Viðhorf til íslenskunnar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, mun á næstunni birta pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur fjórði pistillinn.

Auglýsing

4. Til að efla íslensku og tryggja framtíð hennar er mikilvægt að rækta með sér jákvætt viðhorf til málsins og skilning á gildi þess fyrir okkur sjálf og málsamfélagið.


Íslendingar hafa yfirleitt haft mjög jákvætt viðhorf til móðurmálsins og oft er lögð áhersla á að það geri okkur að þjóð – sé réttlæting okkar fyrir sjálfstæði og grundvallarþáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar. Hugsanlega er þetta þó eitthvað að breytast. Guðmundur Hálfdanarson hefur haldið því fram að „náttúran sé að taka við af tungumálinu og menningunni sem helsta viðmið íslenskrar þjóðernisstefnu – eða mikilvægasta tákn þess sem gerir okkur að Íslendingum og greinir okkur frá öðrum þjóðum“ (Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk, bls. 210).

Ekki eru þó allir sannfærðir um þetta, en hvað sem því líður virðist unga kynslóðin ekki líta á tungumálið sem jafnmikilvægan þátt í sjálfs­mynd sinni og þau sem eldri eru, og ýmsar vísbendingar eru um að hún hafi ekki jafnjákvætt viðhorf til málsins. Á þessu eru eflaust margar skýringar. Ein er sú að málfræðikennsla í grunn- og framhaldsskólum er ekki sérlega vel til þess fallin að auka áhuga á íslenskunni. Sama máli gegnir um áherslu samræmdra prófa á rétt mál og rangt, málfræðilega greiningu o.þ.h.


Önnur ástæða er alþjóðavæðingin. Ungt fólk nú á dögum sér allan heiminn sem leiksvið sitt – það vill geta lært, starfað og búið erlendis og veit að íslenskan gagnast því lítið utan Íslands. Ef ekki verður heldur hægt að nota málið alls staðar á Íslandi, og jafnvel ekki inni á heimilinu í samskiptum við stafræna aðstoðarmenn og önnur tölvustýrð tæki, er hætt við að unga kyn­slóðin missi trú á íslenskuna og gagnsemi hennar.

Auglýsing

Í íslenskuhluta aðalnámskrár framhaldsskóla frá 1999 segir: „Með íslenskukennslu í framhaldsskólum skal stuðlað að því að nemendur öðlist jákvætt viðhorf til íslensku og kynnist áhrifamætti og margbreytileika málsins.“ Þetta er mikilvægt, því að í erlendum rannsóknum hefur verið sýnt fram á að viðhorf málnotenda til móðurmáls síns, ekki síst við­horf ungu kynslóðarinnar, ræður miklu um framtíðarhorfur málsins.


Skeytingarleysi í garð íslenskunnar virðist því miður vera of útbreitt. Auðvitað drepur það ekki íslenskuna þótt hún sé höfð á eftir ensku á skiltum í Leifsstöð. Auðvitað drepur það ekki íslenskuna þótt auglýsingar í búðargluggum séu eingöngu á ensku. Auðvitað drepur það ekki íslenskuna þótt einhver fyrirtæki sendi starfsmönnum tölvupóst sem er eingöngu á ensku. En það sýnir, meðvitað eða ómeðvitað, ákveðið viðhorf til íslenskunnar – viðhorf sem smitar út frá sér og gerir meiri skaða en við áttum okkur á í fljótu bragði.


Gildi íslenskunnar fyrir okkur sjálf og íslenskt málsamfélag er ómetanlegt eins og hér hefur áður verið lýst. Ef unga kynslóðin missir trú á málinu og hættir að vera annt um það er það dauðadæmt. En dauðastríð íslenskunnar yrði langt og sársaukafullt, bæði fyrir málsamfélagið og okkur sem eigum hana að móðurmáli. Þess vegna þurfum við að leggja megináherslu á að skapa jákvætt viðhorf til íslenskunnar – sjá til þess að hún sé nothæf, og notuð, á öllum sviðum. Það er á ábyrgð okkar allra.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit