Gróðaveiran

Úlfar Þormóðsson er með skilaboð til forsætisráðherra.

Auglýsing


Það merki­leg­asta, það eft­ir­tekt­ar­verðasta, það gleði­leg­asta sem ég heyrði úr póli­tískum munni árið 2018 var brot úr ræðu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra þar sem hún tal­aði um að kom­inn væri tími til að stöðva neyslu­hyggj­una, fram­leiðslu­aukn­ing­ar­kröf­una og huga þess í stað að leiðum til að efla hag jarð­ar­inn­ar, dreifa gæðum hennar jafnt og styrkja inn­viði sam­fé­lags manna. Það sem olli mér hins vegar von­brigðum var að hvorki stjórn­mála­menn né for­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar tóku undir með ráð­herr­an­um.

*

Og nú er að koma kreppa. Sprottin af kór­ónu­veirunni COVID-19. Heil­brigð­is­kerfið leiðir hjá sér upp­hróp­anir póli­tískra lukku­ridd­ara og múgæs­inga­manna, lætur þá ekki slá sig út af lag­inu, heldur bregst við vand­anum á frá­bær­lega fag­mann­leg­an. Fum­laust. 

Rík­is­stjórnin bregst líka við. Hún ráð­færði sig við atvinnu­rek­end­ur. Að svo búnu kynnti hún aðgerðir gegn kreppu. Björg­un­ar­að­gerðir í sjö lið­um. Í einum lið felst að ríkið kaupi sér­­­tryggð skulda­bréf af fast­­eigna­­fé­lögum og taki hluta af áhætt­unn­i. 

Auglýsing
Nú er það svo að Seðla­bank­inn er sjálf­stæð stofnun í eigu rík­is­ins, okkar allra, Íslend­inga. Bank­inn heyrir undir for­sæt­is­ráð­herra. Eitt hlut­verk bank­ans er að stuðla að traustri og öruggri fjár­mála­starf­semi.

Hér kemur svo aftur “björg­un­ar­leið­in” sem nefnd var hér ofar: … að ríkið kaupi sér­­­tryggð skulda­bréf af fast­­eigna­­fé­lögum og taki hluta af áhætt­unni.

Og hvað þýðir þetta?

Það er hægt að velta vöngum yfir þessu, teygja það og toga. En kjarna­merk­ingin stendur óhögguð. Hún er ljós: Seðla­bank­inn, rík­ið, við, eigum að láta fast­eigna­fé­lög hafa pen­inga til þess að braska með og við eigum að taka á okkur tapið sem við­búið er að verði af rekstri þegar gróð­ans menn fá ann­arra manna fé til þess að svala sér. Með þessu til­tæki er rík­is­stjórnin að vekja gróða­veiruna, “hleypa súr­efni” í hluta­bréfa­mark­að­inn, eins og óla­birnir heims­ins orða það þegar ríkið borgar tapið af braski þeirra.

Og annað er líka ljóst.

Þessi “björg­un­ar­að­gerð” er ekki til þess fallin að stöðva neyslu­hyggj­una, fram­leiðslu­aukn­ing­ar­kröf­una. Þetta er ekki heldur leið til þess að efla hag jarð­ar­inn­ar, dreifa gæðum hennar jafnt og styrkja inn­viði sam­fé­lags manna.

*

Sem sagt, samt sem áður og sjáðu til, félagi for­sæt­is­ráð­herra! 

Kór­ónu­veiran COVID-19 og afleið­ingar henn­ar, hrun og kreppa í kjöl­far­ið, gefur kjörið færi á að end­ur­skoða og skipu­leggja efna­hags­kerfi heims­ins upp á nýtt. Fyrir okk­ur, mann­skepn­una. Það er enn hægt að vekja alþjóð­lega umræðu um slíkt þrifa­verk fyrir menn og nátt­úru. Með aðstoð Seðla­bank­ans. Ef, já, aðeins ef ...

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Búið að fjármagna útgáfu spilsins þar sem leikendur eru með þingmenn í vasanum
Þingmaður Pírata er þegar búinn að ná að safna nægilegri upphæð á Karolina Fund til að gefa út Þingspilið. Söfnunin er þó enn í gangi, og ef það næst að safna meira, þá verður útgáfan veglegri.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar