinnuleysiskreppu.

Auglýsing

Í skamm­tíma efna­hag­skreppu eins og nú gengur yfir vegna Covid-19 veirunnar verða þeir sem missa vinn­una fyrir mestum þreng­ing­um.

Þeir verða fyrir minnst 30% kjara­skerð­ingu með því að fara á atvinnu­leys­is­bætur sem eru ein­ungis 70% af fyrri heild­ar­launum við­kom­andi. Þær bætur eru ein­ungis veittar í 3 mán­uði og þá fara þeir sem áfram eru atvinnu­lausir á flatar bæt­ur, sem nú eru ein­ungis 289.510 kr. á mán­uði miðað við 100% bóta­rétt. 

Þá verður kjara­skerð­ingin miklu meiri.

Sá sem er t.d. með 580 þús­und krónur á mán­uði í heild­ar­laun missir helm­ing tekna sinna eftir fyrstu 3 mán­uði í atvinnu­leysi.

Það er gríð­ar­legt áfall sem setur fram­færslu fjöl­skyld­unnar í kreppu. Afborg­anir lána eða húsa­leigu verða mikið vanda­mál.

Þeir sem missa vinn­una, að fullu eða að hluta, eru því alla jafna í mestum vanda. Þá þyrfti að verja betur en núver­andi atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerfi býður uppá, ef menn vilja að þeir beri ekki hlut­falls­lega mestar byrðar af krepp­unni, sem þeir eiga svo sann­ar­lega ekki sök á.

Og hverjir eru alla jafna í mestri hættu á að missa vinnu á sam­drátt­ar­tíma?

Jú, atvinnu­leysi eykst venju­lega mest hjá lág­launa­fólki.

Þeir sem halda fullum launum sínum í gegnum krepp­una þurfa hins vegar enga aðstoð við afborg­anir lána eða ann­ars í fram­færslu sinn­i. 

Nú þarf því ekki að huga sér­stak­lega að skulda­byrði hjá almenn­ingi, ólíkt því sem var í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar 2008. Líkur á miklu verð­bólgu­skoti eru litl­ar. Vextir eru að auki óvenju lág­ir.

Hvað þarf að gera?

Það eru því fyrst og fremst þeir sem missa vinn­una sem eru í brot­hættri stöðu og þeir eiga að vera í for­gangi.

Það er best gert með því að tryggja þeim betri atvinnu­leys­is­bætur á meðan kreppan gengur yfir, sem færir þeim helst fullar tekjur áfram. Þá geta þeir og fjöl­skyldur þeirra haldið lífi sínu og skuld­bind­ingum í eðli­legu horfi. Siglt áfalla­laust í gegnum krepp­una – ef heilsan leyf­ir.

Auglýsing
Til að þetta mark­mið náist þarf að hækka launa­hlut­fall atvinnu­leys­is­bóta fyrstu 3 mán­uð­ina úr 70% af fyrri heild­ar­launum í 100%. Einnig þarf að halda því opnu að lengja bóta­tíma­bilið á tekju­tengdum bótum ef upp­sveiflan eftir að far­ald­ur­inn er geng­inn yfir tefst eitt­hvað, t.d. úr 3 mán­uðum í 5 eða 6. Loks mætti hækka þakið á tekju­tengdu bót­unum upp í jafn­virði með­al­launa.

Þá væri einnig æski­legt að þeir sem þegar eru orðnir atvinnu­lausir fái hækkun á flötu atvinnu­leys­is­bót­unum, til dæmis úr 289.510 kr. í 317.000 krón­ur, til jafns við lág­marks­launa­trygg­ing­una. Flötu bæt­urnar eru allt of lágar í dag.

Reynslan af áhrifum fjár­málakrepp­unnar 2008 á fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings í 30 Evr­ópu­löndum sýnir skýr­lega að þar sem atvinnu­leys­is­bóta­kerfið var veik­ara fyrir þar juk­ust fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings mest (sjá ítar­lega umfjöllun um það hér). Það er því til mik­ils að vinna með því að efla atvinnu­leys­is­bæt­urn­ar. 

Íslenska atvinnu­leys­is­bóta­kerfið í núver­andi mynd er ekki nógu öfl­ugt til að veita full­nægj­andi vernd í atvinnu­leysiskreppu. 

Þegar um er að ræða skamm­tímakreppu er til­tölu­lega ódýrt fyrir ríkið að efla varnir atvinnu­leys­is­bót­anna til skamms tíma. Þar með væri launa­fólk varið á við­un­andi hátt og sam­fé­lagið stæði sterkar eft­ir.

Slíkar vernd­ar­að­gerðir má vel tengja við heim­ild fyr­ir­tækja til að færa fólk tíma­bundið í hluta­starf og fá það sem vantar uppá full laun greitt úr atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði, en slíkt úrræði ásamt leng­ingu bóta­tíma­bils­ins gafst vel í kjöl­far hruns­ins. 

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar