Viðhorf til íslenskunnar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, mun á næstunni birta pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur fjórði pistillinn.

Auglýsing

4. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að rækta með sér jákvætt við­horf til máls­ins og skiln­ing á gildi þess fyrir okkur sjálf og mál­sam­fé­lag­ið.Íslend­ingar hafa yfir­leitt haft mjög jákvætt við­horf til móð­ur­máls­ins og oft er lögð áhersla á að það geri okkur að þjóð – sé rétt­læt­ing okkar fyrir sjálf­stæði og grund­vall­ar­þáttur í sjálfs­mynd þjóð­ar­inn­ar. Hugs­an­lega er þetta þó eitt­hvað að breyt­ast. Guð­mundur Hálf­dan­ar­son hefur haldið því fram að „nátt­úran sé að taka við af tungu­mál­inu og menn­ing­unni sem helsta við­mið íslenskrar þjóð­ern­is­stefnu – eða mik­il­væg­asta tákn þess sem gerir okkur að Íslend­ingum og greinir okkur frá öðrum þjóð­um“ (Ís­lenska þjóð­ríkið – upp­runi og endi­mörk, bls. 210).

Ekki eru þó allir sann­færðir um þetta, en hvað sem því líður virð­ist unga kyn­slóðin ekki líta á tungu­málið sem jafn­mik­il­vægan þátt í sjálfs­­mynd sinni og þau sem eldri eru, og ýmsar vís­bend­ingar eru um að hún hafi ekki jafn­já­kvætt við­horf til máls­ins. Á þessu eru eflaust margar skýr­ing­ar. Ein er sú að mál­fræði­kennsla í grunn- og fram­halds­skólum er ekki sér­lega vel til þess fallin að auka áhuga á íslensk­unni. Sama máli gegnir um áherslu sam­ræmdra prófa á rétt mál og rangt, mál­fræði­lega grein­ingu o.þ.h.Önnur ástæða er alþjóða­væð­ingin. Ungt fólk nú á dögum sér allan heim­inn sem leik­svið sitt – það vill geta lært, starfað og búið erlendis og veit að íslenskan gagn­ast því lítið utan Íslands. Ef ekki verður heldur hægt að nota málið alls staðar á Íslandi, og jafn­vel ekki inni á heim­il­inu í sam­skiptum við staf­ræna aðstoð­ar­menn og önnur tölvu­stýrð tæki, er hætt við að unga kyn­­slóðin missi trú á íslensk­una og gagn­semi henn­ar.

Auglýsing


Í íslensku­hluta aðal­námskrár fram­halds­skóla frá 1999 segir: „Með íslensku­kennslu í fram­halds­skólum skal stuðlað að því að nem­endur öðlist jákvætt við­horf til íslensku og kynn­ist áhrifa­mætti og marg­breyti­leika máls­ins.“ Þetta er mik­il­vægt, því að í erlendum rann­sóknum hefur verið sýnt fram á að við­horf mál­not­enda til móð­ur­máls síns, ekki síst við­horf ungu kyn­slóð­ar­inn­ar, ræður miklu um fram­tíð­ar­horfur máls­ins.Skeyt­ing­ar­leysi í garð íslensk­unnar virð­ist því miður vera of útbreitt. Auð­vitað drepur það ekki íslensk­una þótt hún sé höfð á eftir ensku á skiltum í Leifs­stöð. Auð­vitað drepur það ekki íslensk­una þótt aug­lýs­ingar í búð­ar­gluggum séu ein­göngu á ensku. Auð­vitað drepur það ekki íslensk­una þótt ein­hver fyr­ir­tæki sendi starfs­mönnum tölvu­póst sem er ein­göngu á ensku. En það sýn­ir, með­vitað eða ómeð­vit­að, ákveðið við­horf til íslensk­unnar – við­horf sem smitar út frá sér og gerir meiri skaða en við áttum okkur á í fljótu bragði.Gildi íslensk­unnar fyrir okkur sjálf og íslenskt mál­sam­fé­lag er ómet­an­legt eins og hér hefur áður verið lýst. Ef unga kyn­slóðin missir trú á mál­inu og hættir að vera annt um það er það dauða­dæmt. En dauða­stríð íslensk­unnar yrði langt og sárs­auka­fullt, bæði fyrir mál­sam­fé­lagið og okkur sem eigum hana að móð­ur­máli. Þess vegna þurfum við að leggja meg­in­á­herslu á að skapa jákvætt við­horf til íslensk­unnar – sjá til þess að hún sé not­hæf, og not­uð, á öllum svið­um. Það er á ábyrgð okkar allra.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Slökkviliðsmaður berst við skógarelda í Brasilíu á síðasta ári.
Regnskógar minnkuðu um einn fótboltavöll á sex sekúndna fresti
Um tólf milljónir hektara af skóglendi töpuðust í hitabeltinu í fyrra. Skógareldar af náttúrunnar og mannavöldum áttu þar sinn þátt en einnig skógareyðing vegna landbúnaðar.
Kjarninn 2. júní 2020
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Tæpur þriðjungur Miðflokksmanna myndi kjósa Trump
Prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að hátt hlutfall Miðflokksmanna sem styður Trump fylgi ákveðnu mynstri viðhorfa sem hafi mikið fylgi meðal kjósenda lýðflokka Vestur-Evrópu.
Kjarninn 2. júní 2020
Vaxtabótakerfið var einu sinni stórt millifærslukerfi. Þannig er það ekki lengur.
Vaxtabætur halda áfram að lækka og sífellt færri fá þær
Á örfáum árum hefur fjöldi þeirra fjölskyldna sem fær vaxtabætur helmingast og upphæði sem ríkissjóður greiðir vegna þeirra dregist saman um milljarða. Þetta er vegna betri eiginfjárstöðu. En hærra eignarverð leiðir líka til hærri fasteignagjalda.
Kjarninn 2. júní 2020
Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson
Tengsl bæjarstjórahjóna við Kviku banka vekja spurningar
Leslistinn 2. júní 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiÁlit