Markvissar lausnir frekar en stórkarlalegar

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, segir að nú þurfi að vera á tánum, sýna útsjónarsemi og hugvitssemi – og bregðast við breytilegum aðstæðum með breytilegum aðgerðum.

Auglýsing

Þráin eftir stór­karla­legu aðgerð­inni sem leysir öll heims­ins vanda­mál er rík í mörgum okk­ar. Óljós draumur um sterkan leið­toga sem stigi fram og lýsi því yfir að nákvæm­lega þetta verði gert til að mæta ástand­inu í eitt skipti fyrir öll. Þetta er hins vegar ekk­ert nema draum­sýn, flók­inn og marg­breyti­legur veru­leiki kallar á flóknar og marg­breyti­legar lausn­ir. Sterkir leið­togar eru þeir sem geta brugð­ist við breyt­ingum dag frá degi og þurfa ekki að upp­lifa sig sem hand­hafa hinnar einu lausn­ar.

Við lifum nú óvissu­tíma, þar sem ástand breyt­ist dag frá degi. COVID-19 far­ald­ur­inn gerir það að verkum að nauð­syn­legt er að laga sig að breyttum aðstæð­um, en um leið að reyna að vera skrefi á undan og hugsa eins langt fram í tím­ann og mögu­legt er. Þetta hafa heil­brigð­is­yf­ir­völd gert svo aðdáun vek­ur. Sú áætlun sem fylgt hefur verið byggir á ráð­legg­ingum fær­ustu sér­fræð­inga og ánægju­legt er að sjá að þar sem álíka aðgerðum hefur verið beitt er árang­ur­inn umtals­verð­ur, til dæmis í S-Kóreu.

Hvað efna­hags­málin varðar virð­ast margir trúa því að nú sé hægt að lýsa því yfir nákvæm­lega hvernig bregð­ast eigi við þeim óveð­urs­skýjum sem á lofti eru. Þau við­horf má meðal ann­ars sjá í leið­ara Kjarn­ans, sem Þórður Snær Júl­í­us­son skrif­aði. Þar er gagn­rýnt að rík­is­stjórnin sé ekki nógu mark­viss í aðgerðum sín­um, þær séu ekki nógu stórar og skýr­ar. Þá gagn­rýnir hann þegar fram komnar til­lög­ur, þær séu skamm­tíma­að­gerðir og ekki nógu víð­tæk­ar. Nú þurfi dugnað og þor, vænt­an­lega þá til að koma með stóru aðgerð­irn­ar.

Auglýsing

Þetta er allt gott og blessað og ætti senni­lega við um fullt af krísum sem gengið hafa, og munu ganga, yfir. Þessi hug­mynda­fræði er hins vegar úrelt og gam­al­dags þegar kemur að jafn kviku umhverfi og heims­byggðin nú býr við, sem sýndi sig best í því að ein­stök ákvörðun for­seta Banda­ríkj­anna breytti ástand­inu á einni nóttu. Við gætum séð fleiri slíkar ákvarð­anir sem munu hafa umtals­verð áhrif á allar áætl­an­ir, vaknað upp við þær ein­hvern morg­un­inn, ekki síst þegar kröfur um stórar aðgerðir verða hávær­ari hér sem í öðrum lönd­um.

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur valið þá leið að til­kynna um að brugð­ist verði við vand­an­um. Það er auð­velt að skjóta slíkt nið­ur, ef maður er þannig inn­stillt­ur, með því að segja þetta bara eitt­hvað loft og heimta nið­ur­negld­ari áætl­an­ir, lof­orð um háar töl­ur, x marga tugi millj­arða og fleira. Hug­mynda­fræðin á bak við aðgerð­irnar er hins vegar sú að slíkt sé ekki hægt, það mundi bein­línis verða til skaða að ætla að setja ein­hverja heild­ar­lausn fram. Þvert á móti þarf að vinna hratt og örugg­lega, ástandið er óút­reikn­an­legt, koma reglu­lega fram með aðgerðir og laga­breyt­ingar eftir því sem fram vindur og aðstæður breyt­ast. Beina sjónum að því hvar þörfin er mest og miða aðgerðir við þær, frekar en að styðj­ast við altækar aðgerð­ir. Þannig nýt­ist fjár­munir best.

Rík­is­stjórnin hefur kosið að tala um hlut­ina á hrein­skil­inn og raun­sæjan hátt, að sýna yfir­veg­un. Að lýsa því yfir að gripið verði til allra nauð­syn­legra aðgerða til að hjálpa fólki og fyr­ir­tækjum að standa af sér skell­inn. Sem betur fer höfum við fullt búr af lausnum eftir reynslu okkar af hrun­inu og því er unnt að bregð­ast mjög hratt við með lausnum sem við þekkjum árang­ur­inn af.

Nú þegar eru komin fram mál um laun í sótt­kví, frestun opin­berra gjalda og boðað hefur verði mál um aukin rétt­indi fólks til greiðslu atvinnu­bóta, þannig að hægt sé að minnka starfs­hlut­fall og fá mis­mun greiddan frá Vinnu­mála­stofn­un. Þetta er aðeins byrj­unin og von er á fjölda ann­arra mál. Þau verða sér­sniðin að því að ná sem bestum árangri, að verða sem hnit­mið­ust. Rík­is­stjórnin fundar reglu­lega, þing­flokkar koma saman eftir þörf­um, Alþingi þarf að sýna sam­stöðu í takti við til­efn­ið. Stjórn­ar­and­staðan hefur sýnt að hún rækir hlut­verk sitt af ábyrgð, þegar kemur að þessum þjóð­þrifa­verk­um.

Stór­karla­legar lausnir eru kannski freist­andi fyrir ein­hverja, sem líður þá eins og í eitt skipti fyrir öll sé búið að leysa mál­in. Þær eiga hins vegar ekki við í dag. Nú þarf að vera á tán­um, sýna útsjón­ar­semi og hug­vits­semi, bregð­ast við breyti­legum aðstæðum með breyti­legum aðgerð­um. Ein­falda lausnin er sjaldn­ast svar­ið, hversu mikið sem við þráum það. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar