Gróðaveiran

Úlfar Þormóðsson er með skilaboð til forsætisráðherra.

Auglýsing

Það merkilegasta, það eftirtektarverðasta, það gleðilegasta sem ég heyrði úr pólitískum munni árið 2018 var brot úr ræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra þar sem hún talaði um að kominn væri tími til að stöðva neysluhyggjuna, framleiðsluaukningarkröfuna og huga þess í stað að leiðum til að efla hag jarðarinnar, dreifa gæðum hennar jafnt og styrkja innviði samfélags manna. Það sem olli mér hins vegar vonbrigðum var að hvorki stjórnmálamenn né forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar tóku undir með ráðherranum.

*

Og nú er að koma kreppa. Sprottin af kórónuveirunni COVID-19. Heilbrigðiskerfið leiðir hjá sér upphrópanir pólitískra lukkuriddara og múgæsingamanna, lætur þá ekki slá sig út af laginu, heldur bregst við vandanum á frábærlega fagmannlegan. Fumlaust. 

Ríkisstjórnin bregst líka við. Hún ráðfærði sig við atvinnurekendur. Að svo búnu kynnti hún aðgerðir gegn kreppu. Björgunaraðgerðir í sjö liðum. Í einum lið felst að ríkið kaupi sér­tryggð skulda­bréf af fast­eigna­fé­lögum og taki hluta af áhættunni. 

Auglýsing
Nú er það svo að Seðlabankinn er sjálfstæð stofnun í eigu ríkisins, okkar allra, Íslendinga. Bankinn heyrir undir forsætisráðherra. Eitt hlutverk bankans er að stuðla að traustri og öruggri fjármálastarfsemi.

Hér kemur svo aftur “björgunarleiðin” sem nefnd var hér ofar: … að ríkið kaupi sér­tryggð skulda­bréf af fast­eigna­fé­lögum og taki hluta af áhættunni.

Og hvað þýðir þetta?

Það er hægt að velta vöngum yfir þessu, teygja það og toga. En kjarnamerkingin stendur óhögguð. Hún er ljós: Seðlabankinn, ríkið, við, eigum að láta fasteignafélög hafa peninga til þess að braska með og við eigum að taka á okkur tapið sem viðbúið er að verði af rekstri þegar gróðans menn fá annarra manna fé til þess að svala sér. Með þessu tiltæki er ríkisstjórnin að vekja gróðaveiruna, “hleypa súrefni” í hlutabréfamarkaðinn, eins og ólabirnir heimsins orða það þegar ríkið borgar tapið af braski þeirra.

Og annað er líka ljóst.

Þessi “björgunaraðgerð” er ekki til þess fallin að stöðva neysluhyggjuna, framleiðsluaukningarkröfuna. Þetta er ekki heldur leið til þess að efla hag jarðarinnar, dreifa gæðum hennar jafnt og styrkja innviði samfélags manna.

*

Sem sagt, samt sem áður og sjáðu til, félagi forsætisráðherra! 

Kórónuveiran COVID-19 og afleiðingar hennar, hrun og kreppa í kjölfarið, gefur kjörið færi á að endurskoða og skipuleggja efnahagskerfi heimsins upp á nýtt. Fyrir okkur, mannskepnuna. Það er enn hægt að vekja alþjóðlega umræðu um slíkt þrifaverk fyrir menn og náttúru. Með aðstoð Seðlabankans. Ef, já, aðeins ef ...

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar