Gróðaveiran

Úlfar Þormóðsson er með skilaboð til forsætisráðherra.

Auglýsing


Það merki­leg­asta, það eft­ir­tekt­ar­verðasta, það gleði­leg­asta sem ég heyrði úr póli­tískum munni árið 2018 var brot úr ræðu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra þar sem hún tal­aði um að kom­inn væri tími til að stöðva neyslu­hyggj­una, fram­leiðslu­aukn­ing­ar­kröf­una og huga þess í stað að leiðum til að efla hag jarð­ar­inn­ar, dreifa gæðum hennar jafnt og styrkja inn­viði sam­fé­lags manna. Það sem olli mér hins vegar von­brigðum var að hvorki stjórn­mála­menn né for­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar tóku undir með ráð­herr­an­um.

*

Og nú er að koma kreppa. Sprottin af kór­ónu­veirunni COVID-19. Heil­brigð­is­kerfið leiðir hjá sér upp­hróp­anir póli­tískra lukku­ridd­ara og múgæs­inga­manna, lætur þá ekki slá sig út af lag­inu, heldur bregst við vand­anum á frá­bær­lega fag­mann­leg­an. Fum­laust. 

Rík­is­stjórnin bregst líka við. Hún ráð­færði sig við atvinnu­rek­end­ur. Að svo búnu kynnti hún aðgerðir gegn kreppu. Björg­un­ar­að­gerðir í sjö lið­um. Í einum lið felst að ríkið kaupi sér­­­tryggð skulda­bréf af fast­­eigna­­fé­lögum og taki hluta af áhætt­unn­i. 

Auglýsing
Nú er það svo að Seðla­bank­inn er sjálf­stæð stofnun í eigu rík­is­ins, okkar allra, Íslend­inga. Bank­inn heyrir undir for­sæt­is­ráð­herra. Eitt hlut­verk bank­ans er að stuðla að traustri og öruggri fjár­mála­starf­semi.

Hér kemur svo aftur “björg­un­ar­leið­in” sem nefnd var hér ofar: … að ríkið kaupi sér­­­tryggð skulda­bréf af fast­­eigna­­fé­lögum og taki hluta af áhætt­unni.

Og hvað þýðir þetta?

Það er hægt að velta vöngum yfir þessu, teygja það og toga. En kjarna­merk­ingin stendur óhögguð. Hún er ljós: Seðla­bank­inn, rík­ið, við, eigum að láta fast­eigna­fé­lög hafa pen­inga til þess að braska með og við eigum að taka á okkur tapið sem við­búið er að verði af rekstri þegar gróð­ans menn fá ann­arra manna fé til þess að svala sér. Með þessu til­tæki er rík­is­stjórnin að vekja gróða­veiruna, “hleypa súr­efni” í hluta­bréfa­mark­að­inn, eins og óla­birnir heims­ins orða það þegar ríkið borgar tapið af braski þeirra.

Og annað er líka ljóst.

Þessi “björg­un­ar­að­gerð” er ekki til þess fallin að stöðva neyslu­hyggj­una, fram­leiðslu­aukn­ing­ar­kröf­una. Þetta er ekki heldur leið til þess að efla hag jarð­ar­inn­ar, dreifa gæðum hennar jafnt og styrkja inn­viði sam­fé­lags manna.

*

Sem sagt, samt sem áður og sjáðu til, félagi for­sæt­is­ráð­herra! 

Kór­ónu­veiran COVID-19 og afleið­ingar henn­ar, hrun og kreppa í kjöl­far­ið, gefur kjörið færi á að end­ur­skoða og skipu­leggja efna­hags­kerfi heims­ins upp á nýtt. Fyrir okk­ur, mann­skepn­una. Það er enn hægt að vekja alþjóð­lega umræðu um slíkt þrifa­verk fyrir menn og nátt­úru. Með aðstoð Seðla­bank­ans. Ef, já, aðeins ef ...

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar