Gróðaveiran

Úlfar Þormóðsson er með skilaboð til forsætisráðherra.

Auglýsing


Það merki­leg­asta, það eft­ir­tekt­ar­verðasta, það gleði­leg­asta sem ég heyrði úr póli­tískum munni árið 2018 var brot úr ræðu Katrínar Jak­obs­dótt­ur, for­sæt­is­ráð­herra þar sem hún tal­aði um að kom­inn væri tími til að stöðva neyslu­hyggj­una, fram­leiðslu­aukn­ing­ar­kröf­una og huga þess í stað að leiðum til að efla hag jarð­ar­inn­ar, dreifa gæðum hennar jafnt og styrkja inn­viði sam­fé­lags manna. Það sem olli mér hins vegar von­brigðum var að hvorki stjórn­mála­menn né for­svars­menn verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar tóku undir með ráð­herr­an­um.

*

Og nú er að koma kreppa. Sprottin af kór­ónu­veirunni COVID-19. Heil­brigð­is­kerfið leiðir hjá sér upp­hróp­anir póli­tískra lukku­ridd­ara og múgæs­inga­manna, lætur þá ekki slá sig út af lag­inu, heldur bregst við vand­anum á frá­bær­lega fag­mann­leg­an. Fum­laust. 

Rík­is­stjórnin bregst líka við. Hún ráð­færði sig við atvinnu­rek­end­ur. Að svo búnu kynnti hún aðgerðir gegn kreppu. Björg­un­ar­að­gerðir í sjö lið­um. Í einum lið felst að ríkið kaupi sér­­­tryggð skulda­bréf af fast­­eigna­­fé­lögum og taki hluta af áhætt­unn­i. 

Auglýsing
Nú er það svo að Seðla­bank­inn er sjálf­stæð stofnun í eigu rík­is­ins, okkar allra, Íslend­inga. Bank­inn heyrir undir for­sæt­is­ráð­herra. Eitt hlut­verk bank­ans er að stuðla að traustri og öruggri fjár­mála­starf­semi.

Hér kemur svo aftur “björg­un­ar­leið­in” sem nefnd var hér ofar: … að ríkið kaupi sér­­­tryggð skulda­bréf af fast­­eigna­­fé­lögum og taki hluta af áhætt­unni.

Og hvað þýðir þetta?

Það er hægt að velta vöngum yfir þessu, teygja það og toga. En kjarna­merk­ingin stendur óhögguð. Hún er ljós: Seðla­bank­inn, rík­ið, við, eigum að láta fast­eigna­fé­lög hafa pen­inga til þess að braska með og við eigum að taka á okkur tapið sem við­búið er að verði af rekstri þegar gróð­ans menn fá ann­arra manna fé til þess að svala sér. Með þessu til­tæki er rík­is­stjórnin að vekja gróða­veiruna, “hleypa súr­efni” í hluta­bréfa­mark­að­inn, eins og óla­birnir heims­ins orða það þegar ríkið borgar tapið af braski þeirra.

Og annað er líka ljóst.

Þessi “björg­un­ar­að­gerð” er ekki til þess fallin að stöðva neyslu­hyggj­una, fram­leiðslu­aukn­ing­ar­kröf­una. Þetta er ekki heldur leið til þess að efla hag jarð­ar­inn­ar, dreifa gæðum hennar jafnt og styrkja inn­viði sam­fé­lags manna.

*

Sem sagt, samt sem áður og sjáðu til, félagi for­sæt­is­ráð­herra! 

Kór­ónu­veiran COVID-19 og afleið­ingar henn­ar, hrun og kreppa í kjöl­far­ið, gefur kjörið færi á að end­ur­skoða og skipu­leggja efna­hags­kerfi heims­ins upp á nýtt. Fyrir okk­ur, mann­skepn­una. Það er enn hægt að vekja alþjóð­lega umræðu um slíkt þrifa­verk fyrir menn og nátt­úru. Með aðstoð Seðla­bank­ans. Ef, já, aðeins ef ...

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar